Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 22
22 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS UMRÆÐAN Sóley Tómasdóttir skrifar um mansal Í Bitbeini Fréttablaðsins sunnudaginn 8. júní tókust Svandís Svavarsdóttir og Illugi Gunnarsson á um hvað stjórnvöld gætu gert til að vinna gegn mansali. Illugi kom á óvart og viðurkenndi nútíma skilgreiningar á mansali. Nokkuð sem margt samflokksfólk hans mætti taka sér til fyrirmyndar. Lausn Illuga á vandanum var kunnuglegri. Í anda frjálshyggjunnar telur hann það ekki vera hlutverk stjórnvalda að lögbinda siðferði og hefta þannig frelsi einstaklinga, heldur eigi samfélags- legur agi að tryggja góða hegðun fólks. Það sé ekki nóg að hegðun eða starfsemi sé ógeðfelld eða í andstöðu við það sem góður siður krefjist, heldur verði bann við því sem áður var löglegt að byggja á beinum og sönnuðum lögbrotum. Ég á bágt með að skilja hvernig alþingismaður getur haldið því fram að lög byggð á siðferðis- kennd eigi ekki rétt á sér. Lög verða aldrei rofin úr samhengi við siðferðiskennd, enda mýmörg dæmi um beinar tilvísanir í siðferði í íslenskum lögum. Í lögum um póstþjónustu er t.a.m. tekið fram að óheimilt sé að afhenda póstrekanda sendingar með innihaldi sem er ólögmætt, ósæmilegt eða móðgandi fyrir móttakanda. Lagaákvæði um ærumeiðingar og óspektir byggja einnig að stórum hluta á siðferði. Og hver er tengingin við siðferði? Málið snýst ekki um almenna kurteisi, snyrti- mennsku eða borðsiði. Siðferði í mansals- málum snýst um að bjarga lífi og limum fórnarlamba. Mannréttindi einstaklinga eru brotin. Bág staða fólks er misnotuð, oft með ofbeldi og þvingunum, í þágu kynlífs- iðnaðarins. Milljónir kvenna og barna eru svipt eiginlegu sjálfræði og seld milli landa. Sérfræðingar í mansalsmálum hafa sýnt fram á að mansal er forsenda kynlífsiðnaðarins. Kynlífs- þjónusta, hvort sem hún kallast nektardans, klám eða vændi, er oftar en ekki byggð á mansali. Sérfræðingarnir hafa bent á að afleiðingar mansals fyrir fórnarlömb þess eru stórfelldar og telja nauðsynlegt að stjórnvöld beiti sér af afli gegn því. Að halda því fram að lagasetning sem gæti spornað gegn mansali snúist aðeins um að lögbinda siðferðiskennd sýnir ekki bara virðingarleysi gagnvart sérfræðiþekkingu, heldur er slík fullyrðing hrein móðgun við fórnarlömb mansals. Höfundur er varaborgarfulltrúi. Felur frelsið í sér mansal? SÓLEY TÓMASDÓTTIR Frestur ríkisstjórnarinnar til að bregðast við úrskurði mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðistjórnarkerfið er liðinn. Nefndin veitti ríkisstjórn- inni 180 daga frest til að gera grein fyrir, hvernig stjórnin hygðist sníða mannréttindabrotalömina burt úr fiskveiðistjórnarkerfinu og hvernig hún hygðist bæta skaða sjó- mannanna tveggja, sem kærðu ríkið fyrir mannréttindabrot eftir að hafa verið fundnir sekir hér heima samkvæmt gildandi ólögum og rúnir aleigunni. Margt benti lengi vel til þess, að ríkisstjórnin ætlaði að láta frestinn líða án þess að svara nefndinni, enda bárust engar efnislegar fréttir af fyrirhuguðum viðbrögðum stjórnarinnar. Ýmis ummæli oddvita ríkisstjórnarinnar í þá veru, að úrskurður nefndarinnar væri ekki bindandi, hlutu að sá tortryggni, því að skuldbinding Íslands gagnvart mannréttinda- nefndinni er ótvíræð. Enda segir í greinargerð við frumvarp um lögfestingu mannréttindasáttmála Evrópu: „Ísland er eitt þeirra ríkja sem hefur skuldbundið sig til að hlíta kærum einstaklinga á hendur sér samkvæmt þessari bókun.“ Það vakti einnig tortryggni, að þingsályktunartillaga hæstaréttar- lögmannanna Jóns Magnússonar og Atla Gíslasonar um það, að Alþingi hygðist breyta fiskveiðistjórnarlög- unum til samræmis við úrskurð mannréttindanefndarinnar, fékkst ekki rædd á Alþingi fyrr en seint og um síðir og var síðan kæfð í nefnd og kom því aldrei til afgreiðslu. Þrátt fyrir þessar vísbendingar sendi ríkisstjórnin nefndinni að endingu svar, sem hægt er nú að nálgast á vef landbúnaðar- og sjávarútvegsráðu- neytisins. Svarið er ríkisstjórninni til vansæmdar. Misskilningur? Nei, hroki Meginhluti svars ríkisstjórnarinnar til mannréttindanefndarinnar er endurtekning á röksemdum fyrir óbreyttri skipan, sem nefndin hefur þegar hafnað og Hæstiréttur hafði áður hafnað 1998. Það, sem ríkisstjórnin segir í svari sínu til nefndarinnar, þar sem sitja margir helztu mannréttindasérfræðingar heims, er í reyndinni þetta: Úrskurður ykkar var reistur á misskilningi, við vitum betur. Með þessu viðhorfi sýnir ríkisstjórnin mannréttindanefndinni hroka, sem engum árangri getur skilað. Ríkisstjórnin sýnir einnig Alþingi hroka og yfirgang með því að birta svarbréfið ekki fyrr en eftir þingslit. Alþingi gafst því ekki færi á að fjalla um efni bréfsins, áður en það var sent út. Málsmeðferðin er afleit. Enn verra en málsmeðferðin er þó inntak svarsins, sem er tvíþætt. Í fyrsta lagi segir orðrétt í svarbréfi ríkisstjórnarinnar: „Að mati íslenska ríkisins standa ekki forsendur til þess að greiddar verði skaðabætur til viðkomandi kærenda, enda gæti slíkt leitt til þess að fjöldi manns gerði skaða- bótakröfur á hendur ríkinu.“ Hvað er ríkisstjórnin að segja? Ef þjófur brýzt inn í mörg hús, er þá ekki hægt að krefja hann um að skila þýfinu úr fyrsta húsinu, þar eð þá myndu eigendur hinna húsanna, sem hann brauzt inn í, gera sömu kröfu? Fyrir hvaða rétti væri slík röksemdafærsla tekin gild? Þessi rök ríkisstjórnarinnar vitna óþyrmilega skýrt um þá siðblindu, sem hefur frá öndverðu fylgt gjafakvótakerfinu eins og skuggi. Það var brotið á sjómönnunum tveim, og það ber að bæta þeim skaðann samkvæmt úrskurði mannréttindanefndarinnar. Nokkrar líkur benda til, að „fjöldi manns“ muni gera áþekkar bótakröfur, rétt er það. Ríkinu ber þá einnig að virða þær kröfur. Ríkið getur ekki skotið sér undan ábyrgð sinni, úr því sem komið er. Ríkið braut af sér, virti nær allar viðvaranir að vettugi og verður nú að bæta skaðann. Sæmdarmissir Í öðru lagi segir í svari ríkisstjórn- arinnar: „Íslenska ríkið lýsir yfir vilja sínum til að huga að lengri tíma áætlun um endurskoðun á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu eða aðlögun í átt að áliti mannrétt- indanefndarinnar. Ljóst er þó að slíkt gerist ekki í einu vetfangi, enda hlýtur nefndin að hafa á því skilning að kerfi sem mótast hefur á áratugum er ekki hægt að umbylta á sex mánuðum.“ Í bréfinu er ekkert um það sagt, hvernig ríkisstjórnin hyggst fjarlægja mannréttindabrotalömina, þótt stjórnin hafi haft 180 daga til að hugleiða það. Ríkisstjórnin biður um framlengdan frest um óákveð- inn tíma og lætur skína í þá skoðun, að stjórn fiskveiða við Ísland útheimti enn um sinn mismunun og mannréttindabrot og ekki sé hægt að hverfa frá uppteknum hætti án þess að kollvarpa sjávarútveginum. Hvort tveggja er rangt. Við, sem höfum frá fyrstu tíð gagnrýnt ranglætið og óhagkvæmnina í fiskveiðistjórninni, tefldum á sínum tíma fram fullbúnu laga- frumvarpi (sjá www.hi.is/~gylf- ason/skjalasafn.htm). Hefði Alþingi samþykkt frumvarpið, hefði þingið komizt hjá mannréttindabrotum þaðan í frá og komizt hjá því að kalla vansæmd yfir Ísland. Röng viðbrögð Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Svar ríkisstjórnarinnar til mannréttindanefndar SÞ S var sjávarútvegsráðherra til mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna er markvert fyrir þá sök að báðir stjórn- arflokkarnir hafa náð saman um það og forysta Framsókn- arflokksins sýnist vera efnislega sammála þeim fyrstu viðbrögðum. Langt er síðan jafn breið samstaða hefur tekist um svo eldfimt mál sem lýtur að sjálfri fiskveiðistjórnun- inni. Mikilvægustu atriðin í svari ríkisstjórnarflokkanna eru þrjú: Í fyrsta lagi að fara ekki í raun út fyrir það sem samið var um í stjórnarsáttmálanum, að skipa nefnd til að meta reynsluna af afla- markskerfinu. Í öðru lagi að hafna skaðabótum. Í þriðja lagi að draga fram þá staðreynd að svipting veiðiheimilda gæti rekist á stjórnarskrá og eignarréttarvernd mannréttindasáttmála Evrópu. Deilurnar um fiskveiðistjórnunina eru helsta hugmyndafræði- lega ágreiningsefnið í íslenskum stjórnmálum. Þar er annars vegar tekist á um markaðslausnir og hins vegar um pólitíska mið- stýringu. Að því leyti er deiluefnið skýrt. Þeir sem eru hlynntir pólitískri miðstýringu fiskveiða hafa litið svo á að álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna útiloki sjálfkrafa að við getum hagnýtt okkur kosti markaðskerfisins. Sú fullyrðing er vægast sagt hæpin þegar á það er horft að allar aðrar fiskveiðiþjóðir hafa án ágreinings fengið að úthluta veiðiheimild- um á grundvelli veiðireynslu eins og hér var gert. Þá hafa mark- aðslausnir við stjórn fiskveiða með nokkrum öðrum þjóðum ekki þótt vera andstæðar mannréttindaskuldbindingum. Hvers vegna þá hér? Hagnaður útvegsins og sjálfbær nýting fiskistofna eru þau atriði sem fiskveiðistjórnun snýst öðru fremur um. Það sem skiptir máli til að ná þeim markmiðum er að jafnvægi sé á milli afkastagetu fiskiskipastólsins og afrakstursgetu fiskistofnanna. Ef fiskiskipa- stóllinn er of stór gerist þrennt: Kostnaðurinn verður of mikill, þrýstingur á ofveiði eykst og launakjör versna. Þó að markaðskerfið sé ekki fullkomið sýnir reynslan að það hefur skilað betri árangri varðandi þessi höfuðmarkmið en pólitísk miðstýring. Reynslan sýnir að þegar veiðiheimildum hefur verið úthlutað á pólitískum grundvelli eiga stjórnmálmenn erfiðara með að takmarka leyfðan heildarafla. Í flestum miðstýringarkerfum þurfa skattborgararnir einnig að greiða með útgerðinni. Þær fréttir sem nú berast frá nokkrum helstu miðstýringar- þjóðum í fiskveiðum í Evrópu sýna þennan vanda í hnotskurn. Hækkandi olíuverð veldur því að ýmsar ríkisstjórnir íhuga að láta skattborgarana greiða enn stærri hluta af útgerðarkostnaði of stórs flota. Það er þetta sem myndi hljótast af kerfisbreytingu hér á landi. Væri það mannréttindabót? Fiskveiðar hafa óvíða jafn mikla efnahagslega þýðingu og hjá okkur. Það er því ekki ofsögum sagt að þær hugmyndafræðilegu deilur sem staðið hafa um stjórn fiskveiða snúast um lífskjör. Þetta á bæði við um þjóðarbúskapinn í heild og einstaklinga. Í rík- isstyrktum sjávarplássum Evrópu eru lífskjör að öllu jöfnu mun lakari en á þeim svæðum þar sem samkeppnishæfar atvinnugrein- ar þrífast. Að þessu virtu hefði annars konar svar af hálfu ríkisstjórnar- innar verið óábyrgt. Ábyrg afstaða Framsóknarflokksins sýnir að þar er að finna forystumenn sem geta verið stærri í sniðum en einfaldar tölur í skoðanakönnunum augnabliksins. Nú er mann- réttindanefndarinnar að svara. Eru ofveiði og lægri laun mannréttindabót? Ábyrgt svar ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Njála 2 Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokksins, lóðsar gesti um Þingvelli í kvöld og fjallar um þá sem örlagastað í Njálssögu. Á Þingvöllum hitti Gunnar Hámundarson Hallgerði Höskuldsdóttur en þeirra hjónaband var stormasamt og örlagaríkt, eins og frægt er. Það fer vel á því að Guðni fjalli um þessa atburði. Það var jú líka á Þingvöllum sem Geir H. Haarde hitti Ingibjörgu Sólrúnu Gíslasdótt- ur og myndaði með henni ríkisstjórn. Sú sambúð hefur heldur ekki verið átakalaus, samanber alræmda blogg- færslu Össurar Skarphéð- inssonar um Gísla Martein Baldursson, sem er auðvitað pólitískt ígildi húskarlavíganna forðum. En hvort Guðni líti á sig sem Gissur hvíta eða Brennu-Flosa í þessu samhengi er hins vegar önnur saga. Prentvilla? Dofri Hermannsson, talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylking- arinnar í umhverfismálum, lýsir yfir vonbrigðum með Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fyrir að taka eina af fyrstu skóflustungun- um að kerskála væntanlegs álvers í Helguvík; athöfn sem Dofri segir í hróplegri mótsögn við afstöðu Samfylkingarinnar í umhverfis- málum. Getur verið að stafirnir r og g hafi kannski víxlast í yfirskrift umhverfisstefnu Samfylkingarinnar – Fagra Íslandi? Álits enn beðið Í lok janúar kvörtuðu tveir umsækj- endur um stöðu héraðsdómara á Norðurlandi eystra til umboðsmanns Alþingis vegna skipunar Þorsteins Davíðssonar í starfið. Í lok mars skilaði Árni Mathiesen, settur dóms- málaráðherra, svari við fyrirspurnum umboðsmanns vegna málsins. Hálf- um þriðja mánuði síðar er enn beðið eftir áliti umboðsmanns Alþingis um hvort Árni hafi virt góða stjórnsýslu- hætti. Þetta hlýtur Árna að þykja langur tími – ekki síst í ljósi þess að í svari sínu í mars sagðist hann gruna að umboðsmaður hefði þegar gert upp hug sinn í málinu. bergsteinn@frettabladid.is Akureyri Vík Egilsstaðir Selfoss Hveragerði Hafnarfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Stykkishólmur Súðavík Ísafjörður Akranes Njarðvík Sandgerði Hreðavatnsskáli Reykjavík Þú sparar á Orkustöðvunum Net Orkustöðvanna umhverfis landið þéttist sífellt til enn frekari hagsbóta fyrir almenning. Kynntu þér hvar Orkustöðvarnar eru og hvað bensínið er ódýrt þar. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is D Y N A M O R E Y K JA V IK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.