Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 46
30 5. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR Þrír ungir íslenskir fatahönnuðir halda til Kaupmannahafnar í vikunni til að taka þátt í tískuvikunni sem hefst þar í borg á miðviku- dag. Samhliða stóru sýningunum á tískuvik- unni sjálfri fer þar fram stór og mikil sölusýning að nafni CPH Vision, en fatahönn- uðirnir þrír taka hins vegar þátt í hönnunar- samkeppni að nafni Designer‘s Nest. „Það er hönnunarsamkeppni á milli skóla í Skandinavíu og mér skilst að hún sé eingöngu fyrir nýútskrifaða fatahönnunarnema,“ útskýrir Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir, sem heldur utan ásamt þeim Örnu Sigrúnu Haraldsdóttur og Evu Maríu Árnadóttur. Þær útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands í vor, ásamt þeim Tinnu Hallbergsdóttur og Ingu Björk Andrésdóttur. „Við máttum ráða hvort við færum núna í ágúst eða á febrúarsýninguna á næsta ári. Tinna og Inga ætla að fara þá, en við vildum fara núna,“ útskýrir Gunnhildur. Í keppninni fá nemarnir að sýna þrjá klæðnaði úr útskriftarlínum sínum. „Svo er dómnefnd sem velur bestu hönnunina og veitir verðlaun. Þar fyrir utan er líka sérstakt „showroom“ þar sem skólinn fær sér bás,“ útskýrir Gunnhildur, en þar gefst gestum og gangandi á sýningunni tækifæri til að kynna sér hönnunina. „Það er rosalega fínt tækifæri því það er fullt af fólki sem kemur þarna í gegn, innkaupafólk og fleiri,“ segir hún. Gunnhildur kveðst sjálf nú stefna að því að komast í starfsnám erlendis. „Ég stefni á það núna, en ég er svo sem ekkert búin að ákveða hvar það verður. Ég held að við séum allar í svipuðum pælingum. Það er mjög mikilvægt að vera með gott starfsnám á ferilskránni í þessu fagi og hver veit nema þetta gæti jafnvel verið leið inn í það,“ segir hún. - sun 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA Auglýsingasími LÁRÉTT 2. brennt vín, 6. ullarflóki, 8. neitun, 9. skammstöfun, 11. tveir eins, 12. gunga, 14. mest, 16. tímaeining, 17. blaður, 18. forsögn, 20. í röð, 21. hnappur. LÓÐRÉTT 1. afl, 3. öfug röð, 4. jafnframt, 5. sigti, 7. senda út hljóð, 10. vandlega, 13. angan, 15. hófdýr, 16. kærleikur, 19. málmur. LAUSN LÁRÉTT: 2. romm, 6. rú, 8. nei, 9. etv, 11. ðð, 12. kveif, 14. allra, 16. ár, 17. mas, 18. spá, 20. mn, 21. tala. LÓÐRÉTT: 1. þrek, 3. on, 4. meðfram, 5. mið, 7. útvarpa, 10. vel, 13. ilm, 15. asni, 16. ást, 19. ál. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Djasstónlistarmaðurinn Agnar Magnússon stendur nú í ströngu við að skipuleggja djasstónleika sem haldnir verða hinn 26. ágúst. Tónleikarnir eru haldnir í sam- starfi við Jazzhátíð Reykjavíkur og hefur Agnar fengið til liðs við sig tvo af þekktustu djasstónlist- armönnum heims, trommuleikar- ann Bill Stewart og kontrabassa- leikarann Ben Street, og munu þeir spila tónlist eftir Agnar sjálf- an. „Ég kynntist öðrum þeirra þegar ég var í námi í Hollandi og hinum kynntist ég þegar ég bjó í New York. Þeir spiluðu báðir með mér á fyrstu plötunni minni og eru mjög þekkt nöfn í djassheiminum og ég hef nú mannað mig upp í það að biðja þá að koma hingað til lands að spila,“ segir Agnar um fyrirhugaða tónleika. Hugmyndin er að taka tónleikana upp og gefa út tónleikaplötu næsta vor. „Þetta er tónlist eftir mig sem við munum spila. Við náum einni æfingu saman fyrir tónleikana þannig að við rennum svolítið blint í sjóinn með þetta.“ Agnar segir að þeir muni spila á tvennum tónleikum sama kvöldið og hefjast þeir fyrri klukkan 18.00. „Tónleikarnir verða í Vonarsal SÁÁ en þar er að finna brjálæðislega góðan flygil og þar er góð aðstaða til að taka upp, þannig að þetta er fínn salur fyrir einmitt svona tónleika,“ segir Agnar en sjálfur segist hann vera mjög spenntur fyrir tónleikunum. „Það er frábært fyrir mig sem tónlistarmann að fá að spila með þessum mönnum, þannig að ég er bæði mjög spenntur fyrir tónleik- unum en líka mjög stressaður.“ - sm Flytur inn þekkta djassista AGNAR MÁR MAGNÚSSON Agnar heldur tvenna tónleika í lok ágúst í samstarfi við Jazzhátíðina. GOTT TÆKIFÆRI Nýútskrifaðir fatahönnuðir frá LHÍ halda á tískuvikuna í Kaupmannahöfn. Frá vinstri, Arna Sigrún Haraldsdóttir, Eva María Árnadóttir, Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir, Tinna Hallbergsdóttir og Inga Björk Andrésdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta var bara skemmtilegt,“ segir Rúnar Júlíusson - Hr. Rokk. Á dögunum venti hann sínu kvæði í kross og söng inn viðlagið við rapplagið Allt sem ég á, sem rapp- arinn Opee er að gefa út. „Þeir höfðu bara samband við mig og ég þurfti engan umhugsunarfrest,“ segir Rúnar. Lagið er eftir Magna Kristjáns og Palla PDH en sá síðarnefndi stjórnaði upptökunum. Ólafur Páll Torfason, eða Opee, hefur ekkert nema fallegt að segja um Rúnar. „Við sendum honum lagið og hann fílaði það, kom í stúdíó og rúllaði þessu upp. Enda almennt séð frekar svalur gaur og mjög næs á því.“ Hann segir að ástæða þess að ákveðið var að fá Rúnar í lagið sé sú að yfir laginu hvíli ákveðið „old school wipe“. „Þetta er í anda eldri íslenskrar tónlist- ar,“ segir hann og segir Rúnar góðan fulltrúa hennar. „Þetta er ástaróður.“ Opee segir að Rúnar hafi sýnt hve mikill fagmaður hann er þegar í hljóðver var komið. „Við lékum okkur aðeins og prófuðum ýmislegt,“ segir hann. Rúnar segir þetta vera í fyrsta skipti sem hann blandar sér í hipphopp-kúltúrinn sem söngvari. Þó hefur hann komið þar nærri sem útgefandi en hann gaf út plötu Forgotten Lores, Frá heims- enda. „Ég rappaði nú ekki í þessu lagi hjá Opee. Það var bara ekki í boði,“ segir Rúnar og útilokar ekki að ef boð um að rappa kæmi, myndi hann láta slag standa. „Ég er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Þetta verkefni tók fljótt af og ég gerði mitt besta. Þessir strákar eru skemmtilegir,“ segir hann. Áætlað er að lagið komi út á næstu dögum en verið er að leggja lokahönd á það. Hvað Rúnar varð- ar þá var hann að spila á Flúðum um helgina með sinni forláta Rokksveit við góðar undirtektir nærstaddra. Engar sögur fara þó af því hvort Rúnar hafi rappað fyrir Hrunamenn. Rúnar hefur löngum verið nefndur Hr. Rokk, eftir að hann brá sér í það hlutverk á barnaplöt- unni Abbababb. Þrátt fyrir þetta skemmtilega hliðarspor telst ólík- legt að nafnið Hr. Rapp muni fest- ast á þennan reynda rokkara. soli@frettabladid.is RÚNAR JÚL: HR. ROKK FÆRIR ÚT KVÍARNAR Rúnni Júl syngur í rapplagi HR. ROKK Rúnar Júlíusson syngur í nýju rapplagi Opees sem heitir Allt sem ég á. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Keppa við aðra hönnunarnema OPEE Fékk Rúnar Júlíusson til þess að syngja með sér. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI „Ef ég mögulega gæti stillt á stöð sem spilar Abba myndi ég gera það og ég myndi líka gjarnan þiggja Boney M. Ég reyni að missa ekki af Sigurði Tómassyni á Útvarpi Sögu, og svo hlusta ég á síðdegisútvarpið á RÚV þegar ég hef kost á.“ Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumað- ur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Magnús Geir Þórðarson, leikhús- stjóri í Borgarleikhúsinu, er önnum kafinn við að skipuleggja starfið sem fyrir höndum er og hefur hann þegar ráðið fasta við húsið leikstjórana Kristínu Eysteins- dóttur, Jón Pál Eyjólfsson og síðast einhvern mesta leikhúsmann landsins – Kjartan Ragnarsson. Kjartan leikstýrir jólasýningu Borg- arleikhússins. Verkið er frægt eftir Durrenmatt og hét þegar það var sett upp við miklar vinsældir hér á landi seint á 7. áratug síðustu aldar „Sú gamla snýr aftur“ en heitir í nýrri leikgerð Kjartans „Milljarða- mærin snýr aftur“. Þykir inntak verksins og þráður svipa mjög til stöðu mála á Íslandi í dag. Geiri á Goldfinger keppist nú við að innrétta nýjan stað við Grensás, Steik and Play, þar sem áður var Bohem. Hann stefnir að því að opna áttunda þessa mánaðar enda dagsetningin mögnuð: 08.08.08. Geiri segir þarna um einhvern glæsilegasta veitingastað norðan Alpafjalla og nýmæli í veitingahúsarekstri. Geiri, sem hefur verið velgjörðarmaður kvennaknattspyrnu í Kópavogi, hefur boðið hinu frækna landsliði Íslands í kvenna- knatt- spyrnu til að vera við opnun- ina. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.