Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 78
58 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN „Yfirleitt er það Cheerios, múslí eða kornfleks með léttmjólk og stundum banana og svo kaffi. Ef það er ekkert til og kalt úti geri ég stundum hafragraut.“ Halldór Gylfason leikari LÁRÉTT 2. bauti, 6. kusk, 8. mjöl, 9. bókstafur, 11. leita að, 12. slagorð, 14. urga, 16. pípa, 17. ennþá, 18. kvabb, 20. tveir eins, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. munnvatn, 3. umhverfis, 4. gróðrahyggja, 5. gapa, 7. ljótur, 10. framkoma, 13. gerast, 15. sál, 16. espa, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. ló, 8. mél, 9. eff, 11. gá, 12. frasi, 14. ískra, 16. æð, 17. enn, 18. suð, 20. dd, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. slef, 3. um, 4. fégirnd, 5. flá, 7. ófríður, 10. fas, 13. ske, 15. anda, 16. æsa, 19. ðð. „Við erum alltaf að minna á vör- urnar okkar og nú langaði okkur að tengja okkur við fótboltann og gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Ásgeir Sveinsson, framkvæmda- stjóri Halldórs Jónssonar ehf. sem er með umboð fyrir Wella. Blaða- auglýsing er væntanleg frá fyrir- tækinu og skartar hún sköllóttum knattspyrnumönnum í aðalhlut- verki. „Ég hafði verið með hug- mynd í kollinum í langan tíma og hafði samband við Sigmund Kristj- ánsson félaga minn og fékk hann til að smala saman nokkrum glæsi- legustu knattspyrnumönnum landsins. Þeir eiga það sameigin- legt að vera ekki meðal okkar uppáhaldsviðskiptavina þegar kemur að hárvörum, enda ekki með neitt hár. Þessir snillingar tóku hugmyndinni ótrúlega vel enda húmorinn í lagi.“ Tryggvi Guðmundsson er lykil- maður í liði sköllóttra knatt- spyrnumanna. Hann segist ekki hafa átt von á því þegar hár hans tók að þynnast að einn daginn myndi hann leika í auglýsingu fyrir hárvörur. „Nei, varla,“ segir Tryggvi. „En ég er nú gæddur þeim eiginleika að mér finnst gaman að gera grín að sjálfum mér.“ Honum lýst vel á liðið en viðurkennir að það mættu vera fleiri varnarmenn. „Já, þetta er alvöru lið og mjög góður hópur. Ég vildi fá Auðun Helgason í vörnina, en hann er enn í afneitun þannig að hann náði ekki inn,“ segir Tryggvi sem sjálfur gekk í gegn- um skeið afneitunar. „Já hún er leiðinleg þessi afneitun. Við höfum allir lent í þessu. Verið að greiða yfir og allt hvað eina.“ Nú er það draumur Tryggva að hin sköllótta hersing skori á ellefu menn með afró á knattspyrnuvellinum og aldrei að vita nema draumurinn rætist. Það skýtur skökku við að einn í sköllótta Wella-liðinu, Davíð Þór Viðarsson FH-ingur, er hvergi nærri orðinn sköllóttur. „Nei ég er ekki sköllóttur, það er alveg rétt. Hins vegar viðurkenni ég fúslega að sú gæti orðið raunin eftir 5-10 ár. Faðir minn býr til að mynda svo vel að vera sköllóttur. Þannig að það er bara gaman að taka for- skot sæluna,“ segir Davíð Þór Við- arsson, knattspyrnumaður og hár- módel. soli@frettabladid.is TRYGGVI GUÐMUNDSSON: GAMAN AÐ GERA GRÍN AÐ SJÁLFUM MÉR Sköllóttir fótboltamenn auglýsa Wella- hárvörur SKÖLLÓTTA WELLA-LIÐIÐ Efri röð f.v.: Sigmundur Kristjánsson, Tómas Leifsson, Davíð Þór Viðarsson, Gunnlaugur Jónsson, Þórhall- ur Dan Jóhannsson og Ólafur Kristjánsson þjálfari. Neðri röð f.v.: Sigurbjörn Hreiðarsson, Peter Gravesen, Kristján Finnbogason, Arnar Gunnlaugsson, Bjarki Gunnlaugsson og Tryggvi Guðmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEINAR HUGI Gísli Örn Garðarsson hefur geng- ið frá samningum um hlutverk í myndinni Prince of Persia: The sands of time. Hlutverkið sem um ræðir er hlutverk Hassansins, sem heitir The Vizier í tölvuleikn- um sem myndin er gerð eftir. Myndin er framleidd af Jerry Bruckheimer og skartar þeim Jake Gyllenhaal og Gemmu Art- erton í aðalhlutverkum. Leik- stjóri er Mike Newell sem leik- stýrði meðal annars Four weddings and a funeral og Harry Potter. Einnig fara með hlutverk í myndinni þeir Ben Kingsley og Alfred Molina. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun Gísli nú vera stadd- ur í Madrid þar sem hann þjálfar sig í að sitja arabíska gæðinga. Þar er hann ásamt fjórum öðrum leikurum í myndinni. Þeirra á meðal er Bond-stúlkan Gemma Arterton. Gyllenhaal mun þó ekki vera mættur til Madrid en stefnt er að því að allir leikarar, leik- stjóri og fleiri sem koma að mynd- inni hittist í Lundúnum á mánu- daginn og æfi saman. Myndin verður síðan tekin upp í Marokkó og eiga tökur að hefjast í lok júlí. Framleiðendur myndarinnar ætla sér augljóslega stóra hluti og hafa vaðið fyrir neðan sig þegar kemur að samningum. Þannig hafa þeir látið alla leikara myndarinnar skrifa undir samn- ing upp á þrjár myndir vilji svo skemmtilega til að sú fyrsta slær í gegn. Aðeins er þó búið að skrifa handritið að fyrstu myndinni enda óvíst um hinar tvær. Ekki náðist í Gísla Örn í gærdag. -shs Búinn að semja um hlutverk GÍSLI ÖRN Er byrjaður að æfa fyrir hlut- verk sitt í myndinni Prince of Persia: The sands of time. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR „Er í lagi að trufla einn? Gerir það málið betra ef tuttugu eru truflaðir? Ég átta mig ekki alveg á þessu,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Þeim á Ölstofunni, ásamt eigendum Vega- móta við Vegamótastíg, hefur verið gert af borgaryfirvöldum að stytta opnunartíma sinn um helgar. Samkvæmt bréfi á að koma til lokunar klukkan þrjú um helgar 20. þessa mánaðar. Til þess kemur ekki að sögn Kormáks Geirharðssonar, verts á Ölstofunni, en lögmað- ur hans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur krafist upplýsinga úr dagbókarfærslum lögreglu um hversu mörg símanúmer standa að baki kvartana um hávaða en það er á þeim forsendum sem Ölstofunni er gert að loka. „Ég held því fram að þessar kvartanir til lögreglustjóra séu að mestu frá einu eða tveimur símanúmerum,“ segir Kormákur og telur það lykilatriði með tilliti til þess hvort einhver einn geti með kvörtunum stofnað lífsviðurværi tuga fólks í voða. „Kærufrestur er okkar réttur. Og við höfum farið fram á að fá hann fram- lengdan til 15. júní á þeim forsendum að við þurfum að vinna úr þessum gögnum,“ segir Kormákur. Hann segir einsýnt að ákvörðun borgaryfirvalda byggist á skýrslu lögreglustjóra en vill ekki ganga svo langt að segja Stefán lögreglustjóra eiga í stríði við veitingastaðaeigendur. „En ég myndi segja að Stefán vinni að því að uppfylla þann draum sinn að veitingastöðum sé lokað milli eitt og tvö eins og hann hefur sagt.“ Varðandi viðhorf sín bendir Stefán Eiríksson á grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið fyrir um ári þar sem hann segir vert að skoða opnunar- tíma skemmtistaða með tilliti til öryggissjónarmiða. Og segist hafa tekið dýpra í árinni á fundum um þau mál. Stefán bendir á að þetta mál sé borgaryfirvalda en ekki lögreglu þó hún leggi til álit þegar svo ber undir. „Það er ekkert leyndarmál hverjir eru að senda inn kvartanir og yfir hverju er verið að kvarta. Skárra væri það nú,“ segir Stefán Eiríksson. Hann segir gögn þar um fyrirliggjandi. - jbg Krefjast upplýsinga um kvartanir STEFÁN EIRÍKSSON Segir ekkert leyndar- mál hverjir kvörtuðu vegna Ölstofunnar og hvers vegna. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á blaðsíðu 8 1 Ásgeir Þór Davíðsson veitingamaður. 2 Fjórir naglar. 3 Drekasvæðið. Tökulið og leikarar kvikmyndarinnar The Goodheart í leikstjórn Dags Kára halda brátt til New York þar sem tökum á myndinni verður framhald- ið. Eins og komið hefur fram í Frétta- blað- inu þá leika þeir Brian Cox og Paul Dano aðalhlutverkin en þeir hafa, ólíkt mörgum öðrum erlendum mektarmönnum, látið lítið fyrir sér fara á meðan dvöl þeirra hér á landi hefur staðið yfir. Hafa þeir að mestu notið lífsins í ró og næði milli langra vinnudaga. Svanhildur Hólm birti ansi skemmti- lega innsýn í umræður á heimili sínu um knattspyrnu- þátt Þorsteins J. Vilhjálms- sonar á bloggi sínu. Þar ku eiginmaðurinn Logi Berg- mann ekki hafa verið ýkja ánægður með að Þorsteinn skyldi hafa fengið til sín konu til að greina leiki á EM. Honum snerist þó fljótlega hugur þegar hann taldi sig greina þar Ásthildi Helgadóttur, fyrrverandi fyrirliða íslenska landsliðs- ins. En Logi varð að gleypa allt ofan í sig aftur þegar loks kom í ljós að þetta var Gunnar Hilm- arsson, eigandi GK. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.