Fréttablaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 16
16 30. júní 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is MICHAEL PHELPS SUNDKAPPI ER 23 ÁRA. „Ég held að allt sé mögu- legt, svo framarlega sem þú einbeitir þér að því og legg- ur mikla vinnu og tíma í það. Það er hugurinn sem stjórnar.“ Michael Phelps er margfald- ur meistari í sundi. Á Ólymp- íuleikunum í Aþenu árið 2004 vann hann 6 gullverðlaun. Hann er núverandi heimsmet- hafi í fjórum greinum í sundi. Sápuóperan Leiðarljós eða „Guiding Light“ er Ís- lendingum að góðu kunn. Vanessa Chamberlain, Billy Lewis, Reva Shayne, og Ross Marler eru þekkt nöfn í hugum margra. Sam- kvæmt Heimsmetabók Guinnes er Leiðarljós sú sápuópera sem hefur verið lengst í framleiðslu og er lífseigasti dramaþáttur sjón- varpssögunnar. Fimmt- án þúsundasti sjónvarps- þátturinn af Leiðarljósi fór í loftið 7. september árið 2006. Árið 2009 mun 72. þáttaröð af Leiðarljósi hefjast. Sápuóperan Leiðarljós gerist í Springfield í Bandaríkjunum. Í þátt- unum er fjallað um ástir, hatur, átök og sættir á milli fjölskyldna og vina. Höf- undur Leiðarljóss er Irna Phillips og byggir hún þættina á eigin lífsreynslu. Leiðarljós byrjaði sem út- varpsþáttaröð árið 1937 áður en hún færðist yfir í sjónvarpið 30. júní 1952. Titillinn „Guiding Light“ á nafn sitt að rekja til lampa í lesstofu Dr. John Ruth- ledge sem var ein af aðal- persónunum í þáttaröðinni þegar hún hóf göngu sína árið 1937. Leiðarljós er einstaklega vinæl sápuópera og hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum langa ferli. ÞETTA GERÐIST: 30. JÚNÍ 1952 Leiðarljós byrjar í sjónvarpi MERKISATBURÐIR 1862 Eldgos hefst vestan Vatna- jökuls. Það stendur yfir í rúm tvö ár. 1874 Skólapiltar úr Lærða skól- anum í Reykjavík halda brennu á Melunum til að láta í ljós andúð sína á latneskum stíl. 1910 Laufey Valdimarsdóttir út- skrifast úr Lærða skól- anum, fyrst íslenskra kvenna. 1968 Kristján Eldjárn er kjörinn forseti Íslands. 1974 Kvenlögregluþjónar taka í fyrsta sinn þátt í löggæslu, en þennan dag var kosið til Alþingis. 1990 Kvennahlaup ÍSÍ er haldið í fyrsta sinn. 1994 Kvikmyndin Bíódagar eftir Friðrik Þór Friðriksson er frumsýnd í Stjörnubíói. Húsfyllir var í nýuppgerðu samkomu- húsi Flateyjar á Breiðafirði um miðjan júní þegar þar var í fyrsta sinn opnuð málverkasýning. Um var að ræða sýn- ingu á verkum Jóns Bogasonar, rann- sóknarmanns og frístundamálara. Myndefnið tengist allt Flatey eða sjónum á einhvern hátt. Myndirn- ar eru frá löngu tímabili en Jón fékk ungur áhuga á að mála. „Ég hef alltaf haft gaman af að mála, þá sérstaklega að teikna og ég teiknaði mikið, einna helst botndýr,“ segir Jón. Hann hefur áður sýnt verk sín en þetta er fyrsta einkasýning hans. Þegar Jón er spurður hvort hann máli ennþá segist hann ekki gera mikið af því. „Ég hef ekki verið að mála mikið í vetur, ég hef verið hálflatur við að mála síðustu árin,“ segir hann kím- inn. Jón fæddist í Flatey á Breiðafirði hinn 9. apríl árið 1923 og ólst hann þar upp. Áhugi Jóns á náttúrunni kvikn- aði snemma. „Þegar ég var ungur var ég mikill grúskari og hafði gaman af að fara niður í fjöru í Flatey og skoða hluti eins og steina og marflær,“ segir Jón. Samt kom honum aldrei til hugar að læra neitt í því sambandi, eins og að verða náttúrufræðingur. Jón hefur fengist þó nokkuð við myndlist um ævina og ekki kemur á óvart að myndefnið tengist sjónum á einhvern hátt. „Ég mála mest botndýr og landslagsmyndir,“ segir Jón. Hann stundaði nám við Myndlista- og hand- íðaskólann veturinn 1946-47. „Þegar ég kom suður fór ég í Myndlista- og handíðaskólann í einn vetur og líkaði vel,“ segir Jón. Þekktasta málverk Jóns gerði hann áður en hann hóf myndlistarnám. Það ber nafnið Heimkoma víkingsins og var ljósmynd af verkinu forsíðumynd á afmælisriti Hafrannsóknarstofnun- ar árið 1987. Jón fluttist til Reykjavík- ur árið 1953 með Yngva bróður sínum en settist fljótlega að í Kópavogi. „Ég flutti suður að mig minnir af því at- vinnutækifærin voru í bænum,“ segir hann. Jón hóf störf hjá Hafrannsóknar- stofnun við rannsóknarstörf árið 1972 en þá hafði hann lengi starfað sjálf- stætt að söfnun skeldýra og annarra sjávarlífvera. Hann hefur meðal ann- ars fundið nokkur hundruð dýrateg- unda sem ekki voru þekktar áður við- Ísland og nokkra tugi tegunda sem aldrei höfðu fundist áður í heiminum, aðallega skeldýr en einnig krabbadýr. Heil ættkvísl skeldýra hefur verið nefnd í höfuðið á honum og er latneska heitið á henni Bogasonia. Jón fann eina tegund sem talið var að væri út- dauð. „Ég fann fyrir nokkrum árum samlokur, ákveðna tegund skelja sem hefur ekki verið vitað um í 250 millj- ón ár vestur á Breiðafirði og það er það merkilegasta sem ég hef fundið,“ segir Jón. sigridurp@frettabladid.is JÓN BOGASON: RANNSÓKNARMAÐUR OG FRÍSTUNDAMÁLARI OPNAR SÝNINGU Áhugi á listum og náttúru AFMÆLI ÓSKAR JÓNASSON kvikmynda- gerðar- maður er 44 ára. NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK prófessor er 72 ára. SIGUR- BJÖRN EINARSSON, fyrrverandi biskup, er 97 ára. MIKE TYSON boxari er 42 ára. Móðir okkar, Jóhanna Halldóra Elíasdóttir frá Elliða í Staðarsveit, síðast til heimilis að Öldugötu 44, Hafnarfirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík þriðjudaginn 24. júní. Útför hennar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 1. júlí kl. 15.00. Sigríður Elsa Óskarsdóttir Jón Áskels Óskarsson Valur Óskarsson Guðríður Óskarsdóttir Hrafnkell Óskarsson Rut Óskarsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Baldur S. Kristensen sem lést laugardaginn 21. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á félag aðstandenda Alzheimersjúklinga. Helga Kristinsdóttir Kristinn Baldursson Hulda Guðný Ásmundsdóttir Ingibjörg Baldursdóttir Finnur Magni Finnsson afabörn og langafabörn. Faðir minn og móðurbróðir, Sigurður Guðbrandsson matreiðslumaður, Norðurbrún 1, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 25. júní á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 1. júlí kl. 13.00. Sigríður J. Sigurðardóttir Ólafur Laufdal. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali FRÍSTUNDAMÁLARI Jón Bogason, rann- sóknarmaður og frístundamálari, heldur sýningu á verkum sýnum í Flatey á Breiðafirði. Sýningin stendur út júlí. M YN D /B ER G LIN D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.