Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 42
Kópavogsvöllur, áhorf.: 860 HK Fjölnir TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–16 (4–11) Varin skot Gunnleifur 5 – Þórður 2 Horn 6–2 Aukaspyrnur fengnar 9–17 Rangstöður 2–4 FJÖLNIR 4–3–3 Þórður Ingason 6 Gunnar Valur Gunnars. 6 Óli Stefán Flóventss. 7 Kristján Hauksson 7 Magnús Ingi Einarss. 8 Ágúst Gylfason 8 (76. Ásgeir Aron -) Ólafur Páll Johnson 8 (83. Illugi Þór -) Gunnar Már Guðm. 8 Ómar Hákonarsson 8 Tómas Leifsson 7 (76. Pétur Georg 7) *Ólafur Páll Snorr. 8 *Maður leiksins HK 4–5–1 Gunnleifur Gunnleifs. 5 Atli Valsson 2 (56. Hermann Geir 5) Ásgrímur Albertsson 3 Finnbogi Llorens 3 Hörður Árnason 2 Rúnar Már Sigurjónss. 3 Þorlákur Hilmarsson 2 (46. Damir Muminovic 5) Mitja Brulc 4 Stefán Eggertsson 5 Aaron Palomares 4 (68. Hörður Már 4) Iddi Alkhag 4 0-1 Gunnar Már Guðmundsson (21.) 0-2 Magnús Ingi Einarsson (32.) 0-3 Ólafur Páll Johnson (38.) 0-4 Ólafur Páll Snorrason (40.) 0-5 Pétur Georg Markan (82.) 1-5 Rúnar Már Sigurjónsson (90.+1) 1-6 Pétur Georg Markan (90.+2) 1-6 Eyjólfur M. Kristinsson (7) 26 8. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is STAÐAN Í LANDSBANKADEILD: 1. FH 10 7 1 2 21-10 22 2. Keflavík 10 7 1 2 23-15 22 3. KR 10 6 0 4 18-11 18 4. Fjölnir 10 6 0 4 17-10 18 5. Valur 10 5 1 4 16-13 16 6. Breiðablik 10 4 3 3 17-15 15 7. Fram 10 5 0 5 10-9 15 8. Grindavík 10 4 1 5 13-17 13 9. Þróttur 10 3 3 4 13-18 12 10. Fylkir 10 3 0 7 10-18 9 11. ÍA 10 1 4 5 8-15 7 12. HK 10 1 2 7 11-26 5 Markahæstu leikmenn deildarinnar: 1. Björgólfur Takefusa (KR) 9 mörk 2. Guðmundur Steinarsson (Keflavík) 7 2. Pálmi Rafn Pálmason (Valur) 7 4. Atli Viðar Björnsson (FH) 6 > Hafa haldið hreinu í 417 mínútur Heil umferð fer fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld og þar mætast fjögur efstu lið deildarinnar í tveimur leikjum. Topplið Vals sækir Stjörnuna heim á gervigrasið í Garðabæ. Á sama tíma taka bikarmeist- arar KR á móti Aftureldingu sem er í 4. sæti. Brett Elizabeth Maron, markvörður Aftureldingar, hefur nú haldið hreinu í fjórum síðustu leikjum og í samtals 417 mínútur. Það verður því spennandi að sjá hvort KR-konur finni leiðir fram hjá henni í kvöld. Aðrir leikir kvöldsins eru Keflavík-Þór/KA, Fylkir-HK/ Víkingur og Breiðablik- Fjölnir og allir hefjast leikirnir klukkan 19.15. Akranesvöllur, áhorf.: 972 ÍA Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–18 (5–10) Varin skot Madsen 8 – Simunic 4 Horn 3–4 Aukaspyrnur fengnar 8–12 Rangstöður 1–1 GRINDAV. 4–5–1 Zankarlo Simunic 6 Ray Anthony Jónsson 6 (79. Sveinn Þór Steingr. -) Zoran Stamenic 7 Marinko Skaricic 6 *Jósef Kr. Jósefss. 8 Scott Ramsay 7 Orri Freyr Hjaltalín 6 Andri Steinn Birgiss. 5 (34., Bogi Rafn Einarss. 6) Eysteinn Hauksson 6 Alexander Veigar Þór. 7 (67. Jóhann Helgason 7) Tomasz Stolpa 7 *Maður leiksins ÍA 4–3–3 Esben Madsen 7 Heimir Einarsson 4 Árni Thor Guðmunds.5 Dario Cingel 5 (71. Árni Ingi Pjetur. 5) Igor Bilokapic 5 Jón Vilhelm Ákason 7 (79. Aron Pétursson -) Guðjón Heiðar Sveins. 5 Helgi Pétur Magnúss. 6 (87. Guðm. Guðjónss. -) Andri Júlíusson 5 Stefán Þórðarson 6 Björn Bergmann Sig. 6 1-0 Stefán Þórðarson, víti (28.) 1-1 Jósef Kristinn Jósefsson (59.) 1-2 Jóhann Helgason (68.) 1-2 Kristinn Jakobsson (8) FYLKIR 0-2 BREIÐABLIK 0-1 Nenad Zivanovic (12.) 0-2 Jóhann Berg Guðmundsson (24.) Fylkisvöllur, áhorf.: 768 Garðar Örn Hinriksson (8) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–10 (3–5) Varin skot Fjalar 3 – Jacobsen 3 Horn 2–5 Aukaspyrnur fengnar 13–18 Rangstöður 2–8 Fylkir 4–4–2 Fjalar Þorgeirsson 5 - Björn Orri Hermannsson 3 (64. Ólafur Stígsson 4), Kristján Valdi- marsson 4, Þórir Hannesson 4, Kjartan Ágúst Breiðdal 3 - Andrés Már Jóhannesson 4, Ian Jeffs 3, Valur Fannar Gíslason 4, Halldór Hilmisson 3 (45. Víðir Leifsson 5) - Kjartan Andri Baldvinsson 4, Jóhann Þórhalsson 4 (75. Haukur Ingi Guðnason -). Breiðablik 4–3–3 - Casper Jacobsen 6 - Kristinn Jónsson 7, Srjdan Gasic 7, Finnur Orri Margeirsson 7, Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 - Nenad Petrovic 5 (57. Prince Rajcomar 6), Arnar Grétarsson 7, Nenad Zivan- ovic 7 (80. Steinþór Freyr Þorsteinsson -) - Guðmundur Kristjánsson 6, *Jóhann Berg Guðmundsson 7, Marel Baldvinsson 7 (68. Magnús Páll Gunarsson 5). FÓTBOLTI Fylkir hefur tapað fimm leikjum í röð og staða þeirra á botninum er ekki góð. Það sem veldur líklega meiri áhyggjum er spilamennska liðsins en liðið var slakt í gær þegar það tapaði fyrir sprækum Blikum, 2-0. Fyrri hálfleikur var eign Blika. Þeir spiluðu vel fram völlinn enda fengu þeir nægan tíma til þess frá heillum horfnum Fylkismönnum. Jóhann Berg og Marel náðu vel saman í framlínunni og fyrsta færi leiksins varð að marki. Það skoraði Nenad Zivanovic með þrumuskoti eftir að Fylkismanni mistókst að hreinsa aukaspyrnu frá og Marel skallaði boltann til hans. Það hafði Marel einnig gert vel fram að því. Þrátt fyrir að honum hafi gengið illa, eða reyndar ekk- ert, að skora í sumar stóð hann sig vel í því að finna samherja sína en hann virðist enn skorta eittvað til að pota boltanum inn. Jóhann Berg kom Blikum svo í 2-0 með glæsi- legu marki, þrumuskoti í stöngina og inn. Frábært mark. Fylkismenn voru slakir í fyrri hálfleiknum. Þeim gekk illa að halda boltanum og skot þeirra voru léleg utan eins sem Casper varði frá Jóhanni. Það vantaði grimmd og ákveðni í Árbæinga sem voru sjálfum sér verstir. Stað- an var 2-0 í hálfleik. Árbæingar sóttu ögn í sig veðrið í síðari hálfleiknum án þess að ógna marki Blika að neinu viti. Ungt lið þeirra átti ekkert í Blikana sem gátu leyft sér að vera í hlutlausum gír allan síðari hálf- leikinn. Þeir höfðu lítið fyrir hlut- unum en voru samt nær því að bæta við marki en Fylkir að minnka muninn. Fylkismenn bættu vafasamt félagsmet í leiknum. Þeir höfðu ekki skorað frá því 5. júní þegar Jóhann skoraði gegn Þrótti og ekki tókst þeim það í gær. Þeir hafa aldrei beðið lengur eftir marki í efstu deild en nú eru komnar 389 mínútur frá því Jóhann skoraði. Fyrra metið, 331 mínúta, er frá árinu 1989. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, hugsaði sig um í nokkrar sekúndur áður en hann kvað upp dóm um leikinn. „Mér fannst þetta öruggt. Boltinn flaut mjög vel hjá okkur en það dró kannski aðeins af okkur í seinni hálfleik. Leik- menn kvörtuðu reyndar undan miklum hita þá. En við kláruðum leikinn og mér leið bara mjög vel,“ sagði Ólafur. Eins og áður sagði vann Marel vel fyrir liðið þrátt fyrir að hann hafi enn ekki skorað í sumar. „Það sjá það allir sem hafa vit á fótbolta að Marel er að vinna mjög vel fyrir liðið. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur,“ sagði Ólafur. Kollegi hans hjá Fylki, Leifur Garðarsson, var ekki jafn brosmildur. „Staðan í deildinni er ekki góð og vissulega veldur hún mér áhyggjum. Við þurfum að fá sigur og það styttist í hann. Ég ætla að vona að allir sem koma að liðinu hafi sama metnað til að snúa stöð- unni við. Okkur skortir kannski sjálfstraust eftir slæmt gengi en það verður fljótt að koma þegar við snúuum skútunni við,“ sagði Leifur sem kveðst ekkert hugsa um sína stöðu. „Ég tek ekki ákvörð- un um framtíð mína, ég held bara áfram að leggja mig fram í mínu starfi, fram undan er undirbún- ingur fyrir næsta leik.“ hjalti@frettabladid.is Tæpar 400 mínútur Fylkis án marks Fylkismenn eru í frjálsu falli niður töfluna eftir fimmta tapið í röð í gær. Léttleikandi Blikar fóru með 2-0 sigur í Árbænum og þeir gátu leyft sér að vera í hlutlausum gír allan seinni hálfleikinn. MIKILVÆGUR Marel Baldvinsson á enn eftir að skora fyrir Blika í sumar en er engu að síður mjög mikilvægur fyrir Kópavogsliðið að mati þjálfarans Ólafs Kristjánssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jóhann Helgason kom inn á sem varamaður og tryggði Grindvíking- um fjórða útisigurinn í röð þegar liðið vann 2-1 sigur á ÍA upp á Akranesi. Þetta var ótrúlegur dagur fyrir Jóhann sem varði pabbi fyrr um daginn. Skagamenn eru því áfram í fallsæti og hafa ekki unnið leik síðan 20. maí. Skagamenn hófu þó leikinn af krafti og það var því sann- gjarnt þegar Stefán Þórðarson kom þeim yfir úr vítaspyrnu á 28. mínútu sem Kristinn Jakobsson dæmdi eftir að Jón Vilhelm Ákason var felldur í teign- um. Eftir markið færðu Skagamenn sig aftar á völlinn og á 59. mínútu leiksins jafnaði Jósef Kristinn Jósefsson metin með góðu marki. Grindvíkingar efldust við þetta og Jóhann Helgason kom þeim yfir á 68. mínútu, en hann hafði einungis verið inni á vellinum í um hálfa mínútu þegar hann skoraði. Grindvíkingar héldu út til leiksloka og fögnuðu gríðarlega þegar Kristinn Jakobsson flautaði. Jósef Kristinn Jósefsson átti frábæran leik í liði Grindavíkur og var vitaskuld sáttur í leikslok. „Þetta er okkar besti seinni hálfleikur í sumar. Við höfum alltaf verið ömur- legir í seinni hálfleik eftir að hafa átt ágætan fyrri hálfleik en nú snerist þetta við. Við komum dýrvitlausir til leiks eftir leikhlé og gjörsamlega yfirspiluðum þá í seinni hálfleik,“ sagði Jósef og bætti við. „Þetta er sigur liðsheildarinnar. Vörnin var fantagóð og allt liðið var hreint frábært í síðari hálfleik. Það er heil seinni umferð eftir af mótinu og það munar engu á okkur og liðunum fyrir neðan. Það eru bara tveir leikir og þá eru þeir búnir að ná okkur og þetta er klárlega ekki búið.“ Jóhann Helgason átti góða innkomu en hann hafði tvöfalda ástæðu til að fagna. „Það var ljúft að skora og í seinni hálfleik stigum við upp og vorum ákveðnari í öllum návígum og pökkuð- um þeim saman. Þetta er besti dagur í lífi mínu því ég eignaðist son í morgun og maður gleymir þessum degi seint,“ sagði Jóhann kampakátur í leikslok. - sjj FRÁBÆR DAGUR GRINDVÍKINGSINS JÓHANNS HELGASONAR: Á SKOTSKÓNUUM Í FJÓRÐA ÚTISIGRI LIÐSINS Í RÖÐ Fagnaði frumburðinum með því að skora sigurmarkið FÓTBOLTI Ekkert annað en fall blas- ir við HK-ingum sem steinlágu fyrir liprum Fjölnismönnum 1-6 á Kópavogsvelli í gær. Heimavöll- urinn reyndist dýrmætur fyrir Kópavogsliðið í fyrra en Fjölnis- mönnum leið þar ansi vel í gær. Þeir léku sér að mótherjum sínum í fyrri hálfleik í gær og gerðu út um leikinn með fjórum mörkum fyrir hlé. HK-ingar voru niður- lægðir. Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, sagði að sigur- inn hefði verið jafn auðveldur og hann leit út fyrir að vera. „Eftir að fyrsta markið kom var þetta aldrei spurning. Svo í seinni hálfleik urðum við værukærir en við erum hættulegastir þegar það er sótt á okkur. Við dettum oft í gírinn og þá erum við helvíti góðir,“ sagði Gunnar Már. Yfirburðir Fjölnis í fyrri hálf- leik voru algjörir meðan ekki stóð steinn yfir steini í spilamennsku HK. Vörn HK átti ekkert roð við snöggum og liprum sóknarmönn- um Fjölnis og þá var miðja heima- manna ansi götótt og gestirnir fengu að leika lausum hala. Fjölnismenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu völdunum strax í byrjun. Þeir tóku forystuna á 21. mínútu þegar Gunnar Már Guðmundsson var einn og óvald- aður í teignum, fékk mikinn tíma og skaut boltanum af krafti í netið. Varnarleikur HK-ingar var oft og tíðum vandræðalegur, gott dæmi um það var þegar fyrirlið- inn Magnús Ingi Einarsson skor- aði annað markið. Eftir að boltinn hafði þvælst milli varnarmanna barst hann til Magnúsar sem skaut föstu skoti í hornið. Ólafur Páll Johnson skoraði þriðja mark Fjölnis eftir sendingu frá nafna sínum Ólafi Páli Snorra- syni sem skoraði sjálfur fjórða markið. Hann fylgdi þá eftir víta- spyrnu frá Gunnari Má Guð- mundssyni sem Gunnleifur Gunn- leifsson varði. HK-ingar náðu að bæta leik sinn í seinni hálfleik enda annað varla hægt en það spilaði eitthvað inn í að Fjölnismenn virtust vera nokk- uð saddir. Heimamenn áttu sláar- skot áður en varamaðurinn Pétur Georg Markan skoraði eftir send- ingu frá Ólafi Páli Snorrasyni. Rúnar Sigurjónsson náði að minnka muninn með laglegu marki í viðbótartíma en í næstu sókn á eftir rak Pétur Georg Markan sjötta og síðasta naglann í kist- una. Leikur sem HK-ingar vilja lík- lega gleyma sem fyrst. Talað hefur verið um liðið sem eitt það slak asta sem leikið hefur í efstu deild og miðað við leikinn í gær er margt til í því. - egm Fjölnismaðurinn Ólafur Páll Snorrason átti þátt í fimm mörkum í stórsigri Fjölnis í Kópavoginum í gærkvöldi: HK-ingum var slátrað á heimavelli sínum MAÐUR DAGSINS Ólafur Páll Snorrason fagnar hér marki sínu í gær en hann lagði upp fjögur önnur fyrir félaga sína. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.