Fréttablaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 8
8 30. júní 2008 MÁNUDAGUR Viðskiptaráðuneytið Dagskrá: 8:15 - 8:30 Skráning og morgunverður 8:30 - 8:40 Setning og inngangsorð Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra 8:40 - 9:15 Private Action, Public Responsibility Neelie Kroes, framkvæmdastjóri samkeppnis– mála hjá Evrópusambandinu 9:15 - 9:35 Effective Enforcement of Competition Policy Kristján Andri Stefánsson, stjórnarmaður Eftirlitsstofnunar EFTA 9:35 - 10:00 Skiptir bótaréttur tjónþola máli? Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppnis– eftirlitsins 10:00 - 10:30 Kaffihlé 10:30 - 10:50 Möguleikar á skaðabótum vegna brota á samkeppnislögum Steinar Þór Guðgeirsson hrl. 10:50 - 11:10 Mat á tjóni vegna samkeppnisbrota Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík 11:10 - 11:30 Samantekt og ráðstefnuslit vegna samkeppnislagabrota Bótaréttur Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica þann 4. júlí Ráðstefnustjóri er Dr. Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins. Skráning á ráðstefnuna fer fram á netfanginu postur@vrn.stjr.is. Ráðstefnugjald er 2.000 kr. Í tilefni af heimsókn Neelie Kroes framkvæmdastjóra samkeppnismála hjá Evrópu- sambandinu til Íslands standa viðskiptaráðuneytið og Samkeppniseftirlitið fyrir ráðstefnu um bótarétt vegna samkeppnislagabrota. Nýlega hafa gengið dómar hérlendis þar sem einstaklingum og fyrirtækjum hafa verið dæmdar bætur úr hendi fyrirtækja sem fundin hafa verið sek um brot á samkeppnislögum. Þá hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sent hvítbók um skaðabætur vegna brota á samkeppnisreglum út til umsagnar. Á ráðstefnunni verður farið yfir helstu atriði er varða bótarétt vegna samkeppnislagabrota og þau álitaefni sem upp geta komið. MENNTAMÁL Skóli án aðgreiningar hefur verið opinber menntastefna á Íslandi á annan áratug enda bundinn í alþjóðasamþykktir. Hugtakið hefur þó ekki verið að finna í grunnskólalögum fyrr en þeim sem samþykkt voru á síð- asta þingi. Nýju lögin kveða á um að skólum beri að mæta hinum breiða hópi bæði hvað varðar nám og fullgilda þátt- töku í skólasam- félaginu. Fyrr í þessum mánuði var hald- inn stofnfundur rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar. Rannsóknarstof- unni er ætlað að halda utan um rannsóknir sem tengjast skóla án aðgreiningar. Heiðursgestur stofnfundarins var Julie Allan, prófessor frá Háskólanum í Stirling í Skot- landi, en hún er meðal kunnustu fræðimanna heims á þessu sviði menntunarfræða. „Margir kenn- arar óttast að þessi stefna kunni að gera starf þeirra enn meira krefjandi en það er fyrir,“ segir Julie en skiptar skoðanir eru um hvernig stefnan virkar í reynd. „Gagnrýnin er fyrst og fremst tilkomin vegna ótta kennara við að geta ekki sinnt fjölbreyttum nemendahópi með ólíkar þarfir jafn vel og ef um væri að ræða einsleitari hóp nemenda, heldur Julie áfram. Þann ótta telur hún þó ástæðulausan svo lengi sem kennari tileinki sér nýjar og nútímalegri aðferðir við kennslu. „Kennarinn á að ýta frá sér hugmyndinni um að hann eigi að standa í miðri kennslustofunni fyrir framan töfluna heldur á hann að taka hverjum og einum nemanda með opnum huga. Á því byggist þetta allt.“ Julie Allan telur mikilvægast að fjarlægja hindranir sem komi í veg fyrir að allir nemendur fái að njóta sín og meta hvern einstakl- ing út frá sínum eigin forsendum. Gagnkvæm virðing og þekking á ólíkum þáttum mannlífsins sé ekki síst mikilvæg nú á tímum til að koma í veg fyrir sundrungu í fjölbreytninni. Skólinn geti verið þetta mikilvæga lím samfélags- ins. Dóra S. Bjarnason, prófessor við Kennaraháskóla Íslands, er ábyrgðarmaður Kennaraháskól- ans gagnvart rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar. Að stofunni koma á annan tug inn- lendra fræðimanna innan Kenn- araháskólans og Háskólans á Akureyri auk þess sem henni er ætlað að vera samstarfsvettvang- ur erlendra fræðimanna, nem- enda, skólayfirvalda, foreldra og annarra sem að málinu koma. karen@frettabladid.is Ástæðulaus ótti kennara Skiptar skoðanir eru á því hvernig tekist hefur til að útfæra stefnuna Skóli án aðgreiningar. Julie Allan prófessor telur mikilvægast að fjarlægja hindranir sem kom í veg fyrir að allir nemendur njóti sín. LÍM SAMFÉLAGSINS Julie Allen bendir á að gagnkvæm virðing og þekking á ólíkum þáttum mannlífsins sé ekki síst mikilvæg nú á tímum til að koma í veg fyrir sundr- ungu í fjölbreytninni. DÓRA S. BJARNASON JULIE ALLAN Auglýsingasími – Mest lesið VEÐUR „Við stöndum í miklum vatnsaustri þessa dagana,“ segir Gunnsteinn Olgeirsson, yfirverk- stjóri hjá garðyrkjudeild Reykja- víkurborgar. „Við höfum haft mikið að gera við að vökva, aðallega sumarblóm- in og tré sem voru gróðursett í vor,“ segir Gunnsteinn. „Það þarf að vökva á hverjum degi meðan helst svona þurrt, þar til jarðveg- urinn fer að mettast þegar líður á sumarið.“ Gunnsteinn segir óþarfi að vökva gömul beð en vel þurfi að hugsa um plönturnar sem voru gróðursettar í vor og einnig nýjar grasþekjur. Á annan tug starfsmanna frá verkbækistöð Guðsteins vinna við vökvunina en hún þjónar þó aðeins hluta borgarinnar. „Hér eru starfs- menn með lítinn vatnstank í bíl sem vökva stöðugt en fleiri grípa inn í hluta dags.“ Svipað ástand var uppi á ten- ingnum á sama tíma í fyrra. „Þetta gerist þegar mikil þurrkatímabil ganga yfir svo snemma sumars,“ segir Gunnsteinn. Júnímánuður er óvenju þurr og þarf að leita allt aftur til ársins 1991 til að finna meiri þurrka það sem af er mánuðinum að sögn Þór- önnu Pálsdóttur veðurfræðings. Engin úrkomusvæði eru sjáan- leg í kortunum næstu daga en þó er hætta á síðdegisskúrum. - ht Annríki við að vökva sumarblómin í Reykjavík í þurrasta júnímánuði í sautján ár: Mikill vatnsaustur í borginni SUMARBLÓMIN VÖKVUÐ Kristinn Gunnarsson er einn þeirra mörgu borg- arstarfsmanna sem vinna við að vökva sumarblómin í Reykjavík. NEYTENDUR Samkeppniseftirlitinu bárust fimmfalt fleiri ábending- ar í fyrra en árið 2006. Í fyrra voru ábendingarnar 150 en aðeins þrjátíu árið á undan. Flestar þeirra voru tengdar matvöru, fjarskiptum og fjölmiðlum, auk þess að eiga sér rætur í samgöngu- og ferðamálum. Í skýrslunni segir að þrátt fyrir að málum hafi fjölgað þá hafi meðaltal meðferðartíma þeirra styst. Fram kemur að um helmingi mála hafi lokið á innan við þremur mánuðum eftir að þau hófust. - hþj Samkeppniseftirlitið 2007: Fimmfalt fleiri ábendingar 1 Hverjir sömdu um 20.300 króna launahækkun í fyrra- kvöld? 2 Hver steig síðust á svið á tón- leikunum Náttúru í Laugardal? 3 Hverjir spiluðu til úrslita á EM í gær? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.