Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 74
Fjölnisvöllur, áhorf.: 750
Fjölnir Fylkir
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 8–11 (3–4)
Varin skot Þórður 3 – Fjalar 1
Horn 8–6
Aukaspyrnur fengnar 21–12
Rangstöður 3–2
FYLKIR 4–4–2
Fjalar Þorgeirsson 7
Þórir Hannesson 6
Guðni Rúnar Helgas. 6
Valur Fannar Gíslason 7
Kjartan Breiðdal 3
Halldór Hilmisson 6
Ian Jeffs 6
Ólafur Stígsson 5
(86. Hermann Aðalg. -)
Peter Gravesen 6
Allan Dyring 4
(76. Kjartan Baldvins. -)
Jóhann Þórhallsson 5
*Maður leiksins
FJÖLNIR 4–3–3
Þórður Ingason 7
Gunnar V. Gunnarss. 7
Óli Stefán Flóventss. 8
Kristján Hauksson 7
Eyþór Atli Einarsson 7
*Gunnar M. Guðm. 8
Ólafur Páll Johnson 5
(88. Ásgeir Aron Ásg. -)
Ágúst Gylfason 7
Ólafur Páll Snorra. 6
(73. Pétur G. Markan -)
Davíð Rúnarsson 7
(68. Andri V. Ívarss. 6)
Tómas Leifsson 7
1-0 Tómas Leifsson (40.
1-0
Örvar S. Gíslason (6)
54 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Lengstu bönn knattspyrnusögunnar
KSÍ hefur dæmt þjálfara og leikmann meistaraflokks
ÍA í knattspyrnu kvenna í langt keppnisbann. Haraldur
Sigfús Magnússon þjálfari hafði samband við Karitas
Hrafns Elvarsdóttur rétt fyrir leik ÍA gegn Haukum í 2.
flokki þrátt fyrir að hún væri ekki gjaldgeng í leikinn
þar sem hún er fædd árið 1988 og því orðin of
gömul. Karitas spilaði leikinn
og fékk fyrir vikið bann út
tímabilið. Haraldur fékk bann
út árið og ÍA fékk þrjátíu þús-
und króna sekt. Banni Karita-
sar verður áfrýjað en Haralds
ekki. Óvíst er hvort Haraldur
starfi áfram hjá ÍA.
FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson,
þjálfari ÍA, er ekki að stressa sig
yfir stjórastarfinu hjá Hearts.
Skoska úrvalsdeildarfélagið er í
leit að nýjum stjóra og heyrði
Guðjón síðast frá félaginu á
miðvikudag í gegnum Ólaf
Garðarsson umboðsmann. Hann
vildi ekki segja nákvæmlega um
hvað var rætt. „Það verður að
koma í ljós hvað gerist. Það þurfa
að vera ákveðnar faglegar
forsendur til staðar til að ég hafi
áhuga á starfinu,“ sagði Guðjón.
Hann sagði einnig að ótímabært
væri að ræða við ÍA um hvort
hann gæti farið frá félaginu til að
taka við Hearts ef það kæmi upp.
Vladimir Weiss, stjóri Artmed-
ia Bratislava, sagði við BBC í gær
að hann væri á leið í viðræður við
félagið en hann og Guðjón eru
efstir á óskalista félagsins. - hþh
Guðjón Þórðarson:
Stressar sig ekki
yfir Hearts
GUÐJÓN Heyrði síðast í Hearts í fyrra-
dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SUND Árni Már Árnason, sund-
maður úr ÍRB, náði B-lágmarki í
50 metra skriðsundi í gær. Hann
synti á 23,13 sekúndum á móti í
Barcelona en er þó ekki öruggur
með þátttöku á Ólympíuleikunum
í Peking. Aðeins einn keppandi
frá hverri þjóð má fara þangað í
gegnum B-lágmark. Örn Arnar-
son er þegar búinn að synda undir
B-lágmarki í sömu grein og er
með betri tíma en Árni. - óþ
Mare Nostrum mótaröðin:
Árni Már á ÓL?
Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma fá í kvöld
tækifæri til þess að gera lokaúrslitin um ítalska meistaratitlinn að
seríu að nýju. Lottomatica vann síðasta leik örugglega á heimavelli
sínum en er áfram í þeirri stöðu að tap þýðir að Montepaschi
Siena er orðið ítalskur meistari annað árið í röð.
Jón Arnór segir Palasport Mens Sana-höllina í Siena þar sem
leikurinn fari fram í kvöld vera sterkan heimavöll sem sést ekki síst
á því að liðið er búið að vinna alla 23 heimaleiki sína í deild og
úrslitakeppni í vetur.
„Þetta er minna hús en hjá okkur en stúkan er
miklu nær gólfinu og hún er mun brattari. Maður er
miklu nær áhorfendunum og finnur því meira fyrir
þeim og þeir geta grýtt í mann ef þeir vilja. And-
rúmsloftið þarna er ofsalega magnþrungið. Það er
þvílík spenna og þeir eru með súper-áhorfendur
sem fylgja þeim fram í rauðan dauðann,“ segir
Jón Arnór en húsið tekur 6000 manns í sæti
eða um helming þess fjölda sem PalaLottomat-
ica, heimavöllur Lottomatica tekur.
Jón Arnór er farinn að hitta betur í síðustu leikjum og er því
farinn að leggja meira til sóknarleiksins í viðbót við það
sem hann gerir fyrir varnarleik og liðsheild Lottomatica.
Það er þó mest gaman að sjá hann í vörninni. Jón Arnór
er nefnilega ekki að gefa neitt ókeypis inn á vellinum og
hann stendur oft í mikilli baráttu við bakverði Siena. Einn
þeirra sem Jón Arnór hefur alveg tekið út úr sínum leik er
Mið-Afríkumaðurinn Romain Sato sem hefur aðeins skorað
17 stig og hitt úr 3 af 14 skotum sínum í síðustu tveimur
leikjum. 10 af þessum stigum hafa komið af vítalínunni.
Sato hefur kvartað mikið undan okkar manni sem
gefur ekki mikið fyrir það.
„Hann er bara vælukjói. Þeir spila mjög fast sjálfir
og eru skítugir en þegar er tekið aðeins á þeim þá
fara þeir að væla. Við þurfum að taka á þeim áfram
í næsta leik,” segir Jón Arnór og bætti við.
„Núna er allt önnur staða komin upp og ef við
stelum næsta leik þá er þetta orðin sería aftur,” sagði
Jón Arnór að lokum.
JÓN ARNÓR STEFÁNSSON LÆTUR FINNA FYRIR SÉR: FIMMTI LEIKUR LOKAÚRSLITA ÍTALSKA KÖRFUBOLTANS Í KVÖLD
Þegar tekið er aðeins á þeim fara þeir að væla
FÓTBOLTI Luis Felipe Scolari var í
gær ráðinn knattspyrnustjóri
Chelsea. Hann stýrir nú liði
Portúgala á EM en mun taka við
eftir mótið. Scolari er Brasilíu-
maður og stýrði heimaþjóð sinni
til heimsmeistaratitils árið 2002.
Chelsea verður fyrsta liðið í
Evrópu sem hann stýrir. - hþh
Leit Chelsea loksins lokið:
Scolari ráðinn
EM 2008 Portúgal er komið áfram í
8-liða úrslitin eftir 3-1 sigur á
Tékkum. Deco opnaði marka-
reikninginn með miklu harðfylgi
en Libor Sionko jafnaði með
skalla. Ronaldo kom Portúgal yfir
og hann lagði svo upp síðasta
markið í uppbótartíma fyrir
Ricardo Quaresma.
Sviss er úr leik eftir 2-1 tap
gegn Tyrkjum. Hakan Yakin kom
Sviss yfir en Semih Senturk
jafnaði fyrir Tyrki. Arda Turan
skoraði sigurmarkið í uppbótar-
tíma. Tékkar og Tyrkir leika
úrslitaleik um hvor þjóðin kemst
áfram með Portúgal.
Í dag er leikið í B-riðli en þá
mætast Þýskaland og Króatía og
Austurríki og Pólland. - hþh
A-riðill EM í gær:
Portúgal fyrst til
að komast áfram
RONALDO Fagnar hér marki sínu í gær,
sællegur á svip. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
FÓTBOLTI Fjölnir úr Grafarvogi
vann í gær Fylki úr Árbænum, 1-0,
með marki Tómasar Leifssonar í
lok fyrri hálfleiks. Sigurinn var
nokkuð sanngjarn þó svo að mark-
ið hafi ef til vill komið örlítið gegn
gangi leiksins.
Ásmundur Arnarsson gerði fjór-
ar breytingar á liði sínu og þær
borguðu sig þar sem markaskor-
arinn, Tómas, var einn þeirra sem
kom inn í byrjunarliðið. Hann átti
bylmingsskot að marki sem Fjalar
Þorgeirsson, markvörður Fylkis,
réði ekkert við.
Fram að því voru Fylkismenn
búnir að vera sterkari aðilinn í
leiknum. Þeir voru meira með
boltann og sköpuðu sér hættuleg-
ar sóknir, þó svo að Fjölnismenn
hafi átt nokkrar góðar skyndi-
sóknir áður en markið kom.
Varnarleikur Fjölnis var hins
vegar vel skipulagður og áttu gest-
irnir úr Árbænum í miklum vand-
ræðum með að finna sér leið í
gegnum vörn heimamanna.
Fjölnismenn mættu mun spræk-
ari til leiks í síðari hálfleik og áttu
nokkur góð færi. Ólafur Páll
Snorrason átti bestu marktilraun
síðari hálfleiks er hann skaut í slá
úr aukaspyrnu. Þá átti varamaður-
inn Andri Valur Ívarsson skot í
stöng en boltinn fór reyndar af
varnarmanni Fylkis.
Heimamönnum gekk mun verr
að halda boltanum í síðari hálfleik
og sem fyrr var vörn heimamanna
afar föst fyrir. Fylkismenn reyndu
hvað þeir gátu undir lokin að
skapa sér færi en án árangurs.
Varamaðurinn Kjartan Andri
Baldvinsson komst næst því að
jafna er hann skallaði í stöng eftir
aukaspyrnu Peter Gravesen.
Leifur Garðarsson, þjálfari
Fylkis, fékk að líta rauða spjaldið í
leiknum. Hann mótmælti mjög
dómgæslunni í leiknum og fékk
gult fyrir. Hann var enn ósáttari
við það og lét Gunnar Gylfason,
aðstoðardómara, heyra það. Fyrir
það fékk hann svo rautt.
„Við fengum miklu betri færi en
þeir og hefðum getað gert út um
leikinn undir lokin,“ sagði Gunnar
Már Guðmundsson, leikmaður
Fjölnis. „Við erum vissulega
heppnir í blálokin þegar þeir
skalla í slá en mér fannst þetta
sanngjarn sigur.“
„Mér fannst við yfirspila lið
Fjölnis á löngum köflum og ekki
oft sem við fáum svona pláss til að
spila okkar leik,“ sagði Leifur eftir
leik. „En það skilaði engu og er
það aðalvandamálið.“
Hann vildi lítið tjá sig um dóm-
gæsluna en sagði þó að hann væri
ósáttur við að fá aðra meðferð en
þeir sem sátu á varamannabekk
Fjölnis. „Ég er orðinn verulega
þreyttur á öllu því sem tengist
dómaramálum, því miður. Ég sat á
rassinum í 45 mínútur og sagði
ekki orð. Á meðan voru menn
hoppandi og skoppandi í hliðar-
skýlinu mér við hlið. Það er ekki í
fyrsta sinn í sumar sem það gerist
að um leið og ég stend upp fæ ég
athugasemd. Þetta er greinilega
bara eitthvað sem ég verð að leiða
hjá mér.“ - esá
Vel skipulagðir Fjölnismenn unnu kærkominn sigur á Fylkismönnum í Grafarvoginum í gær:
Fjölnismenn komnir aftur á sigurbraut
KÁRI FAGNAR SIGURMARKINU Tómas
og félagar hans fagna með stuðnings-
mönnum Fjölnis. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Úrslit og markaskorarar í gær:
Valur-KR 2-1
0-1 Hólmfríður Magnúsdóttir (11.), 1-1 Margrét L.
Viðarsdóttir (42.), 2-1 Dóra M. Lárusdóttir (85.)
Stjarnan-Breiðablik 2-1
1-0 Gunnildur Yrsa Jónsdóttir (47.), 2-0 Pamela
Liddell (66.), 2-1 Greta Mjöll Samúelsdóttir (71.).
FÓTBOLTI Valur sigraði KR í topp-
slag Landsbankadeildar kvenna á
Vodafonevellinum í gærkvöld.
Leikurinn fór fjörlega af stað og
strax frá fyrstu mínútu var mikið
um hörð návígi og tæklingar, enda
mikið í húfi. KR-stúlkur byrjuðu
betur og gerðu harða hríð að marki
Valsstúlkna og á 11. mínútu náði
Hólmfríður Magnúsdóttir að skora
fyrir gestina. Hólmfríður fékk
nægan tíma til þess að athafna sig
rétt fyrir utan vítateig Vals og
þakkaði pent fyrir sig með því að
þruma boltanum upp í hægra
markhornið, óverjandi fyrir Randi
Wardum í marki Vals.
Markið virtist hafa slegið Vals-
stúlkur enn frekar út af laginu en
Íslandsmeisturunum óx þó ásmeg-
in þegar líða tók á fyrri hálfleik og
eftir rúman hálftíma leik gerðu
Valsstúlkur tilkall til vítaspyrnu
þegar boltinn virtist snerta hönd
varnarmannsins Guðrúnar Sóleyj-
ar Gunnarsdóttur innan vítateigs
en dómarinn Frosti Viðar Gunn-
arsson ákvað að dæma ekki.
Sóknarþungi Valsstúlkna jókst
svo enn meira í lok fyrri hálfleiks
og eftir þunga sóknarlotu á 42.
mínútu náði Margrét Lára Viðars-
dóttir að jafna leikinn. María
Björg Ágústsdóttir byrjaði á að
verja vel frá Margréti Láru en
eftir krafs í teignum barst boltinn
aftur fyrir fætur Margrétar Láru
sem brást ekki bogalistin og negldi
honum í þaknetið.
Litlu munaði hins vegar að KR
tæki forystu á nýjan leik á 45. mín-
útu þegar Edda Garðarsdóttir tók
aukaspyrnu langt út á vinstri kant-
inum en boltinn virtist ætla að
svífa í markið áður en Wardum
rétt náði að verja í slá.
Það færðist enn meiri harka í
leikinn í síðari hálfleik og greini-
legt að bæði lið ætluðu að selja sig
dýrt. Það var hins vegar ekki
mikið um opin marktækifæri
framan af seinni hálfleik. En það
dró til tíðinda á 85. mínútu þegar
Sif Atladóttir átti háa sendingu
inn að vítateig KR og þar var Dóra
María Lárusdóttir á auðum sjó og
skallaði boltann laglega í markið.
KR fékk kjörið tækifæri til að
jafna leikinn á lokamínútu leiks-
ins þegar markadrottningin Olga
Færseth komst ein inn fyrir vörn
Vals en Wardum sá við henni og
lokatölur 2-1 fyrir Val.
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari
Vals, var mjög ánægð í leikslok.
„Ég er bara í skýjunum með
þetta. Leikurinn einkenndist af
mikilli baráttu en ég held að við
höfum samt verið sterkari í heild-
ina litið og viljinn var meiri hjá
okkur,“ sagði Elísabet.
Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR,
gat ekki leynt vonbrigðum sínum.
„Eitt mark er ekki nóg í fótbolta
og ég hefði viljað fá annað mark
hjá okkur í stöðunni 0-1 en það féll
ekki með okkur í dag. Það þarf
bara að nýta öll sín færi í svona
toppslag en það gekk ekki upp hjá
okkur og það er grátlegt,“ sagði
Helena. omar@frettabladid.is
Sætur sigur Valsstúlkna
Íslandsmeistarar Vals tryggðu stöðu sína á toppi Landsbankadeildar kvenna
eftir 2-1 sigur gegn KR í toppbaráttuslag á Vodafonevellinum í gær.
BARÁTTA Leikur Vals og KR ein-
kenndist af mikilli baráttu og hörku í
gærkvöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
D
ID
/A
R
N
ÞÓ
R