Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 49
ENSKI BOLTINN BYRJAR 16. ÁGÚST
Góðgerðarskjöldurinn byrjar 10. ágúst (Man Utd. - Portsmouth)
Fyrir utan The English Pub (í hálfleik) Austurstræti 12 í fyrra
eftir að reykingabannið var sett.
7 SPORT
frjálsum íþróttum standa við hlið-
ina á þér í matarröðinni. Á síðustu
leikum vorum við að labba inn í
matartjaldið og þá var Yao Ming
sem spilar í NBA við hliðina á
okkur. Við hugsuðum bara „mikið
djöfull er hann stór“,“ sagði Örn
og brosti en Ming er 230 cm. „Ég
sá líka konu sem var 220 í Sydney
árið 2000. Það var spes.“
STÆRÐFRÆÐI SUNDSINS
Örn segir fyrsta markmiðið vera
að koma sér upp úr undanrásun-
um. „Síðan er þetta bara stærð-
fræði eftir það. Þaðan fara átta af
sextán í úrslit og þaðan fá þrír af
átta verðlaun. Þetta er ekki flókin
stærðfræði. Þetta snýst bara um
að gera hlutina eins vel og maður
getur. Ég fer fyrst og fremst til að
bæta mína tíma,“ sagði Örn.
Hann var nálægt verðlaunasæti
á leik unum í Aþenu 2004. „En
samt ekki. Ég varð fjórði en var
einni og hálfri sekúndu frá þriðja
sæti en samt bara sex hundraðs-
hlutum frá sjöunda sæti. Það sýnir
hvað er stutt á milli í þessu. Það
var svekkjandi að sjá að ég varð
fjórði en svo var þetta kannski
bara fínt þegar maður sá þetta
heilt yfir,“ sagði Örn og hló við.
Hann segir að það komi vel til
greina að fara á leikana í London
2012 en þar með myndi hann jafna
met Guðmundar Gíslasonar sund-
manns sem fór á fjóra Ólympíu-
leika. Enginn Íslendingur hefur
farið á fimm leika. „Það er ein í
bandaríska liðinu 41 árs sem fer á
sína fimmtu leika núna. Ég hef
kannski alveg fjórtán ár til viðbótar
í þessu líka,“ segir Örn og brosir.
TIL DANMERKUR Í NÁM
Örn heldur í víking til Danmerk-
ur í haust. Þar mun hann mennta
sig í afreksþjálfun í sundi en hann
er yfirþjálfari hjá Sundfélagi
Hafnarfjarðar. Hann hefur
menntað sig hér heima en þarf að
fara út til að fá alþjóðlega gráðu.
„Með hana má ég þjálfa hvaða
félagslið eða landslið í heimi,“
segir Örn.
„Það er tilhlökkun í mér. Ég
mun synda áfram næsta vetur,
þjálfa sundliðið og stunda námið.
Þetta lítur vel út,“ segir Örn, sem
stefnir að sundþjálfun í framtíð-
inni. Það hefur þó ekki alltaf verið
í áætlunum kappans.
„Það var aldrei stefnan, ég fór í
þjálfun af illri nauðsyn fyrir
þremur árum síðan. Það vantaði
svo þjálfara hjá SH að ég tók það
að mér. Ég hafði í sjálfu sér ekk-
ert betra að gera. Ég byrjaði með
yngstu hópana en færði mig upp
eftir það,“ sagði Örn sem hefur
einnig kennt skólasund og leik-
fimi í Áslandsskóla í Hafnarfirði.
Það hefur því verið nóg að gera
hjá Erni sem hefur vart tíma
fyrir það að hitta vini sína. „Ég
var að þjálfa fram í maí í tólf til
þrettán tíma á viku, kenna frá
tuttugu og upp í 32 tíma á viku í
skólasundi og leikfimi. Líka af
illri nauðsyn. Maður lætur hafa
sig út í ýmislegt,“ sagði Örn, sem
segist því hafa verið ansi upp-
tekinn og fjölskyldulífið situr á
hakanum.
„Þegar maður hefur varla tíma
til að hitta vinina er erfitt að
reyna að stofna fjölskyldu. Eins
og þetta hefur verið eru þetta
meira og minna æfingar eða
þjálfun frá sex á morgnana til níu
ÖRN FÉKK SÉR ÓLYMPÍUTATTÚ ÁRIÐ 2006:
GÆTI BÆTT VIÐ ÓLYMPÍUHÚÐFLÚRIÐ FLJÓTLEGA
Örn fékk sér langþráð húðflúr árið
2006. Hann lét þá flúra á sig merki
Ólympíuleikanna. „Ég var búinn að
ætla að gera þetta síðan 2000. Ég
var í fríi úti í Serbíu með Serba sem
ég hef verið að æfa með. Ég datt
inn á fínustu stofu bæjarins og lét
bara vaða,“ sagði Örn og brosti yfir
minningunni.
Hann stefnir á að bæta við sig
fleiri flúrum á næstunni. „Ég á eftir
að bæta við mig. Ég ætla að setja
merki þeirra Ólympíuleika sem ég
fer á á mig einhvers staðar. Það
verður ekki á sama stað,“ sagði
Örn, sem er að fara á sína þriðju
leika. „Svo veit maður aldrei hvort
maður fari til London 2012 líka,“
sagði Örn.
Það var Pierre de Coubertin sem
hannaði tákn Ólympíuleikanna
árið 1913. Það stendur fyrir
heimsálfurnar fimm sem kepptu
á leikunum árið 1920 og táknar
sameiningu þeirra íþróttamanna
sem keppa fyrir þeirra hönd á leik-
unum. Suður og Norður-Ameríka
deila hring en hina eiga Afríka,
Asía, Evrópa og Eyjaálfa.