Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 38
 12. JÚNÍ 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● bílar Bíladagar fara fram á Akureyri dagana 14. til 17. júní. Hinn árlegi viðburður Bíladagar hefst á Akureyri næstkomandi laugardag. Dagskráin er fjöl- breytt að vanda og lofar sýn- ingarstjórinn Gísli Rúnar Víðis- son einhverju við allra hæfi. „Á laugar daginn verður götuspyrna á Tryggvabraut þar sem meðlimir akstursíþrótta félaga etja kappi á kraftmiklum bílum,“ bendir hann á og bætir við að haldin verði svo- kölluð drift-keppni á sunnudegi, en ökumönnum gefst þá færi á að sína listar sínar á keilubraut. Ekki er þar með allt upptalið því svokölluð Burnout-keppni verð- ur haldin á Akureyraflugvelli á mánudegi, þar sem dekkjum verð- ur eytt eins og Gísli kemst að orði. „Bílstjórarnir munu þá reykspóla þar til dekkin eyðast upp og jafn- vel springa,“ segir hann. Viðamikil bílasýning verður svo í Boganum á sjálfan þjóðhátíðar- daginn, þar sem almenningi gefst kostur á að skoða allt frá sportbíl- um upp í flugvélar, en reiknað er með að um 200 ökutæki verði til sýnis í 10.000 fermetra húsnæði. Loks má nefna að þeir sem vilja geta reynt fyrir sér á sæþotum, sem hægt verður að prufu- keyra meðan á Bíla- dögum stendur. Þeir sem vilja taka þátt í keppnum á Bíladögum geta skráð sig á vef- síðunni www. ba.is eða hjá Gísla í síma 862 6450. - mmr Reykspólað þar til dekkin eyðast upp Stífbónaður Mustang GT sem verður þaninn um helgina. MYND/ALEX DARRI Tveir vígalegir sem verða til sýnis á Bíladögunum. MYND/ALEX DARRI Gísli Rúnar Víðisson sýningarstjóri lofar góðum Bíladögum um helgina. MYND/ALEX DARRI Viðamikil bílasýning verður í Boganum. Reiknað er með að 200 ökutæki verði til sýnis. Mótorhjóla- og bílaáhugi hefur aukist mikið á Íslandi og honum hefur fylgt vakning í bílasprautun. Hér er þó ekki átt við hefð- bundna bílasprautun heldur svokallaða airbrush-tækni þar sem farartæki eru skreytt með heilu listaverkunum. Von er á „air- brush“-meistara hingað til lands að nafni Craig Fraser, en hann er þekktur í Bandaríkjunum fyrir verk sín. „Craig Fraser hefur verið í airbrush frá árinu 1984 og er hann mikill listamaður. Á myspace-síðunni hans má sjá myndir af því sem hann hefur verið að gera og þó þetta tengist mest mótor- hjólum og bílum þá takmarkast þetta ekki við það. Það er hægt að mála hvað sem er og hefur Fraser til dæmis málað hljóðfæri, síma og fleira,“ segir Kristján E. Jónsson, markaðsstjóri hjá Poulsen ehf. sem flytur inn tæki og hráefni fyrir airbrush. „Þetta er í raun sama tækni og í airbrush-andlitsförðun nema að hér er verið að mála á farartæki og aðra hluti,“ bætir hann við. Craig Fraser býr að mikilli reynslu á sínu sviði og hefur ferð- ast víða um heim til að kenna tæknina. „Hann hefur hannað stensla til að mála eftir og við seljum þá. Þetta eru til dæmis stafir, mynstur, hauskúpur, eldur og svo framvegis,“ segir Kristj- án og útskýrir svo af hverju Craig Fraser ákvað að halda nám- skeið á Íslandi. „Þetta byrjaði þannig að hjá okkur er starfsmað- ur sem hefur mikinn áhuga á airbrush og hefur verið að smíða mótorhjól. Við erum að selja bílamálningu á alla bíla þannig að í framhaldi af því fluttum við inn lakk frá House of Color sem er sérstaklega ætlað í airbrush. Þá fluttum við líka inn airbrush penna og komumst þannig í tengsl við þennan mann.“ Síðar kom- ust starfsmenn Poulsen að því að íslensk stúlka að nafni Ýrr Baldursdóttir hafði sótt námskeið hjá Fraser í Bandaríkjunum og átti hún síðan þátt í að koma á tengslum við hann. „Tæplega þrjátíu manns hafa skráð sig á námskeiðið, allt frá ungum krökkum upp í fullorðna menn. Kennarar í bílamálun í Borgarholtsskóla verða til dæmis á námskeiðinu. Þetta er í raun annar og skemmtilegur vinkill á bílamálun,“ segir Kristján og bætir við að kominn sé biðlisti á námskeiðið. „Okkur langar að halda annað námskeið og þar sem Ýrr er orðin mjög fær í þessu og verður aðstoðarkona Frasers á námskeiðinu, þá er hugsanlegt að hún hjálpi okkur með önnur námskeið í framhaldinu,“ segir hann. - hs Ný vídd í bílasprautun Hér eru Craig Fraser og Ýrr Baldursdóttir saman að störfum en hún fór á nám- skeið hjá meistaranum í Bandaríkjunum. MYND/ÝRR BALDURSDÓTTIR ● MITSUBISHI Á G8 Mitsubishi-samsteypan hefur tilkynnt að hún muni sjá leiðtogum átta stærstu iðnríkja heims fyrir tíu MiEV-raf- bílum á meðan á leiðtogafundinum G8 stendur, sem verður haldinn í Hokkaido í Japan 7.-9. júlí næstkomandi. Hugmyndin á bak við fram- takið er að kynna eiginleika bílsins, en hann er afar umhverfisvænn og hagkvæmur. Þjóðarleiðtogarnir verða fluttir á milli staða í slíkum bílum, sem verða einnig til sýnis á svæðinu og reynsluakstur í boði. MiEV, sem kemur á markað á næsta ári, er liður í áformum Mitsubishi um að draga úr hlýnun jarðar og úr þörf mannsins fyrir jarðefnaelds- neyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.