Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 58
38 7. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is BREIÐABLIK 1-1 KR 1-0 Jóhann Berg Guðmundsson (4.), 1-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (44.). Kópavogsvöllur, áhorf.: 1.806 Garðar Örn Hinriksson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9-11 (4-4) Varin skot Casper 2 – Stefán Logi 3 Horn 2-10 Aukaspyrnur fengnar 11-17 Rangstöður 1-2 Breiðablik 4–4–2 Casper Jacobsen 7 - Arnór Aðalsteins. 6, Finnur O. Margeirs. 7, Srdjan Gasic 5, Kristinn Jóns. 6, Nenad Petrovic 7 (77., Magnús P. Gunnars. -), Guðmundur Kristjáns. 6, Arnar Grétars. 6, Nenad Zivanovic 7 (59., Prince Rajcomar 5), Jóhann B. Guðmunds. 7, Marel Baldvins. 6. KR 4–4–2 Stefán L. Magnús. 7 - Bjarni Guðjóns. 7, *Grétar Sigurðarson 8, Pétur Marteins. 6, Jordao Diogo 7, Gunnar Ö. Jóns. 7 (74., Atli Jóhanns. -), Viktor B. Arnarsson 6, Jónas G. Sævars. 7, Óskar Ö. Hauks. 6 (90., Ásgeir Örn Ólafs. -), Guðjón Baldvins. 7, Björgólfur Takefusa 7 (84., Guðmundur Péturs. -). FH 2-0 ÞRÓTTUR 1-0 Matthías Vilhjálmsson (45.), 2-0 Matthías Vilhjálmsson (76.). Kaplakrikavöllur, áhorf.: 1.132 Valgeir Valgeirsson (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15-5 (10-2) Varin skot Gunnar 2 – Bjarki Freyr 7 Horn 8-5 Aukaspyrnur fengnar 11-14 Rangstöður 0-1 FH 4-3-3 Gunnar Sigurðs. 6 - Höskuldur Eiríksson 6, Ásgeir G. Ásgeirsson 7, Dennis Siim 7, Hjörtur Logi Valgarðs. 6, Björn D. Sverris. 7, Davíð Þ. Viðarsson 8, *Matthías Vilhjálms. 8, Atli Guðnason 5 (68., Jónas Grani Garðars. 6), Atli Viðar Björns. - (16., Matthías Guðm. 6), Tryggvi Guðm. 8 Þróttur 4-5-1 Bjarki F. Guðmunds. 6, Jón Ragnar Jóns. 6, Eysteinn Lárusson 6, Michael Jackson 4, Kristján Ó. Björns. 5, Andrés Vilhjálms. 5, Magnús M. Lúðvíks. 4, Rafn A. Haralds. 6 (46., Kristinn Stein- ar Kristins. 5), Sigmundur Kristjáns. 6, Carlos Bernal 3 (87., Haukur P. Sigurðs. -), Jesper Sneholm 6. Laugardalsvöllur, áhorf.: 1.201 Fram ÍA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12-14 (6-2) Varin skot Hannes Þór 1 – Esben 3 Horn 6-11 Aukaspyrnur fengnar 14-13 Rangstöður 5-0 ÍA 4–3–3 Esben Madsen 4 Árni Thor Guðm. 5 Helgi P. Magnús. 4 Dario Cingel 5 Igor Bilokapic 4 (60., Guðjón Sveins. 6) Guðmund. B. Guðj. 5 Bjarki Gunnlaugs. 6 Jón Vilhelm Ákason 6 Þórður Guðjónsson 4 (68., Aron Péturs. 6) Stefán Þórðarson 5 Arnar Gunnlaugs. 5 (65., Vjekoslav Svad. 5) *Maður leiksins FRAM 4–3–3 Hannes Þ. Halldórs. 7 Jón O. Ólafsson 6 Auðun Helgason 7 Reynir Leósson 6 Sam Tillen 7 Halldór H. Jónsson 5 Ingvar Ólason 5 Heiðar G. Júlíusson 6 (73., Viðar Guðjóns -) *Ívar Björnsson 7 (88., Grímur Gríms. -) Joseph Tillen 6 (77., Almarr Ormars -) Hjálmar Þórarinsson 6 1-0 Ívar Björnsson (13.), 2-0 Hjálmar Þórarinsson (52.). 2-0 Þóroddur Hjaltalín (7)Sparisjóðsvöllur, áhorf.: 960 Keflavík HK TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10-11 (7-2) Varin skot Ómar 0 – Gunnleifur 4 Horn 8-3 Aukaspyrnur fengnar 13-12 Rangstöður 8-3 HK 4-4-2 Gunnleifur Gunnleifs. 7 Damir Muminovic 6 Ásgrímur Albertsson 5 Erdzan Beciri 5 Hörður Árnason 6 *Mitja Brulc 8 Goran Brajkovic 7 Finnur Ólafsson 5 (79., Amir Cosic -) Hörður M. Magnús. 5 (70., Hörður Magn. 6) Sinisa Kekic 8 Iddi Alkhag 5 (70., Aaron Palom. 7) *Maður leiksins KEFLAVÍK 4-4-2 Ómar Jóhannsson 5 Guðjón Á. Antoníus. 6 Kenneth Gustafsson 7 Guðmundur Mete 6 Hallgrímur Jónasson 6 Simun Samuelsen 7 Hans Mathiesen 6 Hólmar Ö. Rúnars. 7 Jóhann B. Guðmund. 5 (70., Magnús Þorst. 5) Guðmundur Steinars. 7 (83., Patrik Redo -) Þórarinn Kristjáns. 5 (62., Hörður Sveins. 7) 1-0 Guðm. Steinars. (15.), 2-0 Kenneth Gustafs.(42.), 2-1, 2-2 Mitja Brulc (73., 87.), 3-2 Hörð. Sveins. (90) 3-2 Þorvaldur Árnason (7) > Rakel Hönnudóttir valin best Landsliðskonan Rakel Hönnudóttir hjá Þór/KA var valin besti leikmaður umferða 7 til 12 í Landsbankadeild kvenna en valið var tilkynnt í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari Breiðabliks, hlaut viðurkenningu sem besti þjálfari umræddra umferða og stuðningsmenn KR hlutu stuðningsmannaverðlaunin. Lið umferðanna var annars þannig skipað: María B. Ágústsdóttir (KR), Ásta Árnadóttir (Valur), Erna B. Sigurðar- dóttir (Breiðablik), Guðrún Sóley Gunn- arsdóttir (KR), Katrín Jónsdóttir (Valur), Dóra María Lárusdóttir (Valur), Edda Garðarsdóttir (KR), Hólmfríður Magnús- dóttir (KR), Rakel Hönnudóttir (Þór/KA), Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur), Ruth Þórðar Þórðardóttir (Fylkir). FÓTBOLTI ÍA tapaði fimmta leik sínum í röð fyrir skynsömum Frömurum sem eru komnir í þriðja sæti deildarinnar. Þeir hafa unnið þrjá leiki í röð. Fyrri hálfleikurinn var afar rólegur framan af ef frá er talið fallegt skallamark Ívars Björns- sonar þar sem vörn ÍA steinsvaf á verðinum. Liðunum gekk illa að skapa sér færi, það besta fyrir ÍA fékk Arnar Gunnlaugsson sem skaut í slá en Framarinn Hjálmar Þórarinsson fór ótrúlega illa með tvö færi þar sem hann var slopp- inn einn í gegn. Hjálmar gerði betur í upphafi seinni hálfleiks þegar hann tvö- faldaði forystu Fram með góðu skoti eftir skemmtilegan þrí- hyrning við Heiðar Geir. Skaga- menn færðu sig framar á völlinn en sköpuðu sér afar fá færi. Þeim gekk ekkert á síðasta þriðjungi vallarins þar sem sendingar þeirra voru sérstaklega slakar. Það verður framhald á þessu, svona verður dagskráin í sumar. „Spilamennskan var fín, við viss- um að þeir myndu sækja stíft á okkur enda hafa þeir engu að tapa. Við beittum skyndisóknum á móti og það gekk upp, eins og það hefur gert í sumar,“ sagði Ívar eftir leikinn, hverju orði sannara. Það hefur verið aðals- merki Fram ásamt þéttum og skipulögðum varnarleik sem skil- aði þeim áttunda sigurleiknum í sumar. - hþh Enn syrtir í álinn hjá ÍA sem tapaði fimmta leiknum í röð í Landsbankadeild: Framarar komnir í þriðja sæti VONBRIGÐI Tvíburarnir Arnar og Bjarki þurfa enn að bíða eftir fyrsta sigrinum í deildinni en þeir voru báðir í byrjunarliði ÍA í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FH hélt eins stigs forystu sinni á toppi Landsbankadeildarinnar þegar liðið lagði Þrótt, 2-0, á heimavelli sínum í gærkvöld. Þrátt fyrir mikla yfirburði FH í fyrri hálfleik og urmul af góðum marktækifærum tók það FH 45 mínútur að brjóta ísinn og komast yfir. Þar var að verki Bolvíkingurinn Matthías Vilhjálms- son með góðu skoti úr vítateignum eftir að hafa tekið boltann niður og leikið á hálfa vörn Þróttar með góðum snúningi. Síðari hálfleikur var gjörólíkur þeim fyrri. Þróttarar létu hafa mun meira fyrir sér og áttu nokkur fín færi en FH voru þó enn sterkari aðilinn í leiknum. Líkt og í fyrri hálfleik skoraði Matthías Vilhjálms- son og sanngjarn, 2-0, sigur toppliðs FH staðreynd á baráttglöðu og undirmönnuðu liði Þróttar sem saknaði fjögurra lykilmanna. Þótt sigur FH hafi verið næsta öruggur þurftu heimamenn að hafa mikið fyrir hlutunum. „Eins og við vissum er Þróttur með mjög vel skipulagt lið og berjast til síðasta manns,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leik. Þróttarar fengu gott tækifæri til að jafna metin snemma í síðari hálfleik þegar Jesper Sneholm komst einn inn á móti Gunnari Sig- urðssyni markverði sem varði vel. „Við fengum góð tækifæri til að koma okkur í þægilega stöðu í þessum leik en á meðan það er 1-0 þá þarf ekki nema eitthvað eitt að detta fyrir andstæðinginn og þá er mark en sem betur fer náum við að skora annað og þá er þetta komið.“ Matthías Vilhjálmsson fór mikinn í liði FH í leikn- um en hann hefur leikið frábærlega eftir að hafa tekið stöðu Arnars Gunnlaugssonar í liðinu eftir að Arnar tók við liði ÍA ásamt Bjarka bróður sínum. „Matti Vil gerði þetta frábærlega. Ein- staklingsframtak í fyrra markinu og svo var seinna markið flott sókn sem hann kláraði vel. Þegar tvíburarnir fóru sáu leikmenn að þeir gætu fengið tækifæri og Matti hefur nýtt sér það,“ sagði þjálfari FH í leikslok. - gmi LANDSBANKADEILD KARLA: TVENNA MATTHÍASAR VILHJÁLMSSONAR SÁ UM BARÁTTUGLAÐA ÞRÓTTARA Matti greip tækifærið eftir brotthvarf tvíburanna FÓTBOLTI Hörður Sveinsson skor- aði sigurmark Keflvíkinga á loka- mínútunni þegar liðið tók á móti HK í gær. HK-liðið leit ansi vel út í þessum leik og réði ferðinni stærstan hluta fyrri hálfleiks. Samt voru Keflvíkingar tveimur mörkum yfir í leikhléi en þeir refsuðu tvívegis fyrir arfadapran varn- arleik Kópavogsliðs- ins. HK-ingar sýndu karakter með því láta ekki slá sig út af lag- inu og náðu að jafna en héldu ekki ein- beitingu og eftir skyndisókn kom sigur- mark Kefla- víkur. „Þetta þriðja mark okkar var mikil frels- un,“ sagði Kristján Guð- mundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. „Það var alveg hrikalegt að fá á sig þessi tvö mörk. Það var mjög sætt að ná að vinna leikinn eftir að staðan var orðin þessi en við erum orðnir ansi þreyttir á því að fá á okkur svona mörg mörk.“ HK lék virkilega vel í fyrra en nokkur slæm varnarmistök urðu þeim að falli. Keflvíkingar voru aðeins skugginn af sjálfum sér en heilladísirnar voru á þeirra bandi og sáu til þess að þeir halda sér einu stigi á eftir FH-ingum. „Við töluðum um það fyrir leikinn að við þyrftum að vera ákveðnir því það hefur verið ákveðin vinna í gangi með HK-liðið. Leikur okkar þannig séð var bara lélegur. Það voru of fáir hlutir sem voru góðir,“ sagði Kristján Guð- mundsson. - egm Hörður Sveinsson tryggði Keflavík sigur á ögurstundu: „Þetta var frelsun“ SÁTTUR Þjálfara Keflvíkinga var létt í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI „Þegar öllu er á botninn hvolft held ég að þetta séu úrslit sem við verðum að sætta okkur við,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn gegn KR sem lyktaði með 1-1 jafn- tefli. Blikar komust snemma yfir með marki Jóhanns Bergs Guðmunds- sonar en Grétar Sigfinnur Sigurð- arson jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks með skallamarki eftir horn. „Við höfðum möguleikann að skora annað mark skömmu eftir að við komumst yfir en gerðum það ekki,“ bætti Ólafur við. „Þeir settu svo töluverða pressu á okkur í föstum leikatriðum í fyrri hálf- leik en mér fannst við ná að leið- rétta það í seinni hálfleik og koma okkur betur inn í leikinn. Við sköp- uðum svo sem ekki mikið af færum og þetta var einfaldlega leikur tveggja jafnra liða.“ Grétari fannst að KR hefði átt að vinna leikinn. „Þeir sóttu að vísu mikið á okkur síðustu tíu mín- úturnar en mér fannst frábært hvernig við náðum að svara fyrir okkur eftir að okkur var refsað í upphafi leiksins. Annars fannst mér þeir ekki fá mörg færi og við héldum vel aftur af þeim. Við hefðum átt að skora tvö, kannski þrjú, mörk í leiknum en heilt yfir er ég samt sáttur við þessi úrslit.“ Margir KR-ingar vildu meina að Grétar hefði komið boltanum yfir línuna öðru sinni en Blikar björg- uðu þá á línu. „Boltinn fór ekki yfir línuna,“ sagði Grétar. „Verst var bara að það voru komnir tveir miðverðir í hlaupið, annars hefði þetta kannski farið betur,“ bætti hann við og glotti. Breiðablik er nú átta stigum á eftir toppliði FH. „Ég hef ekki áhyggjur af því að við misstum af einhverri lest með því að vinna ekki í kvöld,“ sagði Ólafur um toppbaráttuna. „Við erum nú taplausir í átta leikjum í röð og ekki tapað síðan í júní. Ég er mjög ánægður með þá þróun en veit að við getum betur.“ - esá Bæði lið sátt við stigið Breiðablik og KR gerðu 1-1 jafntefli á Kópavogsvellinum í gær og virtust sátt með sinn hlut. Þjálfari Blika hefur ekki áhyggjur af því að missa af lestinni. INNI? KR-ingar vildu meina að þeir hefðu skorað en Finnur Orri sparkaði boltanum burtu þar sem hann dansaði á marklínunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.