Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 12. júní 2008 3 HVERJU BREYTTIRÐU SÍÐAST? Náttúruflísar eru einstaklega vinsælt gólfefni um þessar mundir, en mikilvægt er að meðhöndla þær rétt. Náttúruflísar eru gerðar úr slit- sterkum steini. Til þess að halda steininum fallegum og glansandi er mikilvægt að hugsa rétt um hann. Þórir Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Húsfélagaþjónust- unnar ehf., sem sérhæfir sig meðal annars í umhirðu náttúruflísa, bendir á að mikilvægt sé að með- höndla flísarnar strax og þær hafa verið lagðar á gólf. „Ómeðhöndl- aðar náttúruflísar eru opnar og draga því í sig óhreinindi. Þegar þær eru meðhöndlaðar lokast þær og haldast lengur fallegar,“ útskýrir Þórir. Samkvæmt Þóri hefur notkun náttúrusteins aukist gríðarlega. „Þetta er fallegt gólfefni og hentar víða og ef flísarnar eru meðhöndl- aðar reglulega koma þær vel út.“ Það fer eftir því hvar flísarnar eru settar hversu oft þarf að með- höndla þær. Flísar sem eru í sam- eign eða þar sem umgengni er mikil þarf að meðhöndla um einu sinni á ári til þess að halda þeim fallegum og glansandi. Húsfélagaþjónustan ehf. hefur að stærstum hluta verið að þjón- usta húsfélög með alhliða hrein- gerningu, en einnig fyrirtæki og heimili. Að sögn Þóris þarf að hreinsa flísarnar vel áður en þær eru meðhöndlaðar. Í lagi er að nota sápu og vatn en annars eru til sér- stök hreinsiefni fyrir þennan stein. „Við höfum verslað mikið við F. Helgason því þeir eru bæði að selja svona flísar og eru með góð efni fyrir náttúrusteininn.“ Þegar flísarnar hafa verið hreinsaðar vel er borin á þær olía sem þarf að fá að standa í sólarhring og í lokin eru flísarnar bónaðar. Þórir bendir á að ef flísarnar hafa fengið ranga meðhöndlun þurfi að byrja á því að leysa upp þau efni sem sett hafa verið á þær og að það sé oft mikil vinna. Þegar það hefur verið gert er svo byrjað frá grunni með því að hreinsa flís- arnar vel, bera á þær olíu og bóna. klara@frettabladid.is Rétt umhirða mikilvæg Þórir Gunnarsson er eigandi fyrirtækisins Húsfélagaþjónustan ehf. sem sérhæfir sig í þrifum fyrir húsfélög. Náttúruflísar eru mjög vinsælt gólfefni í dag. Helga Óskarsdóttir myndlistar kona útbjó barnaherbergi og notar gamlan diskaskáp undir föt. „Hann fékk barnaherbergi í jólagjöf strákurinn en hann er þriggja ára,“ segir Helga um nýjustu breytingarnar hjá sér en fjölskyldan flutti í gamalt hús í Þingholtunum fyrir ári. „Við þurftum ekki að gera mikið, rifum ekki niður neina veggi eða slíkt áður en við fluttum inn. Fyrir komulagið í húsinu hentaði okkur ágætlega þannig að við þurftum bara að mála og snurfusa.Við máluðum barnaherbergið og rifum niður spegla sem límdir voru á vegginn. Svo fékk hann gamlan diskaskáp frá ömmu minni sem við breyttum í fataskáp. Ég tók úr honum hillu og setti stöng í staðinn þannig að hann er með fötin upphengd og allt í röð og reglu.“ Konan sem bjó í húsinu á undan Helgu átti uppkomin börn og notaði herbergið sem sjónvarpsherbergi. Breytingarnar tókust vel og litli herramaðurinn er ánægður með nýju vistarverurnar. „Hann er rosalega ánægður og varð svolítið stærri við að fá sérherbergi. Hann er enn að sýna gestum „nýja“ herbergið sitt.“ - rat Fékk nýtt herbergi Helga Óskarsdóttir myndlistarkona og sonur hennar í nýja barnaherberginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR 4you.is • Eddufelli 2 • 111 Reykjavík • Sími 564-2030 690-2020 Okkar dýnur eru 100% náttúruefni þar sem svona pöddur lifa ekki. Henta mjög vel asmaveiku fólki Sefur þú hjá þessum og fjölskyldu hans? Er það það sem þú vilt? Heaven & Earth dýna 100% lífræn bómull í yfi rhlíf Þessi yfi rhlíf er gerð úr 100% lífrænni silkimjúkri bómull, engin bleikingarefni og engin skaðleg efni. Með þessum eiginleikum skapast þægilegt og gott svefnpláss sem hentar sérstaklega vel fyrir alla þá sem þjást af ofnæmi eða eru næmir fyrir sterkum efnum. 100% Hrein ullar fylling fyllingin sér fyrir raka og hita temprun, sem sér til þess að halda á þér hita þegar kalt er en virkar öfugt í hita, og þar af leiðandi líður þér alltaf vel á þessari dýnu. Fyllingin er ekki eldfi m og rykmaurar sækja ekki í hana. 30 cm af 100% Náttúrulega Latexi. Þetta endingargóða og ofnæmis efnalausa efni er með náttúrulega öndun og gefur fulkomin stuðning við bak og kemur í veg fyrir önnur óþægindi með því að gefa eftir. 215.000 - 245.000 kr. NEI! Toggi Rykmaur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.