Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 48
SPORT 6 Örn keppir í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í ár, 100 metra skriðsundi og 100 metra baksundi. Örn Arnarson keppir í Peking á sínum þriðju Ólympíuleikum. Líkami hans hefur verið dæmdur nær ónýtur en eftir meðferðir og þrjár hjartaþræðingar telur hann sig geta bætt sína bestu tíma á óskarsverðlaunum íþróttanna. Eftir Hjalta Þór Hreinsson ÓSKARSVERÐLAUN ÍÞRÓTTANNA „Sem sundmót eru Ólympíuleikar bara annað sundmót,“ sagði Örn áður en hann sagði eitt stórt „en“. „En þetta er eins stórt og það verður í íþróttaheiminum. Þetta eru Óskarsverðlaun íþróttanna,“ sagði Örn, sem segir upplifunina einstaka. „Upplifunin er skemmtileg og sérstök. Þarna er maður kominn inn í bæjarfélag með íþróttafólki sem er á stærð við Hafnarfjörð. Þetta er sérstakt umhverfi sem er auðvelt að gleyma sér í. Þess vegna förum við seint inn í þorpið. Við erum með fjóra sundmenn af átta sem hafa ekki farið áður á ÓL. Það er búið að útskýra fyrir þeim hvernig þetta verður og reynt að halda þeim á jörðinni,“ sagði Örn, sem segir auðvelt að gleyma sér í Ólympíuþorpinu. „Það er svo mikið að upplifa. Það er matartjald upp á fimmtán þúsund fermetra þar sem þú getur fengið nánast hvað sem þú vilt að borða. Það er nauðsynlegt að halda mataræðinu eins og þú ert með það, ekki breyta um,“ segir Örn og bætir við að fríir drykkir á borð við kók og Powerade séu alls staðar fríir. „Og raunar allt sem kók framleiðir.“ Ekkert áfengi er leyft í Ólympíuþorpinu. Hann segir einnig einfalt að gleyma sér í stjörnufansinum eins og hann sjálfur hefur lent í. „Þú sérð kannski heimsmethafa í Ég er í góðu formi og sé ekki af hverju ég geti ekki bætt þetta. Það er kominn tími á baksundstímann, hann er frá 2001. Örn um sína bestu tíma. Það er búið að segja mér að ég sé með ónýta öxl, ónýtt bak og ónýtt hné. Þeir segjast reyndar vera búnir að laga hjartað,“ segir Örn Arnarson sund- kappi, sem ætlar sér stóra hluti á sínum þriðju Ólympíuleikum. Örn hefur löngum átt við erfið meiðsli að stríða en þau erfiðustu, hjartagalli, standa ekki í vegi fyrir Hafnfirðingnum. Hann keppir í tveimur greinum í Peking og ætlar að bæta sig í þeim báðum. Reynsla hans vegur þungt en hinn 27 ára gamli Örn hefur keppt í tólf ár á alþjóða- vettvangi. „Ég veit hverju við er að búast á hverju móti, ég kann orðið á þetta. Það er mjög þægi- legt,“ segir Örn og heldur áfram: „Vatnið er alls staðar eins. Vatn er bara vatn. Það var eins í Kína fyrir tveimur árum þegar ég var þar síðast,“ segir Örn, sem bætir við að bætt aðstaða á Íslandi hjálpi mikið. „Á sínum tíma var ég að æfa í minni 25 metra úti- laug í Hafnarfirði allan ársins hring, í alls kyns veðri og vind- um,“ sagði Örn, en vatnið var eins. „Góð mannvirki hjálpa samt.“ FER EKKI Í NEIN MÓT TIL AÐ TAPA Örn segir að svo skammt sé á milli sundmanna í dag að það eina sem gildi sé að kreista fram úr sér hundraðshluta úr sekúndu. „Ég fer ekki út á nein mót til að tapa. Sundið er orðið svo jafnt í dag að það eru margir á sömu tímum. Ef ég syndi á mínum besta tíma í 100 metra baksundi gæti ég endað 4-5 í undanriðlinum eða 25. þess vegna. Það er synt upp á hvern hundraðshluta sem þú getur kreist út úr þér,“ segir Örn. Hann var við æfingar í Singapúr til 5. ágúst þegar hann fór til Pek- ing. „Það var gott. Það hjálpaði mér að aðlagast tímamun, hita- stiginu og rakanum.“ FJÖGURRA ÁRA UNDIRBÚNINGUR „Undirbúningurinn hófst meira og minna fyrir fjórum árum,“ segir Örn um undirbúning sinn fyrir Peking. „Auðvitað eru öll mót undirbúningur fyrir næsta mót og þetta kemur stig af stigi,“ sagði Örn sem hefur verið að þjálfa sig sjálfur í allt sumar. „Tæknilega séð hef ég verið að þjálfa mig sjálfur, með hjálp frá minni fjölskyldu, síðan í lok maí. Það er allt annað en að vera með þjálfara. Eftir að tímabilinu lauk hérna heima hef ég í fyrsta skipti verið á æfingum með öðru sund- fólki og með þjálfara á bakkanum síðan í maí. Það er þægilegra en að vera einn í lauginni með sjálf- um sér,“ viðurkennir Örn. Hann segir jafnframt að það sé ekkert lykilatriði að synda sem lengst í hverri viku. „Ég er búinn með allar erfiðu æfingarnar fyrir Ólympíuleikana. Nú snýst þetta bara um gíra sig upp til að geta toppað á réttum tíma. Ég keyri niður metrafjöldann og reyni að byggja upp meiri hraða. Þetta kemur stig af stigi og ég verð hraðari með hverri vikunni,“ segir Örn, sem syndir í um einn og hálf- an tíma níu til tíu sinnum í viku. VATN ER BARA VATN BESTU TÍMARNIR: 100 metra baksund Örn: 54,75 (Norðurlandamet) Ólympíumet: 53.45 Heimsmet: 52.89 100 metra skriðsund: Örn: 49,97. Ólympíumet: 47.87 Heimsmet: 47.50 SPO RT/A RN ÞÓ R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.