Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 36
 7. ÁGÚST 2008 FIMMTUDAGUR8 ● miðborgin okkar Nýju svörtu gjaldmælarnir taka kreditkort og klink, en þeir gömlu gráu taka sem fyrr klink og P-kort. Svartir gjaldmælar sem taka kreditkort eru m.a. á Laugavegi, Austurstræti, Ránargötu og Bárugötu. Nú átt þú leik. Nýttu þér aukin þægindi og notaðu kreditkortið. Svartur á leik Nú getur þú greitt með kreditkorti í nýja svarta gjaldmæla P IP A R • S ÍA • 8 0 9 3 1 ●HÝRARK UM HELGINA Um komandi helgi ná Hinsegin dagar hámarki með Gay Pride-göngunni sem er fjölmenn- asta skrúðganga ársins og tekur 1. maí og 17. júní langt fram. Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður og miðborg- arstjóri mun hafa lagt til íslenska nýyrðið HÝRARK yfir Gay Pride göng- una, sumsé þegar hýrir arka. Tökuorðið Hýrarkí hefur til þessa verið notað yfir valdastrúktúr eða gogg- unarröð, enda má rekja uppruna orðsins til kaþólsku kirkjunnar og valdastrúktúrs hennar. Menningarnótt nálgast og marg- ir af fremstu listamönnum þjóðar- innar sameinast þá um að Reykja- vík rísi undir nafni sem sú víð- fræga menningarborg sem hún er. Hitann og þungann af undirbún- ingi ber Sif Gunnarsdóttir á Höf- uð borgarstofu Reykjavíkurborgar en auk hennar vinnur stjórn menn- ingarnætur hörðum höndum að undirbúningi. Stjórnin er að stórum hluta skipuð lykilfólki úr Aðgerðar- hópi borgarstjóra sem hefur nú hist vikulega snemma á mánu- dagsmorgnum í 20 vikur. Það er mál manna að aldrei í sögu borg- arinnar hafi ríkt jafn mikill ein- hugur um uppbyggingu og eflingu miðborgarinnar og í umræddum hópi. Heyrst hefur að borgarstjór- inn í Reykjavík hyggist verðlauna sinn góða og samviskusama Að- gerðarhóp með móttöku í Ráðhús- inu snemma kvölds í aðdraganda menningarnætur. Reykjavík rís undir nafni Margir af fremstu listamönnum þjóð- arinnar taka þátt í dagskrá menningar- nætur. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT Tónleikaröðin sem efnt var til í Hljómskálagarðinum í sumar hefur tekist afar vel og einkum skartað ungu tónlistarfólki. Verkefnið var unnið í samstarfi borgarinnar og Tónlistarþróunar- miðstöðvarinnar en meðal þeirra sem fram hafa komið í sumar auk stórsveitarinnar Mezzoforte eru Svavar Knútur, forsöngv- ari Hrauns, Elín Ey og rapparinn Bjartur sem sló í gegn á íslensku tónlistarverðlaununum og síðan á Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var á Akureyri. Bjartur, sem er sonur Andreu Gylfadóttur söngkonu, starfaði um tíma á Humarhúsinu. Eftir þá vist hlaut hann ódauðlegt lista- mannsnafn: Bjartur í Humarhús- um. Tilvalið fyrir einstaklings- hyggjumann á framabraut í tón- listarheiminum. Vel heppnuð tónleikaröð Tónleikaröðin í Hljómskálagarðinum í sumar var unnin í samstarfi borgarinnar og Tónlistarþróunarmiðstöðvar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.