Fréttablaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 30
 30. JÚNÍ 2008 MÁNUDAGUR10 ● fréttablaðið ● híbýli - baðherbergi Eftir erfiðan dag getur verið þægilegt að skella sér í gott og heitt bað, ekki síst ef baðkarið er útbúið nuddstútum sem geta verið allt upp í átján talsins. Nuddbaðkör eru frábær fyrir þá sem hafa lítinn tíma til þess að skreppa í pottana í sundlaugunum. Flest baðkör í dag er hægt að fá með mörgum útgáfum af nuddi og nudd- stútarnir í baðkörunum eru frá tíu og upp í átján. Hjá Baðheimum og Vatnsvirkjanum er gott úrval bað- kara, með eða án nuddstúta. Hægt er að velja á milli hornbaðkara og hefðbundinna baðkara. Heimasíða Vatnsvirkjans er www.vatnoghiti. is og heimasíða Baðheima er www. badheimar.is. - mmr Slakað á í góðu baðkari Corsica-baðkarið er 180x80 sentimetrar og er 340 lítra. Baðkarið fæst með nuddi eða án. Baðkarið fæst hjá Baðheimum. Grenada-baðkarið er 170x80 senti- metrar með tvo höfuðpúða. Nudd- stútarnir eru tólf og baðkarið tekur 350 lítra. Einnig er á langhlið karsins gluggi. Karið fæst hjá Baðheimum. Aveiro-baðkarið fæst í stærðunum 70x160 og 70x170 sentimetrar og er það 40 sentimetrar að dýpt. Hægt er að fá plötur á skammhlið og langhlið. Aveiro-baðkarið fæst hjá Vatnsvirkjanum. Virginia er stórt baðkar sem er 90x190 og er það 44 sentimetrar á dýpt. Baðkarið er talið til tveggja manna baðkara. Á það er hægt að fá skammhlið og langhlið framan á baðkarið en það fæst hjá Vatnsvirkjanum. Elba-baðkar- ið er 160x90 sentimetrar. Karið tekur 310 lítra af vatni. Nudd- stútarnir eru tíu og karið fæst hjá Bað- heimum. ● DÝRLEGAR SÁPUR Sápur eru þarfaþing á öllum heimilum og um að gera að hafa þær sem skemmtilegastar í laginu. Gianna Rose At- elier framleiðir dýrasápur af ýmsu tagi sem komið er fyrir í fagurskreytt- um gjafaöskjum. Meðal annars er hægt að fá fíla, froska, hænur, uglur og lömb en einnig hinar ýmsu hunda- og kattategundir. Af hundateg- unum má nefna Golden Retriever, Cocker Spaniel, Chihuahua, Poodle og Dachs-hund. Hugsanlega er hægt að finna tegund í stíl við eigið gæludýr því hver segir að heimilispunt megi ekki vera í stíl við þau eins og hvað annað. Sápurnar má nálgast á http://www.giannarose.com/. Salernispappírinn finnst mörgum engin prýði á baðherberg- inu. Ýmsar leiðir er hægt að fara til að fela rúlluna. Þessa hug- mynd að setja rúlluna inn í vegg á bak við flís, áttu hollenskir hönnuðir árið 1997. Peter Van der Jagt, Erik-Jan Kwakkel og Arnout Visser hönnuðu baðflís- ar sem þeir kölluðu „Function tiles“ fyrir Droog í Hollandi. Hugmyndin á bak við flísarn- ar er að þær hafi virkni í sjálfu sér og þarna mátti meðal ann- ars finna flísar með innbyggð- um hönkum fyrir handklæði, innbyggðum skúffum og jafn- vel innbyggðu sjónvarpi. Með flísunum væri því hægt að flísaleggja heilt baðherbergi án þess að þurfa að setja þar inn nokkurn aukahlut. Flísarn- ar eru ekki framleiddar þessa stundina en nánari upplýsing- ar má finna á heimasíðu Droog www.droogdesign.nl - rat Rúllan falin inni í vegg Hönnuðir hjá fyrirtækinu Droog fengu þá hugmynd að fela salernis- rúllu inni í vegg. MYND/E. MORITZ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.