Fréttablaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 2
2 30. júní 2008 MÁNUDAGUR FERÐAÞJÓNUSTA „Það er svo sem engin nýlunda að hákarlaveiðar séu stundaðar á Vopnafirði en þetta er hins vegar nýlunda í ferðaþjónustunni,“ segir Guðni Ásgrímsson, hákarlaveiðimaður og ferðafrömuður. Síðasta sumar byrjaði hann að bjóða upp á hákarlaveiðar fyrir ferðamenn. Hann rekur fyrir- tækið Mávahlíð sem einnig er með gistiheimili. „Við veiðum hákarla á línu og fólki er boðið að koma með þegar við vitjum þeirra en svo bjóðum við fólki einnig upp á að renna fyrir hákarl. Reyndar hefur enn eng- inn veiðst á stöng í þessum ferð- um en það hlýtur að koma að því. Ég er að fara í fyrstu ferðina í sumar með fjóra breska ferða- menn það er kannski að hann bíti á í þeirri ferð.“ Hann segir að Vopnfirðingar hafi aðeins notið að litlu leyti ágóðans af þenslunni sem fylgir framkvæmdum við Kárahnjúka og álverinu á Reyðarfirði. „Við verðum því að byggja á því sem fyrir er og það hefur alltaf verið veiddur hákarl hér á Vopnafirði. Ég er alinn upp við þetta en faðir minn var hákarlaveiðimað- ur. Og það er ekkert að draga úr þessu en í fyrrasumar voru veiddir hér fjórtán hákarlar.“ Hákarlarnir eru yfirleitt um tveir til fimm metrar á lengd og geta vegið frá hálfu og upp í eitt tonn. „Yfirleitt fer adrenalínið á fullt um kroppinn þegar við tökum þá af línunni.“ segir Guðni. jse@frettabladid.is Veiða hákarl í fríinu Á Vopnafirði er boðið upp á hákarlaveiðar fyrir ferðamenn. Hákarlarnir vega frá hálfu og upp í eitt tonn. „Við verðum að byggja á því sem fyrir er,“ segir Guðni Ásgrímsson sem býður upp á þessar ferðir. ÞRJÁR KYNSLÓÐIR HÁKARLAVEIÐIMANNA Hér er Ásgrímur Kristjánsson, sonarsonur hans og nafni og síðan lengst til hægri er Guðni sonur Ásgríms. Allir eru þeir hákarla- veiðimenn með meiru enda er hefð fyrir slíkum veiðum á Vopnafirði að sögn Guðna. MYND/MÁVAHLÍÐ HÁKARL MEÐ KÓP Í KJAFTI Það má finna ýmislegt innvortis í hákarlinum og stundum þarf ekki einu sinni að gá svo langt. MYND/MÁVAHLÍÐ SAMGÖNGUR Það væri æskilegt að fjölga forgangsakreinum fyrir strætisvagna í borginni og kemur til greina að ríkið veiti aukinn stuðning til þess, segir Kristján Möller samgönguráðherra. Í nýjum vegalögum sé einnig heimild til að leggja hjólreiðastíga meðfram stofnbrautum og þjóðvegum. Þetta sé í skoðun. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, gagnrýndi ríkisvaldið í Fréttablaðinu á laugardag fyrir fátækleg framlög til vistvænna samgangna í borginni. Ekkert kæmi frá því til hjólreiðastíga né til forgangsakreina fyrir strætó. Í stjórnarsáttmálanum er og talað um að ríkið muni leggja „aukna áherslu“ á almenn- ingssamgöngur og ráðast í „stórátak“ til úrbóta á samgöngukerfi borgarinnar. „Og það kemur líka til greina að á þessum forgangsakreinum verði líka bílar þar sem tveir eða fleiri ferðast saman,“ segir Kristján. Samstarfsnefnd samgöngu- ráðuneytis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sé að fara yfir þessi mál og sérstaklega sé litið til fljótvirkra úrbóta svo sem að leggja göngubrýr til að fækka umferðarljósum. Gísli sagði að ríkið styddi betur við rútuferðir á landsbyggðinni en við strætisvagna í borginni. Ráðherra segir það rétt að sumar leiðir séu niðurgreiddar á landsbyggðinni. En hann bendir á að áttatíu prósent af olíugjaldi sé endurgreitt til Strætós. Annars bíður Kristján eftir tillögum samstarfsnefndarinnar um hvernig megi auka vægi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Farið verður nánar í það með haustinu. - kóþ Samgönguráðherra segir hjólreiðastíga og almenningssamgöngur fá æ meira vægi í ráðuneytinu: Fleiri forgangsakreinar strætisvagna KRISTJÁN LÚÐVÍK MÖLLER FORGANGSAKREIN STRÆTÓS Til greina kemur að hér aki einnig einkabílar með tveimur eða fleiri farþegum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPÁNN Íslendingur búsettur á Spáni hefur verið kærður fyrir hótanir og fyrir að hafa beint byssu að konu. Dagblaðið Leader sem gefið er út á Costa Blanca greinir frá þessu. Blaðið lýsir samskiptum breskra hjóna við Íslendinginn. Hjónin hafa leigt honum íbúð. Þegar þau hafi ætlað að ganga á eftir ógreiddum leigugjöldum hafi hann brugðist hinn versti við. Hann hafi hótað þeim líkams- meiðingum og ranglega tilkynnt lögreglu að þau væru með ólögmæt skotvopn á heimili sínu. Um þverbak hafi keyrt þegar Íslendingurinn hafi beint byssu að bresku konunni. - gh Íslendingur á Spáni: Kærður fyrir ofbeldishótanir NÁTTÚRA „Við göngum rösklega til verks svo að engin ummerki verði eftir stórtónleikana,“ segir Ólafur F. Magnússon borgarstjóri eftir tónleikana Náttúru í Laugardaln- um í fyrrakvöld. „Því miður varð nokkuð af rusli eftir í dalnum en hjá því verður ekki komist á þrjátíu þúsund manna útihátíð,“ segir Ólafur. „Það er mjög ánægjulegt að hafa uppgötvað stað sem er frá náttúrunnar hendi einstakur til þess að halda hátíðir af þessu tagi,“ segir Ólafur. „Eflaust gefast tækifæri til þess að nota hann aftur í framtíðinni en það verður þó að gera sparlega og gæta þess að ekki sé gengið á náttúru dalsins.“ - ht Borgarstjóri um stórtónleika: Fleiri tónleika á sama stað RUSL Í LAUGARDALNUM Tónleikagestir skildu eftir nokkuð af rusli eftir stórtón- leika í Laugardalnum í fyrrakvöld sem þó voru tileinkaðir náttúrunni. SIMBABVE, AP Robert Mugabe sór í gær eið sem forseti Simbabve í kjölfar þess að yfirkjörstjórn landsins lýsti hann sigurvegara nýafstaðinna forsetakosninga. Mugabe var eini frambjóðand- inn, en Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafði dregið sig út út baráttunni vegna ofbeldis stjórnarliða. Samkvæmt opinberum tölum var kjörsókn um 42 prósent. Mugabe fékk um 85 prósent atkvæða, en nokkuð var um ógild atkvæði. Þjóðarleiðtogar hafa fordæmt kosninguna sem fram fór í skugga ofbeldis stjórnarliða gegn stjórn- arandstæðingum. Fregnir herma að margir hafi verið neyddir á kjörstaði. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur harmað kosningarnar þar sem „aðstæður til frjálsra og sann- gjarnra kosninga hafi ekki verið til staðar“. Ráðið gekk þó ekki svo langt að lýsa kosninguna ógilda vegna andstöðu Suður-Afríku. Mugabe sækir í dag ráðstefnu Afríkusambandsins þar sem meðal annars verður fjallað um kosning- arnar og mögulegar refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Simbabve. Tsvangirai hefur sagt kosningarn- ar marklausar. Hann hefur þó sagst geta hugsað sér ríkisstjórnarsam- starf við Mugabe þar sem Mugabe hefði aðeins táknræna stöðu. - gh Yfirkjörstjórn Simbabve hefur lýst Robert Mugabe sigurvegara forsetakosninga: Mugabe sver embættiseið Edda, er þessi kleina kannski orðin svolítið steikt? „Já, og súkkulaðihúðin felur það ekki einu sinni lengur!“ Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, hvetur ráðamenn til að sækja um aðild að ESB. Hún líkir Íslandi við „súkkulaðikleinu í hagkerfi þjóðanna“. Varadekkið lenti á næsta bíl Betur fór en á horfðist þegar varadekk féll af fellihýsi á leið norður í land og hafnaði á bifreið fyrir aftan með þeim afleiðingum að dekk sprungu og bifreiðin skemmdist. Þung umferð var á móti og því hefði illa getað farið að sögn lögreglu í Borgarnesi. LÖGREGLUFRÉTTIR Velti bíl og flúði af vettvangi Ökumaður flúði af vettvangi eftir að hafa velt bifreið á Suðurhólum á Selfossi um tvöleytið í gærdag. Ökumannsins var leitað í gær að sögn lögreglu og tildrög voru ókunn. MUGABE SVER EMBÆTTISEIÐ Desmond Tutu, áhrifamikill erkibiskup í Höfða- borg í Suður-Afríku, hefur biðlað til Afríkusambandsins að viðurkenna ekki ríkisstjórn Mugabes. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sjö á slysadeild eftir bílveltu Ökumaður og sex farþegar voru fluttir á slysadeild eftir að ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni á Vestur- landsvegi við Víkurveg síðdegis í gær. Fólkið var ekki talið mikið slasað. Mikil ölvun í miðborginni Mikill erill var hjá lögreglu í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. Ölvun var áberandi og talsvert um pústra og líkamsárásir að sögn lögreglu. Sextán voru handteknir, meðal annars fyrir slagsmál og að hindra verk lögreglu. LÖGREGLUFRÉTTIR Fjórir ölvaðir undir stýri Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði þrjá ökumenn sem voru ölvaðir undir stýri í gærdag. Þá stöðvaði lögreglan í Borgarnesi einn ökumann sem einnig ók undir áhrifum áfengis norðan við Borgarnes í fyrrinótt. Obama krafinn um skilríki Þegar Barack Obama, forsetafram- bjóðandi Demókrataflokksins, mætti í líkamsræktarstöð í gær umvafinn lífvörðum krafði afgreiðslustúlka hann um nafn og skilríki. Framkvæmda- stjóri stöðvarinnar segir að allir gestir séu spurðir um skilríki, hver svo sem eigi í hlut. BANDARÍKIN SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.