Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 42
ÓL 2008 Íslenska handboltalands- liðið er komið til Peking líkt og margir af um 50 Íslendingum sem munu dvelja í Ólympíuþorpinu í Peking. Landsliðið ferðaðist um helgina og viðurkenndi landsliðs- þjálfarinn að menn væru ansi lúnir í herbúðunum. Það er raunar réttnefni á Ólymp- íuþorpinu því öryggisgæslan er gríðarleg að sögn Guðmundar. Verið var að leita á Guðmundi þegar hann svaraði símanum í gær en þá var liðið nýkomið af æfingu. „Við flugum fyrst til München í Þýskalandi og þurftum að bíða þar í sjö klukkutíma. Við fórum síðan af stað klukkan hálfníu að kvöldi og komum til Peking á hádegi í dag,“ sagði Guðmundur í gær. Klukkan var þá að nálgast 23 í Kína og landsliðið á leið að fá sér næringu fyrir svefninn eftir tveggja tíma æfingu. Ferðalagið gekk vel að sögn Guðmundar en þreytan var svo sannarlega til staðar. Fjarlægðin frá Íslandi til Peking er um 10.500 kílómetrar. „Við erum mjög lúnir. Við vorum nánast að berjast við að halda okkur vakandi í dag meðan við vorum að koma okkur fyrir. Það hjálpaði rosalega mikið til að við náðum að sofa í vélinni á leiðinni hingað. Það þurfti öll til- tæk ráð til þess en það hófst,“ sagði þjálfarinn. Íslensku keppendurnir eru tekn- ir að smalast saman í Ólympíuþorp- inu þar sem Guðmundur segir að aðstæður séu mjög góðar. „Það er ekki hægt að kvarta yfir neinu. Þorpið er allt hið glæsilegasta og höllin sem við æfðum í er fín,“ segir þjálfarinn og bætti við að allt skipu- lag væri einnig til fyrirmyndar. Hann segir þó að hitinn sé mikill og rakinn eftir því. Hitinn í Peking í gær var um 30 gráður. „Mengun- in er líka rosaleg. Við finnum kannski ekki beint fyrir henni en maður bara sér hana. Ástandið hefur víst lagast aðeins en það sést varla á milli húsa,“ sagði Guð- mundur. Undirbúningur landsliðsins hefur verið stífur og nú tekur alvaran við. Guðmundur viður- kennir að erfitt sé að vera frá fjöl- skyldunni í svo langan tíma. „Það er það auðvitað en menn verða bara að venjast því. Við erum ein- beittir að verkefninu og erum komnir í startholurnar,“ sagði þjálfarinn. hjalti@frettabladid.is 26 5. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is FRJÁLSAR Ólympíuleikarnir verða settir í Peking í Kína á föstudag- inn og íslenski hópurinn mun þá ganga inn á völlinn ásamt kepp- endum allra hinna rúmlega tvö hundruð þjóða sem verða með á leikunum að þessu sinni. Þrír íslenskir keppendur verða þó ekki í Kína klukkan átta mínútur yfir átta 8. ágúst næstkomandi. Íslenska frjálsíþróttafólkið á ekki að keppa fyrr en níu til ellefu dögum eftir að leikarnir eru settir og mun því verða við æfingar í Japan þar til nær dregur keppni. Spjótkastarinn Ásdís Hjálms- dóttir segir það auðvitað vera leið- inlegt að missa af hátíðinni en þetta hafi samt verið það skyn- samlegasta í stöðunni. „Þetta er hálfgerður léttir í svekkelsinu því ég ætlaði að fara í æfingabúðirnar til Japan, fljúga yfir á hátíðina í Peking og fara síðan aftur yfir til Japan. Ég myndi síðan fara til Kína aðeins nokkrum dögum seinna. Okkur fannst of langur tími að vera í Peking alveg frá opnunarhátíð. Ég var farin að kvíða fyrir öllu þessu ferðalagi rétt fyrir keppni. Þegar við tókum þá ákvörðun að það væri langbest að sleppa opnunarhátíðinni þá var það hálfgerður léttir,“ segir Ásdís sem keppir ellefu dögum seinna. Stangarstökkvarinn Þórey Edda Elísdóttir hefur reynsluna af því að taka þátt í Ólympíuleikum og hún segir áreitið vera alltof mikið í Peking til þess að dvelja þar í meira en tíu daga fyrir keppni. „Við byrjum ekki fyrr en í seinni vikunni og það er óþægilegt að vera inni í þorpinu svona lengi. Það er svo mikið af tilfinningum sem eru í gangi og svo mikið stress. Maður yrði því alveg búin á því þegar kæmi að keppninni. Það er betra að halda sér ferskum í æfingu og koma síðan beint í keppnina en um leið vera búin að venjast tímamismuninum,“ segir Þórey sem er búin að skipuleggja tímann fram að keppni. „Ég hitti þjálfarann minn aftur þegar ég kem til Peking 13. ágúst. Ég kem inn í þorpið þremur dögum fyrir keppni og þá verða bara rólegar æfingar og afslöppun. Svo verður bara nelgt á það hinn sextánda,“ segir Þórey. Ragna Ingólfsdóttir og Jakob J. Sveinsson keppa bæði daginn eftir opnunarhátíðina og svo gæti farið að þau yrðu ekki með hópnum sem gengur inn á Ólympíuleikvang- inn. - óój Íslenska frjálsíþróttafólkið verður í Japan þegar Ólympíuleikarnir verða settir: Missa af opnunarhátíðinni ÞÓREY EDDA Verður ekki með Íslending- unum á setningarathöfninni á Ólympíu- leikvanginum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL REYKJAVÍK MÜNCHEN PEKING 2686,3 km 7767,9 km Samtals vegalengd: 10454,2 km Lúnir ferðalangar fóru beint á æfingu Íslensku ólympíufararnir eru farnir að tínast til Peking í Kína. Handboltalandsliðið kom þangað í gær eftir strangt ferðalag og fór beint á æfingu. Landsliðsþjálfarinn segir að þreytan vari í nokkra daga. Íslenska ungmennalandsliðið í handbolta tapaði aðeins einum leik á HM í Makedóníu. Samt sem áður lauk liðið leik í þrettánda sæti en það var ótrúlega nálægt því að spila til verðlauna. Þjóðverjar, sem Ísland vann í riðlakeppninni, urðu heimsmeistarar. „Ég held að við séum með næstbesta árangurinn á mótinu í stigum,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari liðsins, sem er nú búið að ljúka sínu verkefni og eru stelpurnar flestar ekki gjaldgengar í ungmennaliðið lengur. „Það er skrýtið og er svekkjandi að tapa aðeins einum leik en enda í þessu sæti en þegar maður horfir á heildina er ekki annað hægt en að vera stoltur af þessu. Það má ekki bara horfa á sætatöluna,“ sagði Stefán. Ísland komst ekki upp í aðalúrslitin eftir riðlakeppnina og fór í annan milliriðil þar sem spilað var um neðri sætin á mótinu. Þar vann Ísland alla leikina sína, gegn Kasakstan, Alsír, Makedóníu og loks Japani í leik um 13. sætið. „Hefðum við farið áfram í aðalúrslitakeppnina hefðum við verið með þrjú stig í milliriðlinum og gríðarlega nálægt því að komast í undanúrslit. Þetta sýnir að við erum með eitt af átta bestu liðum í dag. Framtíðin er björt með þessar stelpur,“ segir Stefán. Eins og fram hefur komið var undirbúningur liðsins nánast enginn en það var kallað inn vegna forfalla á síðustu stundu. „Við náðum fimm æfingum,“ segir Stefán en liðið fékk mikla athygli fyrir framgöngu sína úti. „Íslenskur kvennahandbolti er alveg kominn á kortið. Við vökt- um mikla athygli og í leiknum gegn heimamönnum í Makedóníu voru 2.500 manns farnir að hvetja okkur eftir að hafa baulað fyrstu fimmtán mínúturnar. Það var mjög gaman,“ sagði landsliðs- þjálfarinn. Hann á erfitt með að taka út leikmenn sem stóðu sig best. „Það voru allar að spila gríðarlega vel. Markvarslan var mjög góð, Rut Jónsdóttir og Hildi- gunnur Einarsdóttir áttu mjög gott mót en allt liðið hélt sér vel einbeitt og kláraði verkefnið við erfiðar aðstæður úti,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. ÍSLENSKA UNGMENNALANDSLIÐIÐ: TAPAÐI AÐEINS EINUM LEIK EN ENDAÐI Í ÞRETTÁNDA SÆTI Íslenskur kvennahandbolti kominn á kortið HANDBOLTI Staffan „Faxi“ Olsson og Ola Lindgren hafa tekið við sænska handboltalandsliðinu. Þeir eru með reynslumestu landsliðsmönnum Svía og voru leiðandi leikmenn á gullaldarár- um þeirra. Þeim er ætlað að endurvekja árin góðu en Olsson þjálfar áfram Hammarby í heimalandinu og Lindgren þýska liðið Nordhorn samhliða lands- liðsþjálfarastöðunni. - hþh Olsson og Lindgren ráðnir: Reynsluboltar taka við Svíum NBA Kobe Bryant myndi spila í Rússlandi fyrir 3,2 milljarða í laun á ári. Bryant, sem leikur með Los Angeles Lakers, er einn besti körfuknattleiksmaður heims og aðspurður sagðist hann vitaskuld skoða það ef tilboð kæmi erlendis frá, til dæmis Rússlandi. „Ert þú eigandi rússnesks félags? Það má koma þessu í kring fyrir 40 milljónir dollara á ári,“ sagði Bryant við blaðamann eftir æfingaleik Bandaríkjanna og Rússa. Vegna launaþaksins í NBA geta ríkustu félög í Evrópu boðið mun hærri laun en félögin í Bandaríkj- unum. LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, var á dögunum orðaður við gríska félagið Olympiakos en svimandi há laun hans gætu tvöfaldast í Grikklandi, hafi hann áhuga á því. - hþh Leikmenn týnast úr NBA: Peningarnir í Evrópu heilla 10.500 KÍLÓMETRAR Á MILLI Guðmundur heldur hér á dóttur sinni, Júlíu Ósland, sem er langt frá föður sínum í dag. Fyrir aftan er Ólafur Stef- ánsson með Stefaníu Þóru. > Orðrómurinn að hætta? Eiður Smári Guðjohnsen virðist hafa tekið af allan vafa um hvað framtíð hans hjá Barcelona varðar. Hann sagði við heimasíðu Barcelona að hann vildi vera áfram hjá félaginu. Nýr stjóri liðsins, Pep Guardiola, sagði við Eið að hann bæri traust til hans sem sýnir sig í undirbúningi liðsins fyrir komandi tímabil. Eiður hefur spilað mest allra leikmanna liðsins í æfingaleikj- unum, nú síðast 45 mínútur í 5-2 sigri á Chivas frá Mexíkó. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ RKOBE Segist vera til í að spila í Rússlandi fyrir þrjá milljarða. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FAXI Er orðinn landsliðsþjálfari Svía ásamt Ola Lindgren. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.