Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 6
6 5. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR Öll fjölskyldan er velkomin í skemmtiferð Samfylkingarinnar á Snæfellsnes. Dásemdir þjóð- garðsins undir Jökli verða kannaðar undir traustri leiðsögn Skúla Alexanderssonar. Deginum lýkur með glæsilegri grillveislu í Röstinni á Hellissandi. Miðar eru seldir á skrifstofu Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, fram til 13. ágúst. Tekið á móti pöntunum í síma 414 2200 eða á netfangið sumarferd@samfylking.is Allir með! Leikið verður eftir Greensome-kerfi. Ræst út frá kl. 14–16. Skráning fyrir 27. ágúst á www.golf.is eða í síma 414 2200. Nánari upplýsingar um sumarferðina og golfmótið er að finna á heimasíðu Samfylkingarinnar, www.samfylking.is RÚSSLAND Alexander Solzhenitsyn lést á sunnudag, 89 ára að aldri. Solzhenitsyn fékk verðlaun Nób- els árið 1970 fyrir störf sín en með skrifum sínum fletti hann hulunni af gúlag, fanga- og vinnu- búðum Stalíns og öðrum hrotta- fengnum aðferðum kommúnista í Rússlandi. Sjálfur eyddi hann átta árum í fangabúðum fyrir meinta óvirðingu í garð Stalíns. Einnig eyddi hann góðum hluta ævinnar í útlegð. Solzhenitsyn var lærður stærð- fræðingur og sagði hann í nóbels- ræðu sinni að sú menntun hefði líklega bjargað lífi sínu. Eftir hann liggur fjöldi verka, sjálfs- ævisöguleg, skáldverk, ljóð, leik- rit og söguskoðanir. Í viðtali við Spiegel í júlí á síðasta ári sagðist hann ekki hræðast dauðann. Hann sagðist ekki sjá á eftir neinu, þrátt fyrir að hafa mátt þola margar raunir um dagana. „Að sjálfsögðu hafa skoðanir mínar þróast með tímanum,“ sagði Solzhenitsyn. „En ég hef alltaf haft trú á því sem ég hef verið að gera og aldrei gert nokk- uð þvert á eigin samvisku.“ Kona hans, Natalja, sagði hann hafa fengið þann dauðdaga sem hann vildi, heima hjá sér að sumri. Jarðarför hans fer fram í Moskvu á morgun. - kbs Nóbelsskáldið Alexander Solzhenitsyn lést á sunnudaginn 89 ára gamall: Solzhenitsyn jarðaður í Moskvu NÓBELSSKÁLD Alexander Solzhenitsyn lést á heimili sínu á sunnudaginn. EFNAHAGSMÁL Áhyggjur fólks af yfirvofandi bankakreppu á Íslandi hafa minnkað eftir að stóru viðskiptabankarnir þrír kynntu ársfjórðungsuppgjör sín í síðustu viku. Þetta er mat breska viðskiptablaðsins Financial Times. Hagnaður Kaupþings minnkaði um fjörutíu af hundraði á öðrum fjórðungi ársins, hagnaður Lands- banka minnkaði um þrjú prósent og Glitnis um tuttugu prósent. Í grein Financial Times sem birt var á sunnudag segir að upp- gjör bankanna sýni fá merki um að banka- kreppa sé yfir- vofandi á Íslandi, þrátt fyrir að vissu- lega hafi harn- að á dalnum. Blaðið segir að fólk hafi óttast hrun íslenska bankakerfisins í kjölfar alþjóðlegrar lánsfjár- kreppu. Útrás bankanna hafi verið fjármögnuð að mestu með lánsfé sem nú sé af skornum skammti. Þessar áhyggjur hafi svo þrýst skuldatryggingarálagi bankanna upp í um 1.000 punkta. Uppgjör bankanna sýni hins vegar að ekki hafi verið ástæða til að örvænta. „Það er gott að einhver er að skrifa jákvætt um ástandið til til- breytingar,“ segir Sigurjón Árna- son, bankastjóri Landsbankans. Hann segir að skuldatryggingar- álagið hafi verið of hátt og ekkert samhengi hafi verið milli þess og stöðu íslensku bankanna. „Það er þyngra undan fæti held- ur en verið hefur, en við áttum ekki von á neinu hruni,“ bætir Sigurjón við. Financial Times bendir á að vaxtatekjur bankanna hafi aukist verulega að undanförnu, eigin- fjárstaða þeirra sé góð og fjár- mögnun hafi verið tryggð fyrir næsta ár. Hins vegar hafi afskrift- ir aukist verulega, sem bendi til að lánasafn bankanna sé ekki jafn tryggt og það var áður. steindor@frettabladid.is Telja bankakreppu ekki vofa yfir Íslandi Breska viðskiptablaðið Financial Times segir ársfjórðungsuppgjör íslensku bankanna slá á áhyggjur manna af fjármálakreppu hérlendis. Sigurjón Árna- son, bankastjóri Landsbankans, segist aldrei hafa átt von á neinu hruni. LANDSBANKINN Financial Times telur að íslenskt fjármálalíf geti staðið af sér yfir- standandi þrengingar. Það er gott að einhver er að skrifa jákvætt um ástandið til tilbreytingar. SIGURJÓN ÁRNASON BANKASTJÓRI LANDSBANKANS ÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi, forsætisráðherra á Ítalíu, hefur fengið því framgengt að þúsundir hermanna eru sendir út á götur borga landsins til að berjast gegn glæpum. Aðgerðin er partur af öryggis- viðbúnaði, sem einnig felur í sér hertar reglur um ólöglega innflytjendur, sem margir Ítalir telja tengjast glæpastarfsemi. Þjóðþing Ítalíu samþykkti aðgerðirnar, sem eiga að standa yfir í hálft ár. Gagnrýnendur segja hervæðingu borganna aðeins til þess fallna að vekja ótta almennings. - gb Aðgerðir gegn glæpum: Berlusconi kall- ar út hersveitir Ertu á móti heildstæðu um- hverfismati fyrir stóriðju? Já 43% Nei 57% SPURNING DAGSINS Í DAG: Sóttir þú skipulagða hátíð um verslunarmannahelgina? Segðu þína skoðun á vísir.is SIGURJÓN ÁRNASON HEILBRIGÐISMÁL „Börnin koma heim dag eftir dag með hausverk eða veikindi í hálsi,“ segir Ævar Örn Ævarsson, formaður foreldraráðs Korpuskóla í Grafarvogi. Foreldrar segja að fjórar bráðabirgða- byggingar við skólann séu sýktar og heilsuspillandi. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur gerði úttekt á byggingunum fyrir foreldraráð í júní. Þar kemur fram að eldri byggingarnar eru með viðvar- andi raka og fúkkalykt. Í sýnum úr byggingunum greindust myglusveppir og bakteríur í miklu magni. „Foreldrar hafa hringt og sagt okkur frá veikind- um barnanna sinna,“ segir Ævar. „Við vissum um nokkur tilfelli, en þetta virðist vera víðtækara en við gerðum okkur grein fyrir.“ Foreldrarnir lýsa fullri ábyrgð á hendur borgaryf- irvöldum. „Við viljum að borgin komi með varanlega lausn í þessu máli sem ekki er heilsuspillandi. Það fara engin börn inn í þessi fjögur hús aftur,“ segir Ævar. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs Reykjavíkur, stöðvaði í gær viðgerðir á húsunum. Hann ætlar að fara yfir ábendingar foreldranna ásamt borgarstarfsmönnum í dag. Guðrún Hjálmdís Hjálmarsdóttir, móðir fjórtán ára drengs í skólanum, hefur haft samband við lögfræðing vegna málsins. Sonur hennar hefur glímt við öndunarerfiðleika og höfuðverki, sem hún telur mega rekja til mengunarinnar í skúrunum. - sgj Kennslustofur í Korpuskóla eru heilsuspillandi, að sögn foreldraráðs: Börnin læra í mygluðum húsum KORPUSKÓLI Foreldrar munu ekki senda börn sín aftur í heilsuspillandi húsnæði, segir formaður foreldraráðs. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.