Fréttablaðið - 24.06.2008, Síða 10

Fréttablaðið - 24.06.2008, Síða 10
10 24. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR SIMBABVE, AP Lögregla í Simbabve réðst í gær inn í höfuðstöðvar stjórnarandstöðuflokksins MDC í Harare og rændi þaðan sextíu manns auk tölva og húsgagna. Leið- togi stjórnarandstöðunnar, Morgan Tsvangirai, hefur leitað hælis í sendiráði Hollands. Hann hefur þó ekki óskað formlega eftir pólitísku hæli, að því er talsmaður hollenska utanríkisráðuneytisins greindi frá. Tsvangirai dró í fyrradag til baka forsetaframboð sitt þar sem ekki væri útlit fyrir sanngjarnar kosningar næstkomandi föstudag. Stjórnvöld hafa sagt að kosning- arnar muni engu að síður fara fram og hafa kallað Tsvangirai heigul. Stjórnarandstæðingar segjast hafa verið beittir ofbeldi af stjórn Roberts Mugabe í aðdraganda seinni umferðar forsetakosning- anna. Samkvæmt opinberum tölum fékk Tsvangirai fleiri atkvæði en Mugabe í fyrri umferð kosning- anna en ekki hreinan meirihluta svo önnur umferð var nauðsynleg. Javier Solana, aðaltalsmaður Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum, segir afturköllun Tsvangirai á framboði sínu skiljan- lega í ljósi ofbeldisöldunnar. Kosn- ingarnar séu orðnar „afskræming lýðræðis“. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, hefur sagt ríkisstjórn Simbabve ólögmæta án sanngjarnra kosninga og fordæmir ofbeldisölduna í land- inu. - gh, aa Lögregla í Simbabve rænir stjórnarandstæðingum og rústar höfuðstöðvum þeirra: Tsvangirai leitar hælis í sendiráði ÓTTAST UM LÍF SITT Sendiráð Hollands í Harare, þangað sem Morgan Tsvangirai forðaði sér á sunnudag. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Þrítugur Pólverji sem lögregla telur leika grun á að látist hafi af óeðlilegum orsökum var höfuðkúpubrotinn á hnakka þegar komið var með hann á sjúkrahús fyrir tæpum tveimur vikum. Hann var meðvitundarlaus við komuna á spítalann og komst aldrei til meðvitundar. Hann lést á föstudaginn. Engir ytri áverkar voru á hnakka mannsins, svo talið er að hann hafi látist við fall aftur fyrir sig. Rannsókn lögreglu bein- ist meðal annars að því hvort manninum hafi verið hrint. Samlandi mannsins, sem bjó í sama húsi og hann, sat í gæslu- varðhaldi þar til í gær. Þá rann það út. Hann var í héraðsdómi úrskurðaður í sex vikna farbann. Sá maður er 28 ára. Mennirnir tveir höfðu báðir verið í vinnu hér á landi um skeið. Þeir höfðu búið á Frakkastíg 8. Þar eru leigð út allmörg herbergi, einkum til útlendinga sem eru við störf hér. Samkvæmt upplýsing- um Fréttablaðsins fundu nágrann- ar mannsins hann meðvitundar- lausan á gangi hússins að kvöldi mánudagsins 9. júní, báru hann inn í herbergi hans og hlúðu að honum. Þegar hann kom ekki til meðvitundar hringdu þeir í sjúkrabíl. Það var ekki fyrr en morguninn eftir. Áfengi var haft um hönd kvöldið sem atburðurinn varð og mun hafa komið til orðaskaks milli manna, samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins. Ofbeldisbrotadeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu hóf þegar rannsókn á málinu. Tveir Pólverjar voru handteknir skömmu síðar og úrskurðaðir í gæsluvarðhald, annar í tæpa viku og hinn til dagsins í gær. Sá fyrr- nefndi var einnig úrskurðaður í sex vikna farbann í gær. Þriðji Pólverjinn, vitni í málinu, sætir líka sex vikna farbanni. Lögreglan hefur yfirheyrt hóp fólks vegna málsins. Hún heldur rannsókn áfram af fullum krafti, að sögn Sigurbjörns Víðis Eggerts- sonar, yfirmanns ofbeldisbrota- deildar lögreglunnar á höfuð- borgar svæðinu. jss@frettabladid.is Skoða hvort manni sem lést var hrint Lögregla rannsakar hvort Pólverja sem lést á föstudagskvöld hafi verið hrint. Maðurinn var höfuðkúpubrotinn við komu á sjúkrahús. Áfengi var haft um hönd þar sem hann bjó og til orðaskaks kom milli manna. Þrír eru í farbanni. FRAKKASTÍGUR 8 Maðurinn sem lést bjó á Frakkastíg 8. Hann fannst meðvitundar- laus á gangi hússins fyrir um tveimur vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið dæmdur til að greiða tæplega þrjátíu þúsund króna sekt fyrir að að kaupa og selja eitt gramm af hassi. Maðurinn keypti gramm af kannabisefnum af ókunnum manni í Reykjavík í september síðastliðnum, að því er fram kemur í ákæru. Hann flutti það síðan til Vestmannaeyja og seldi. Helmingur efnisins fannst við húsleit lögreglu í herbergi ákærða. Maðurinn hefur tvisvar frá árinu 2004 hlotið dóm fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalögum. - sh Fíkniefnafundur við húsleit: Dæmdur fyrir gramm af hassi LÖGREGLUMÁL „Samstarfið við mið- borgarþjóna gekk ljómandi vel,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík. Miðborgarþjónar hófu störf um helgina í miðborg Reykjavíkur og fór allt vel fram enda rólegt í borginni að sögn Geirs Jóns. „Veðrið var gott og mun færra fólk en við hefðum getað búist við enda stærri ferðahelgi en við áttum von á,“ segir Geir Jón. Geir Jón neitar því að lögreglu- þjónar hafi leitað eftir aðstoð mið- borgarþjóna. „Miðborgarþjónarn- ir eiga að vera á ferðinni og geta haft samband við okkur gegnum fjarskipti ef þeir sjá eitthvað alvarlegt. Aðalmálið er þó bragurinn við skemmtistaði, að reyna að fá fólk til að skapa ekki óþarfa hávaða og núning.“ Ekki kom til þess nema eitt skipti um helgina að miðborgar- þjónar kölluðu lögreglu til að sögn Geirs Jóns. - ht Fyrsta helgin var róleg hjá miðborgarþjónum: Kölluðu lögreglu einu sinni til MIÐBORGIN Rólegt var á fyrstu vakt miðborgarþjóna. ATBURÐARÁSIN ■ Þrítugur Pólverji var höfuð- kúpubrotinn fyrir tæpum tveim vikum. ■ Hann fannst meðvitundarlaus að kvöldi 9. júní. ■ Hringt var á sjúkrabíl morguninn eftir. ■ Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. ■ Annar var í varðhaldi í tæpa viku. Hinn var í varðhaldi þar til í gær. ■ Báðir mennirnir, auk vitnis, sæta sex vikna farbanni. BARNAÞRÆLKUN MÓTMÆLT Marg- menni mótmælti barnaþrælkun fyrir utan útibú verslanakeðjunnar Primark á Oxford-stræti í London í gær. Rannsóknarfréttamenn BBC-sjónvarps- stöðvarinnar halda því fram að fata- framleiðendur á vegum keðjunnar noti börn sem vinnuafl. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.