Fréttablaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 10
10 30. júní 2008 MÁNUDAGUR RV U n iq u e 0 60 80 2 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hentugt við grillið - einnota borðbúnaður á tilboðsverði Á tilboði í júní 2008Einnota diskar, glös, bollar og hnífapör20% afsláttur Art Cooley, einn af stofn- endum Environmental Defense Fund (EDF), einna helstu umhverfissamtaka Bandaríkjanna, er staddur hér á landi í skoðunar- og kynnisferð ásamt fleiri meðlimum samtakanna. Fréttablaðið ræddi við Cooley um starfsemi sjóðsins og tröllatrú hans á kvótakerfinu. „Við í Environmental defense- sjóðnum (EDF) vorum frum- kvöðlar að því leyti að við vorum meðal fyrstu stofnana sem sett- um vísindamenn, lögfræðinga og hagfræðinga inn í sama herbergi, í þeim tilgangi að finna lausnir við ákveðnum vandamálum,“ segir Art Cooley, stofnmeðlimur EDF. Sjóðurinn var stofnaður í New York árið 1967. Upphaflegur til- gangur samtakanna var að knýja fram bann við notkun meindýra- eitursins DDT, sem rannsóknir höfðu sýnt fram á að skaðaði fuglalíf Bandaríkjanna verulega. Samtökunum varð svo vel ágengt með þetta verkefni sitt að fljót- lega var tekin sú ákvörðun að færa út kvíarnar svo um munaði. Í tímans rás hefur sjóðurinn orðið að veigamiklu afli í umhverfisvernd, bæði í Banda- ríkjunum og víðar um heim. Skráðir meðlimir samtakanna eru 500.000, og halda samtökin úti skrifstofum víða, meðal ann- ars í Kína og Rússlandi. Um þess- ar mundir leggur sjóðurinn drög að viðamiklu samstarfi við Ind- land er varðar hlýnun jarðar og tengd málefni. Ýmis tengd mál- efni koma til kasta sjóðsins, til að mynda verndun sjávarlífs og almenn heilbrigðismál. Samstarf við stórfyrirtæki Cooley segir meðlimi sjóðsins fljótlega hafa gert sér grein fyrir því veigamikla hlutverki sem efnahagsmál gegna í umhverfis- vernd. „Ein af aðferðunum sem við notum til að tryggja verndun umhverfisins er að leita eftir samvinnu við fyrirtæki og opin- bera starfsmenn. Við höfum unnið með risafyrirtækjum á borð við Walmart, FedEx og McDonalds og það hefur haft afar jákvæðar afleiðingar í för með sér. Það segir sig í raun sjálft að ef stórfyrirtæki eins og WalM- art ákveður að huga að því að endurhugsa starfsemi sína, þó að takmörkuðu leyti sé, þá munu fjöldamörg fyrirtæki fylgja í kjölfarið.“ Cooley dregur ekki dul á að samstarf við slík stórfyrirtæki aflar sjóðnum af og til óvinsælda meðal annara umhverfissinna. „Við reynum umfram allt að ein- beita okkur að ákveðnum vanda- málum sem við teljum brýnt að leysa. Ef við ættum að vega kosti og galla hvers einasta fyrirtækis sem við störfum með kæmum við engu í verk. Ef við erum að berj- ast gegn gróðurhúsaáhrifum reynum við að fá alla þá sem eru í aðstöðu til að leiða með góðu fordæmi til að vinna með okkur. Einhver annar verður að taka slaginn gegn misnotkun á vinnu- afli og slíkum hlutum. Það er erf- itt að ná fram skilvirkni ef reynt er að breyta öllu í einu,“ segir Cooley. Hlýnun jarðar er að mati Cooleys brýnasta verkefnið sem EDF vinnur að um þessar mund- ir. „Persónulega hef ég mestan áhuga á náttúruvernd af flestu tagi. Hlýnun jarðar hefur auðvit- að áhrif á náttúruna og flest annað og er þess vegna forgangs- atriði hjá sjóðnum.“ Vill sjá kvótakerfi víða um heim Cooley og samstarfsmönnum hans var boðið að snæða hádegis- verð með Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Íslands, í vikunni. „Við áttum gott spjall um hina ýmsu hluti, meðal annars fisk- veiðar og kvótakerfi. EDF vann ötullega að því að afnema lög gegn kvótakerfi í Bandaríkjun- um fyrir fjórum árum. Íslending- ar hafa að sjálfsögðu verið braut- ryðjendur í þessum málum og við höfum áhuga á því að sjá kvóta- kerfi í einhverri mynd festa rætur víðsvegar í heiminum.“ Aðspurður segist Cooley ekki hafa gert sér grein fyrir hversu umdeilt kvótakerfið væri hér á landi. „Það getur verið að kerfið henti ekki öllum þjóðum, en það hentar mörgum af hinum stærri þjóðum vel. Það má ekki ryksuga fiskstofnana upp. Þegar litið er til lengri tíma fæst mestur fiskur úr heilbrigðum stofni.“ Hlýnun jarðar mest aðkall- andi umhverfisvandamálið HRIFINN AF KVÓTAKERFINU Cooley segir kvótakerfið eiga vel við stærri þjóðir. FRÉTTAVIÐTAL: Art Cooley umhverfisverndarsinni BERLÍN, AP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að Rússar og Georgíumenn verði að nálgast lausn á deilunni um Abkasíu, hérað sem berst fyrir sjálfstæði frá Georgíu, áður en Georgía geti hugað af einhverri alvöru að aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Merkel sagði eftir fund með Mikhail Saakashvili, forseta Georgíu, að Georgía geti og muni verða aðili að NATO en þurfi að ná árangri í deilunni um Abkasíu áður en til þess geti komið. Merkel og aðrir Evrópuleiðtog- ar hafa tekið dræmt í inngöngu Georgíu í NATO með þeim rökum að Georgía sé pólitískt óstöðugt ríki. Rússar eru mjög andsnúnir NATO-aðild landsins. - ghs Kanslari Þýskalands: Þrýst á Rússa og Georgíumenn LAUSN ABKASÍU-DEILU LYKILATRIÐI Saakashvili og Merkel á blaðamanna- fundi í Berlín. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REYKJAVÍK Efnaminni foreldrar nota síður frístundakortin en þeir sem hafa meira á milli handanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur látið gera. Frístundakortin veita hverju barni 25 þúsund króna styrk til frístundaiðkunar. Samkvæmt henni nota um 42 prósent þeirra sem hafa lægri heimilistekjur en 250 þúsund kort- in og um 38 prósent þeirra sem eru með 250 til 399 þúsund í heim- ilistekjur. Í tekjuhæsta hópnum, 800 þúsund og meira, er notkunin um 70 prósent og langmest í hópn- um þar sem heimilistekjur eru á bilinu 550 til 799 þúsund. Gísli Árni Eggertsson, hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur, segir þetta ekki eiga að koma á óvart. Ekki hafi allir efni á því að greiða það sem vantar upp á þegar styrkurinn sem fylgir frí- stundakortinu er fullnýttur. Gísli segir verkefnið vera á áætlun. „Fyrsta árið vorum við nokkurn veginn með rétta tölu um fjölda notaðra korta, en þá voru 12.800 börn skráð. Í ár reiknum við með því að um 70 prósent barna nýti sér kortið,“ segir hann. Hvað tekjulægsta hópinn varð- ar segir Gísli úrræði fyrir hann vera í stöðugri skoðun. „Við vilj- um tryggja það að börn hafi jöfn tækifæri til frístundastarfsemi, óháð búsetu, efnahag og félagsleg- um þáttum.“ - kóp Efnaminni foreldrar nota frístundakortin síður en hinir efnuðu: Frístundakort á áætlun Á ÁÆTLUN Gísli Árni segir frístundakort- in hafa spurst vel út og mikil ánægja sé með þau. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA VEÐUR „Ég get fullyrt að frjó- kornin koma þó nokkuð fyrr í ár en venjulega,“ segir Margrét Hallsdóttir hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands. „Sumarið í fyrra var meðal mestu frjó- sumra en engu að síður mælist frjótalan meiri í ár. Þetta stafar af þurrviðri og hlýindum.“ Mikael Clausen, læknir á göngudeild Landspítalans segir bera á ofnæmiseinkennum snemma í ár. „Algengt er að fólk sem er yfirleitt ekki slæmt fyrr en í lok júlí sé þegar komið með ein- kenni. Það er gríðarlega mikið að gera hjá læknum núna út af frjóinu.“ - ges Frjókornin snemma í ár: Óvenju mikið af frjókornum SINUELDAR, AP Ríkisstjóri Kaliforn- íu, Arnold Schwartzenegger, hefur óskað eftir neyðaraðstoð frá Bandaríkjaforseta vegna skógareldanna sem geysa í Kaliforníu. Haft var eftir Schwartzenegger að erfiðlega gengi að ráða niðurlögum eldanna. Slökkviliðsmenn reyna nú að stöðva nýja elda sem kunna að kvikna í kjölfarið. Eldarnir, sem kviknuðu út frá eldingu, hafa nú þegar eyðilagt um 109 ferkíló- metra landsvæði og sextán heimili. Mikinn reyk leggur yfir allt og er fólki ráðlagt að halda sig innandyra að svo stöddu. - sm Skógareldar í Kaliforníu: Óskað eftir neyðaraðstoð Finnar funda með NATO Finnski utanríkisráðherrann Alexand- er Stubb hitti í síðustu viku Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO. Þetta var fyrsti opinberi fund- urinn milli utanríkisráðherra Finn- lands og NATO í sex ár. Rætt var um aðgerðir NATO í Kosovo og Afganistan en Finnar taka við forystunni fyrir hersveitum bandamanna í Kosovo í ágúst, að sögn finnska ríkisútvarps- ins. Ákveðið hefur verið að fundir af þessu tagi verði haldnir tvisvar á ári í framtíðinni. FINNLAND FRÉTTASKÝRING KJARTAN GUÐMUNDSSON kjartan@frettabladid.is KAMPAKÁTIR Tveir Þjóðverjar bjuggu sig á spænskri strönd undir viðureign Þjóðverja og Spánverja í Evrópumeist- arakeppninni í fótbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.