Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 10
10 5. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR Besti bankinn á Ís landi! Varstu að fá endurgreitt frá skattinum? UMFERÐIN „Við myndum fagna reið- hjólastígum til að skilja að reiðhjól og bílaumferð. Það er okkar skoðun og kannski einhver framtíðarmús- ík,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir lögregluna ekki líta svo á að hjólreiðar passi vel inni á akreinum hraðskreiðrar bílaum- ferðar, heldur fari best á því að þessu sé haldið aðgreindu. Önnur ástæða til að hafa sérstak- an stað fyrir hjólreiðar væri að það einfaldaði stöðu hjólreiðafólks, að vissu leyti. Landslög skilgreina hjólreiðafólk sem ökumenn í einni lagagrein, en það nýtur réttar gangandi vegfar- enda í annarri. Þeir eru beggja vegna borðs. Guðbrandur rekur þetta til þess að eitt sinn var litið á reiðhjól sem leiktæki barna: „En nú eru þetta samgöngutæki fullorðins fólks.“ Landssamtök hjólreiðamanna hafa ályktað að þau harmi að „ekki skuli vera gert ráð fyrir hjólreiða- braut með aðgreindum stefnum í tengslum við lagningu forgangsa- kreinar á Miklubraut, sem nú er í vinnslu“. „En það hefur aldrei verið viðlíka átak gert í uppbyggingu hjólreiða- stíga í höfuðborginni eins og við erum að gera núna,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfull- trúi og formaður umhverfis- og samgönguráðs. „Hjólreiðamenn sóttust eftir því að vera á for- gangsakrein strætisvagna á Miklubraut, en Strætó lagðist gegn því, enda ekur hann þar á miklum hraða,“ segir Gísli. Spurður hvers vegna ekki hafi verið lagðir hjólastígar utan forgangsakrein- anna, minnir Gísli á að til standi að leggja Miklubrautina í stokk. „Og þá verða hjólreiðastígar á yfirborð- inu, ásamt forgangsakreinum strætós.“ Unnið sé að öðrum leiðum milli austur- og vesturhluta borgarinnar. „Og við erum að setja stíga út um alla borg en það kemur ekki allt í einu, því miður.“ Þá bendir Gísli á að hjólreiðafólk sé „alltaf inni í myndinni“ þegar götur eru endurnýjaðar eða lagðar. Ekki sé í öllum tilfellum hægt að fara eftir vilja Landssamtaka hjól- reiðamanna en hann efist ekki um að þau verði ánægð með verkin sem nú eru unnin í borginni. klemens@frettabladid.is Hjólreiðamenn vilja stíga við Miklubraut Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir að hjólreiðar og bílaumferð eigi illa sam- an. Landssamtök hjólreiðamanna gagnrýna að ekki séu lagðir hjólastígar við Miklubraut en Gísli Marteinn segir að ekki sé hægt að gera allt í einu. GÍSLI MARTEINN BALDURSSON FORGANGSAKREIN STRÆTÓS VIÐ MIKLUBRAUT Hjólreiðafólk hefur gagnrýnt að hafa hvorki fengið inni á þessari akrein, né hafi sérstök akrein fyrir hjólreiðamenn verið lögð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON INDLAND, AP Viðskiptaráðherra Indlands, Kamal Nath, var vel fagnað þegar hann kom heim frá hinum árangurslitlu Doha- viðræðum Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar í Genf í síðustu viku. Víða um heim er hann litinn hornauga fyrir að hafa átt meiri þátt í því en flestir aðrir að samningar skuli ekki hafa tekist, nú sjö árum eftir að fyrst var hafist handa við viðræðurnar. Heima á Indlandi eru flestir hins vegar stoltir af sínum manni. Jafnt bændur sem iðnjöfrar telja hann hafa unnið mikið afrek, og Bandalag viðskipta- og iðnráða Indlands afhenti honum fagran blómvönd í þakklætisskyni. - gb Fulltrúa Indverja í Genf: Vel fagnað við heimkomuna KAMAL NATH Viðskiptaráðherra Ind- lands. NORDICPHOTOS/AFP HOLLAND, AP Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu- Serba, segir engar líkur til þess að réttarhöldin yfir sér verði sanngjörn. Til þess verði andrúmsloft í fjölmiðlum alltof andstætt sér. Þetta segir hann í fjögurra blaðsíðna yfirlýsingu, sem hann hugðist lesa upp þegar hann kom í fyrsta sinn fyrir dómara stríðsglæpadómstólsins í Haag á fimmtudag. Lesturinn var stöðvaður, en þess í stað var yfirlýsingin birt á vefsíðum dómstólsins. - gb Radovan Karadzic: Sakar fjölmiðla um nornaveiðar RADOVAN KARADZIC Ítalir staðfesta ESB-samning Þjóðþing Ítalíu hefur einróma staðfest nýjan sáttmála Evrópusambandsins um breytingar á helstu stofnunum þess. Þá hafa 23 af 27 aðildarríkjum sambandsins samþykkt samninginn. Tékkland, Pólland og Svíþjóð hafa enn ekki staðfest hann, en á Írlandi var samningurinn felldur í þjóðar- atkvæðagreiðslu. ÍTALÍA SKRAUTLEGUR Í MEXÍKÓBORG Þessi skrautlegi maður lét sig ekki vanta á úti- göngu gegn hommahræðslu, sem efnt var til í Mexíkóborg um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.