Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 46
30 8. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Paul Ramses. 2 Á Akranesi. 3 Des Browne. LÁRÉTT 2. bauti, 6. guð, 8. fornafn, 9. angan, 11. gelt, 12. slagorð, 14. urga, 16. kúgun, 17. ennþá, 18. að, 20. tveir eins, 21. sjúkdómur. LÓÐRÉTT 1. fjúk, 3. kringum, 4. gróðrahyggja, 5. af, 7. sambandsríkis, 10. skraf, 13. atvikast, 15. sál, 16. munda, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. ra, 8. mér, 9. ilm, 11. gá, 12. frasi, 14. ískra, 16. ok, 17. enn, 18. til, 20. dd, 21. asmi. LÓÐRÉTT: 1. drif, 3. um, 4. fégirnd, 5. frá, 7. alríkis, 10. mas, 13. ske, 15. andi, 16. ota, 19. lm. Auglýsingasími – Mest lesið Sjónvarpsstjarnan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sneri á sunnudag heim úr mikilli reisu. Ragnhildur Steinunn var í mánuð í Bandaríkjun- um ásamt góðvinkonu sinni Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, ritstjóra Skessuhorns. Þær dvöldu í tvær vikur í Los Angeles en heimsóttu líka Las Vegas og New York. Auk þess notuðu þær ferðina og kíktu yfir til Nýju-Mexíkó þar sem þær fylgdust með tökum á Hollywood-mynd leikstjórans Baltasars Kormáks. Sigríður Dögg Auðunsdóttir verð- launablaðamaður er mætt til starfa á ný eftir fæðingarorlof og skrifar um þessar stundir í Mannlíf þar sem ræður ríkjum hennar fyrrver- andi yfirmaður, Sigurjón Magnús Egilsson. Þau eru einmitt tvíeykið sem stóð í eldlínunni á Fréttablaðinu þegar Jónínu Benedikts- dóttur-mál og tölvu- póstur hennar kom upp og málarekstur varð í kjölfarið þannig að búast má við látum. Sigríður Dögg hyggst þó ekki staldra lengi við og hættir störfum í haust hjá Birtíngi en þaðan hvarf Valdimar Birgisson, auglýsingastjóri og eigin- maður, hennar fyrir nokkru. Á götum Kópavogs hefur Prince Rajcomar, leikmaður Breiða- bliks í knattspyrnu, sést aka um á splunkunýjum hvítum Range Rover. Hafa menn velt fyrir sér hvort laun knattspyrnumanna í Landsbanka- deildinni séu orðin svo há að menn geti leyft sér að kaupa slíkt tryllitæki. Sú mun ekki vera raunin því bílinn á Gylfi Gylfason, sölufull- trúi hjá Remax Lind, og góður vinur Prinsins. Prince fær hann hins vegar lánaðan stöku sinnum þegar hann vill fara út að leika, ef svo má að orði komast. -hdm/jbg/shs FRÉTTIR AF FÓLKI Það var dýrari gerðin af lysti- snekkju sem lagði að Reykjavík- urhöfn í gær. Um var að ræða snekkjuna Lone Ranger Hamilton sem er í eigu auðkýfingsins Peters Lewis. Peter þessi er stjórnarfor- maður í Progressive Corporation sem er tryggingafélag sem sér- hæfir sig í tryggingum ökutækja. Fyrirtækið hefur aðsetur í Cleve- land og var stofnað árið 1937 af föður Peters, Joseph Lewis. Snekkjan er stór í sniðum, það stór að önnur snekkja var flutt með henni. Peter lagði af stað frá Narsarsuaq á Grænlandi hinn 20. júní og stefndi þá að því að eyða tveimur vikum í siglingar við Grænland. Peter er dyggur stuðnings maður Demókrataflokksins í Bandaríkj- unum og annarra vinstri afla. Þá hefur hann einnig barist fyrir lög- leiðingu marijúana árum saman. Hann er stórvinur auðkýfingsins George Soros. Báðir studdu þeir samtökin America Coming Together sem höfðu það að leiðar- ljósi að hindra endurkjör George W. Bush árið 2004. -shs Kannabis-auðkýfingur á Íslandi LONE RANGER HAMILTON Lystisnekkja Peters Lewis lá í Reykjavíkurhöfn í gærdag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Súpan á Asíu er aðalmálið, ég borða hana nokkrum sinnum í viku og síðan er það föstudags- pítsan hjá Geira 3d.“ Magnús Leifsson, grafískur hönnuður „Ég hef lúmskt gaman af þessu þó að það hafi oft verið erfitt og ýmis spjót staðið á manni þá var þetta eftir á að hyggja þokkalega gaman,“ segir Davíð Þór Jóns- son, þýðandi og skemmtikraftur. Hann hefur verið ráðinn til að taka að sér dómgæslu og semja spurningar í Gettu betur – spurn- ingakeppni framhaldsskólanna sem verður að venju á dagskrá Ríkissjónvarpsins næsta vetur. Davíð Þór þekkir Gettu betur mæta vel. Hann var spyrill á árunum 1996, 1997 og 1998 og var dómari árið 2007. Davíð Þór kannast mæta vel við að miklar kröfur eru gerðar til dómara keppninnar. Hann segir það eðli- legt miðað við hversu mikla vinnu framhaldsskólanemar sem í lið- unum eru leggi í þetta sé sjálf- sagt að framkvæmd keppninnar sé eins óaðfinnanleg og hægt er af hálfu þeirra sem standa að henni. „En, aðeins einn er óskeik- ull og hann kemur ekki nálægt Gettu betur. Óhjákvæmilegt er annað en að upp komi mistök. Ég held að það hafi ekki gerst enn í sögu keppninnar að menn hafi komist hjá því.“ Í fyrra var oft heitt undir Páli Ásgeiri Ásgeirssyni sem að mati kappsfullra menntskælinga var ekki nógu nákvæmur. Davíð Þór býr sig þessa dagana undir að semja gríðarlegt magn spurn- inga, segir það ekki eitthvað sem menn geri á kvöldin og um helgar viku fyrir keppni - þetta sé full vinna. Auk þess vinnur Davíð nú að BA-ritgerð sinni í guðfræði við Háskóla Íslands. Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri sjón- varps, segir að enn sé ekki búið að finna spyril en undanfarin ár hefur Sigmar Guðmundsson, aðstoðarritstjóri Kastljóssins, verið sá. „Ég fagna því að fá Davíð Þór, sem er reynslubolti, til liðs við okkur. Og frábær sjón- varpsmaður,“ segir Þórhallur sem gerir ekki ráð fyrir breyt- ingum á keppninni - enda hvers vegna að breyta því sem virkar? - shs Davíð Þór aftur í Gettu betur DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON Spyrill á ný í Gettu betur og býr sig nú undir að semja aragrúa spurninga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Hann er goðið. Þetta er gamall draumur,“ segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Baltasar var að ganga frá því nú fyrir fáeinum dögum að ráða sjálf- an Sam Shepard til að leika stórt hlutverk í kvikmynd sem hann leikstýrir úti í Nýju-Mexíkó – á verndarsvæði indíana. Um er að ræða Hollywood-myndina Run for her Live. Myndin kostar 80 millj- ónir dollara og er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur leikstjóri gerir mynd af þessari stærðar- gráðu á erlendri grund. Í aðalhlutverkum eru Dermot Mulrony og þýska leikkonan Diane Kruger en auk þeirra fara Vincent Perez og Jordi Maalá með hlut- verk í myndinni ásamt Shepard. „Þetta er stórt hlutverk en ein- angrað að því leyti að það er tekið upp sér. Hann er að leika Jim Harr isson, pólitíkus frá New-Mex- ico, sem er tvöfaldur í roðinu. Mig hefur lengi dreymt um að vinna með honum. Bæði er hann frábær leikari og mikið leikskáld. Hann stendur fyrir svo margt,“ segir Baltasar. Og ekki lítið hrós sem hann fékk frá Shepard sem hrós- aði handritinu sem Baltasar hefur endurskrifað. „Þannig að það hlýt- ur eitthvað að vera í þessu.“ Baltasar lýgur engu um það: Sam Shepard er eitthvert virtasta núlifandi leikskáld heimsins auk þess sem afrekaskrá hans sem leikari á hvíta tjaldinu er tilkomu- mikil lesning: Frances, Homo Faber, The Pledge, The Right Stuff svo handahófskennd dæmi séu nefnd. Baltasar var nýverið hér á landi, skrapp á Landsmót hesta- manna meðan Bandaríkjamenn héldu upp á 4. júlí, segist hafa þurft að athuga með ræturnar þótt hann láti vel af sér í Nýju-Mexíkó. „Þarna er mikill hiti. Og ég að breytast í súkkul- aði sósu. En þetta gengur rosalega vel. Við erum tæp- lega hálfnaðir í tökum en fyrirhugað er að þeim ljúki í byrjun ágúst. Ég er á leið- inni aftur,“ segir Balt- asar. Hann nefnir einn- ig mikinn hvalreka á fjörur þeirra sem að myndinni koma, en þar er um að ræða manninn sem stjórnaði öllum hasaratriðunum í Bourne-mynd- unum þar sem Matt Damon var í aðalhlutverki. „Já, munar um minna. Darrin Prescott er „stunt coordinator“. Bourne-myndirnar eru flottustu „action“-myndir sem gerðar hafa verið í Ameríku,“ segir Baltasar sem nú heldur utan til að ljúka tökum. Og er ekki lítið ánægður með það að vera að fara að starfa með sjálfum Sam Shepard. jakob@frettabladid.is BALTASAR KORMÁKUR: GAMALL DRAUMUR RÆTIST Sam Shepard í mynd Balta SAM SHEPARD Gamla goðið hans Baltasars hefur fallist á að leika í myndinni Run for her Live. NORDICPHOTOS/GETTY BALTASAR KORMÁ- KUR Ekki á hverjum degi sem íslenskur handritshöfund- ur fær hrós frá manni á borð við Sam Shepard.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.