Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 6
6 9. júní 2008 MÁNUDAGUR ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 23 61 0 5/ 08 • Elliðaárdalurinn er vinsælasta útivistarsvæði landsins www.or.is Ganga á Hengils- svæðið Þriðjudaginn 10. júní verður farin fræðslu- og gönguferð á Hengilssvæðinu. Hugað verður að orkunni og beislun hennar, orkujarðfræði, gróðri og sögu. Mæting í Hellisheiðarvirkjun við Kolviðarhól kl. 19:30. Leiðsögumenn eru Einar Gunnlaugsson jarðfræðingur, Guðríður Helgadóttir líffræðingur og Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur. RV U n iq u e 0 60 80 2 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hentugt við grillið - einnota borðbúnaður á tilboðsverði Á tilboði í júní 2008Einnota diskar, glös, bollar og hnífapör20% afsláttur STJÓRNSÝSLA Sprenging varð í fjölda kæra til úrskurðarnefndar skipu- lags- og byggingarmála í fyrra. Þá bárust 170 kærur, en frá stofnun nefndarinnar hafa þær að jafnaði verið í kringum 70 á ári. Það sem af er þessu ári hafa 36 kærur borist nefndinni, segir Hjalti Steinþórsson, formaður úrskurðar- nefndarinnar. Það er ekki ósvipað og á sama tíma í fyrra, en þá kom gusa með haustinu. Hjalti segir lík- legt að færri kærur berist í ár vegna samdráttar í byggingar- iðnaðinum. Mikil fjölgun kæra á síðasta ári á sér ekki neinar augljósar skýringar, segir Hjalti. Þó megi leiða að því líkur að eftir því sem afgreiddum málum fjölgi hjá sveitarfélögunum aukist hættan á því að mistök verði gerð. „Kærurnar eru afar lítið brot af því sem afgreitt er hjá stjórnvöld- um og í það heila held ég að þau séu að gera þetta vel. Við erum nokkurs konar öryggisnet, í allri mannlegri starfsemi hljóta að eiga sér stað mistök,“ segir Hjalti. Úrskurðarnefndin fjallar um kærur vegna skipulags- og bygg- ingarmála, allt frá ósætti um breyt- ingu á einbýlishúsi í grónu hverfi að gerð deiliskipulags á stórum svæði. Að auki fjallar nefndin um kærur vegna framkvæmdaleyfa vegna framkvæmda sem háðar eru mati á umhverfisáhrifum, en þar er að jafnaði um stórar framkvæmdir að ræða. - bj Líklegt að málum fækki aftur hjá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála: Sprenging í fjölda kæra í fyrra 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 Kærur HEIMILD: ÚRSKURÐARNEFND UM SKIPULAGS- OG BYGGINGARMÁL FJÖLDI KÆRUMÁLA 170 97 107 767771 61 81 60 46 BAUGSMÁL Hæstiréttur telur skýra refsiheimild í 104. grein hlutafé- lagalaga, þar sem bann er lagt við lánum fyrirtækja til stjórnenda og tengdra aðila. Þetta er við- snúningur frá dómi héraðsdóms, sem taldi lagaákvæði svo óskýr að ekki væri hægt að refsa ein- staklingum. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórn- ar formaður Baugs Group, var meðal annars ákærður fyrir brot gegn 104. grein hlutafélagalaga í Baugsmálinu. Hann var sýknaður af þeim ákærunum í Hæstarétti á síðastliðinn fimmtudag. Sérfræðingar um hlutafélaga- lög og endurskoðendur sem rætt var við segja gott að fá fordæmi Hæstaréttar. Verjandi Jóns Ásgeirs byggði vörn sína meðal annars á því að heimild til að refsa einstaklingum væri óskýr í þessu tilviki. Hæstiréttur tekur ekki undir þau sjónarmið. Í dóminum segir að enginn skynsamlegur vafi geti leikið á um að heimild sé til þess að refsa einstaklingum. Hlutafé- lag brjóti ekki lög án atbeina stjórnenda. Bann í íslenskum lögum við lánum til stjórnenda og tengdra aðila er svipað ákvæðum á hinum Norðurlöndunum, að sögn sér- fræðinga. Víða í Evrópu eru slík lán hins vegar lögleg, en þá ber fyrirtækjunum skylda til þess að upplýsa hluthafa um lánakjör og endurgreiðslur. Bæði bann og kröfur um að upplýst sé um lán þjónar þeim til- gangi að verja hagsmuni hlut- hafa. Einnig verja slík ákvæði rétt lánadrottna fyrirtækjanna. Sérfræðingar eru sammála um að einhver dæmi séu um að slík lán hafi verið veitt hér á landi á undanförnum árum. Með dómi Hæstaréttar þurfi þeir sem veitt hafi slík lán eða tekið við þeim að skoða sína stöðu. Hæstiréttur segir að í þremur ákæruliðum af þeim níu sem fjöll- uðu um meintar ólögmætar lán- veitingar hafi í raun verið um ólögmætar lánveitingar að ræða. Baugur lánaði því með ólögmæt- um hætti tæplega 205 milljónir króna til Gaums, fjárfestingar fé- lags Jóns Ásgeirs og fjölskyldu. Hæstiréttur tók ekki afstöðu til þess hvort Jón Ásgeir hafi brotið lög í þessum tilvikum. Rétturinn mat það svo að um minniháttar til- vik hefði verið að ræða, þar sem þau hefðu aðeins varðað sektum. Því fyrnast þau á tveimur árum, og voru fyrnd þegar ákæra var gefin út. brjann@frettabladid.is Þrjú lán Baugs ólög- mæt en sökin fyrnd Hæstiréttur tók á fimmtudag af öll tvímæli um að lán fyrirtækja til stjórnenda eru ólögleg. Gott að fá fordæmi Hæstaréttar segja sérfræðingar um hlutafélaga- lög. Einhver dæmi eru um að slík lán hafi verið veitt hér á landi undanfarið. SÖK FYRND Hæstiréttur tók enga afstöðu til þess hvort Jón Ásgeir Jóhannesson (fyrir miðju) hefði brotið lög með lánveitingum frá Baugi til Gaums. Ekki var fjallað um þann möguleika þar sem sök hans væri fyrnd þó hann teldist hafa brotið lög. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 104. grein hlutafélagalaga: ■ Hlutafélagi er hvorki heimilt að veita hluthöfum, stjórnarmönnum eða framkvæmdastjórum félags- ins eða móðurfélags þess lán né setja tryggingu fyrir þá. Félagi er einnig óheimilt að veita þeim lán eða setja fyrir þann tryggingu sem giftur er eða í óvígðri sambúð með aðila […] eða er skyldur honum að feðgatali eða niðja ellegar stendur hlutaðeigandi að öðru leyti sérstaklega nærri. Ákvæði þessarar málsgreinar taka þó ekki til venju- legra viðskiptalána. ■ Hlutafélag má ekki veita lán til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu eða móðurfélagi þess hvort heldur móðurfélagið er hlutafélag eða einkahlutafélag. Hlutafélag má heldur ekki leggja fram fé né setja tryggingu í tengslum við slík kaup. UMDEILD LAGAGREIN SKÝRÐ REYKJAVÍK Jakob Hrafnsson, áheyrnarfulltrúi Framsóknar- flokksins í umhverfis- og sam- gönguráði Reykjavíkurborgar, telur að borgaryfirvöld eigi að greiða niður leigubíla. Jakob segir að menn verði að leita fleiri leiða til að efla almenningssamgöngur í borg- inni, hvort sem um sé að ræða, hjólreiðar, strætisvagna eða leigubíla. „Bílafjöldinn hefur aukist gríðarlega í Reykjavík og hún er orðin eins og bandarísk borg í því tilliti en var eins og meðal evrópsk borg. Það er því rétt að skoða allar leiðir og þetta gæti orðið til þess að heimili komist af með einn bíl.“ Jakob segir niðurgreiðslu á leigubílum þekkjast víða um heim. „Mörgum finnst leigubílar of dýrir og erfitt að fara eina eða tvær ferðir með þeim á dag. Mér finnst því að borgaryfirvöld eigi að skoða málið alvarlega,“ segir Jakob, en hann lagði fram fyrir- spurn um málið á síðasta fundi ráðsins. Gísli Marteinn Baldursson, formaður ráðsins, segir það ekki vera á stefnuskrá meirihlutans að greiða niður leigubílaverð. Miklir fjármunir séu settir í strætisvagna og það muni auk- ast fremur en hitt. „Ég veit ekki hvort menn vilja að við tökum peninga úr strætó og setjum í leigubíla, ég efast um það,“ segir Gísli Marteinn. - kóp Fulltrúi Framsóknarflokks í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur: Vill niðurgreiða leigubíla JAKOB HRAFNSSON GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Horfðir þú á opnunarleikinn í Evrópukeppninni? Já 34,8% Nei 65,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú sátt(ur) við að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur? Segðu þína skoðun á vísir.is KJÖRKASSINN DANMÖRK Morðhótunum rigndi yfir nemendur við Blaðamanna- háskólann í Árósum sem tóku sig til og borðuðu villikött, sem hafði verið skotinn af dýraeftirlits- manni. Myndir af veisluhaldinu settu þeir á netið. Uppátækið olli mótmælaöldu í Danmörku. Nemendurnir eru undrandi yfir viðbrögðunum. „Við vildum benda á hið tvöfalda siðgæði,“ segja þeir og benda á að ekki hafi verið um gæludýr að ræða. „Af hverju er í lagi að borða hest, héra eða svín en ekki kött?“ spyrja þeir, að sögn Expressen, og benda á að í sumum löndum snæði menn ketti, hunda eða rottur með góðri lyst. - ghs Danskir nemendur: Átu villikött með góðri lyst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.