Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 28
28 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR Skapandi sumarhópar heitir verkefni sem Hitt húsið hefur staðið að með aðstoð borgarráðs um áratugaskeið. Ása Hauksdóttir er deildarstjóri menningarmála í Hinu húsinu og hefur skipulagt sumarhópastarfið frá upphafi. „Hitt húsið hóf starfsemi sína árið 1992 til að veita ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára góða tómstundaaðstöðu. Í fyrstu var Hitt húsið rekið sem dansstaður en unga fólk- ið vildi fljótlega aðstöðu fyrir metnaðarfyllri hluti,“ segir Ása. Í kjölfarið flutti Hitt húsið í gamla Geysishúsið. „Á þessum tíma var atvinnuleysi mikið hjá ungu fólki og við buðum því upp á starfsnám til að mæta ákveðinni þörf. Einnig var þar Listamiðja Hins hússins, æfingahúsnæði fyrir hljómsveitir og skapandi sumarhópar,“ útskýrir Ása sem flutti sig um set í núverandi húsakynni árið 2002 „Hitt húsið er síbreytilegt enda þarf það að vera þannig vegna þess að ungt fólk og samfélagið er stöðugt að breyt- ast og áherslurnar samkvæmt því. Ef við horfum þrettán ár til baka þá voru netið og farsímarnir ekki almennings- eign og allt aðrar áherslur en í dag.“ Skapandi sumarhópar hófu starfsemi sína árið 1995 en í allt öðru formi en í dag. Þá komu hóparnir kannski með hugmynd sem Hitt húsið hafði ekki fjármagn til að veita þeim brautargengi með. Þá urðu hóparnir að hjóla í borg- arstjóra til þess að fá fjármagn að sögn Ásu. Í dag er starf- semin fjármögnuð af borgarráði. Frá 2001 hafa hóparnir getað sent inn hugmyndir, en árlega berast á milli 35 til 50 umsóknir. „Í dag eru þeir hópar sem verða fyrir valinu á launum í átta vikur en við fjármögnum ekki verkefnin að öðru leyti. Hóparnir þurfa síðan sjálfir að útvega sér vinnuaðstöðu og þess háttar,“ segir Ása og bætir við að sumarhópunum hafi verið mjög vel tekið. „Hóparnir hafa farið inn á elliheimilin og leik- skólana og fengið mikið þakklæti fyrir.“ Föstudagsfiðrild- in, eins og sumarhóparnir kalla sig, hefja leikinn á morgun í miðborg Reykjavíkur. Aðra daga vikunnar skjóta hóparnir upp kollinum víðs vegar um borgina og koma fram saman á 17. júní. „Mikil fjölbreytni verður í boði í skapandi sumarhóp- unum í ár. Margir hópar blanda saman ýmsum þáttum til dæmis myndlist og fatahönnun. Hóparnir eru að kanna bilið á milli myndlistar og hönnunar og finna mörkin þar á milli. Ég vil óska borgarbúum gleðilegs sumars og vona að þeir njóti alls sem miðborgin hefur að bjóða upp á sumar og einnig þakka þátttakendunum í Skapandi sumarstörf- unum fyrir að leggja sitt af mörkum,“ segir Ása. mikael@frettabladid.is SKAPANDI SUMARHÓPAR: HEFJA STÖRF Fjör í borginni DEILDARSTJÓRI MENNINGARMÁLA Ása Hauksdóttir lofar frábæri dag- skrá víðs vegar um borgina í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Magnús Jónsson frá Kambi, Tunguvegi 84, andaðist á dvalaheimilinu Barmahlíð Reykhólum 3. júní. Útförin verður frá Bústaðakirkju mánudaginn 16. júní kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð dvalarheimilisins Barmahlíðar, sími 434 7816. Guðlaug Bergþórsdóttir Bergþóra B. Magnúsdóttir Jón Hjaltalín Magnússon Sonja Guðmundsdóttir Karl Georg Magnússon Sigrún Sighvatsdóttir Þórdís Magnúsdóttir Hlynur Ólafsson Stefán Magnússon Kristín Svavarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær stjúpmóðir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, Kristveig Jónsdóttir Hólmgarði 15, áður Bakka á Kópaskeri, lést á líknardeild Landakotsspítala að morgni 8. júní. Árni Hrafn Árnason Hlín P. Wíum Gunnar Árnason Sólveig Jóhannesdóttir Ástfríður Árnadóttir Þorsteinn Helgason Einar Árnason Ragnheiður Friðgeirsdóttir Jón Árnason Metta Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdaföður, afa, bróður og mágs, Péturs Kristins Elissonar Grundarfirði. Elzbieta Kr. Elisson og börn Bára B. Pétursdóttir Elis Guðjónsson systkini og aðrir aðstandendur. Hálfsystir okkar, Jóhanna Jónsdóttir andaðist á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri 3. júní. Jarðarförin fer fram frá Höfðakapellu mánudaginn 16. júní kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast láti dvalarheimilið Hlíð njóta þess. Guðmundur Stefánsson Magnús Stefánsson og aðrir vandamenn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, Emmu Magnúsdóttur Hvanneyrarbraut 69, Siglufirði. Guð veri með ykkur öllum. Hrólfdís Hrólfsdóttir Baldur Þór Bóasson Jón Hrólfur Baldursson Ólöf Kristín Daníelsdóttir Kæru vinir, vandamenn, nágrannar og vinnufélagar. Við þökkum ykkur innilega auðsýnda samúð og hlýju í okkar garð við andlát og útför okkar yndislegu Ingveldar Hafdísar Aðalsteinsdóttur framhaldsskólakennara, sem lést þriðjudaginn 20. maí síðastliðinn. Sérstakar þakkir sendum við læknum og hjúkrunarfólki á krabbameinslækningadeild LSH, bráðamóttöku LSH og heimahlynningu LSH. Guð blessi ykkur öll. Óskar Jónsson Guðbjörg Óskarsdóttir Jakob Már Ásmundsson Styrmir Óskarsson Anna Kristrún Gunnarsdóttir Halla Þórlaug Óskarsdóttir barnabörn. Guðríður Guðlaugsdóttir Aðalsteinn Krisjánsson Anna Hjartardóttir Guðbjörg Pálsdóttir. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, Þórður Þórðarson (Danni) áður til heimilis í Keflavík og á Álftanesi, andaðist á Holstebro Sygehus fimmtudaginn 29. maí. Minningarathöfn fer fram í Garðakirkju föstudaginn 13. júní kl. 14.00. Guðmundur Þorkell Þórðarson Elenora Ósk Þórðardóttir David Trevor Park Jón Þór Ágústsson Alexandra Ósk Guðmundsdóttir Embrek Snær Arnarsson Heimir Berg Guðmundsson Kári Trevor Park Þórður Kr. Jóhannesson Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra fjölmörgu ættingja og vina sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra Ársæls Karls Gunnarssonar Sérstakar þakkir færum starfsfólki Karítasar fyrir kærleiksríka umönnun. Rakel Ársælsdóttir Rúnar Snæland Gunnar Karl Ársælsson Sigurlaug Sverrisdóttir Sólrún Ársælsdóttir Ingólfur V. Ævarsson Ingibjörg Birna Ársælsdóttir Gunnar Yngvason Hafsteinn Sigurþórsson Ingibjörg Birna Þorláksdóttir barnabörn og aðrir vandamenn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðlaugur Guðjónsson frá Oddstöðum, Vestmannaeyjum, lést mánudaginn 2. júní á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 14. júní kl. 14.00. Inga Hrönn Guðlaugsdóttir Birkir Agnarsson Guðrún Guðlaugsdóttir Henrý Henriksen Sigríður Guðlaugsdóttir Sigurgeir Þór Sigurðsson Guðjón Guðlaugsson Helga K. Sveinbjörnsdóttir afa- og langafabörn. GREGORY PECK LEIKARI LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 2003 „Trú veitir innri styrk sem stuðlar að jafnvægi og sýn á lífið í réttu ljósi.“ Bandaríski leikarinn og óskars- verðlaunahafinn Gregory Peck fæddist 5. apríl 1916 og var ein skærasta stjarna Hollywood á fimmta, sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.