Fréttablaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 52
20 30. júní 2008 MÁNUDAGUR „Það er svaka vinsælt að fara út í svona stórt verkefni strax eftir að maður eignast barn, eða þannig. Sem betur fer á ég mjög skilnings- ríka konu,“ segir Vilhelm Jónsson, Villi Naglbítur. Verkefnið er sam- starf 200.000 naglbíta og Lúðra- sveitar verkalýðsins, tónleikar og plata. „Það verða tíu gömul Naglbíta- lög á plötunni útsett fyrir 45 manna lúðrasveit og bandið. Það er svakalegt að heyra tónlist eftir sig í þessum útsetningum. Ég er alvarlega að spá í að hætta í rokk- inu og gerast tónskáld. Og það er auðvitað miklu meira töff að vinna með lúðrasveitinni en Gospel kórn- um eða Sinfó. Það eru allir eld- rauðir í framan þegar allir eru að spila í einu. Og svo er það bara rugl þetta „less is more“-kjaftæði. „More is more“. Við heimspeki- menntaða fólkið föttum það.“ Hið fjölmenna samstarfsverk- efni kemur fyrst fyrir almenn- ingssjónir á Menningarnótt á stór- tónleikum í Hafnarhúsinu. Svo má búast við plötunni í október. - glh folk@frettabladid.is > ENN EITT KYNLÍFS- MYNDBANDIÐ Verne Troyer, sem er þekktast- ur fyrir leik sinn í kvikmynd- unum um spæjarann Aust- in Powers, stendur nú í mála- ferlum við fyrirtækið TMZ.com. Fyrirtækið mun hafa komist yfir myndband af ást- aratlotum Troyers og þáverandi kærustu hans og sett það inn á veraldarvefinn. Leikarinn Jake Gyllenhaal er flutt- ur inn í glæsivillu Reese Wither- spoon í Los Angeles, sem er metin á um fimm milljónir dollara. Margir telja þetta benda til þess að parið sé í brúðkaupshugleiðing- um. Samkvæmt heimildum tímarits- ins US Weekly eyðir parið ómæld- um tíma saman, en þau kynntust á tökustað kvikmyndarinnar Rendi- tion fyrir rúmu ári síðan. Jake er sagður vera duglegur að hjálpa Reese með uppeldi barnanna hennar tveggja, Avu átta ára og Deacons fjögurra ára, sem hún á úr hjónabandi sínu með leikaran- um Ryan Phillippe. Reese og Jake þrættu lengi vel fyrir samband sitt, en opinberuðu það í október síðastliðnum eftir að til þeirra sást í rómantískri helgarferð í Rómarborg. Flutt í glæsivillu Tískuhúsin kynna nú karlatísku sína fyrir vor og sumar 2009 í Mílanó. Hjá Moschino og hönnuðinum Antonio Marras strunsuðu skólastrákalegar fyrirsætur eftir pöllunum. Hnepptar peysur og munstraðir jakkar virðast ætla að verða allsráðandi á komandi vori. Skólastrákar í Mílanó Sardíníski hönnuðurinn Anton- io Marras og Rossella Jardini hjá Moschino voru samstiga í hönnun sinni fyrir næsta vor og sumar. Uppfærðir skólastrákar í hnepptum peysum, skyrtum og jakkafatabux- um verða greinilega á hverju strái næsta sumar, en það útlit hefur ekki síður verið vinsælt hjá hönnuðum kvenfatnaðar. SAMSTIGA Í SKÓLASTRÁKAHÖNNUN GLÆSILEGT PAR Reese Witherspoon og Jake Gyllenhaal eru sögð eyða ómæld- um tíma saman og búa nú í glæsivillu Reese í Los Angeles. Ingibjörg Lind Karlsdóttir og Logi Bergman eru meðal þeirra sem tala inn fyrir persón- urnar í Kung Fu Panda, en hún verður frum- sýnd 2. júlí næstkomandi. Inga talar fyrir Meistara Nöðru, en Logi talar fyrir nashyrn- inginn, Vachir liðsforingja. Logi Bergmann fór í gegnum ítarlegt mat hjá Dreamworks erlendis og stóðst það víst með glans. Sigurður Victor Chelbat, sem sér um kynningar og markaðsmál Sammynda, segir ekki hlaupið að því þar sem „nokkrum vel þekktum einstaklingum“ hafi verið hafn- að. Inga Lind segist hafa skemmt sér konung- lega við gerð talsetningarinnar. „Þetta var æðislega gaman. Mér var boðið hlutverk á síðustu metrunum á meðgöngunni minni. Ég gekk svo hressilega fram yfir með þetta barn, það var fínt að gera eitthvað í fríinu. Og rosalega skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt.“ Lucy Liu talar fyrir Meistara Nöðru á ensku. Þetta er í fyrsta sinn sem Inga talar inn á teiknimynd. „Ég hef lesið fyrir börnin mín, en ekki svona.“ Inga segir þau Loga ekkert hafa unnið saman að þessu verkefni. „Maður er bara einn inni í stúdíói.“ Því eru engin slöngu- og nashyrningagamanmál þeirra á milli. Fríður hópur kemur að talsetning- unni, en landsliðið, Arnar Jónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Atli Rafn Sig- urðarson, Ólafur Darri Ólafsson og Valdimar Flygering tala öll inn á myndina. Björn Thorarensen þýddi. Leikstjórn var í höndum Júlíusar Agnarssonar. kbs Inga Lind er Naðra MORE IS MORE Villi Naglbítur spilar með Lúðrasveit verkalýðsins Allir eldrauðir í framan Það stefndi allt í að Angelina Jolie og Jennifer Aniston færu í hár saman þegar kæmi að frumsýn- ingu nýjustu mynda þeirra. Kvikmynd Angelinu, Changeling, verður frumsýnd í október á þessu ári og þykir myndin það góð að hún þykir líkleg til óskarsverðlauna næsta ár. Kvikmynd Jennifer, He‘s just not that into you, átti að frumsýna sama dag en nú hefur verið staðfest að frumsýn- ingunni hefur verið frestað og verður myndin því ekki sýnd fyrr en í byrjun næsta árs. Það þýðir að Aniston þarf ekki að keppa við ástkonu fyrrverandi eiginmanns síns um vinsældir enn um sinn. Í hár saman KUNG FU PANDA Komin yfir á Íslensku. SLANGA Inga Lind talar fyrir einn Kung Fu-meistaranna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.