Fréttablaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 54
22 30. júní 2008 MÁNUDAGUR „Ég vona bara að það verði ekki rigning. Það er eiginlega okkar stærsta ósk fyrir árið,“ segir Lilja Kristín Jónsdóttir, söngkona Blood- group. Hljómsveitin mun spila á miðvikudagskvöldið á Hróars- kelduhátíðinni, en það er síðasta upp hitunarkvöldið fyrir aðalhátíð- ina. „Ég er mjög spennt að sjá hvern- ig þetta er,“ sagði Lilja. Nær allir hljómsveitarmeðlimir, fyrir utan hana, hafa farið á hátíðina. Lilja hvetur landa sína til að mæta á tón- leikana. „Það væri rosalega gaman að fá að sjá framan í Íslendingana. Við vonum bæði að þeir komi að sjá okkur og Mugison þannig að maður fái að hitta eitthvað af þessu liði meðan maður er þarna.“ Liðsmenn ætla sjálfir að vera á Keldunni. „Við erum mjög ánægð með þetta, að fá að að taka þátt í þessari hátíð og það koma svo margir, sér- staklega frá Íslandi. Það er mikill heiður að vera boðið. Þetta er einn af hápunktum ferils okkar hingað til, myndi ég segja.“ Fyrsta upplag af plötu Blood- group, Sticky Situation, er að klárast hérlendis, en unnið er að því að koma henni í útgáfu utan landsteinanna. „Við erum í viðræð- um við ýmsa aðila um það.“ -kbs ÞAÐ ER KOMINN NÝR HROTTI Í FANGELSIÐ...AF MINNI GERÐINNI! ROB SCHNEIDER FER Í STEININN OG LEGGUR FANGELSIÐ UNDIR SIG Í ÞESSARI BRJÁLUÐU GAMANMYND. “UNNIN AF NATNI, TÓNLISTIN FRÁBÆR OG UNDIRSTRIKAR FIRRINGUNA, OFSÓKNARÆÐIÐ OG ÓTTANN VIÐ ÞAÐ ÓÞEKKTA” - S.V., MBL NÝTT Í BÍÓ! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 7 12 14 10 BIG STAN kl. 6 - 8 - 10 THE INCREDIBLE HULK kl. 5.50 - 8 THE HAPPENING kl. 10.10 12 12 16 BIG STAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 CRONICLES OF NARNIA 2 kl. 4 D - 7 D - 10 D THE INCREDIBLE HULK kl. 5.30 - 8 - 10.30 SEX AND THE CITY LÚXUS kl. 6 - 9 ZOHAN kl. 5.30 - 8 - 10.30 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 7 16 14 12 BIG STAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 KJÖTBORG kl. 6 - 7 ENSKUR TEXTI MEET BILL kl. 8 -10.10 THE HAPPENING kl. 8 - 10 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 INDIANA JONES kl. 5.30 5% SÍMI 551 9000 16 7 14 10 12 7 HAPPENING kl. 5.50 - 8 -10.10 MEET BILL kl. 5.50 - 8 SEX AND THE CITY kl. 7 - 10 ZOHAN kl. 8 - 10.30 INDIANA JONES 4 kl. 10.20 BRÚÐGUMINN kl. 6 ENSKUR TEXTI SÍMI 530 1919 “FULLT HÚS STIGA” - Ó.H.T., RÁS 2 “Kjötborgarkaupmennirnir á horninu klikka ekki” T.S., 24 Stundir DIGITAL Powersýning kl.11:15 í kringlunni DREPTU EINN! BJARGAÐU ÞÚSUNDUM! HEITASTA BÍÓMYNDIN Í SUMAR ER KOMIN! ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSS KEFLAVÍK WANTED kl. 5:30 - 8D - 10:20D 16 WANTED kl. 8 - 10:20 VIP NARNIA 2 kl. 5 - 8 - 10:40 7 THE BANK JOB kl. 8 - 10:30 16 INCREDIBLE HULK kl. 8 - 10:20 12 INDIANA JONES 4 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 SPEED RACER kl. 5 L WANTED kl. 6D - 9D 16 NARNIA 2 kl. 6D 7 THE BANK JOB kl. 9 16 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 14 DIGITAL DIGITAL WANTED kl. 8 - 10:20 16 INCREDIBLE HULK kl. 8 - 10:20 12 WANTED kl. 8 - 10 12 NARNIA 2 kl. 6 - 9 7 SPEED RACER kl. 5:40 L WANTED kl. 8 - 10:20 16 THE HAPPENING kl. 10:20 16 NARNIA 2 kl. 7:30 7 - bara lúxus Sími: 553 2075 WANTED- POWER / DIGITAL kl. 5.50, 8 og10.10(P) 16 NARNIA 2 kl. 5 7 SEX AND THE CITY kl. 6, 9 og 10.30 14  - K.H., DV. - 24 STUNDIR M Y N D O G H L J Ó Ð POWERSÝNINGKL 10.10DIGITAL MYND OG HLJÓÐ Oft spurði ég mömmu hefur að geyma nýjar útgáfur af sígildum dægurlögum. Flest laganna ellefu sem prýða hana eru frá sjötta ára- tugnum og í upptökunum sem fram fóru á þremur dögum í marsmán- uði var notast við sömu aðferðir og tíðkuðust fyrir hálfri öld: Söngvur- um og hljóðfæraleikurum var raðað upp í kring um einn hljóð- nema, allt tekið upp á band í einni töku og engu bætt við eftir á. Þessi vinnsluaðferð gefur plöt- unni mjög hlýjan og lifandi hljóm og dregur auðvitað fram hæfni flytjendanna sem eru engir aukvis- ar. Grunnsveitin var skipuð Davíð Þór Jónssyni píanó- og orgelleik- ara, Guðmundi Péturssyni rafgít- arleikara, Valdimar Kolbeini Sig- urjónssyni kontrabassaleikara og Helga Svavari Helgasyni trommu- leikara, en auk þeirra koma fjöl- margir aðrir við sögu, þ.á.m. víbrafónleikari, blásarar og strengjasveit. Sigurður Gumunds- son sér um sönginn að mestu, en mæðgurnar Sigríður Eyþórsdóttir og Ellen Kristjánsdóttir radda og Andrea Gylfadóttir syngur á móti Sigga í laginu Veðrið er herfilegt. Flest laganna á plötunni eru til og fáanleg í upprunalegum útgáf- um og sum hafa verið marghljóð- rituð. Þarna eru m.a. Vaki, vaki vinur minn sem Erla Þorsteins söng, Ég veit þú kemur (Ellý Vil- hjálms), Ég er kominn heim (Hauk- ur Morthens), Við gengum tvö (Ingibjörg Smith) og Góða nótt (Alfreð Clausen). Það má því spyrja sig hvort það sé ástæða til að hljóðrita þau aftur. Aðstandend- ur þessarar plötu eru greinilega þeirrar skoðunar að gott dægurlag standi fyrir sínu sem slíkt og það megi flytja aftur og aftur ekkert síður en aðra klassík. Þegar maður hlustar á Oft spurði ég mömmu getur maður ekki annað en verið sammála þeim þó að tökulagaplöt- ur muni seint jafnast á við plötur með glænýju efni. Söngur Sigurðar minnir á Bogomil Font, en sá munur er á þeim tveimur að Bogomil er „tongue in cheek”, en Siggi er ein- lægur. Með plötunni fylgir DVD- diskur með heimildarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur og Gauks Úlf- arssonar um gerð hennar. Skemmti- leg lítil mynd sem varpar ljósi á hugmyndirnar að baki plötunni þá góðu stemningu sem ríkti í Hljóð- rita þessa þrjá daga í marsmánuði. Trausti Júlíusson Klassíkinni sýnd tihlýðileg virðing TÓNLIST Oft spurði ég mömmu Sigurður Guðmundsson og Mem- fismafían ★★★★ Oft spurði ég mömmu hefur að geyma nýjar útgáfur af sígildum íslenskum dægurlögum frá sjötta áratugnum. Fín plata sem er borin uppi af einlægum flutningi og hlýjum og lifandi hljómi. Helgi Björns hefur tekið sér frí frá amstri leikhússlífsins í Berlín. Hann syngur lög af nýrri plötu sinni á Landsmóti hestamanna. Hann fagnar fimmtugsafmæli sínu í næsta mánuði. „Ég er kominn hingað í smá sumarfrí og það er alveg frábært að koma heim í svona æðislegt veður,“ segir popparinn og leikhússtjórinn Helgi Björnsson. Helgi er nú staddur hér á landi og ætlar að halda hér tvenna tónleika á meðan á dvölinni stendur. „Ég mun spila á Landsmóti hestamanna um næstu helgi ásamt hljómsveitinni Reiðmönnum vindanna. Þarna verður saman kominn rjóminn af hestum og knöpum landsins sem ég hlakka til að fylgjast með,“ segir Helgi og bætir við að það að vera á landsmóti sé ekki ósvipað og að vera á rokkfestivali eins og Glastonbury, því þar sé maður með bestu græjurnar og bestu „performerana“. Helgi og hljómsveit munu einnig halda tónleika á hesta- búgarðinum Ármótum kvöldið fyrir Landsmót. Nýju plötunni, Ríðum sem fjandinn, lýsir Helgi sem kántríplötu en á henni er að finna samansafn gamalla hestalaga og -vísna. Spurður hvort hann sé hættur að semja sjálfur segir Helgi að svo sé ekki. „Mér finnst gaman að breyta til og syngja lög eftir aðra eftir að hafa mestmegnis sungið lög eftir sjálfan mig í tuttugu og fimm ár. Það reynir öðruvísi á söngvarann bæði í túlkun og á röddina sjálfa. Þegar maður semur lög fyrir sjálfan sig þá er þægilegra að syngja þau, það er meiri áskorun að syngja lög eftir aðra. Án þess að þetta sé til frambúð- ar.“ Það er annars ýmislegt á döfinni hjá Helga þessa dagana því ásamt því að vera við æfingar fyrir tökur á kvikmyndinni Reykjavík Whale Watching Massacre mun hann halda upp á stórafmæli sitt; söngvarinn verður fimmtugur í júlí. sara@frettabladid.isum Fimmtugur Helgi Björns í kántrí- og hestamannagír MIKILL HEIÐUR AÐ VERA BOÐIÐ Á KELD- UNA Bloodgroup færir út kvíarnar. MYND/SIGGA ELLA Spennt fyrir Hróarskeldu RÍÐUR EINS OG FJANDINN Helgi Björns er vanur knapi og tekur sig vel út í gallanum. Hann syngur á Landsmóti hestamanna um næstu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.