Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 10
10 10. ágúst 2008 SUNNUDAGUR É g er mjög spenntur og efast ekki um að þetta eigi eftir að verða mikið ævin- týri,“ segir Hjörleifur, sem pakkar nú saman föggum sínum og undir- býr flutning úr borginni norður í Ásbyrgi. Hann kvíðir ekki flutningun- um enda vanur að vera á faraldsfæti. Hefur undanfarin ár svo til búið í ferðatösku, starfað sem leiðsögu maður með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum á sumrin en haft vetursetu í Berlín og stundað þar heimspeki. Nú sér hann fram á að geta í fyrsta skipti búið sér framtíðarheimili og það í Ásbyrgi. „Ég vona það. Þetta er alla vega framtíðarstarf og það þarf mikið að koma mér á óvart til að ég gefist upp,“ segir hann. Heimspekin og náttúran heilla Heimspekin og fjallamennskan hafa alltaf verið helstu áhugamál Hjörleifs. Og meira en það því hann hefur verið svo heppinn að fá að vinna við hvort tveggja. Eftir B.A.-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands hélt hann til Berlínar í framhaldsnám og á svipuð- um tíma stofnaði hann ásamt fleirum fyrirtækið Íslenska fjallaleiðsögu- menn. „Við vorum fjórir leiðsögumenn sem vildum bjóða upp á eitthvað nýtt í ferðamennsku og stofnuðum fyrirtæk- ið. Ég myndi segja að þetta væri dæmi- gert frumkvöðlafyrirtæki með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja. Við byrjuðum fjórir en núna vinna 20 manns bara á skrifstofunni og leið- sögumennirnir eru fleiri en ég kann að telja,“ segir Hjörleifur sem þarf nú að segja skilið við fyrirtækið vegna nýja starfsins. Hvernig kom það til? „Það er ekki oft sem ég sit í róleg- heitum á sunnudagsmorgni og næ að lesa blöðin í næði en einn sunnudags- morguninn í lok maí sá ég auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem þessi staða var auglýst. Ég las hana upphátt fyrir kærustuna mína og ætlaði svo ekkert að hugsa meira um það þangað til hún fór að minna mig á það síðar. Það end- aði svo með því að ég sótti um,“ segir hann. Tilbúinn í frystikistulífið Nýja starfið leggst vel í Hjörleif. „Þetta er ákaflega spennandi starf og hefði verið það jafnvel þótt Vatna- jökulsþjóðgarður hefði ekki komið til sögunnar. Þjóðgarðurinn eins og hann var í Jökulsárgljúfrum einn og sér er einstakt svæði og fallegt. Það hefur einhvern gríðarlegan sjarma. Fram að þessu hef ég eiginlega aldrei getað hugsað mér að búa úti á landi en það var eitthvað við staðinn sem kveikti í mér,“ segir Hjörleifur og kveðst hlakka til að takast á við lífið í sveit- inni. „Það á auðvitað eftir að reyna á þetta en ég held að maður fari að lifa svolítið öðruvísi, svona hálfgerðu frystikistu- lífi sem er þannig að þú ferð ekkert út í búð nema kannski einu sinni í viku. Jafnframt geri ég ráð fyrir því að maður þurfi á einhvern hátt að vera sjálfum sér nógur með afþreyingu og það er bara heillandi.“ Starf í mótun Allur gamli þjóðgarðurinn í Jökulsár- gljúfrum tilheyrir nú norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs auk þess sem friðlýst svæði við Herðubreiðarlindir og Öskju eru í umsjá þjóðgarðsins. „Svæðið er enn í mótun meðal ann- ars vegna þess að verið er að bíða eftir úrskurði óbyggðanefndar um þjóð- lendur,“ útskýrir Hjörleifur en búist er við að þjóðgarðurinn stækki tals- vert á næstu árum. Ný gestastofa var opnuð í Ásbyrgi í vor og fyrst um sinn gengur Hjörleifur í öll þau störf sem fyrri þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi sinnti. „Eitt af því sem er svo spennandi við starfið er að það er svolítið ómótað enn og væntanlega höfum við eitthvað um það að segja hvernig það þróast. Nú er þetta orðinn einn þjóðgarður og því fylgja ný verkefni. Það þarf að samræma starfið í garðinum í heild og öll sú skipulags- og undirbúningstíma mun taka tíma.“ Mikilvægt skref í náttúruvernd Hjörleifur er sannfærður um að stofn- un Vatnajökulsþjóðgarðs sé af hinu góða. „Náttúruvernd almennt er fyrir Heimspekin verður að bíða HJÖRLEIFUR FINNSSON Meðal verkefna þjóðgarðsvarðar á hverjum stað er að sjá um daglegan rekstur garðsins og hafa umsjón með aðstöðu fyrir ferðamenn. „Svo þarf að sinna fræðsluhlutverkinu, sem er ekki síður mikilvægt en verndar- hlutverkið,“ segir Hjörleifur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vatnajökulsþjóðgarður var formlega stofnaður hinn 7. júní síðastliðinn. Garðurinn er stærsti þjóðgarður í Evrópu eða um 12.000 ferkílómetrar að stærð, sem samsvarar um tólf prósentum af yfirborði Íslands. Sem stendur nær garðurinn til alls þjóðgarðs- ins í Skaftafelli og í Jökulsárgljúfrum auk nánast alls Vatnajökuls og helstu áhrifa- svæða hans. Til stendur að stækka garðinn frekar í framtíðinni. Meginstarfsstöðvar þjóðgarðsins verða fjórar: Skaftafell, Ásbyrgi, Skriðuklaustur og Kirkjubæjarklaustur. Þegar hafa verið ráðnir þrír þjóðgarðsverðir til starfa, í Ásbyrgi, Skaftafelli og á Skriðuklaustri. Gestastofur eru í Ásbyrgi og Skaftafelli og stefnt að því að gestastofurnar verði alls sex talsins. Sú næsta mun rísa á Skriðuklaustri. Landvarsla innan marka þjóðgarðsins er nú á fjórum stöðum en verður að líkind- um á ellefu stöðum þegar uppbyggingu þjónustunetsins lýkur. Vatnajökulsþjóðgarður er ríkisstofnun sem lýtur sjö manna stjórn skipaðri af umhverfisráðherra. Vatnajökulsþjóðgarður DETTIFOSS Allur gamli þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum heyrir undir Vatnajökulsþjóðgarð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Undanfarinn áratug hefur Hjörleifur Finnsson starfað sem leiðsögumaður á Íslandi á sumrin en heimspek- ingur í Berlín á veturna. Nú söðlar hann um og gerist þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi í hinum nýstofnaða Vatna- jökulsþjóðgarði. Þórgunnur Oddsdóttir hitti Hjörleif áður en hann hélt norður. Við höfum hagsmuni af því að vernda ómanngerða náttúru einfaldlega vegna þess að ómann- gerð náttúra er orðin sjaldgæfur partur af menningu okkar hagsmuni fólks. Við höfum hagsmuni af því að vernda ómanngerða náttúru einfaldlega vegna þess að ómanngerð náttúra er orðin sjaldgæfur partur af menningu okkar,“ segir Hjörleifur og bendir á að með stofnun þjóðgarðsins sé tryggt að ákveðin svæði verði vernduð. „Mér finnst oft þyngra en tárum taki þegar maður sér land hverfa undir virkjanir og stóriðjustefnan eins og hún hefur verið rekin hér á landi undanfarin misseri er alveg út úr kú. Eins og ég lít á náttúruvernd og nátt- úruverndarpólitík þá var stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs mikilvægt skref. Það er bæði áhugavert og mikil- vægt að við gerum okkur grein fyrir því að atvinnustarfsemi og verndun geta farið saman, ekki síst í ferðaþjón- ustu, og ég efast ekki um að þjóðgarð- urinn eigi eftir að verða lyftistöng fyrir þessi svæði. Þar fyrir utan er hagræði af því að reka garðana saman sem eina heild. Menn álíta núna að Vatnajökulsþjóð- garður sé mikilvægur fyrir ferðaþjón- ustuna og það finnst mér vera nýtt stef hér á landi. Ferðaþjónustan hefur auð- vitað alltaf notað þjóðgarðana í sinni markaðssetningu, það eitt að setja það inn í ferðalýsingu að á þessum ákveðna degi verði farið inn í þjóðgarð gefur ferðamönnum vísbendingu um að þar sé eitthvað áhugavert að sjá. Þannig hafa þjóðgarðar mikið markaðsgildi og eru eitt af því fáa sem ríkið hefur gert fyrir ferðaþjónustuna almennt,“ segir Hjörleifur. Þýðir það þá að honum finnist stuðn- ingur ríkisins við ferðaþjónustuna ekki nægilegur? „Staðreyndin er sú að hér á Íslandi hefur ferðaþjónusta verið olnboga- barn í kerfinu. hún hefur nánast ekk- ert fengið af peningum og utanum- haldið er lítið miðað við að þetta er þriðja stærsta útflutningsgreinin. Hafrannsóknastofnun kostar millj- arða til rannsókna á sjávarútvegi, við erum með Rannsóknarstofnun iðnaðarins og háskólastofnanir tengdar þessum stóru atvinnu- greinum. Á meðan hefur ferðaþjón- ustan enga rannsóknarstofu, pínulitar deildir við háskólana og rannsóknir og tölfræði eru í skötulíki miðað við önnur lönd. Hversu stór hluti þeirra ferðamanna sem koma til Íslands fara í jöklaferð? Það veit enginn. Það eru ekki til neinar svona tölur.“ Erfitt að kveðja heimspekina Þótt Hjörleifur sé ánægður með að eyða næstu árum í Ásbyrgi fylgir því einnig svolítill tregi. Heimspekin verður að bíða í bili jafnvel þótt margur gæti haldið að í kyrrðinni í Ásbyrgi gæfist nægur tími fyrir heimspekilegar vangaveltur. „Það er einfaldlega þannig að til þess að geta stundað heimspeki þarf maður samfelldan mikinn tíma og ekki vera að gera neitt annað. Heim- speki er ekki þannig, alla vega ekki eins og ég hef stundað hana, að maður sé bara að hugsa einn með sjálfum sér. Þetta er fræðivinna, maður leggst í rannsóknir og úr þeim kemur síðan texti. Þetta er ákveðið vinnu- ferli sem tekur tíma. Ég á eftir að sakna heimspekinnar. Það var það eina sem var virkilega erfitt við þessa ákvörðun.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.