Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 34
18 5. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is NEIL ARMSTRONG ER 78 ÁRA Í DAG „Ég trúi því að hver mann- eskja hafi takmarkað- an hjartsláttarfjölda. Ég hef ekki í hyggju að sóa mínum.“ Geimfarinn Neil Armstrong var fyrsti maðurinn til að stíga niður fæti á tunglinu. MERKISATBURÐIR 1874 Þjóðhátíð hefst á Þing- völlum við Öxará í tilefni af 1.000 ára afmæli Ís- landsbyggðar. 1919 Erlent knattspyrnulið leik- ur í fyrsta sinn á Íslandi en það var danska liðið AB. Liðið keppti við úrval úr Val og Víkingi og sigr- uðu Danirnir með sjö mörkum gegn engu. 1956 Hraundrangi, 1.075 metra klettatindur í Öxnadal, er klifinn í fyrsta sinn. 1985 Kertum er fleytt á Tjörn- inni í Reykjavík til að minnast þess að 40 ár voru liðin frá kjarnorku- sprengju sem varpað var á Hiroshima 6. ágúst. Kertafleytingin hefur síðan farið fram árlega. Þennan dag árið 1960 fékk Búrkína Fasó sjálfstæði frá Frökkum. Búrkína Fasó, þýðir „land hinna uppréttu“ en þar hafa fundist æva- fornir munir, svo sem sköf- ur, meitill og örvarodd- ar frá því mörgum öldum fyrir Krist. Bretar og Frakkar börð- ust um landið en svo fór að það varð franskt verndar- svæði árið 1896. Stórveldin héldu þó áfram að berjast um landið og á endanum skiptu þau því á milli sín. Frakkar náðu þó undirtökum á ný og var nafni þess breytt í Lýðveldið Efri-Volta. Búrkína Fasó er landlukt land í Vestur-Afríku, sem þýðir að það liggur ekki að sjó. Landið liggur að Malí í norðri, Níger í austri, Benín í suðaustri, Tógó og Gana í suðri og Fílabeinsströndinni í vestri. Thomas Sankara, forseti landsins, breytti nafni þess í Búrkína Fasó árið 1984 en höfuðborgin heitir Ouag- adougou. Eftir að Búrkína Fasó fékk sjálfstæði gekk á ýmsu í stjórnmálalífi lands- ins þar til tekið var upp lýð- veldi með hálfgildingsforsetaræði. Núverandi for- seti er Blaise Campaoré. ÞETTA GERÐIST 5. ÁGÚST 1960 Búrkína Fasó fékk sjálfstæði Móðir okkar , tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Guðmundsdóttir Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést 25. júlí síðastliðinn á Landspítalanum Fossvogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur Sigurðsson Helga G. Herlufsen Anna Sigurðardóttir Árni Guðmundsson barnabörnin og barnabarnabörnin. Ástkær eiginmaður minn og vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Lárus Arnar Kristinsson fyrrverandi sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður, Hátúni 23, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. júlí. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 14. Kristín Rut Jóhannsdóttir Jóhann Kristinn Lárusson Kolbrún Kristinsdóttir Hafsteinn Lárusson Halla Benediktsdóttir Sigvaldi Arnar Lárusson Berglind Kristjánsdóttir afa- og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, Ásta Bjarnadóttir, Vífilsstöðum, áður til heimilis að Álftamýri 44, lést að Vífilsstöðum 31. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 11.oo. Bjarney Georgsdóttir Samúel V. Jónsson Jóhanna Georgsdóttir Sigurjón Óskar Georgsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, Anna Þorgilsdóttir frá Þorgilsstöðum, Fróðárhreppi, Rauðagerði 64, Reykjavík, sem lést 25. júlí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minn- ast hennar er bent á Hjartavernd. Sveinn B. Ólafsson Ólafur Þ.B. Sveinsson Björg Guðmundsdóttir Kristlaug Sigríður Sveinsdóttir Guðmundur Hannesson Una Þorgilsdóttir og barnabörn. Tónlistarhátíð unga fólksins verð- ur haldin í fyrsta skipti dagana 5.- 17. ágúst og fer opnunarhátíð fram í Salnum í Kópavogi í kvöld. Hug- myndin að hátíðinni kviknaði fyrir um tveimur árum og eru það þau Guðný Þóra Guðmundsdóttir fiðlu- leikari og Helgi Jónsson tónlistar- fræðingur sem hafa borið hitann og þungann af undirbúningnum. „Þetta verða námskeið og tónleika- röð fyrir ungt fólk sem hátt í sjötíu klassískir tónlistarnemendur á aldr- inum tíu til þrjátíu ára koma að en þeir koma bæði héðan og erlendis frá. Kennt verður á grunnstigi, fram- haldsstigi og háskólastigi og alls eru tíu námskeið í boði. Sem dæmi má nefna söngnámskeið, píanónámskeið, fiðlunámskeið og kvartettnámskeið. „Hvatinn að hátíðinni var sá að okkur fannst vanta sameiginlegan vettvang fyrir tónlistarnema á land- inu til að hittast og kynnast. Í hinum ýmsu íþróttum eru haldin fjölmörg mót á ári en tónlistarnemendur eru mikið einir í sínu horni,“ lýsir Guðný og heldur áfram: „Þá fáum við til okkar nemendur frá þremur heims- álfum sem skapar vettvang til að búa til tengslanet og kynnast nýju fólki.“ Guðný segir einnig algengt að ungt fólk sem hefur ákveðið að leggja tónlistina fyrir sig sæki út í heim á sumrin til að komast í tíma hjá virt- um kennurum og halda sér þannig í formi. „Það þýðir yfirleitt vinnutap og mikil fjárútlát og ákváðum við því að flytja kennarana hingað heim ásamt því að biðja það frábæra tón- listarfólk sem við eigum hér á landi til að vera með námskeið. Þannig gerum við íslenskum tónlistarnem- um kleift að læra hjá bestu kennur- unum burtséð frá búsetu eða skóla.“ Í tónleikaröðinni sem fer fram í Salnum verður boðið upp á sjö tón- leika á tímabilinu. Þar koma full- trúar frá yngstu kynslóð einleikara fram ásamt eldri kempum. Auk þess verða nemendatónleikar í ung- mennahúsinu Molanum á móti Saln- um á hverjum degi en þannig fá nem- endur tækifæri til að þjálfa sig í því að koma fram. „Við vonumst svo til að þetta verði árlegur viðburður og sjáum þetta fyrir okkur sem eins konar landsmót tónlistarnemenda,“ segir Guðný En hvers vegna varð Kópavogur fyrir valinu? „Við leituðumst eftir samstarfi við bæinn þar sem okkur þótti aðstaðan þar til fyrirmyndar og við sáum fyrir okkur að starfsemin gæti öll verið á svipuðum stað en hún fer fram í Salnum, Molanum og tón- listarskólanum. Bærinn hefur síðan stutt við bakið á okkur meðal ann- ars með því að leggja til tvo starfs- menn gegnum skapandi sumarstarf en það eru þær Þorgerður Edda Hall og Arnþrúður Gísladóttir sem báðar eru í tónlistarnámi.“ Á opnunartónleikunum klukkan 20 í kvöld er það strengjasveitin Skark sem ríður á vaðið en hún er skipuð ungu tón- listarfólki. Næstu tónleikar verða síðan laugardaginn 9. ágúst en þá verða allar fiðlusónötur Eugene Ysaye fluttar í heild sinni í fyrsta sinn á Íslandi af sex ungum fiðluleikurum. vera@frettabladid.is TÓNLISTARHÁTÍÐ UNGA FÓLKSINS: HALDIN Í KÓPAVOGI Landsmót tónlistarnemenda SAMEIGINLEGUR VETTVANGUR TÓNLISTARNEMA Guðný Þóra Guðmundsdóttir og Þorgerður Edda Hall eru meðal þeirra sem standa að baki hátíðinni en henni er ætlað að skapa sameig- inlegan vettvang fyrir tónlistarnema. Vonast er til að hátíðin verði árlegur viðburður. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Húsið við Hafnarstræti 98 á Akur- eyri mun ganga í endurnýju lífdaga áður en langt um líður. Það er þekkt sem gamla Hótel Akureyri og hefur staðið autt um langt skeið. Á síðasta ári stóð til að rífa húsið en mennta- málaráðherra friðaði það í nóvember síðastliðnum. Það var svo KEA á Ak- ureyri, ásamt fleiri fjárfestum, sem keypti það í mars og ætlar að koma því í upprunalegt horf. „Fyrsta úttekt á burðarvirkinu í húsinu hefur verið gerð og hönnunar- og teikningavinna er farin í gang,“ segir Bjarni Hafþór Helgason, fjár- festingastjóri KEA. Hann segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort burðarvirkið sé nothæft, í framhaldi af því verði hafist handa. „Við gerum ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í haust og þetta sé að minnsta kosti ársverkefni. Markmiðið er að þegar upp verði staðið verði þarna falleg bygging með upprunalegu útliti, sem stenst nútímakröfur að innan,“ segir Bjarni Hafþór. Hann segir nokkra aðila þegar hafa lýst yfir áhuga á að leigja í húsinu. - þeb Fært í upprunalegt horf HAFNARSTRÆTI 98 Húsið hefur að mestu staðið autt í mörg ár. Húsin við Hafnarstræti 94 og 96 hafa þegar verið gerð upp í upp- runalegri mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRUNN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.