Fréttablaðið - 30.06.2008, Síða 30

Fréttablaðið - 30.06.2008, Síða 30
 30. JÚNÍ 2008 MÁNUDAGUR10 ● fréttablaðið ● híbýli - baðherbergi Eftir erfiðan dag getur verið þægilegt að skella sér í gott og heitt bað, ekki síst ef baðkarið er útbúið nuddstútum sem geta verið allt upp í átján talsins. Nuddbaðkör eru frábær fyrir þá sem hafa lítinn tíma til þess að skreppa í pottana í sundlaugunum. Flest baðkör í dag er hægt að fá með mörgum útgáfum af nuddi og nudd- stútarnir í baðkörunum eru frá tíu og upp í átján. Hjá Baðheimum og Vatnsvirkjanum er gott úrval bað- kara, með eða án nuddstúta. Hægt er að velja á milli hornbaðkara og hefðbundinna baðkara. Heimasíða Vatnsvirkjans er www.vatnoghiti. is og heimasíða Baðheima er www. badheimar.is. - mmr Slakað á í góðu baðkari Corsica-baðkarið er 180x80 sentimetrar og er 340 lítra. Baðkarið fæst með nuddi eða án. Baðkarið fæst hjá Baðheimum. Grenada-baðkarið er 170x80 senti- metrar með tvo höfuðpúða. Nudd- stútarnir eru tólf og baðkarið tekur 350 lítra. Einnig er á langhlið karsins gluggi. Karið fæst hjá Baðheimum. Aveiro-baðkarið fæst í stærðunum 70x160 og 70x170 sentimetrar og er það 40 sentimetrar að dýpt. Hægt er að fá plötur á skammhlið og langhlið. Aveiro-baðkarið fæst hjá Vatnsvirkjanum. Virginia er stórt baðkar sem er 90x190 og er það 44 sentimetrar á dýpt. Baðkarið er talið til tveggja manna baðkara. Á það er hægt að fá skammhlið og langhlið framan á baðkarið en það fæst hjá Vatnsvirkjanum. Elba-baðkar- ið er 160x90 sentimetrar. Karið tekur 310 lítra af vatni. Nudd- stútarnir eru tíu og karið fæst hjá Bað- heimum. ● DÝRLEGAR SÁPUR Sápur eru þarfaþing á öllum heimilum og um að gera að hafa þær sem skemmtilegastar í laginu. Gianna Rose At- elier framleiðir dýrasápur af ýmsu tagi sem komið er fyrir í fagurskreytt- um gjafaöskjum. Meðal annars er hægt að fá fíla, froska, hænur, uglur og lömb en einnig hinar ýmsu hunda- og kattategundir. Af hundateg- unum má nefna Golden Retriever, Cocker Spaniel, Chihuahua, Poodle og Dachs-hund. Hugsanlega er hægt að finna tegund í stíl við eigið gæludýr því hver segir að heimilispunt megi ekki vera í stíl við þau eins og hvað annað. Sápurnar má nálgast á http://www.giannarose.com/. Salernispappírinn finnst mörgum engin prýði á baðherberg- inu. Ýmsar leiðir er hægt að fara til að fela rúlluna. Þessa hug- mynd að setja rúlluna inn í vegg á bak við flís, áttu hollenskir hönnuðir árið 1997. Peter Van der Jagt, Erik-Jan Kwakkel og Arnout Visser hönnuðu baðflís- ar sem þeir kölluðu „Function tiles“ fyrir Droog í Hollandi. Hugmyndin á bak við flísarn- ar er að þær hafi virkni í sjálfu sér og þarna mátti meðal ann- ars finna flísar með innbyggð- um hönkum fyrir handklæði, innbyggðum skúffum og jafn- vel innbyggðu sjónvarpi. Með flísunum væri því hægt að flísaleggja heilt baðherbergi án þess að þurfa að setja þar inn nokkurn aukahlut. Flísarn- ar eru ekki framleiddar þessa stundina en nánari upplýsing- ar má finna á heimasíðu Droog www.droogdesign.nl - rat Rúllan falin inni í vegg Hönnuðir hjá fyrirtækinu Droog fengu þá hugmynd að fela salernis- rúllu inni í vegg. MYND/E. MORITZ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.