Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 8
8 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR 1 Hver vann níu milljónir króna í Víkingalottóinu 21. maí? 2 Hvað heitir nýjasta breið- skífa Bubba Morthens? 3 Hvað heitir svæðið þar sem Íslendingar hyggjast leita að olíu? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 58 LÖGREGLUMÁL Bókasafn Böðvars heitins Kvaran, sem hundruðum fágætra bóka og korta hefur verið stolið úr, var ótryggt, að sögn Hjörleifs Kvaran. Hann segir vonir til að endurheimta bækurn- ar fara dvínandi eftir því sem tím- inn líður. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var það í lok síðasta sumars sem þjófnaður á bókum úr safninu var kærður til lögreglu. Aðstand- endur Böðvars lögðu kæruna fram. Rannsóknin reyndist umfangsmik- il, flókin og tímafrek. Skrá var gerð yfir hina stolnu muni, skýrsl- ur teknar af fjölmörgum einstakl- ingum og húsleit gerð. Samkvæmt skránni hafði verið stolið 290 fágætum bókum og Íslandskortum úr safninu á síðari hluta ársins 2006 og fyrri hluta síðasta árs. Nú hefur komið í ljós að fleiri bókum hefur verið stolið úr safn- inu en talið var þegar málið var kært til lögreglu. Um er að ræða ljóðabækur, leikrit, bækur um sögu lands og þjóðar og fleira. Listi yfir þær bækur sem saknað er úr þessum flokkum hefur einnig verið afhentur lögreglu. Rannsókn hennar var á lokastigi þegar hann barst. Meðal ritanna úr safninu sem lögregla hefur leitað og leitar enn eru afar fágæt og geysiverðmæt verk. Fagfólk í bókmenntum sem Fréttablaðið hefur rætt við vegna málsins telur fullvíst að hægt væri að selja fágætustu ritin á allt að tvær milljónir króna stykkið. Má þar nefna gripi eins og Ólafs sögu Tryggvasonar, sem prentuð var í Skálholti árið 1689, rit eftir Nicolo og Antonio Zeno sem prentað var í Feneyjum 1558 og Olaus Magnus, sem prentuð voru í Róm 1555. Ljóst er að verðmæti þýfisins hleypur á tugum milljóna. Að sögn Hjörleifs skiluðu nokk- ur kort sér eftir að lögregla hóf rannsókn málsins, en ekki þau verðmætustu. „Það er mjög leiðinlegt að svona skyldi fara,“ segir Hjörleifur. „Þetta var stórt og mikið og heill- egt safn. Sumt af þessu eru þjóð- argersemar sem maður hefði vilj- að sjá varðveitast einhvers staðar með góðum hætti.“ jss@frettabladid.is Fleiri bókum var stolið úr bókasafni Böðvars heitins Kvarans en talið var í upphafi: Stolnar þjóðargersemar voru ótryggðar BÓKASAFN Hundruðum bóka hefur verið stolið úr dánarbúi Böðvars Kvaran. DÓMSMÁL Reynir Traustason, ritstjóri DV, hefur verið dæmdur til að greiða hálfa milljón króna í sekt til ríkis- sjóðs fyrir brot á áfengislögum. Brotin fólust í birtingu áfengisauglýs- inga í Mannlífi, sem Reynir ritstýrði þá, svo og í glæpa- sagnasafninu Gaddakylfunni. Í Mannlífi var um auglýsingar í formi kynninga að ræða, þar sem umfjöllun um vínin var skeytt inn í auglýsingarnar. Reynir býst við að dómnum verði áfrýjað. Sérstaklega sé hann ósáttur við dóminn vegna Gaddakylfunnar, enda sé hann ekki skráður ábyrgðarmaður þess rits. - sh Áfengisauglýsingar í Mannlífi: Reynir braut áfengislögin REYNIR TRAUSTASON SPÁNN, AP Lögregla á Spáni fjarlægði mótmælendur á landamærunum við Frakkland í gær, á þriðja degi mótmæla vörubílstjóra þar í landi gegn hækkunum á eldsneytisverði. Fjórir vörubílar eyðilögðust í eldi í gærmorgun. Bílstjóri sem svaf í einum bílanna brenndist alvarlega. Þá hafa tveir mótmæl- endur látið lífið í aðgerðunum. Spænska ríkisstjórnin hefur samþykkt að lækka skatta og beita öðrum aðgerðum fyrir bílstjóra, en mótmælendur telja aðgerðirnar ekki nægar. - þeb Mótmæli á Spáni og Portúgal: Lögregla leysti upp mótmælin SERBÍA, AP Einn þeirra fjögurra manna, sem stríðsglæpadómstóll- inn í Haag hefur lagt mesta áherslu á að verði framseldir frá Serbíu, var handtekinn í gær. Stojan Zupljanin er Bosníu- Serbi og var lögreglustjóri í stríðinu árin 1992 til 1995. Hann stjórnaði fangabúðum Serba í norðanverðri Bosníu. Árið 1999 var hann ákærður fyrir þjóðar- morð en þeim kærum var síðar breytt í stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. - þeb Meintur stríðsglæpamaður: Eftirlýstur Serbi handtekinn BAUGSMÁL Útgáfu bókar tveggja breskra rithöfunda um Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformann Baugs Group, var frestað þar til dómur féll í Baugsmálinu í Hæstarétti. Þetta staðfestir Jonathan Edwards, annar höfundanna. Hann segir að nú sé verið að leggja lokahönd á verkið varðandi dóminn, og bókin væntanleg eftir „nokkrar vikur eða mánuði“. Upphaflega átti bókin að koma úr 31. október 2007. Þá átti hún að heita „Kynlíf, lygar og stórmark- aðir“. Nafni hennar hefur verið breytt, og mun hún heita „Ísmað- urinn kemur“. - bj Bókin um Baug væntanleg: Biðu dóms Hæstaréttar ÍSMAÐUR Nafni bókarinnar hefur verið breytt. FJARÐABYGGÐ „Þetta var góður og árangursríkur dagur,“ segir Helga Jónsdóttir, bæjarstýra Fjarða- byggðar um þankaþing sem bæj- arfélagið hélt á þriðjudaginn ásamt Fjarðaáli og Síldarvinnslunni í Neskaupstað í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Helga segir að jöfnum fjölda heimamanna og aðkomufólks hafi verið boðið til þankaþingsins en alls tóku um sjötíu manns þátt í þinginu. Í fundarboði segir að markmið þankaþingsins sé að undirbúa framtíðarsýn Fjarðarbyggðar sem miðstöð hátækni þar sem fólk býr við atvinnuöryggi í fjölskyldu- vænu, öruggu og alþjóðlegu umhverfi. Þá er annað markmið þingsins að hvetja til umfjöllunar um möguleika sem felast í atvinnu- hátta- og samfélagsbreytingum í Fjarðabyggð. „Við skynjum að hér býr geysi- legt afl í samfélaginu,“ segir Helga og bætir við að í bæjarfélaginu sé öflugur nýr atvinnurekstur í bland við eldri kraftmikil fyrirtæki. Þær aðstæður bjóði upp á mörg tæki- færi. „Ástæðan fyrir þankaþinginu er að okkur finnst mikilvægt að fleiri komi að því að velta upp möguleik- unum, að horft sé á það frá öðru sjónarhorni hvar styrkurinn ligg- ur og hvaða megináherslur við ættum að leggja til næstu ára.“ Því hafi þau beðið hóp fólks að taka þátt í því með heimamönnum að horfa fram í tímann. „Allir voru reiðubúnir til að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Við erum komin með ótrúlegan fjölda hugmynda sem við ætlum að vinna úr og höfum þá markvissa sýn til áratuga þegar við erum að ákveða hvernig við forgangsröð- um í okkar þjónustu og verkefnum almennt.“ Þá segir Helga ekki síður mikil- vægt fyrir heimamenn að fá skýr skilaboð um að þeir verði að gæta þess að halda sérkennum staðanna. „Við verðum líka að standa vörð um þann styrk sem er í gömlu byggðunum, í gömlum húsum, byggðaformum og byggða- mynstri.“ Hún segir skýrustu skilaboðin frá þankaþinginu vera að þar sem helstu styrkleikar bæjarfélagsins liggi megi alls staðar bæta í. „Ég held að öllum hafi fundist þetta óhemju skemmtilegt og fólk naut dagsins mjög vel.“ olav@frettabladid.is Hugarflug á þanka- þingi í Fjarðabyggð Bæjarstýra Fjarðabyggðar segir fjölda hugmynda hafa komið fram á þanka- þingi í bæjarfélaginu. Þinginu var ætlað að undirbúa framtíðarsýn bæjarfélags- ins. Mikilvægt að margir komi að því að velta upp möguleikum Fjarðabyggðar. VIÐ RANDULFFSSJÓHÚS Á ESKIFIRÐI Tryggvi Þór Haraldsson, Sveinn Hannesson, Tómas Már Sigurðsson, Regína Ástvaldsdóttir, Helga Jónsdóttir, bæjarstýra Fjarða- byggðar, Kristín A. Árnadóttir, Berglind Ásgeirsdóttir og Hildur Magnúsdóttir voru meðal þátttakenda á þankaþinginu. MYND/INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.