Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 4
Þjóðhátíðarsjóður
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
sjóðnum vegna ársins 2009.
Þjóðhátíðarsjóður minnir á að frestur til að senda
umsóknir um styrki vegna ársins 2009 er til og með
31. ágúst n.k.
Nánari upplýsingar veitir ritari sjóðsins í síma 569 9622
eða netfanginu: thjodhatidarsjodur@sedlabanki.is.
Að öðru leyti er vísað í ítarlegri auglýsingu sem birtist
í dagblöðunum 29. júní sl., og fi nna má einnig á
vefslóðinni http://www.sedlabanki.is/?PageID=28.
Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs
4 10. ágúst 2008 SUNNUDAGUR
SJÁVARÚTVEGUR „Ég seldi ekki
kvótann heldur skipið. Kvótinn
fylgdi því,“ segir Ásmundur
Jóhannsson trillusjómaður, sem
undanfarið hefur gert út frá
Sandgerði án kvóta. Í Fréttablað-
inu í gær kom fram að Ásmundur
hefði hagnast um sextíu milljónir
króna þegar hann seldi hlut sinn í
útgerðarfélaginu Festi, þar með
talinn kvótann. Þetta segir
Ásmundur ekki alls kostar rétt.
„Tryggingarmat skipsins var
180 milljónir. Við skulduðum
sextíu milljónir. Ég seldi svo minn
part fyrir sextíu milljónir og fékk
tvær til fjórar milljónir auka fyrir
veiðarfæri og veiðarfæra-
geymslu,“ segir Ásmundur. „Ég
hefði getað selt öðrum og fengið
150 milljónir í minn hlut en vildi
það ekki.“ - kh
Ásmundur Jóhannsson:
Seldi skipið,
ekki kvótann
ÁSMUNDUR JÓHANNSSON Segist hafa
selt skip en ekki kvóta. MYND/VÍKURFRÉTTIR
SAMFÉLAGSMÁL Hávær umræða um
uppeldisstofnanir á borð við
Breiðavík hefur haft greinileg
áhrif á eftirspurn eftir dvöl fyrir
börn á meðferðarheimilum Barna-
verndarstofu að sögn Braga Guð-
brandssonar, forstjóra stofunnar.
Tveimur meðferðarheimilum
fyrir börn hefur verið lokað á
þessu ári vegna fækkunar
umsókna eins og fram kom í
Fréttablaðinu fyrir helgi.
„Opinber
umræða síðustu
missera um
uppeldisstofn-
anir fortíðarinn-
ar hefur greini-
lega haft þau
áhrif að foreldr-
ar eru tregari
til að senda
börnin frá sér,“
segir Bragi.
„Því miður hefur neikvæð
umræða um þessi heimili smitast
yfir á meðferðarstofnanir dagsins
í dag sem þær eiga fátt sameigin-
legt með og veita allt annars konar
þjónustu.“
Bragi nefnir einnig viðhorfs-
breytingu sem orðið hafi á undan-
förnum árum um að rétt sé að
ganga lengra en áður var gert í að
veita stuðning og meðferð á vett-
vangi heimilisins.
„Við erum nýbúin að ráða starfs-
fólk til að sinna fjölþáttameðferð
á heimavígstöðvum og felst í því
að efla foreldra í að bregðast við
óæskilegri hegðun barna sinna,“
segir Bragi en verkefnið hefst á
höfuðborgarsvæðinu síðar á þessu
ári, væntanlega í nóvember.
„Þessar aðferðir hafa verið að
ryðja sér til rúms víðs vegar í
Evrópu og vestanhafs á síðustu
árum og hafa sýnt sig að skila fullt
eins góðum árangri og meðferðar-
dvöl á stofnun og í sumum tilfell-
um er árangurinn betri.“
Bragi segir meðferðina felast í
því að meðferðaraðili komi á heim-
ili unglings og hjálpi foreldrum og
unglingnum sjálfum að takast á
við vandann í samvinnu við skóla
og nánasta félagslega umhverfi.
„Hægt er að nálgast meðferðar-
aðilann allan sólarhringinn, sjö
daga vikunnar, til að veita leiðsögn
ef krísa kemur upp,“ segir Bragi.
Bragi segir að meðferðarfram-
boð hafi til þessa einskorðast við
dvöl á meðferðarheimilum. „Nú
erum við að kynna til sögunnar
fleiri valkosti sem væntanlega
gefa okkur færi á því að mæta
fjölbreyttari þörfum en áður,“
segir Bragi. „Hins vegar er alveg
ljóst að áfram verður hópur barna
og unglinga sem þarf á meðferð-
ardvöl á stofnunum að halda.
Engin áform eru uppi um að loka
öllum meðferðarstofnunum.“
helgat@frettabladid.is
Foreldrar tregari að
senda börn á stofnun
Hávær umræða um uppeldisstofnanir á borð við Breiðavík hefur greinilega
haft þau áhrif að foreldrar eru tregari að vista börn á stofnun. Ný aðferð geng-
ur út á að foreldrar geti fengið leiðsögn allan sólarhringinn ef krísa kemur upp.
GELDINGALÆKUR Meðferðarheimili sem hýsti sex börn var lokað í vor vegna minni
eftirspurnar eftir meðferðardvöl fyrir börn.
MEÐFERÐARDVÖL Færri foreldrar kjósa
nú að senda börn sín í meðferð á
stofnun eftir neikvæða umræðu um
uppeldisheimili á borð við Breiðavík.
BRAGI
GUÐBRANDSSON
DÓMSMÁL Tveir menn hafa verið
sýknaðir af ákæru um innbrot í
tvo sumar bústaði í júlí 2004. Úr
bú stöð unum var meðal annars
stolið rússneskri loð húfu, fornri
myndavél, tóbaks horni, verk fær-
a tösku, vegg teppum, grafík mynd
eftir Þórð Hall, heimilis tækjum
og spegli. Ekki þótti sannað að
mennirnir hefðu verið að verki.
Mennirnir voru sakfelldir fyrir
önnur brot. - sh
Hver stal verki Þórðar Hall?:
Innbrot í bústað
er enn óupplýst
SVEITARSTJÓRNIR Forsvarsmenn
Einingaverksmiðjunnar Borgar
hafa átt sáttafundi með Gunnari
I. Birgissyni bæjarstjóra vegna
deilu um starfsemi fyrirtækisins
í Kópavogi. Í framhaldinu hafa
forsvarsmennirnir sent tillögur
til að ná fram samvinnu um veru
Borgar í bænum í ljósi þess að
flytja eigi fyrirtækið í annað
sveitarfélag innan fjögurra ára.
Meðal tillagna Borgar er að fá
tímabundið starfsleyfi fyrir
steypustöð, afnotarétt af uppfyll-
ingu í eigu bæjarins og afnotarétt
að vegi sem fyrirtækið muni
leggja bundið slitlag á til að
rykbinda. - gar
Einingaverksmiðjan Borg:
Friðmælist við
Kópavogsbæ
PEKING, AP Bandarískur maður var
stunginn til bana og eiginkona
hans og kínverskur leiðsögu-
maður særð þegar kínverskur
maður réðist á þau með hníf að
vopni. Atvikið varð á þekktum
ferðamannastað í Peking,
höfuðborg Kína á laugardag.
Um er að ræða tengdaforeldra
þjálfara blakliðs Bandaríkjanna á
Ólympíuleikunum.
Árásarmaðurinn svipti sig lífi
eftir árásina með því að stökkva
fram af svölum í um fjörutíu
metra hæð. Ofbeldisglæpir sem
beinast gegn erlendum ríkisborg-
urum eru sjaldgæfir í Kína. - bj
Ráðist á ferðamenn í Peking:
Gestur stung-
inn til bana
WASHINGTON, AP John Edwards,
fyrrum öldungadeildarþingmaður
í Bandaríkjunum, hefur viður-
kennt að hafa haldið framhjá
eiginkonu sinni árið 2006. Hann
neitar að vera faðir barns
konunnar sem hann hélt framhjá
með.
Edwards, sem var ein af
vonarstjörnum Demókrataflokks-
ins, viðurkenndi að hafa sagt
ósatt um framhjáhaldið í barátt-
unni um útnefningu demókrata til
forsetaframbjóðanda.
Talið er að þetta muni hafa
alvarlegar afleiðingar fyrir
pólitískan feril Edwards. Hann
þótti standa þétt að baki eigin-
konu sinni í baráttu hennar við
ólæknandi krabbamein. - bj
John Edwards hélt framhjá:
Sagði ósatt um
framhjáhaldið
JÁTAÐI John Edwards hélt við kvik-
myndatökukonu sem tók þátt í kosn-
ingabaráttu hans árið 2006.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VINNUMARKAÐUR Ákveðnar vinnu-
reglur gilda slasist starfsmenn í
vinnuslysum í álveri Norðuráls á
Grundartanga, segir Ragnar Guð-
mundsson, forstjóri Norðuráls.
Eins og fram kom í Fréttablað-
inu segja forsvarsmenn verka-
lýðsfélagsins starfsmenn kallaða
til vinnu hjá fyrirtækinu, þrátt
fyrir að vera með vottorð um að
þeir séu óvinnufærir eftir vinnu-
slys. Forsvarsmenn Norðuráls
munu funda með trúnaðarmönn-
um og forsvarsmönnum Verka-
lýðsfélags Akraness í vikunni til
að ræða ásakanirnar.
Ragnar segir ekki rétt að Norður-
ál sé að reyna að komast hjá því að
skrá alvarleg slys sem slík með
því að kalla slasaða starfsmenn
aftur til vinnu. Ef óhappatilvik
komi upp sé mikilvægt að skrá
þau rétt til þess að hægt sé að
stuðla að sem bestu öryggi starfs-
manna. Engum sé greiði gerður
með því að sópa slíkum tilvikum
undir teppið.
Séu starfsmenn hins vegar
færir um að vinna létt störf hafi
þeim verið fundin verkefni. Oft
vilji starfsmenn snúa aftur til
starfa þó þeir geti ekki sinnt sínum
reglubundnu störfum.
Ragnar segir að komi í ljós á
fundinum vikunni að misbrestur
sé á að stefnu fyrirtækisins sé fylgt verði bætt úr því. - bj
Forsvarsmenn Norðuráls segja ákveðnar reglur gilda um starfsmenn sem slasast:
Ræða ásakanir í næstu viku
VINNUSLYS Þurfi starfsmenn að vera
fjarverandi frá vinnu í kjölfar vinnuslyss
telst það alvarlegra en ef þeir snúa aftur
til vinnu strax eftir slysið.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
20°
20°
23°
24°
19°
25°
23°
23°
21°
29°
33°
24°
23°
26°
28°
32°
17°
Á MORGUN
3-8 m/s.
ÞRIÐJUDAGUR
Hæg, breytileg átt.
11
12
12
10
10
12
14
12
13
12
12
6
6 3
3
6
8
3
4
3
6
5
10 11
12
1212
8 10
9
1213
LITLAR
BREYTINGAR Í
öllum megin-
atriðum er svipað
veðurlag á landinu
og var í gær.
Hægur af austri
eða norðaustri
með einhverjum
rigningardropum
austast. Ég á von á
að hann geti orðið
þokkalega bjartur
við sunnan og
vestanvert landið
en spárnar eru þó
ekki eindregnar í
þá átt.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
GENGIÐ 08.08.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
162,0081
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
82,59 82,99
158,84 159,62
124,72 125,42
16,717 16,815
15,602 15,694
13,283 13,361
0,7519 0,7563
131,47 132,25
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR