Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 2
2 7. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR BANDARÍKIN, AP Bandaríska dóms- málaráðuneytið hefur nú birt ellefu mönnum ákæru fyrir aðild að stuldi á fleiri en 41 milljón greiðslukorta- númera, misnotkun þeirra og sölu upplýsinganna til annarra aðila. Tölvuþrjótaaðferðum var beitt við að komast yfir kortanúmerin og til- heyrandi leyninúmer og persónu- upplýsingar eigenda kortanna. Þetta er langstærsta málið af þessu tagi til þessa sem ákært hefur verið í vestra. Meðal ákæruatriða er samsæri, innbrot í tölvukerfi, svik og stuldur persónuupplýsinga. Þrír hinna ákærðu eru bandarísk- ir ríkisborgarar en hinir eru flestir frá Austur-Evrópu og Kína. Í ákærunni, sem birt var fyrir alríkisdómstól í Boston, segir að sakborningarnir hafi brotist inn í þráðlaus tölvunet stórra vefversl- ana í Bandaríkjunum og komið þar fyrir njósnahugbúnaði sem „veiddi“ upplýsingar á borð við greiðslu- kortanúmer, lykilorð og viðskipta- yfirlit. „Þeir beittu háþróuðum tölvu- þrjótaaðferðum sem gerði þeim kleift að komast fram hjá netörygg- iskerfum og koma fyrir forritum sem söfnuðu gríðarlegu magni per- sónulegra fjármálaupplýsinga, sem þeir síðan ýmist seldu öðrum eða notuðu sjálfir,“ sagði Michael Muka- say, dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna á blaðamannafundi. Mukasey sagði ógjörning að svo stöddu að slá ákveðinni tölu á heildarupphæð tjónsins. Michael J. Sullivan ríkissaksókn- ari sagði að flest fórnarlömbin væru í Bandaríkjunum, en yfirvöld hefðu ekki getað látið alla vita sem hefðu orðið fyrir barðinu á korta- númeraþjófunum. Að sögn Sulli- vans voru hinar þjófstolnu upplýs- ingar vistaðar á netþjónum í Úkraínu og Lettlandi. Á einum voru 25 milljónir kortanúmera en yfir 16 milljónir á hinum. audunn@frettabladid.is Grill-leikur me› s‡r›um rjóma! Taktu þátt í grillleik MS og þú gætir unnið glæsilegt Weber-grill eða vandað grillsett. Kauptu dós af sýrðum rjóma frá MS, farðu á www.ms.is, sláðu inn lukkunúmerið sem er í lokinu og þú færð strax að vita hvort þú hefur unnið. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -1 0 2 0 Elliði, gat Þjóðverjinn ekki bara skoðað tjald? „Jú, hann hefði getað skoðað bæði tjald og furðufugla, það var nóg af þessu í dalnum.“ Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá þýskum manni sem hugðist skoða fuglalíf í Eyjum um verslunar- mannahelgina en lenti þá sér að óvörum í þrettán þúsund manna tjaldútilegu þjóðhátíðargesta. Stálu tugmilljónum greiðslukortanúmera Ellefu manns af ýmsu þjóðerni hafa nú verið ákærðir í Bandaríkjunum í um- fangsmesta tölvuþrjótamálinu til þessa, þar sem yfir 41 milljón greiðslukorta- númera og tilheyrandi persónuupplýsingum var stolið í gegn um internetið. ÁKÆRAN KYNNT Michael Mukasey, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og Michael J. Sullivan saksóknari á blaðamannafundi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á sama tíma og blaða- mannafundur bandaríska dómsmálaráðherrans um ákærur í umfangsmesta korta- svikamálinu sem rannsakað hefur verið til þessa fór fram uppgötvaði Kjartan Arnórsson, sem býr í Tucson í Arizona, að hann hefði orðið fyrir barðinu á slíkri glæpastarfsemi. „Ég var að athuga í heimabank- anum hvort greiðsla frá PayPal sem ég átti von á hefði skilað sér inn á reikninginn og sá þá að einhver gaur í Kaliforníu hefði tæmt reikninginn í 300 dollara skömmtum úr hrað- bönkum. Reyndar var reikningurinn kominn í 300 dollara mínus. Bankakortið mitt var á sínum stað í veskinu mínu og ég gef engum upp PIN-númerið. Ég lét bankann strax vita og þeir lokuðu kortinu umsvifalaust og munu senda mér nýtt. En ég er staurblankur uns bank- inn hefur fengið vissu sína fyrir því að ég átti ekki sök á þessu,“ segir Kjartan og bætir við: „Hér áður fyrr sýndu ræningjar þó þá kurteisi að reka byssu upp í and- litið á manni þegar þeir rændu mann. Nú getur einhver heigull í öðru ríki rúið mann inn að skinni án þess að maður svo mikið sem taki eftir því.“ LÚALEG RÁNSAÐFERÐ ELDSVOÐI Tveir karlmenn sluppu ómeiddir út úr brennandi íbúðarhúsi við Hofsárkot í Svarfaðardal í gærnótt um klukkan hálffimm. Húsið brann til kaldra kola. „Fyrstu viðbrögðin voru að koma mér og hinum út og á hlaupunum hringja í neyðarlín- una,“ segir Sigvaldi Gunnlaugs- son, fyrrverandi slökkviliðsmað- ur og annar þeirra sem slapp. „Allt mitt var þarna inni en ég er þokkalega tryggður,“ segir Sigvaldi sem nú gistir hjá móður sinni á Dalvík ásamt sex ára syni sínum. „Eldsupptök eru talin vera úr eldhúsinu,“ segir Sigvaldi. - vsp Eldsvoði í Svarfaðardal: Húsið brann til kaldra kola REYKJAVÍK Útilaug og líkamsræktar- aðstaða við Sundhöllina við Barónsstíg, veitinga- og hljómleikahús í Hljómskála- garðinum og blómleg starfsemi við Laugaveginn. Þetta er á meðal hugmynda sem Ólafur F. Magnús- son borgarstjóri vill gera að veruleika. Fleira er á framkvæmdalista borgarstjórans til að bæta þjónustu við íbúa og gesti borgarinnar. Veigamesta hug- myndin snýst um að halda í gömlu götumyndina í miðbænum og vernda þá menningarsögu sem í henni felst. „Maður bætir ekki gömlu miðborgina með því að fórna henni,“ segir Ólafur. -gun/sjá sérblaðið Miðborgin okkar Ólafur F. Magnússon: Fórnir bæta ekki ástandið ÓLAFUR F. MAGNÚSSON FERÐAÞJÓNUSTA „Við náðum loksins að gera þarfir okkar eftir að bíl- stjórinn opnaði salernið í rútunni,“ segir Börkur Hrólfsson leiðsögu- maður. Þegar ferðalangar komu að sal- ernisaðstöðu við Dettifoss í gær, blasti við þeim miði þar sem stóð að vegna bilunar væri salernið lokað. „Það er búið að vera bilana- ástand á þessu salerni frá því í fyrrasumar,“ segir Börkur. „Reka þarf þjóðgarðana svo það sé sómi af. Við skipuleggjum ferðirnar með fullorðið fólk í huga sem á að komast á salernið á mannsæmandi hátt. Við viljum ekki að fólk sé að gera þarfir sínar eins og dýr bak- við steina.“ Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðs- vörður Vatnajökulsþjóðgarðs, sem sér um Dettifoss, segist hafa fulla samúð með þessu, þar sem hann hafi unnið sem leiðsögumaður í mörg ár. „Þar sem ekki er rennandi vatn á svæðinu þurftum við að setja upp flókið leiðslukerfi þegar vatnssalerni var sett upp. Nú bil- aði rafmagnsmótorinn og þetta á að komast á í kvöld [gærkvöld].“ Úttekt liggur fyrir frá Línu- hönnun þar sem stungið er upp á öðrum möguleikum í salernis- aðstöðu. „Málið í heild sinni er í skoðun og vonandi verður fengið annað kerfi fyrir næsta sumar,“ segir Hjörleifur. - vsp Salernisaðstaða við Dettifoss var lokuð í gær vegna bilana á rafmagnsmótor: Gengið örna sinna í rútunni LOK, LOK OG LÆS Vonandi verður annað salerniskerfi fengið fyrir næsta sumar að sögn þjóðgarðsvarðar, en salernið var lokað í gær vegna bilana. Valdarán hersins Hermenn hnepptu í gær Sidi Ould Cheikh Ahdallahi, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Máritaníu, í varðhald eftir að hann hafði reynt að setja æðstu yfirmenn hersins af. Herfor- ingjarnir segjast hafa myndað bráða- birgðastjórn sem fari nú með völd. MÁRITANÍA HEILBRIGÐISMÁL „Þær lausnir, sem Reykjavíkurborg hefur verið að vinna að, byggjast á því að ekki verði kennt áfram í þeim kennslu- stofum sem verið hafa til umræðu að undanförnu,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs Reykjavíkur. Boðað hefur verið til fjöldafund- ar með foreldrum í Korpuskóla klukkan átta í kvöld. Á fundinum verður farið yfir þær lausnir sem unnið hefur verið að. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa meðal annars verið uppi hugmyndir um að eldri nemendum skólans verði kennt annars staðar en í Korpuskóla. - ovd Heilsuspillandi skólastofur: Ekki kennt í stofunum SKAGAFJÖRÐUR Karlmaður á þrítugs- aldri, sem nýlega var rekinn frá hreingerningafyrirtæki á Sauðár- króki fyrir þjófnað, var um nýliðna helgi kærður fyrir að stela á annað hundrað þúsund krónum frá nýjum vinnuveitanda sínum. Maðurinn kom til Íslands í maí til að vinna hjá hreingerningafyrir- tæki. Tvö fyrirtæki á Sauðárkróki, N1 og Kaupfélag Skagfirðinga, kærðu manninn fyrir þjófnað á vörum úr fyrirtækjunum og var honum þá sagt upp störfum auk þess sem honum var gert að yfir- gefa íbúð sem hann bjó í ásamt öðrum starfsmönnum fyrirtækis- ins. Maðurinn fékk þá starf og gist- ingu hjá bónda í Skagafirði en á sunnudag barst lögreglunni á Sauð- árkróki tilkynning um að bóndinn saknaði umtalsverðra fjármuna. Við leit fundust peningarnir í fórum mannsins og játaði hann þjófnaðinn. Síðan hefur hann gist fangageymslur lögreglunnar og á gistiheimili. Maðurinn er nú atvinnu-, húsnæðis- og peningalaus og í farbanni. „Þar sem hann er ríkisborgari á Evrópska efnahagssvæðinu þá á hann, að mínu mati, rétt á aðstoð frá félagsmálayfirvöldum,“ segir Stef- án Ólafsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi mannsins. „Það er verið að skoða þessi mál í samvinnu við félagsmálayfirvöld í landinu,“ segir Guðmundur Guð- laugsson, sveitarstjóri Skagafjarð- ar. Hann telur málið skýrast fljót- lega. - ovd Karlmaður sem rekinn var fyrir þjófnað í fyrirtækjum á Sauðárkróki stal aftur: Stal frá nýjum vinnuveitanda FRÁ SAUÐÁRKRÓKI Maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, hefur búið og starfað í Skagafirði frá því í maí. Kannabis í allra augsýn Hald var lagt á nokkrar kannabis- plöntur í íbúðarhúsi í Hlíðunum á dögunum. Húsráðendur sögðu að einungis væri um að ræða sérstakar kryddplöntur og að afurðirnar væru alfarið ætlaðar til matargerðar. LÖGREGLUFRÉTTIR DÓMSMÁL Hálffertug kona af Snæ fells nesi hefur verið ákærð fyrir tilraun til manndráps, en hún lagði til manns á svipuðum aldri með flökunarhnífi í heima- húsi á Grundarfirði í mars síðastliðnum. Maðurinn hlaut eins sentímetra skurð á neðri vör við atlögu konunnar og einnig nokkra skurði á hægri framhandlegg. Til vara er konan ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þess er krafist að konan verði dæmd til refsingar, en til vara „að henni verði gert að sæta við- eig andi ráðstöfunum“ vegna andlegs ástands síns. - sh Lagði til manns með hnífi: Tilraun til manndráps Áfengissala eykst Sala áfengis í Vínbúðum ríkisins í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 12,2 prósent meiri í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 783 þúsund lítrar af áfengi í ár. Þá komu 127 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í vikunni fyrir verslunar- mannahelgina. VERSLUN SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.