Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 51
MÁNUDAGUR 9. júní 2008 27 Kópavogsvöllur, áhorf.: 860 HK ÍA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12-15 (6-6) Varin skot Gunnleifur 5 – Espen 4 Horn 2-4 Aukaspyrnur fengnar 12-17 Rangstöður 1-5 ÍA 4-4-2 Espen Madsen 6 Heimir Einarsson 5 Árni Guðmundsson 7 Dario Cingel 6 Guðjón Sveinsson 6 Þórður Guðjónsson 7 (82., Igor Bilokap. -) Bjarni Guðjónsson 7 Jón Ákason 6 (89., Guðmundur G. -) Stefán Þórðarson 7 *Vjekoslav Svad. 8 Björn Sigurðarson 6 (29., Árni Pjeturs. 5) *Maður leiksins HK 4-4-2 Gunnleifur Gunnl. 7 Stefán Eggertsson 6 (65., Atli Valsson 6) Ásgrímur Albertsson 6 Finnbogi Llorens 7 Damir Muminovic 6 Hörður Magnússon 6 Hólmar Eyjólfsson 6 Goran Brajkovic 6 Aaron Palomares 7 Mitja Brulc 7 (46., Þorlákur Hilm. 5) Hermann Þórsson 4 (73., Eyþór Birgis. -) 1-0 Mitja Brulc (26.), 1-1 Vjekoslav Svadumovic (75.). 1-1 Einar Örn Daníels. (5) Fágaður Fegraðu innkeyrsluna. BMW 116i Advantage, sjálfskiptur kr. 3.830.000 B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1210 - bmw@bmw.is - www.bmw.is Bíll á mynd BMW 116 sport. Fæst aðeins í sérpöntun. BMW 116 5 dyra -1,6l. - 115 hestöfl - 7,5 ltr./100km 10,9 sek./0-100km - 179 CO2 g/km Frá kr. 3.300.000 SUND Flest okkar sterkasta sundfólk er nú á vegum félaga sinna að taka þátt í Mare Nostr- um-mótröðinni. Mótin eru geysilega sterk, þarna eru saman komnir margir Evrópu- og heimsmethafar en synt er í þremur borgum, Mónakó, Barcelona og Canet. Sigrún Brá Sverrisdóttir, sundkona úr Fjölni, synti undir B- lágmarki ÓL í 200 metra skrið- sundi í fyrradag og tvíbætti þá Íslandsmetið í greininni. Hjörtur Már Reynisson, sundmaður úr KR, synti í gær á tímanum 54,46 í undanrásum í 100 metra flugsundi sem er undir B-lágmarki ÓL í greininni. Hjörtur bætti sig talsvert en besti tíminn hans í greininni var áður 55,12. Hjörtur varð í gær sjötti íslenski sundmaðurinn sem nær ÓL-lágmarki. Hrafnhildur Lúthersdóttir syndir í Mónakó og er að reyna að ná B-lágmörkum í 200 metra bringusundi. Íslenska sundfólkið fer næst til Barcelona á Spáni og keppir þar 10. og 11. júní. Mare Nostrum- mótaröðinni lýkur svo í Canet í Frakklandi þar sem keppt verður 14. og 15. júní. Það gætu því enn hæglega bæst fleiri sundmenn í ört stækkandi ÓL-hóp Íslands. - óþ Mare Nostrum-mótaröðin: Ólympíulág- mörk í augsýn TIL PEKING Hjörtur Már Reynisson, úr KR, náði ólympíulágmarki í 100 metra flugsundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR FÓTBOLTI HK og ÍA skildu í gær jöfn, 1-1, eftir fjörugan leik á Kópavogsvelli. Fyrri hálfleikur var afar lífleg- ur og áttu bæði lið þó nokkur góð marktækifæri. HK-menn fengu betri færi framan af og voru klauf- ar að nýta þau ekki betur. Heimamenn bættu þó fyrir mis- tökin á 26. mínútu er Mitja Brulc kom þeim yfir með laglegu marki. Hár bolti kom frá Goran Brajkov- ic yfir vörn ÍA og Brulc gerði vel er hann sendi boltann yfir Esben Madsen markvörð sem kom hlaup- andi út í boltann. Eftir það áttu Skagamenn bæði skot og skalla í slá HK-inga en allt kom fyrir ekki. Gestirnir gerðu sig afar líklega til að jafna metin undir lokin en Gunnleifur mark- vörður var vel á verði. Síðari hálfleikur byrjaði mjög fjörlega er Stefán Þórðarson var dæmdur brotlegur eftir viðskipti sín við Stefán Eggertsson. Dómari leiksins, Einar Örn, sá greinilega ekki hvað gerðist en eftir að hafa ráðfært sig við annan aðstoðar- dómarann gaf hann Stefáni umsvifalaust rautt spjald. Þrátt fyrir þetta var engu líkara en HK-ingar hefðu lagt árar í bát því Skagamenn voru miklu betri og uppskáru jöfnunarmark úr víti á 75. mínútu. Bæði lið fengu færi til að gera út um leikinn en 1-1 urðu lokatölur. „Mínir menn sýndu mikla karl- mennsku og stigu fast til jarðar í því að vinna sig inn í leikinn,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, sem tók út leikbann í leiknum. Spurður um rauða spjaldið sem Stefán fékk sagðist Guðjón ekkert hafa séð. „Ef þetta hefur verið ljótur ásetningur hjá Stefáni ber að refsa því með rauðu spjaldi. En við getum sagt á móti að Bjarni átti að fá víti í fyrri hálfleik. Það var ásetningur. Ef bæði lið fremja ásetningsbrot og það er bara refs- að í aðra áttina þá vitum við hvað er að gerast.“ - esá HK og ÍA skildu jöfn á Kópavogsvelli þar sem Stefán Þórðarson fékk rautt spjald: HK-ingar fóru illa að ráði sínu BARÁTTA HK-ingar sækja hér fast að marki ÍA í leiknum í gær en Kópavogsliðið náði ekki að taka öll stigin. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.