Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 19
[ ]Skúffur geta stundum verið stífar og erfitt að draga þær út. Til að leysa vandamálið er hægt að bera vax eða sápu á hliðarnar. Hægt er að skoða brauðristir frá upphafi tuttugustu aldar á heimasíðunni www.toastermu- seum.com. Margir álíta brauðrist aðeins nauð- synlegt eldhúsáhald sem hefur lítið fegurðargildi. Þýski hönnuðurinn Jens Veerback er þó á öðru máli en hann heldur úti mjög skemmtilegu brauðristasafni á netinu. „Það er ótrúlegt á hversu marga vegu hægt er að útfæra verknaðinn að rista brauð. Ég var dolfallinn yfir hug- myndaauðgi hönnuða við gerð brauðrista og sæki innblástur í hönnunina á hverjum degi,“ segir Jens þegar hann útskýrir tilurð safnsins. Jens hefur safnað ristum hvaða- næva úr heiminum og kaupir marg- ar þeirra á eBay. Á heimasíðu hans, www.toastermuseum.com, má finna brauðristir allt frá upphafi tuttugustu aldar ásamt lýsingu á þeim og sögu. mariathora@frettabladid.is Ristir sem eru augnayndi Þessi breska rist frá Clem er sérstök í laginu. Frá hlið lítur hún út eins og eldflaug. Rist frá þriðja áratug síðustu aldar gerð úr postulíni. Falleg brauðrist frá fyrirtækinu HMV. Þessi skemmtilega rist frá Siem- ens lítur út eins og lítil handtaska. MYND/ÚR SAFNI TOASTER MUSEUM Þýsk rist frá Epeha sem er mjög sjald- gæf. Frönsk brauðrist frá miðri síðustu öld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.