Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 5. ágúst 2008 25 AMY Virðist ekki vera að minnka drykkju eða eiturlyfjanotkun. Foreldrar söngkonunnar Amy Winehouse virðast ekki vilja við- urkenna að dóttir þeirra sé enn háð fíkniefnum. Eins og kunnugt er var Amy flutt í skyndi á spítala fyrr í vikunni eftir að hafa fengið nokkur krampaköst. Faðir Amy sagðist handviss um að einhver vinur söngkonunnar hefði sett eit- urlyf í drykkinn hennar henni óaf- vitandi og hét því að finna þann seka og launa honum lambið gráa. Nú hefur móðir Amy tjáð sig um málið og sagt að Amy hafi ruglað lyfjunum sínum saman, en söng- konan á að taka inn lyf til þess að hjálpa henni að hætta á heróíni. „Ég trúi því að Amy sé hætt að nota eiturlyf. Eftir að hafa greinst með lungnaþembu hefur hún passað betur upp á sig,“ sagði móðir Amy. Nýlega náðust myndir af söngkonunni þar sem hún sést með leifar af hvítu dufti í nefinu, það virðist því sem að Amy sé ekki alveg heiðarleg við foreldra sína hvað þetta varðar. Halda að Amy sé hætt að dópa Leikkonan Heather Matarazzo, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í myndunum Welcome to the Dollhouse og 54, ætlar að ganga í það heilaga með kærustu sinni. Heather, sem er 25 ára gömul, kom út úr skápnum fyrir nokkr- um árum síðan. „Þetta var mjög fallegt. Fyrst bað Heather Carolyn um að giftast sér og svo bað Carolyn hennar,“ sagði talsmaður Heather um trúlofun- ina. „Þær eru mjög ástfangnar og það mætti eiginlega segja að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn.“ Leikkona trúlofar sig ÁSTFANGNAR Heather Matarazzo og Caroline Murphy ætla að ganga í hjóna- band. NORDICPHOTOS/GETTY MINI ME Leikarinn stendur nú í mála- ferlum við fyrrum kærustu sína. Leikarinn dvergvaxni Verne Troyer hefur ákveðið að fara í mál við fyrrum kærustu sína, Ranae Shrider. Verne fer fram á skaðabætur vegna þess líkamlega og andlega ofbeldis sem hann þurfti að þola af hennar hendi meðan á sambandi þeirra stóð. Verne sagði að Ranae hefði meðal annars brotist inn til hans og í eitt skiptið hafi hún lyft honum upp og kastað honum þvert yfir herbergið. „Þegar maður hendir svo smávaxinni manneskju á gólfið þá er fallið hátt og hún getur hlotið slæma áverka,“ sagði lögfræðingur Vernes um málið. Kærastan henti Mini Me á gólfið E I N F A L T G O T T Ó D Ý R T B E N S Í N D Í S E L NÝJASTA GRÍNMYND MIKE MYERS SEM FÆRÐI OKKUR AUSTIN POWERS MYNDIRNAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.