Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 3miðborgin okkar ● Íbúasamtök miðborgar voru stofnuð 11. mars á þessu ári og var Eva María Jónsdóttir dag- skrárgerðarmaður kjörin for- maður bráðabirgðastjórnar fram á haust. „Á stofnfundinn mættu yfir hundrað manns en það þykir alveg ótrúlega gott,“ segir Eva María og bætir við að fyrsti aðal- fundurinn verði haldinn í haust og þá verði kosin stjórn samtak- anna. Eva María segist hafa brenn- andi áhuga á miðborgarmálum en ætlar þó ekki að gefa kost á sér í stjórn íbúasamtakanna. „Ég er búin að skuldbinda mig í annað, til dæmis börn, nám og vinnu. Ég held að ég verði bara að vera raunsæ, en ég vil auðvitað starfa að þessum málum áfram. Mér finnst þetta svo göfugt,“ útskýrir hún brosandi. Eva María segir íbúasamtök miðborgar vinna að því að koma á samstarfi við íbúasamtök Vest- urbæjar. „Við hófum samstarf við Vesturbæinn því okkur finnst stóra málið felast í því að vernda eðli hverfanna. Þá erum við að tala um að hamla gegn þeirri þróun að fjársterkir aðilar kaupi upp hús á nokkrum, samliggjandi lóðum, rífi þau öll og byggi eitt stórt í staðinn,“ útskýrir hún og segir að nóg pláss sé fyrir risa- byggingar í öðrum hverfum. „Við höfum líka verið í samstafi við Hlíðarnar. Við viljum knýja á um að útisundlaug við gömlu Sundhöllina verði sett á fjárhags- áætlun,“ upplýsir Eva María og segir að góðar teikningar hafa legið fyrir árum saman. „Okkur finnst þetta mjög brýnt mál vegna þess að miðborgin og Hlíðarnar eru hverfi sem eru miðsvæðis en fólk þarf samt sem áður að fara í önnur hverfi til að komast í úti- sundlaug. Í öðrum hverfum eru sundlaugar yfirleitt í göngufæri.“ Eva María segir fleira á döfinni hjá samtökunum. Meginhlutverk þeirra sé að hjálpa íbúum að koma sínum málum á framfæri, stuðla að öryggi barna innan hverfis- ins, fjölga vistgötum og stuðla að menningarlegra skemmtanalífi í miðborginni. - mmf Verjum gömlu miðborg- Eva María formaður íbúasamtaka miðborgar segir samtökin meðal annars berjast fyrir því að vernda hús miðborgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA P P öngur alla neðanverðan Laugaveginn þar sem hún er hvað heildstæðust. Maður bætir ekki gömlu miðborgina með því að fórna henni.“ Ólafur er ánægður með að tekist hafi á síðustu stundu að bjarga hús- unum við Laugaveg 4 og 6 frá niður- rifi og segir þau nú ganga í gegnum endurreisn við hæfi. „Þarna átti að rísa stórt hótel út í götuna sem hefði tekið sig mjög illa út innan um gömlu byggðina. Laugavegur 6 er danskt/íslenskt hús í sama stíl og elsta hús borgarinnar í Aðalstræti, eitt þeirra húsa sem voru til stað- ar þegar máluð var fræg mynd af Reykjavík árið 1876. Þau eru ekki mörg húsin eftir frá þeim tíma. Ég hef verið einn eindregnasti tals- maður þess að standa vörð um þau í borgarstjórn.“ Talið berst að lóðunum á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Þar segir Ólafur að borgin hafi keypt byggingarréttinn á viðunandi verði og brátt muni rísa tvö hús í anda þeirra sem áður stóðu þar. Einnig eigi að rífa Iðnaðarbanka- húsið í Lækjargötunni og reisa þar glæsilega hótelbyggingu í gömlum stíl. Ólafur nefnir hugmyndir um að efla þjónustu í Hljómskálagarð- inum og sér þar fyrir sér veitinga- rekstur og aðstöðu til hljómleika- halds. Fleira er á framkvæmdalista borgarstjórans til að bæta þjón- ustu við íbúa og gesti borgarinnar. Þar má nefna útisundlaug og lík- amsræktarstöð við hlið Sundhall- arinnar við Barónsstíg. „Sú bygg- ing yrði í samræmi við Sundhöllina og mundi kallast fallega á við hana, Heilsuverndarstöðina og Austur- bæjarskólann,“ segir Ólafur. En telur hann einhvern núlif- andi arkitekt geta teiknað eins og Guðjón Samúelsson? „Byggði ekki Laxness Gerplu á Fóstbræðra- sögu? Eru ekki tónskáldin sífellt að semja ný tilbrigði við klass- ísk stef? Arkitektar geta auðvitað unnið út frá eldri hugmyndum og ég held að vaxandi skilningur sé á því að virða söguna,“ svarar hann. Ólafur minnist á þá auðlind sem hitinn í jörðinni er og það forskot sem hann gefur Reykjavík til vist- vænnar orku og yls, umfram marg- ar borgir. Kveðst líka vilja efla almenningssamgöngur og bæta göngu- og hjólreiðastíga í borg- inni til að draga úr mengun. „Ég vil helst gera almenningssamgöngur ókeypis fyrir alla,“ segir hann og telur að olíukreppan ætti að vera hvati til að draga úr notkun einka- bílsins og þar með úr sliti á götum og mengun í borginni sem sé stórt umhverfismál. Eitt af því sem Ólaf dreymir um er að stórbæta umgengnina í mið- borginni, fegra hana og hreinsa ásamt því að bæta öryggi og eft- irlit til að þar geti þrifist blómlegt mannlíf. „Miðborgin er sterk miðstöð mannlífs, verslunar og þjónustu, og þýðingarmikið að allir sem eru á ferðinni þar finni sig örugga. Því eru embættismenn borgarinnar að vinna að í samráði við íbúa, veit- ingahúsaeigendur, kaupmenn, lög- reglu og slökkvilið. Þetta er ekki bara átaksverkefni heldur viðvar- andi því við viljum að fólki líði vel í fallegri og hreinni miðborg og að sjálfsögðu viljum við tryggja vel- ferð og öryggi allra íbúa borgar- innar í öllum hverfum hennar.“ -gun „Miðborgin er sterk mið- stöð mannlífs, verslunar og þjónustu og þýðingar- mikið að allir sem eru á ferðinni þar finni sig örugga,“ segir Ólafur borgarstjóri. FRÉTTA BLA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.