Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 18
SPORT 4 Ó laf Stefánsson má kalla andlegan leiðtoga íslenska landsliðsins í handbolta. Hann er gríðarlega reyndur og viskan flæddi úr þessum mikla spekingi þegar blaðamaður sett- ist niður með honum. Ólympíu- leikar eru afar sérstakir í hans augum. „Sá sem vinnur á Ólympíuleik- unum er í flestum tilvikum sá sem hefur vakið og sofið með medalíuna í huga í eitt og hálft til tvö ár, séð fyrir sér atrenn- una, sundið eða hvaða íþrótt sem hann keppir í. Sá sem hefur lagt líf og sál í þetta. Það kemur eitt- hvað aukalega upp í öllum íþróttamönnum. Ég er einn þeirra,“ sagði Ólafur ákveðinn og einbeittur. SÉRSTAÐA ÓLYMPÍULEIKA „Ólympíuleikar hafa sérstöðu sem er erfitt að skilgreina. Fyrir utan það sem við sjáum daglega. Íþróttamennirnir í Grikklandi til forna voru tákn fyrir að allt væri í lagi hjá manninum, þrátt fyrir að það sé ekkert endilega raunin í dag. Þeir eru tákn fyrir gildi sem við öll stefnum að. Þessi gildi hafa breyst og færst til í dag en þessar leifar þeirra eru til,“ sagði Ólafur. Hann telur að stórmót í dag séu of mörg en að Ólympíuleikar beri höfuð og herðar yfir önnur mót. „Hin stórmótin hafa þetta ekki. Maður getur verið vel stemmdur í þau en hafa ekki þetta aukalega. Það byggist á sögunni og einhverjum mann- leika og einhverjum húmanisma kannski,“ sagði Ólafur. KEMUR TIL GREINA AÐ HÆTTA Ólafur segir að það komi til greina að hætta með landsliðinu eftir leikana. Hann var nálægt því að hætta eftir leikana árið 2004. „Það kemur til greina en það er bara möguleiki. Það kom líka til greina fyrir tíu árum en það kemur kannski meira til greina núna. En það er ekkert 100 prósent í þessu, ég kalla það líklegt kannski. Það verður engin flugelda- sýning ef það gerist,“ sagði Ólafur, sem ætlar sér að ná árangri. „Persónulega er farið að síga á seinni hlutann á mínum ferli. Þetta er kærkomið tæki- færi til að gera eitthvað virki- lega gott með landsliðinu og Ólympíuleikar eru besti vett- vangurinn til þess. Þess vegna er ég kannski aðeins spenntari en venjulega.“ MARGIR LYKLAR AÐ VELGENGNI Ólafur getur ekki tekið út neinn einn þátt sem lykil að velgengni Íslands á mótinu. „Það er enginn einn lykill. Hver dagur sem líður og þú hugsar ekki um markmið þitt missirðu einn lykil. Þú getur opnað færri hurðir. Ef ég þyrfti að velja einn stóran lykil er það að vera alltaf einbeittur. Það gildir fyrir allar hópíþróttir. Maður þarf að kunna marga þætti, til dæmis félagslega þátt- ANDLEGI ÞÁTTURINN Ólafur stiklar á stóru í viðtali sínu við Sport. Hann segir andlega þáttinn ríkjandi, talar um húman- isma, vonbrigðin á ÓL í Aþenu fyrir fjórum árum og möguleikann á því að hætta með landsliðinu eftir leikana í Peking. SPORT/VILHELM 1984 Los Angeles (BNA) Það voru stórkostlegir leikar að mörgu leyti. Við komumst óvænt inn á þá þar sem Sovétmenn drógu sig óvænt út vegna pólitískra deilna. Kalda stríðið var í fullum gangi og þetta var þeirra svar við því að Bandaríkjamenn drógu sig út úr leikunum fj órum árum áður í Moskvu. Við stóðum okkur vel og vorum í sjötta sæti. Það var afskaplega skemmtileg stemning í kringum leikana. Bandaríkjamenn eru íþrótta lega sinnaðir og hafa mikinn áhuga á öllu. Það var fullt á alla leikina, meira að segja í handboltanum. Ég man að þeir fögnuðu samt á fremur undar- legum augnablikum, til dæmis trylltist allt ef markmaður varði úr hraðaupphlaupi. Það er auð vitað gott en hrifning þeirra var ekki alveg eins og við höfum vanist. Ég var að spila í báðum hornunum. Mér gekk nokkuð vel en átti kannski enga stjörnuleiki. Ég stóð fyrir mínu, held ég. 1988 Seúl (Suður-Kóreu) Þeir voru ekki eins skemmtilegir, það verður að segjast eins og er. Áhuginn á leikjunum var ekki sá hinn sami og stemningin þar eftir því. Ólympíuþorpið var ömurlegt og aðbúnaðurinn ekki góður. Maturinn var slæmur og svo framvegis. Við lentum í áttunda sæti. Það þótti mönnum alveg hrikalega lélegt. Mér fi nnst það ekki sanngjarnt. Við gerðum jafntefl i við þáverandi heimsmeistara Júgóslava, unnum Alsírmenn sem voru erfi ðir, unnum Bandaríkin en töpuðum frekar stórt fyrir ógnarsterkum Svíum og Sovét- mönnum sem voru þá með besta handboltalandslið sögunnar. Við vorum skotnir í kaf fyrir hörmulegan árangur. Ég man að boltarnir voru óvenju stórir, við vorum allir í vand ræðum með þá og sérstaklega við minni mennirnir. Ég hefði viljað mæla þessa bol- ta. Það skapaði okkur óöryggi, það var alveg ótrúlegt. Lagið ódauðlega „Við gerum okkar besta“ var samið fyrir leikana og það var stemning yfi r því. Ég spilaði alla leiki- na og stóð mig að ég held ágætlega. Guðmundur Guðmundsson er að taka þátt í sínum fjórðu Ólympíuleikum og rifjar upp söguna: OF STÓRIR BOLTAR Í SUÐUR-KÓREU » SKIPTIR ÖLLU Ólafur Stefánsson er tilbúinn í Ólympíuleikana. Landsliðsfyrirliðinn gæti hætt með landsliðinu eftir keppnina þar sem hann þráir árangur. Hann segir eitthvað aukalega koma upp í kepp- endum á leikunum og er hann engin undantekning. Eftir Hjalta Þór Hreinsson inn og að geta leyst vandamál beint við menn en ekki í gegnum þriðja aðila,“ sagði Ólafur sem leggur ríka áherslu á andlega þáttinn. „Hann skiptir öllu máli. Hann fær þig til að vakna á morgnana og halda áfram. Á hverri sek- úndu hefurðu val til að hætta þessu bara. Áhuginn drífur and- lega þáttinn áfram, ég er ekki að pína mig í neitt. Ég sé tilgang og ljós í þessu,“ sagði landsliðs- fyrirliðinn. 2004 Aþena (Grikklandi) Ég var í allt öðru hlutverki í Aþenu, sem þjálfari. Mér fannst vel að leiku- num staðið. Menn höfðu áhyg- gjur af skipulagi og samgöngum en ég get ekki kvartað yfi r neinu. Þetta voru glæsilegir leikar. Við vildum auðvitað ná betri árangi, við enduðum í níunda sæti en við vorum í gríðarlega sterkum riðli þar sem ekkert slakt lið var að fi nna. Þannig er þetta reyndar nánast alltaf. Við vorum óánægðastir með tapið gegn Suður-Kóreu. Það var mikilvægasti leikurinn en við töpuðum honum. Hann var spilaður klukkan 9 að morgni, sem reyndist okkur erfi tt. Þeir spiluðu alla sína leiki á þeim tíma og mönnum fannst það mjög 6 Ísland keppir í sjötta sinn í handbolta á Ólympíuleik- um í Peking. Í München 1972 varð liðið tólfta, í Los Angeles 1984 sjötta, í Seúl 1988 áttunda, í Barcelona 1992 fjórða sem er besti árangur Íslands í hand- bolta á ÓL og í Sydney árið 2004 varð Ísland í níunda sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.