Fréttablaðið - 12.06.2008, Page 40

Fréttablaðið - 12.06.2008, Page 40
 12. JÚNÍ 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● bílar Eftirspurn eftir sportbílum hefur aukist töluvert á síðustu árum og verða slíkar bifreiðar sífellt meira áberandi hérlendis. Sportbílar njóta vaxandi vinsælda um allan heim og þeim fjölgar stöðugt framleiðendunum sem láta hanna og fram- leiða slíkar bifreiðar. Samkeppnin harðnar samfara því sem fleiri blanda sér í slaginn, sem sést meðal annars á því hversu ört nýjungar tengdar sportbílum líta dagsins ljós. Bílamarkaðurinn hérlendis hefur ekki farið varhluta af aukinni eftirspurn eftir slíkum bílum. Sportbílar verða sífellt meira áberandi hér á götum úti, einkum og sér í lagi þegar vel viðrar á sumrin. Bílar af öllum stærðum og gerðum bruna stífbónaðir um göturnar á heiðskírum sumardögum og gleðja manns- augað með öllum sínum margbreytileika. -mmr Kraftmiklir kaggar Lexus SC 430 hefur mikið sjónrænt aðdráttarafl að margra mati og vilja sumir meina að hann hafi allt sem þarf að prýða flottan sportbíl. Mustang GT Premium Californian Special er vígalegur í útliti, en hann kemur á átján tommu krómfelgum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lexus SC 430 er með 4,3 lítra V8 VVT-i vél og er 280 hestöfl. Frá kyrrstöðu og upp í hundrað kílómetra hraða er bíllinn 6,2 sekúndur. Mustang GT Premium Californian Special er með 4,6i V8-vél sem segir allt sem segja þarf um kraftinn undir húddinu. Mustang GT-bíllinn er fimm gíra og 300 hestöfl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Porsche Boxster S er knúinn áfram af nýrri 3,2 lítra og 6 strokka boxer- vél og er 295 hestafla. Hann er 5,5 sekúndur frá kyrrstöðu upp í 100 kílómetra hraða, sem sýnir hversu öflugur bíll þetta er. BMW M6 er kraftmikill og fallegur sportbíll sem lætur engan ósnort- inn. Vélin í M6-bílnum er fimm lítra V10 og hvorki meira né minna en 507 hestöfl. Vélin var valin besta vél í heimi tvö ár í röð. BMW M6 er 4,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 kílómetra hraða. ● SENDIBÍLL Ford Transit Sportsvan er öðruvísi útbúinn en flestir sendibílar sem menn eiga að venjast hérlendis, en ekkert hefur verið til sparað við hönnun á bifreiðinni. Ytra byrðið er hlaðið búnaði eins og dekkjum á átján tommu álfelgum, samlitum stuðara og grilli, tvöföldu pústi, vindskeiði og Le Mans-sportröndum svo fátt sé nefnt. Innra rýmið er heldur ekki af lakara tagi, en það er búið leðursætum, geislaspilara, hraðastilli og dökkum rúðum. Þá er ekki allt upptalið því sendibíllinn er með Duratorq -övél sem skilar 140 hestöflum. Þess má geta að Ford Transit Van hefur vakið athygli ytra, meðal annars í sjónvarpsþátt- unum Bifreiðin, og verður til sýnis í sal Ford atvinnubifreiða í Brimborg á komandi dögum. Taktu hjólið með - settu það á toppinn. www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður | Draupnisgata 1, 600 Akureyri Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 Allar upplýsingar um er að finna á vef Stillingar www.stilling.is THULE ProRide 591 Einfaldar og stílhreinar hjólafestingar. Auðveldar í notkun. THULE OutRide 561 Fyrir þá sem eru vanir. Hjólið fest í framgaflinum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.