Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 19
[ ] Hjólbörur eru kannski ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar verið er að skipuleggja grillveisluna. Hjólbörur frá ÍTR hafa engu að síður reynst ágætis grill og eru vinsælar við ýmis tækifæri. „Hjólbörugrillin eru eiginlega bara venjuleg grill sem ÍTR leigir út. Þau hafa ekki verið mikið leigð í sumar. Undanfarin ár hefur þetta þó verið tekið svolítið,“ segir Kári Garðarsson, verkefnisstjóri Sum- ar gríns ÍTR. „Hjólbörugrillin eru náttúru- lega þægileg. Þú bombar bara kolum í hjólbörurnar og kveikir í. Það er hægt að grilla svolítið mikið á þeim,“ upplýsir Kári. „Þetta eru í rauninni bara venjulegar hjól- börur eins og verkamenn nota. Þær eru keyrðar á svæðið og fyllt- ar af kolum. Þetta er eins auðvelt og mögulegt er. Þegar búið er að grilla eru kolin látin kólna og sturtað úr hjólbörunum,“ segir Kári. Að sögn Kára hafa hjólböru- grillin verið vinsæl í grillveislur og aðra mannfögnuði en fyrirtæki og stofnanir hafa aðallega leigt þau. Einstaklingum stendur þó einnig til boða að leigja þau þótt lítið hafi borið af því hingað til. „Ég held að útvarpsstöðin X-ið hafi verið með grillveislur annað slagið í fyrra eða hitteðfyrra og fengið hjólbörugrillin leigð af því tilefni,“ segir Kári. Eins og fyrr sagði eru hjólböru- grillin hluti af Sumargríni ÍTR, sem eru leiktæki sem farið er með á milli skólalóða í júní og júlí og hugsuð sem þjónusta við borgar- búa. „Frístundaheimilin, leikja- námskeið og leikskólar nýta sér leiktækin mikið. Grillin fylgja í rauninni því starfi,“ segir Kári og bætir hlæjandi við að þau séu þó að sjálfsögðu ekki hluti af leik- tækjunum. martaf@frettabladid.is Hjólbörur í grillveisluna FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A U Ð U N N Kári Garðarsson segir hjólbörugrillin þægileg í notkun en þau hafa verið eftirsótt í grillveislur og aðra mannfögnuði. Boltaleikir eru tilvaldir fyrir yngstu kynslóðina á sumrin þegar veður er gott. Þá geta fullorðnir líka brugðið á leik. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.