Fréttablaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 56
24 30. júní 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Stjarnan, Þór/KA, Fylkir og ÍA tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum VISA-bikars kvenna um helgina. Inga Birna Friðjónsdóttir tryggði Stjörnunni 1-0 sigur á Aftureldingu, Fylkir vann 5-0 stórsigur á Fjölni á útivelli og ÍA vann 4-2 sigur á FH eftir fram- lengingu í Kaplakrika. Þór/KA vann 4-0 sigur á Sindra fyrir norðan þar sem Rakel Hönnudóttir skoraði þrennu og Alexandra Tómasdóttir skoraði eitt. Í átta liða úrslitunum eru einnig fjögur efstu liðin á síðasta tímabili sem öll sátu hjá í þessarri umferð en það eru lið Vals, KR, Breiðabliks og Kefla- víkur. - óój VISA-bikar kvenna í fótbolta: Átta liða úrslit- in eru klár ÞRENNA Rakel Hönnudóttir setti þrjú mörk gegn Sindra. FRÉTTABLAÐIÐ/XXX FÓTBOLTI Norðurlandamót stúlknalandsliða, 16 ára og yngri, hefst í dag. Íslensku stelpurnar mæta Dönum klukkan 16:00 á Selfossi en á sama tíma spila hin liðin í íslenska riðlinum, Noregur og Þýskaland, á Hvolsvelli. Mótið hefst með leik Svíþjóðar og Hollands klukkan 14,00 á Garðsvelli en Frakkland og Finnland mætast síðan klukkan 16.00 á Sparisjóðsvellinum í Keflavík. - óój NM á Íslandi hefst í dag: Stelpurnar mæta Dönum ÍSLENSKU STELPURNAR Byrja gegn Dönum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR >Skorar Björgólfur í sjötta leiknum í röð? KR-ingurinn Björgólfur Takefusa hefur verið á skotskónum síðustu vikur og hefur nú skorað sjö mörk í síðustu fjórum leikjum sínum í Landsbanka- deildinni. Björgólfur skoraði auk þess sigurmark KR gegn KB í 32 liða úrslitum bikar- keppninnar og getur því skorað í sjötta leiknum í röð í kvöld þegar KR tekur á móti ÍA á KR-vellinum. Þess má geta að Björgólfur skoraði samtals 4 mörk í 19 deildar- og bikarleikjum í fyrra. FÓTBOLTI Fylkismenn horfðu á eftir 6,4 milljónum og lettneska liðinu FK Riga í næstu umferð Intertoto-keppninnar þegar þeir töpuðu seinni leik liðanna 0-2 á Laugardalsvellinum í gær. Fylkir vann fyrri leikinn 2-1 í Lettlandi og mátti því tapa 0-1 í gær. Fylkismenn virkuðu áhugalaus- ir en það var hins vegar allt annar bragur á leik Riga liðsins. Þeir voru grimmir frá fyrstu mínútu og greinilega staðráðnir í að hefna fyrir 1-2 tap í fyrri leikn- um. Leikmenn Riga komust yfir strax á 6. mínútu leiksins eftir góða sókn sem lauk með föstu skoti Kalonas Mindaugas, óverj- andi fyrir Fjalar í marki Fylkis. Eftir markið sóttu leikmenn Riga stíft án þess þó að ná að skapa sér alvöru færi. Hjá Fylki var lítið að gerast í fyrri hálfleik, miðjuspil var ekki til staðar, sóknarleikur- inn tilviljanakenndur og liðið fékk ekki eitt einasta færi. Í seinni hálfleik var það sama í gangi. Fylkismenn voru mjög varkárir og reyndu lítið að sækja en leikmenn Riga voru mun hættulegri í öllum sínum leik. Leikmenn Riga sóttu áfram stíft og reyndu að bæta við öðru marki. Það bar árangur á 73. mín- útu þegar Mindgaugas renndi boltanum snyrtilega framhjá Fjal ari í Fylkismarkinu eftir slæm mistök í vörn þeirra. Það sem eftir lifði leiks fengu Fylkis- menn tvær aukaspyrnur rétt utan teigs sem þeim tókst ekki að nýta, auk nokkurra hálffæra sem ekk- ert varð úr. Ólafur Ingi Stígsson fyrirliði Fylkis var daufur í leikslok: „Við erum hundfúlir. Menn voru á hælunum strax frá byrjun og voru of mikið að hugsa um að verja sigurinn í fyrri leiknum og í fótbolta gengur það aldrei upp. Þeir skora snemma sem gefur þeim mikinn kraft í leikinn og svo var vindurinn erfiður í fyrri hálf- leik. Ef við hefðum komist í gegn- um fyrri hálfleikinn á núlli hefði þetta allt litið öðruvísi út, en það gekk ekki og svona fór þetta bara. Í seinni hálfleik vorum við mjög varkárir enda vissum við að eitt mark hjá þeim þýddi að við værum úr leik og þá urðum við hræddari við að byggja upp sókn- ir,“ sagði Ólafur Stígsson fyrirliði Fylkis við Fréttablaðið. - Rvig Fylkismenn misstu af 6,4 milljónum þegar þeir duttu út úr Intertoto-keppninni í Laugardalnum í gær: Endastöð fyrir kraftlausa Fylkismenn EIN AF FÁUM Jóhann Þórhallsson í færi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Víkingar eru aftur komnir inn í baráttuna um sæti í Lands- bankadeild karla eftir tvo sigurleiki í röð. Það getað þeir þakkað tvítugum strák sem liðið er með í láni frá KR. Brynj- ar Orri Bjarnason hefur komið inn á sem varamaður í síð- ustu tveimur leikjum og skorað sigurmarkið í þeim báðum. Bæði mörkin komu á 85. mínútu leiksins eftir að hann var búinn að vera í 20 mínútur inni á móti Þór og í 9 mínútur á móti Stjörnunni. „Ég fékk ekki langan tíma og það er kannski ótrúlegt að hafa náð þessu. Fyrra markið var algjört pot en í seinna markinu þurfti maður að klára færið og þá skoraði ég rétt fyrir utan markteig,” segir Brynjar, en bjóst hann ekki við að vera í byrjunarliðinu eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Þór? „Það var svona bæði og. Þjálfarinn er búinn að vera að tala við mann og skýra út stöðuna þannig að ég vissi það alveg fyrirfram að ég myndi líka byrja á bekknum gegn Stjörnunni,” segir Brynjar og bætir við. „Ég hef bara verið að bíða eftir tækifærinu og er að reyna að koma mér í almennilegt form því ég var meiddur áður en ég kom til Víkings. Ég vil meina það að það sé aðalástæðan fyrir því að ég hef ekki fengið að spila meira,” segir Brynjar sem hefur verið að glíma við ökklameiðsli frá 2005. „Byrjunin var hálfgerður skandall af okkar hálfu og við vorum ægilega lélegir. Við komum sterkir inn núna og erum komnir í fulla baráttu um að komast upp,” segir Brynjar sem játar því að mikilvægi marka hans hafi verið mikið. Hann er líka orðinn vinsæll í stúkunni. „Stuðningsmennirnir eru búnir að gefa mér viðurnefni og það er Super-Bob og þar nota þeir stafina í fangamarkinu mínu,” segir Brynjar í léttum tón. Brynjar er yngri bróðir landsliðsmannsins Theódórs Elmars Bjarnasonar sem spilar nú með Lyn í norsku úrvalsdeildinni. „Það væri draumurinn að komast líka út en hann fjarlægðist nokkuð þegar maður meiddist. Nú setur maður sér bara styttri mark- mið,” segir Brynjar og það fyrsta er örugglega að komast í byrjunarliðið fyrir næsta leik sem er á móti Víkingum frá Ólafsvík. VÍKINGURINN BRYNJAR ORRI BJARNASON: KOM INN Á OG SKORAÐI SIGURMARK Í ÖÐRUM LEIKNUM Í RÖÐ Þeir eru farnir að kalla mig Super-Bob FÓTBOLTI Eftir áralöng vonbrigði og endalaus sár töp í stórmótum síðustu áratuga eru Spánverjar loksins komnir á toppinn og orðnir Evrópumeistarar í knattspyrnu. Spánn varð Evrópumeistari í fyrsta sinn frá 1964 þegar liðið vann 1-0 sigur á Þýskalandi í úrslitaleik Evrópumótsins 2008 sem fram fór í Vínarborg í gær. Þjóðverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og það leit út fyrir að þeir ætluðu að beita sömu leik- aðferð og gegn Portúgal þegar þeir komu á óvart með því að pressa sóknarlið Portúgala fram- arlega. Það gafst vel og fyrstu 20 mínútur úrslitaleiksins í gær var eins og þetta ætlaði að ganga upp. Þjóðverjar héldu hinsvegar ekki út og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður fóru Spánverjar að taka öll völd á vellinum. Fernando Tor- res var illviðráðanlegur á þessum tíma og áður en hann kom Spáni í 1-0 á 33. mínútu þá átti hann lag- legan skalla í stöng. Torres sýnd snilli sína með markinu sem var vel þess virði að færa Spánverjum langþráðan Evr- ópumeistaratitil. Hraði, mark- heppni og grimmd þessa hrokkin- hærða gulldrengs Liverpool skilaði sér í því að hann komst í boltann, á milli bakvarðarins og markvarðarins og lyfti honum síðan snyrtilega í markið. Næst er að vinna HM Spánverjar héldu áfram yfirburð- um sínum í seinni hálfleik og hvað eftir annað munaði litlu að spænska spilið splundraði þýsku vörninni. Þjóðverjarnir áttu fá svör og lentu hvað eftir annað í eltingaleik þar sem Spánverjarnir létu bolt- ann ganga með stuttum og snörp- um sendingum. Annað mark kom þó ekki en sigurinn var sanngjarn og aldrei í verulegri hættu. „Þarna var draumur er að ræt- ast. Þetta er okkar fyrsti titill saman og við vonumst til að hann verði sá fyrsti af mörgum. Við eigum ennþá eftir að vinna HM og við höfum metnað til þess. Loksins vann það lið sem spilaði besta fót- boltann,” sagði Torres eftir leik. „Við verðum bara að viðurkenna að Spánverjar spiluðu frábærlega í kvöld. Við erum vonsviknir en ég verð að hrósa mínu liði fyrir frá- bæra frammistöðu síðustu vikur,” sagði Joachim Loew, þjálfari Þýskalands. Spænska vörnin er vissulega traust en það er miðja liðsins sem er að reynast andstæðingum þeirra svo erfið. Stutt sampsil, stanslaus stutt hlaup og hreyfing og alltaf er bolt- inn látinn vinna fyrir liðið. Fyrir vikið eru þessir snjöllu miðju- menn liðsins alltaf í fullkomnu jafnvægi og með fullkomna stjórn á boltanum þegar þeir stinga honum í gegn á sinn frábæra fram- herja. Það eru ekki allir sem hafa efni á því að spila án markakóngs keppninnar í úrslitaleiknum en það eiga heldur ekki allir sóknar- parið Fernando Torres og David Villa. Torres stóðst pressuna og gott betur og átti frábæran leik. Ný sigurkynslóð fædd Spánverjar fengu ekki á sig mark síðustu 348 mínúturnar í mótinu og Iker Casillas hélt hreinu alla útsláttarkeppnina. Það var því við hæfi að hann tæki við Evrópubik- arnum í leikslok. Casillas er aðeins 27 ára gamall og stærsti hluti liðsins er rétt að byrja sinn feril þannig að þessi snjalli markvörður ætti að geta lyft fleiri bikurum á næstu árum. Það er ljóst að Spánverjar þurfa ekki að kvíða framtíðinni því ný sigurkynslóð er fædd. ooj@frettabladid.is Torres tryggði Spánverjum titilinn Spánverjar urðu Evrópumeistarar í fyrsta sinn í 44 ár í Vín í gær. Fernando Torres skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik, Spánverjar voru miklu betri í úrslitaleiknum og vonast nú til að ný sigurkynslóð sé fædd. SIGURMARKIÐ Fernando Torres lyftir hér boltanum yfir Lehmann. NORDICPHOTOS/AFP HETJAN Spánverjinn Fernando Torres með Evrópubikarinn. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.