Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 6
6 8. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR FLÓTTAMENN „Læknarnir sögðu að ég ætti að hætta að hugsa um þetta en ég bara get það ekki. Ég er hrædd um að þeir komi og geri það sama við mig og þeir gerðu við manninn minn,“ segir Rosemary Athieno, eiginkona Pauls Ramses flótta- manns. Rosemary var skoðuð á sjúkra- húsi í gær en hún hefur verið afar kvíðafull og kvartar undan maga- og höfuðverkjum. Hún segist óttast á hverri stundu að lögreglan komi til að vísa sér úr landi. Hún færi þá annaðhvort til Svíþjóðar eða Keníu. Lögmaður Pauls, Katrín Theodórsdóttir, kærði ákvörðun Útlendinga- stofnunar, um að vísa honum úr landi, til dóms- málaráðherra í gær. „Ég kæri þetta til ógildingar, þar sem ekki hafi verið rétt að ákvörðuninni staðið,“ segir hún. Ávörðun um brottvísun hafi ekki verið birt í samræmi við reglur stjórnsýslulaga. Ekki fyrr en búið var að taka Paul fastan. „Hann hafði því ekki aðgang að réttlátri málsmeðferð fyrir óháðum dómstólum,“ segir hún. Til vara fer Katrín fram á að ákvörðuninni verði breytt og umsóknin tekin fyrir hér á landi. Flestir þeirra þingmanna Sam- fylkingarinnar, sem Fréttablaðið talaði við í gær, vilja að dómsmála- ráðherra endurskoði ákvörðun und- irstofnunar sinnar. Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor- maður Samfylkingar, hóf þessa umræðu í fjölmiðlum í gær. Lúðvík Bergvinsson, þingflokks- formaður Samfylkingar, tekur ekki jafn djúpt í árinni. En hann túlkar Dyflinnar-samninginn þannig að hann sé hugsaður einstaklingum til hagsbóta, frekar en ríkjum. „Og ég held að það hefði mátt skoða þetta betur,“ segir Lúðvík. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra bendir hins vegar á að útlend- inga löggjöfin hafi verið til umræðu á síðasta þingi: „Og náðist góð sátt um niðurstöðuna. […] Þingmenn binda hendur framkvæmdavalds- ins með þeim lögum, sem sett eru.“ Allsherjarnefnd kemur saman í dag og fer yfir mál flóttamanna. Ekki náðist í Hauk Guðmundsson, forstjóra Útlendingastofnunar. Boðað hefur verið til daglegra mótmæla í hádeginu fyrir utan dómsmálaráðuneytið. klemens@frettabladid.is Kona Pauls óttast Útlendingastofnun Rosemary, kona Pauls Ramses, er kvíðafull og fór í stutta stund á sjúkrahús í gær. Hún er hrædd um að Útlendingastofnun vísi sér úr landi á hverri stundu. Ákvörðun Útlendingastofnunar hefur verið kærð til dómsmálaráðherra. KATRÍN THEODÓRSDÓTTIR ROSEMARY OG FÍDEL SMÁRI Konan fór á spítala í gær, en hún var með mikla maga- verki. Læknarnir hvöttu hana til að dreifa huganum, en hún óttast að verða rekin úr landi hvenær sem er. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KJÖRKASSINN Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI gunnarh@frettabladid.is „Ég hef ekkert nema gott eitt að segja um að vakið sé máls á þessu við ítölsk stjórnvöld,“ skrifar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í skeyti til Fréttablaðsins. Hann hafði verið inntur álits á afskiptum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra af málefnum Pauls Ramses. „[Ítalskra stjórnvalda] er að taka afstöðu til þess, hvort veita eigi Paul Ramses hæli sem pólitískur flótta- maður,“ segir Björn og rifjar upp að Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, hafi í mörg ár farið með þau mál innan framkvæmdastjórnar ESB sem lúta að framkvæmd Dyflinnar- samningsins, sem sé grundvallar- skjal í málum sem þessum. „[Frattini] hefur yfirburðaþekkingu á þessu sviði. Hann þekkir einnig vel til hér á landi og er velviljað- ur landi og þjóð, rödd Íslands á örugglega hljómgrunn hjá honum,“ segir hann. BJÖRN ER SÁTTUR VIÐ INGIBJÖRGU SAMFÉLAGSMÁL Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra hafa fundað um málefni Fjölsmiðj- unnar. Niðurstaða fundarins var sú að kanna vilja sveitarfélaganna til að leigja húsnæði fyrir Fjöl- smiðjuna. Það ríkir því enn óvissa um húsnæðismál Fjölsmiðjunnar í Kópavogi. Árni segir að verið sé að skoða þessi mál en það sé ekki sitt að ræða málaflokka sem heyri undir aðra ráðherra jafnvel þótt fjár- málin komi við sögu. Árni vill ekki tjá sig um mál Fjölsmiðjunnar fyrr en fjármálin séu frágengin. Þorbjörn Jensson, forstöðumað- ur Fjölsmiðjunnar, segir að verst sé hvað það taki ofboðslega langan tíma að leysa húsnæðismálin. Sveitarfélögin hafi samþykkt fyrir sitt leyti að kaupa húsnæði og borga 60 prósent í því en nú vilji ríkið leigja húsnæði og þá þurfi að fá afstöðu sveitarfélag- anna til þess. „Ef þau samþykkja þá verður farið í það ferli að auglýsa eftir til- boði í húsnæði fyrir Fjölsmiðjuna og finna út úr því en við hefðum frekar viljað kaupa húsnæði. Mér finnst miklu hyggilegra að gera það því að þá á Fjölsmiðjan hús- næðið og er tiltölulega örugg í því,“ segir Þorbjörn. Fjölsmiðjan er nú á leið í sumar- leyfi og hefst starfsemin ekki aftur fyrr en í byrjun ágúst. Þor- björn segist ætla að nota sumar- fríið til að leita að húsnæði. - ghs LEITAR AÐ HÚSNÆÐI Fjölsmiðjan er á leið í sumarleyfi. Þorbjörn Jensson forstöðumaður ætlar að nota sumarfríið til að leita að húsnæði. Enn ríkir óvissa um húsnæðismál Fjölsmiðjunnar í Kópavogi: Ríkið vill leigja húsnæði BÚRMA, AP Hjálparstarf eftir fellibylinn sem gekk yfir Búrma í maí gengur vel, að sögn talsmanns UNICEF, stofnunar sem heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar. Yfir áttatíu þúsund létu lífið þegar fellibylurinn Nargis reið yfir Búrma 2.-3. maí og meira en fimmtíu þúsunda er enn saknað. Herforingjastjórnin í Búrma var gagnrýnd fyrir að hindra hjálparstarf erlendra aðila eftir fellibylinn. Svo virðist þó sem tekist hafi að hindra útbreiðslu sjúkdóma og aukið mannfall eftir fellibylinn. - gh Eftirköst fellibylsins í Búrma: Hjálparstarf gengur vel Bjössaróló endurbyggður Orkuveita Reykjavíkur mun leggja fram tvær milljónir króna til að endurbyggja hinn fræga Bjössaróló í Borgarnesi. Bjössaróló er upphaflega verk Björns Guðmundssonar sem bjó þar hjá og handsmíðaði öll leiktækin upp á eigin spýtur. BORGARNESI Sumarhús í súrheysturni Skipulags- og byggingarnefnd Ölfuss hefur tekið jákvætt í ósk eiganda súrheysturns í sveitarfélaginu um að breyta turninum í sumarhús svo framarlega að sýnt verði fram á að byggingin þoli breytingar vegna hurða og glugga sem þurfi að koma fyrir. ÖLFUS Knapi hlaut opið beinbrot Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gær mann, sem hlaut opið beinbrot eftir að hafa fallið af hestbaki skammt suður af Hvolsvelli. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. LÖGREGLUFRÉTTIR Var rétt ákvörðun hjá Seðla- bankanum að lækka ekki stýrivexti? Já 30% Nei 70% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú nýja ríkisstjórn? Segðu skoðun þína á visir.is. Natalie Simon skrifar: „Ég vil benda á óþægilegan hlut í Krónunni á Granda. Þar er ekki að finna neinar körfur heldur bara stórar kerrur (eða litlar kerrur fyrir krakka). Ég veit ekki hvort það sé svoleiðis í öllum Krónubúðum í borginni. Mér finnst eins og verið sé að þvinga viðskiptavini til að kaupa meira með því að spila inn á undirmeðvit- und þeirra. Mér finnst þetta lúmskt og virðingar- leysi við þá kaupendur sem vilja ekki vera nema stutt í búðinni og kaupa fáa hluti.“ Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, segir það rétt að körfur séu ekki í boði í stærri Krónubúðunum. Þær megi þó finna í minni búðunum. Hann vill ekki kannast við að með því að bjóða bara upp á kerrur sé verið að spila á undirmeðvitund kúnnanna. „Svona ábendingar hafa komið inn á borð hjá okkur áður og við erum að skoða málið,“ segir hann. „Búðirnar okkar eru rúmgóðar og þægilegar og auðvelt er að fara með kerrur í gegnum þær. Í tveimur stórverslunum okkar erum við svo að þróa sjálfsafgreiðslukassa og þar munum við hafa körfur, enda eru þessir sjálfsafgreiðslu- kassar helst ætlaðir fyrir viðskiptavini með 10-15 hluti eða færri.“ KARFA EÐA KERRA? Þar liggur efinn. Verður maður að fylla kerruna? Óþægilegt körfuleysi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.