Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 10
10 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Fjórir menn voru í gær dæmdir í fangelsi fyrir innflutning á 4,7 kílóum af amfetamíni og tæpum 600 grömmum af kókaíni sem bárust til landsins með hrað- sendingu. Þyngstan dóm hlaut Ann- þór Kristján Karlsson fyrir skipu- lagningu og fjármögnun smyglsins. Efnin komu til landsins frá Þýskalandi með hraðsendingu í nóvember í fyrra. Fjórir voru ákærðir í málinu; Annþór, Tómas Kristjánsson og bræðurnir Ari og Jóhannes Páll Gunnarssynir. Ari og Jóhannes játuðu báðir að hafa borið skilaboð á milli Annþórs og Tómasar, en sögðust að öðru leyti ekki hafa komið að skipulagn- ingu innflutningsins. Þeir báru báðir að Annþór hefði haft veg og vanda af skipulagningunni, með liðsinni Tómasar, sem starfaði hjá hraðsendingarþjónustunni UPS. Annþór og Tómas neituðu báðir að tengjast málinu á nokkurn hátt. Annþór sagðist hafa látið Ara hafa aðgang að vefsvæði sínu sem hluta af hrekk. Ari hefði ætlað að senda bróður sínum tölvupóst í nafni Ann- þórs til að hrekkja bróðurinn. Tómas kvaðst ekki kannast við nokkuð það sem honum var borið á brýn. Fjölskipaður héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að framburður Annþórs og Tómasar væri að mestu mjög ótrúverðugur og sumpart frá- leitur. Framburður þeirra var því ekki lagður til grundvallar niður- stöðu málsins, heldur byggt á fram- burði bræðranna Ara og Jóhannes- ar, sem var afar samhljóða og studdur af öðrum gögnum málsins. Annþór var dæmdur fyrir að fjármagna og skipuleggja smyglið og hlaut fjögurra ára dóm. Hann hefur hlotið tíu refsidóma frá árinu 1993 fyrir skjalafals, þjófnað, nytjastuld, líkamsárás, húsbrot, frelsissviptingu og fíkniefnabrot. Tómas fékk tveggja og hálfs árs dóm fyrir að hjálpa til við skipu- lagninguna. Bræðurnir hlutu báðir eins og hálfs árs dóm. Þeim var virt til refsilækkunar að hafa játað brot sín hreinskilnislega og að fram- burður þeirra hefði skipt sköpum til að unnt væri að upplýsa málið. Tómas hefur ákveðið að áfrýja dómnum en beðið verður þar til eftir helgi með að ákveða hvort dómnum yfir Annþóri verður áfrýjað. stigur@frettabladid.is Annþór í tukt- hús í fjögur ár Fjórir menn hlutu fangelsisdóma fyrir innflutning á rúmum fimm kílóum af fíkniefnum til landsins með hraðsendingu. Annþór Karlsson hlaut þyngstan dóm. SMYGLARI Annþór Karlsson bar sig vel þegar hann mætti í aðalmeðferð málsins í héraðsdómi fyrr í mánuðinum. Hann hefur undanfarið setið inni og afplánað annan dóm. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Annþór Kristján Karlsson Neitaði sakargiftum Dómur: Fjögur ár fyrir að fjár- magna og skipuleggja smyglið Tómas Kristjánsson Neitaði sakargiftum Dómur: Tvö og hálft ár fyrir aðstoð við skipulagningu Ari Gunnarsson Játaði Dómur: Eitt og hálft ár fyrir aðstoð við skipulagningu Jóhannes Páll Gunnarsson Játaði Dómur: Eitt og hálft ár fyrir aðstoð við skipulagningu DÆMDIR AKUREYRI Arngrímur Jóhannsson flugkappi mun dansa vals á listflug- vél sinni yfir miðbæ Akureyrar klukkan 16.30 í dag. Þetta akróbat- íska áhættuatriði markar setningu AIM festivals, alþjóðlegrar tónlist- arhátíðar á Akureyri, sem stendur fram til mánudagsins næsta. Arngrímur er sérlegur verndari hátíðarinnar, sem er nú haldin í þriðja sinn. Valsinn var saminn sér- staklega fyrir tilefnið og verður útvarpað beint í síðdegisútvarpi Rásar 2 fyrir áhorfendur og áheyr- endur. Með þessu tiltæki tekst Arn- grími að sameina þrjú helstu áhuga- mál sín, sem eru flug, dans og tónlist. Margt verður á döfinni á Akur- eyri í tengslum við hátíðina næstu daga og lofa aðstandendur því að bærinn muni iða af tónlist í fimm daga samfleytt. Meðal þeirra sem stíga á svið eru rússneski ofur- bassinn Vladimir Miller, sem syngur með sextíu manna Mót- ettukór Hallgrímskirkju og hinn ungi píanósnillingur Víkingur Heiðar Ólafsson, sem í vor sigraði í einleikarakeppni Juilliard-skól- ans virta. Einnig kemur þýski trompetleikarinn Sebastian Studn- itzky fram ásamt landsliðinu í djassi og ástralski djass-sextett- inn Hoodangers hefur ferð sína um landið á Akureyri. - kg AIM festival, alþjóðleg tónlistarhátíð á Akueyri, hefst í dag: Dansar vals á listflugvélinni OFURHUGI Arngrímur Jóhannsson flugkappi dansar vals á listflugvél yfir miðbæ Akureyrar í dag. Með því sam- einar hann þrjú helstu áhugamál sín, sem eru flug, dans og tónlist. LÖGREGLUMÁL Ungur ökumaður var tekinn á ofsahraða aðfaranótt miðvikudags. Hann er talinn hafa ekið á 150-160 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 kílómetrar. Lögreglan veitti manninum eftirför frá Vestur- landsvegi, inn á Víkurveg og loks inn í Grafarvog. Þar hljóp hann út úr bílnum en var handtekinn. Maðurinn var ekki með ökurétt- indi og tók bílinn í leyfisleysi frá verkstæðinu þar sem hann vinnur. Hann var með þrjá farþega í bílnum. - ges Þrír farþegar og stolinn bíll: Réttindalaus ökuníðingur Ekið var á ungan dreng á hjóli á Ísafirði á þriðjudag. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði en fékk að fara heim til sín samdægurs. LÖGREGLUFRÉTTIR Ekið á hjólreiðamann Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík MacBook Air 1,36 kg, þyngd í samanburði við: Fartölvu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2,50 kg Erlent tímarit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1,64 kg Handtösku . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2,37 kg F í t o n / S Í A MacBook Air – örþunn, fislétt, líka fyrir Windows Þegar þú snertir nýju MacBook Air breytist allt sem þú taldir þig vita um fartölvur og verður aldrei eins aftur. MacBook Air á þig um leið og þú sérð hana. Létt, örþunn, öflug. Fágun. Upplifun. Óviðjafnanleg. - lífið er leikur YZF-R6 Borinn og barnfæddur á kappakstursbrautinni Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Mótormax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 Mótormax Akureyri - Sími 460-6060 Ný Yamaha-verð á www.motormax.is Verð nú 1.497.000 kr. -70% lán til allt að 60 mán. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.