Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 5. ágúst 2008 — 210. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sólrún María Reginsdó Heilsan í hávegum höfð Sólrún Reginsdóttir hugar að heilsunni með því að stunda hestamennsku, lyfta lóðum, hlaupa og synda svo fátt eitt sé nefnt. FRÉTTABLAÐ/STEFÁN SÁRSAUKALAUST SÓLSKINSólarexem lýsir sér í roða og bólum sem klæjar í en útfjólubláir geislar sólarinnar eru taldir orsaka það. Ýmsum aðferðum er hægt að beita til að hindra að þetta vandamál blossi upp. HEILSA 2 AUGNAYNDI Í ELDHÚSINUHönnuðurinn Jens Veerback heldur úti heimasíðu sem hann helgar brauðristasafninu sínu.HEIMILI 3 VEÐRIÐ Í DAG SÓLRÚN MARÍA REGINSDÓTTIR Fléttar saman fjöri og fjölbreyttri hreyfingu • heilsa • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS SPARNEYTNIR BÍLAR Ör þróun undanfarin ár Sérblað um sparneytna bíla FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Sparneytnir bílarÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 metan.is Ódýrasta eldsneytið í dagUmhverfið í framsætið Flytur inn djassista Agnar Magnússon skipuleggur djasshá- tíð sem fer fram hinn 26. ágúst. FÓLK 30 Íslendingar tínast til Kína Íslenska handboltalands- liðið er búið að koma sér fyrir í Kína fyrir Ólympíuleikana eftir ferðalag yfir hálfan hnöttinn, um 10.500 kílómetra. ÍÞRÓTTIR 26 Landsmót tónlistarnema Nemendur láta ljós sitt skína á þrettán daga tónlistarhátíð í Salnum í Kópavogi. TÍMAMÓT 18 VESTFIRÐIR „Við áttum ekki von á því að sjá rostung. Eins og Mikael sagði: Maður heldur að maður sjái ísbjörn en svo sér maður rostung. Hvað næst? Verða það risaeðlur?“ sagði stjúpmóðir hans, Ágústa, en hún og maður hennar, auk Mikaels Róbertssonar, níu ára syni hans, gengu fram á rostung í Ófeigsfirði síðastliðinn laugardag. „Hann var kominn upp á gras og virtist vera veikur. Það vall upp úr honum bleik froða. Til að byrja með urraði hann á okkur og reyndi að snúa sér en þegar við vorum búin að vera þarna í smátíma þá gerði hann ekkert þótt við værum þarna í kringum hann.“ Ágústa segir þeim ekki hafa brugðið við. „Þetta var bara spennandi. Hann féll svo vel inn í umhverfið, það er svo mikið af rekaviði þarna. Við vorum búin að sjá það í svolítilli fjarlægð að þarna væri einhver rosalegur drumbur. Ætli hann sé ekki allt að 1,2 metrar upp á makk- ann á honum þegar hann liggur. Ég myndi giska á að hann væri örugg- lega tonn, ef ekki meira.“ Þau gerðu Pétri Guðmundssyni, bónda í Ófeigsfirði, viðvart. „Hann drapst, greyið, á laugardaginn. Ég get nú ekkert losað mig við hann, hann verður bara að rotna þarna niður. Ætli hann verði ekki bara góður fyrir refi.“ Pétur fékk sein- ast rostung á land fyrir fimmtán árum. Páll Hersteinsson, prófessor í spendýrafræði við Háskóla Íslands, segir rostunga mjög sjaldséða á Íslandi. Róbert Stefánsson líffræð- ingur sagði þennan líklega ættaðan frá Grænlandi eða Svalbarða. Síð- asti rostungur sem vitað er um að hafi vitjað landsins sást í Arnar- firði í júlí 2005. Rostungar eru frið- aðir nema á Grænlandi. Þeir lifa aðallega á botndýrum en hafa þó verið þekktir fyrir að drepa hvíta- birni sem ráðast að þeim. Beina- leifar benda til að rostunga hafi rekið á land á Vestfjörðum fram á 19. öld. Einnig hafi þeir komið á land við Faxaflóa og Snæfellsnes. „Það er aldrei að vita hverju maður mætir á Ströndunum, það er ljóst,“ sagði Ágústa. - kbs Fjölskylda gekk fram á rostung í Ófeigsfirði Þrír ferðalangar gengu fram á rostung í Ófeigsfirði. Hann var kominn upp á gras og upp úr honum vall froða. Héldu fyrst að hann væri rekaviðardrumbur. SPENNTUR FYRIR ROSTUNGNUM Mikael Róbertsson var undir það búinn að sjá ísbirni en ekki rostung. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að rostungurinn skyldi síðar drepast í Ófeigsfirði. MYND/ÁGÚSTA Ísafjarðardjúp Ófeigsfjörður HÓLMAVÍK FÓLK Rúnar Júlíusson er maður mikilla hæfileika, eins og sannast í laginu Allt sem ég á. Lagið er með rapparanum Opee en þeir Palli PDH og Magni Kristjánsson sömdu það. Rúnar syngur viðlagið í þessu splunkunýja rapplagi. „Við sendum honum lagið og hann fílaði það, kom í stúdíó og rúllaði þessu upp,“ segir Opee sem var í skýjunum með frammi- stöðu Hr. Rokk, eins og Rúnar er stundum kallaður. Rúnar sjálfur segir þetta skemmtilega reynslu. „Ég er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Þetta verkefni tók fljótt af og ég gerði mitt besta.“ - shs/ sjá síðu 30 Rúnar Júlíusson: Syngur í nýju rapplagi Opees ÁFRAM HÆGUR Í dag verður hæg norðlæg átt. Víðast fremur skýjað og hætt við lítilsháttar vætu sunnan til. Hiti 9-15 stig, hlýjast suðvestan til. VEÐUR 4 11 12 12 1214 VERSLUNARMANNAHELGI Flestar þær hátíðir sem haldnar voru um verslunarmannahelgina gengu vel fyrir sig. Á Akureyri leituðu tvær konur á neyðarmóttöku vegna nauðgana, en þær hafa ekki verið kærðar til lögreglu enn sem komið er. Í Vestmannaeyjum aðstoðuðu lögregla og björgunarsveit þrjá unga menn sem ætluðu að sigla til Eyja frá Þorlákshöfn. Þeir voru illa búnir og týndust við Eyjar. Björgunarsveit fann þá og fylgdi þeim til hafnar. Sautján fíkniefna- mál og sex líkamsárásir, sem voru þó minniháttar að sögn lögreglu, komu til kasta lögreglu þar. Ófært var milli lands og Eyja í sólarhring vegna þoku. - þeb / sjá síðu 4 Verslunarmannahelgin liðin Flestar hátíðirn- ar fóru vel fram ÚR DALNUM Í BORGINA Óskar Elfarsson var hress við komuna til Reykjavíkur . FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR UMHVERFISMÁL Starfsmenn Orku- veitu Reykjavíkur hafa látið moka einum 100.000 tonnum af jarðvegi í gíga á Hellisheiði. Tilgangurinn er að bæta fyrir syndir forfeðr- anna og endurgera gígaröð svo hún verði sem líkust því sem hún var árið 1950, að sögn Kristins H. Þorsteinssonar, garðyrkjustjóra fyrirtækisins. Verkefnið, sem tekur nokkur ár og felst einnig í því að koma upp staðargróðri á röskuðu svæði, gæti kostað Orkuveituna alls um 300 milljónir króna. Á dögunum komst upp um skemmdarverk á svæðinu, sem fólust í því að ruglað var í tilrauna- gróðurreitum OR og Landbúnaðar- háskólans. Þetta gæti tafið upp- græðsluverkefnið um allt að tvö ár, segir Kristinn. Ekki hefur þó verið ákveðið hvort gæsla verður efld í kringum þessa reiti. Þrátt fyrir þessar endurbætur verður ekki ráðist í að hylja fyrir- ferðarmikil rör og leiðslur Orku- veitunnar á svæðinu. Þær eru barn síns tíma og í samsvarandi virkjunum nú til dags yrði reynt að fella þær betur inn í landslagið, segja forsvarsmenn á svæðinu. - kóþ / sjá síðu 12 Starfsmenn Orkuveitu stórhuga í umhverfisstarfi á Hellisheiðinni: 100.000 tonn af jarðvegi í gíga Verslunarmannahelgin „Fólk á öllum aldri fær glampa í augun þegar brekkusönginn í Herj- ólfsdal ber á góma,“ segir Jónína Michaelsdóttir. Í DAG 16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.