Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 27
[ ] Fátt er franskara en hátískan (haute couture) en fyrsta reglugerðin um hana er frá 1945. Þá voru hundrað og sex hátískuhús í París en eitt af skilyrðunum til þess að nota orðið hátíska var að vinna og sýna í París og vinna og sníða í höndunum. Smám saman hefur þessum tískuhúsum fækkað og þess vegna hafa reglur breyst síðustu áratugi. Fyrst var hönnuðum frá öðrum tískuborgum boðið að vera með, t.d. Elie Saab og Giorgio Armani. Frá 1996 hefur svo ungum og efni- legum hönnuðum verið boðið að taka þátt í sýningunum og í ár sýndi kínverskur hönnuður í fyrsta skiptið á hátískusýningunum. Á kreppuárunum í kringum 1930 lét Hollywood almenning sig dreyma með glamúrmyndum. Þannig átti almenningur að gleyma stað og stund. Stundum er sagt að hátískan setji á svið draumaheim en viðbrögð hennar við kreppunni í dag eru þveröfug við það sem gerðist á kreppuárunum í Hollywood. Hátískusýningunum fyrir komandi vetur lauk á dögunum í París. Heldur þótti minna um stórsýningar og flugelda að þessu sinni. Tískuhús Diors svo dæmi sé tekið var langt frá sextíu ára afmælis- sýningunni í Versala-höll fyrir ári síðan með sextíu fyrirsætum og kjólum, hver öðrum stórfenglegri, og stórstjörnum á hverju strái. Í ár voru kjólarnir miklu „þægari“ og nær því að vera dagklæðnaður. Skyldi það vera tilviljun að bæði Christian Lacroix og John Galliano hjá Dior bjóða miklu meira af hálfsíðum kjólum fyrir komandi vetur? Líklegar að hér sé einfaldlega þeirra svar við kreppunni því vissulega eru hálfsíðu kjólarnir auðveldari í sölu en dragsíðir kjólar sem passa við rauða dregla Cannes eða Hollywood eða þá í brúðkaup arabískra prinsessna. Hátísku- hönnuðir virðast hafa valið auðveldu leiðina og reyna að vera praktískir og hagsýnir. Þess vegna bjóða þeir framleiðslu þar sem notagildi virðist bera glæsileikann ofurliði. Auðvitað má ekki einfalda um of því vissulega liggja tugir vinnustunda að baki hverri flík sem unnin er að öllu leyti í höndunum og ótrúlegt smáatriði er enn að finna en minni sídd fylgir vissulega minna efni og vinna og stíllinn er látlausari en áður. Alessandra Facchinetti sem sýndi hátísku í fyrsta skiptið eftir að hún tók við af meistara Valentino fyrr á árinu notaðist við höfuð- stöðvar tískuhússins eins og Gaultier og því ekki verið að leigja ein- hverja stórhöllina. En Richard René, aðstoðarmaður Jean-Paul Gaultier til sjö ára, gekk enn lengra og átti sjálfsagt ódýrustu hugmyndina en hann sýndi hreinlega úti á götu í Mýrarhverfi Parísar. bergb75@free.fr Prinsessur í kreppukjólum London, París, New York, Róm og Mílanó eru stærstu tísku- borgir heims. Sydney og Dubai eru einnig að koma sterkar inn samkvæmt árlegri könnun á topp tískuborgum heims. Könnunin var framkvæmd af The Global Language Monitor, samtök- um sem ekki eru rekin í hagnaðar- skyni. Þau könnuðu tíðni orða í tískugreinum í fjölmiðlum og á netinu og gerðu úr því lista yfir 25 helstu tískuborgir heims. New York var nefnd oftast í tískugreinum, fimmta árið í röð, og fylgdi Róm fast á eftir. Þá kom París næst í röðinni, síðan Mílanó og London rak lest- ina. Það sem kom á óvart var ris smærri tísku- borga og stökk Sydney úr tólfta upp í sjöunda sæti og Dubai færðist upp um tólf sæti og er nú í því tólfta. Fjórir nýliðar voru á listanum þetta árið, það voru Nýja-Delí, Madríd, Stokkhólm- ur og Höfðaborg. - mþþ Dubai orðin tískuborg Fyrirsæta sýnir kjól eftir Zocky á áströlsku tísku- vikunni í maí. Sydney er nú sjöunda stærsta tískuborg í heimi. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Giftingarhringar geta verið margs konar. Á Laugaveg- inum má finna margar skartgripabúðir með mikið úrval fallegra hringa. NÝTT Fáðu fæturna mjúka og fína á 2 vikum með Flextiol Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum, Ásdísar í GB. Spar, Þín verslun Kópavogi, Fjarðarkaup HFJ og Lipurtá, Lyfja, Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur. Bæjarlind 6 • s. 554 7030 • Eddufelli 2 • s. 557 1730 Opið virka daga 10 - 18 Opið laugard. í Bæjarlind 10 - 15 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki www.fm957.is 67% landsmanna undir fertugu hlustar á FM957 Capacent Zúúber snýr aftur! Búðu þig undir að vakna klukkan sjö mánudaginn 28. júlí. Vaknaðu kl. sjö!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.