Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 2
2 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR Elín, þarf að sýna kráareig- endum hvar Davíð keypti ölið? „Já, hjá Kormáki vini mínum - um miðjan dag.“ Skemmtistöðunum Ölstofu Kormáks og Skjaldar og Vegamótum hefur verið gert að loka fyrr um helgar. Elín Gunnlaugs- dóttir, íbúi við Grettisgötu, er langþreytt á næturgöltri kráargesta. Er mataræðið óreglulegt? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar máltíðir – allt þetta dregur úr innri styrk, veldur þróttleysi, kemur meltingunni úr lagi og stuðlar að vanlíðan. Regluleg neysla LGG+ vinnur gegn þessum áhrifum og flýtir fyrir því að jafnvægi náist á ný. Dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA VINNUMARKAÐSMÁL Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusam- bands Íslands, tilkynnti á mið- stjórnarfundi í gær að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs á ársfundi ASÍ sem haldinn verður í lok október. Grétar var fyrst kjörinn forseti ASÍ árið 1996. Ingibjörg R. Guðmundsdótt- ir, varaforseti ASÍ segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún sækist eftir stöðunni. Hún hefur verið varaforseti frá árinu 1992, fyrir utan árin 2000 til 2003. „Vonandi eru áhugasamir fram- bjóðendur í 110 þúsund manna hreyfingu,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri ASÍ. - ovd Nýr forseti ASÍ í haust: Grétar gefur ekki kost á sér GRÉTAR ÞORSTEINSSON LÖGREGLUMÁL Hollenski karlmað- urinn sem reyndi að smygla vel á annað hundrað kílóum af hassi til landsins með Norrænu í gær er á sjötugsaldri, samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins. Hassinu hafði verið komið fyrir í húsbíl sem maðurinn flutti með ferjunni. Það var vandlega falið út um allan bíl. Yfirvöldum tolls og löggæslu var ekki kunnugt um að fíkniefna- farmurinn væri á leið til landsins. Hann fannst við hefðbundið eftir- lit Tollgæslunnar á Seyðisfirði. Um var að ræða samstarfsverk- efni hennar, Tollgæslunnar í Reykjavík og lögreglunnar á Seyð- isfirði sem naut aðstoðar lögregl- unnar á Akureyri. Maðurinn var í gær úrskurðaður í Héraðsdómi Austurlands í gæsluvarðhald til 9. júlí næstkomandi. Flugvél Land- helgisgæslunnar flutti hann og fíkniefnin til Reykjavíkur í gær. Hún lenti um miðjan dag á Reykja- víkurflugvelli. Hollendingurinn beið þess í gær að verða yfirheyrð- ur. Síðan liggur leið hans á Litla- Hraun. Maðurinn hefur áður komið hingað til lands. Hann mun ekki hafa gerst brotlegur við lög hér, en hefur áður komið við sögu í fíkniefnamálum í öðrum Evrópu- löndum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eldra fólk er notað til að koma fíkniefnum milli landa. Minna má á Þjóðverjann Claus Froehe sem játaði að hafa smyglað til landsins sjö kílóum af hassi í sjö ferðum fyrir nokkrum árum. Hann var á sjötugsaldri. Þá reyndi hollensk „amma“ að koma 760 grömmum af kókaíni inn í landið. Hún var þá 64 ára og lést vera heyrnarskert. Fíkniefnin faldi hún í sérsaumaðri hárkollu, en það dugði ekki til. Hún var að koma í sína þriðju smyglferð hingað til lands þegar hún var gripin í Leifsstöð. Ljóst þykir að Hollendingurinn sem nú á í hlut hefur ekki ætlað þetta mikla magn til eigin neyslu. Jafnframt að hann hefur ekki haft í hyggju að koma efnunum á mark- að hér upp á eigin spýtur. Rann- sókn lögreglu beinist því meðal annars að því að finna samverka- menn mannsins hér á landi. Málið var í gær sent til framhaldsrann- sóknar hjá lögreglustjóraembætt- inu á höfuðborgarsvæðinu. Fíkni- efnadeildin annast rannsóknina. jss@frettabladid.is Eftirlaunaþegi með fullan húsbíl af hassi Hollenski hasssmyglarinn, sem reyndi að koma vel á annað hundrað kílóum af hassi inn í landið í gær, er á sjötugsaldri. Hann hefur áður komið hingað til lands. Hann hefur komið við sögu í fíkniefnamálum í öðrum Evrópulöndum. DÓMSMÁL Þrír karlmenn af erlendu bergi brotnir hafa verið ákærðir fyrir þjófnað og tilraunir til þjófn- aðar úr hraðbönkum í Reykjavík. Rúmenskur karlmaður á þrí- tugsaldri hefur verið ákærður fyrir að stela 670 þúsund krónum úr hraðbönkum á höfuðborgar- svæðinu með greiðslukortum sem höfðu á segulrönd upplýsingar sem stolið hafði verið af greiðslu- kortum annars fólks. Þetta gerði maðurinn með 29 færslum. Þá reyndi hann að stela ríflega 2,5 milljónum til viðbótar með sama hætti. Það tókst þó ekki vegna ráðstafana þeirra banka- stofnana sem reka viðkomandi hraðbanka. Maðurinn var gripinn um miðj- an síðasta mánuð, ásamt landa sínum og rúmenskri konu. Hann er í farbanni til 19. júní. Annar rúmenskur karlmaður, í félagi við þýskan ríkisborgara, er einnig ákærður fyrir þjófnað úr hraðbönkum og tilraunir til slíks athæfis. Þeir voru við iðju sína hér um páskana. Annar þeirra er ákærður fyrir að hafa stolið 820 þúsund krónum úr hraðbönkum. Hann reyndi jafnframt að ná út 160 þúsund krónum sem ekki tókst. Í sameiningu tókst svo mönnun- um tveimur að ná út 970 þúsund krónum með því að nota tuttugu kort með stolnum upplýsingum. Þeir reyndu að stela 965 þúsund krónum til viðbótar sem ekki tókst. Þá sitja tveir karlmenn og ein kona í farbanni að kröfu lögreglu- stjórans á Suðurnesjum. Fólkið var stöðvað við komuna til lands- ins. Það reyndist hafa í fórum sínum sextíu kort með stolnum upplýsingum. jss@frettabladid.is Þrír erlendir karlmenn ákærðir fyrir þjófnað úr hraðbönkum: Ákært fyrir milljónasvik HRAÐBANKAR Þjófnaðir og tilraunir til þjófnaða úr hraðbönkum hafa verið alltíðir hér á landi að undanförnu. UMHVERFISMÁL Höfðafélagið, félag stofnað um kaup á hluta af jörðinni Höfða við Mývatn, hyggst bjóða í eignina á uppboði sem haldið verð- ur í dag. Ásgeir Böðvarsson, for- maður félagsins, telur að kaup- verðið verði tugir milljóna króna. Uppboðið er haldið til slita á sam- eign þriggja eigenda. „Við höfum náð að safna það miklu fé að við munum freista þess að kaupa Höfða. Það eru ýmsar sögur uppi um hvað verður boðið þarna og erfitt að átta sig á hvað er raunhæft í þeim efnum“, segir Ásgeir. „Það er búist við að verðið verði frekar tugir milljóna en millj- ónir.“ Um er að ræða íbúðarhús og um tvo hektara lands sem hjónin Héð- inn Valdimarsson og Guðrún Páls- dóttir áttu og ræktuðu upp. Jörðin hefur verið útivistarsvæði Mývetn- inga í áratugi og hugmynd Höfða- félagsins er að kaupa jörðina sem síðar verði eign Skútustaðahrepps en ekki í einkaeigu. Málinu er þó ekki lokið með uppboðinu í dag. Ásgeir segir að einn eigenda hafi þinglýst að eigendur Kálfastrand- ar, næsta bæjar sem Höfði var upp- haflega byggður úr, eigi forkaups- rétt þó að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi komist að ann- arri niðurstöðu í vetur sem leið. Lögmaður gerði verðmat á Höfða fyrir nokkrum árum sem hljómaði upp á 70 til 100 milljónir króna. Í dag er það talið ofmat að sögn Ásgeirs. - shá Höfðafélagið hyggst bjóða í Höfða við Mývatn á uppboði í dag: Jörðin metin á tugi milljóna VIÐ MÝVATN Myndin er tekin á Höfðan- um í Mývatni þar sem náttúrufegurð er einstök. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞÝSKALAND, AP Eftir að hafa rætt það sem efst er á baugi í heims- stjórnmálunum, á borð við kjarnorkuáætlun Írana, við Angelu Merkel, kanslara Þýska- lands, var það sem George W. Bush Bandaríkjaforseta var efst í huga í gær þýskur spergill. „Kvöldverðurinn í gær var dásamlegur,“ tjáði Bush frétta- mönnum úti í sólinni við gestabú- stað þýsku ríkisstjórnarinnar í Meseberg norður af Berlín. „Og við ykkur frá þýsku pressunni, sem hélduð að ég kynni ekki að meta spergil, segi ég: Þið hafið rangt fyrir ykkur,“ sagði hann og bætti við: „Þýskur spergill er stórkostlegur.“ - aa Bush í Þýskalandi: Ljúffengur sperg- ill efst í huga ÁNÆGÐUR Bush forseti leyndi ekki ánægju sinni með viðurgjörninginn sem hann fékk sem gestur Merkel kanslara. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI „Okkur er sama hvaða vegabréf menn hafa sem fjár- festa í bankanum,“ segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings. Fjárfestingafélag bræðranna Meni og Moises Gertner keypti í gær tveggja prósenta hlut í Kaupþingi fyrir tæpa 13,9 milljarða íslenskra króna í utanþingsviðskiptum, á genginu 750 krónur á hlut. Gengi bréfa í bankanum hækkaði um 0,8 prósent í gær. Bræðurnir standa báðir nálægt fimmtugu og hafa um árabil verið viðskiptavinir Kaupþings í Bretlandi. Auður þeirra var í fyrra metinn á um 55 milljarða króna, samkvæmt breska blaðinu Sunday Times. Með kaupunum verða bræðurnir meðal tíu stærstu hluthafa Kaupþings. - jab Bræður kaupa í Kaupþingi: Telja bankana lágt verðlagða Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI Hollendingurinn var fluttur frá Seyðisfirði til Reykjavíkur um miðjan dag í gær. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. júlí. MYND/SÍMON BIRGISSON Á VETTVANGI Lögreglan sótti manninn í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykja- víkurflugvelli. UMHVERFISMÁL Ísbjörninn sem felldur var í síðustu viku var fleginn og rannsakaður í Loð- skinni á Sauðárkróki í gær. Til stendur að stoppa björninn upp og varðveita á Náttúrufræðistofu Norðvesturlands á Sauðárkróki. Degi áður en dýrið var fellt sá Karen Sól Káradóttir, níu ára einhverf stúlka það. „Hún spurði: mamma, er þetta ísbjörn?“ segir Eva Hrund Pétursdóttir móðir Karenar Sólar. Hún segist ekki hafa snúið sér við til að sjá hvað barnið var að benda og ekkert hugsað meira út í þetta fyrr en hún heyrði fréttirnar daginn eftir. - ovd Verður stoppaður upp: Ísbjörninn rannsakaður Slys í slippnum Karlmaður brenndist í andliti í vinnu- slysi í Daníelsslipp við Reykjavíkur- höfn um klukkan sex í gær. Neisti komst í olíugufur í skipi sem unnið var við með þeim afleiðingum að sprenging varð. Maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Á tvöföldum hámarkshraða Lögreglan á Vestfjörðum tók öku- mann á 100 kílómetra hraða innan- bæjar í Bolungarvík í gærmorgun. Þar er 50 kílómetra hámarkshraði. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.