Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 6
6 10. ágúst 2008 SUNNUDAGUR BANDARÍKIN, AP Dean Peterson, hár og þrekinn bréfberi í Seattle í Bandaríkjunum, berst nú fyrir því að fá að klæðast pilsi í vinnunni. Yfirmenn hans hafa harðneitað, og segja pils engan veginn geta verið hluta af einkennisbúningi karlkyns bréfbera, þótt kvenkyns bréfberar megi vera í pilsi og þótt karlarnir megi reyndar klæðast stuttbuxum. Peterson er tæplega fimmtug- ur, kominn af Norðmönnum og Finnum, en á engar rætur til Skotlands. Hann fékk skotapils að gjöf frá eiginkonu sinni fyrir nokkrum árum, og klæðist því nú við flest tækifæri. - gb Bandarískur bréfberi: Vill klæðast pilsi í vinnunni BARÁTTUMÁLIÐ Peterson er lengst til hægri á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍTALÍA, AP Lögreglan í Bologna á Ítalíu handtók í gær fimm menn af norðurafrískum uppruna í gær. Mennirnir eru grunaðir um að hafa fengið öfgasinnaða íslamista til að ganga til liðs við hryðju- verkasamtök sem fremja hryðjuverk í Írak og Afganistan. Yfirvöld á Ítalíu grunar einnig að mennirnir hafi sent tugi þúsunda evra til öfgasinnaðra hópa í Bosníu sem reka þjálfunar- búðir og útvega hryðjuverka- mönnum útbúnað til árása. Lögregla hafði haft mennina til rannsóknar í um þrjú ár. Sjötta mannsins var leitað í gær. - bj Fimm handteknir á Ítalíu: Grunaðir um tengsl við hryðjuverk Áskrift Stöðvar 2 hækkar Verðskrá Stöðvar 2 hækkar um 7,16 prósent hinn 5. september. Mánaðar- áskrift að Stöð 2 kostar þá 5.990 krónur en Vildarverð verður frá 4.193 til 5.961 krónur á mánuði. Stöð 2 sport hækkar um 8,7prósent, Stöð 2 Sport 2 um 9,1 prósent og algengasti Fjölvarpspakkinn um 6,4 prósent. Vildarkjör áskrifenda breytast ekki, en þar er afsláttur á bilinu 5-30 prósent. NEYTENDAMÁL LÖGREGLUFRÉTTIR Þrír bílar brunnu Talsverðar skemmdir urðu á þremur bílum eftir að eldur kviknaði í einum þeirra á bílastæði í Álftamýri í fyrri- nótt. Talið er að eldurinn hafi kviknað í rafmagni bílsins, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið í gangi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. MENNING „Ég geri mér grein fyrir að einhverjir mistúlki þetta og einhverjum eigi jafnvel eftir að ofbjóða en þannig er nú bara hugs- anagangur fólks í dag,“ segir Snorri Ásbjörnsson myndlistar- maður, sem auglýsti í Fréttablað- inu í gær eftir mannslíkum í þágu listagyðjunnar. Snorri gerir ráð fyrir að fá lík í vídeóinnsetningu sem hann ætlar sér að sýna á Listasafni Akur- eyrar í febrúar. „Ég er búinn að vera að skoða lagahliðina á þessu og ég get ekki séð að ég sé að gera eitthvað ólög- legt. Ég kem ekki til með að gera neitt ósiðlegt við líkið,“ segir Snorri, sem vill ekkert frekar ræða verkið. „Mér finnst þetta ákaflega var- hugavert,“ segir Sverrir Einars- son útfararstjóri. Auðvitað geti fólk ráðstafað líkama sínum, eins og þegar fólk gefur líkama sinn til rannsókna eða kennslukrufninga. „En ég hugsa að það sé dálítið hæpið að menn geti farið að lána líkama sinn í einhvers konar myndatökur.“ Útfararstjórar sem Fréttablaðið hafi samband við sögðu að fyrr á tímum hefði það alls ekki verið óalgengt að ljósmyndir væru tekn- ar af látnu fólki. Slíkt hafi verið siður á síðustu áratugum nítjándu aldar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu. Með aukinni almennri ljósmyndun hefðu slíkir siðir hins vegar nánast lagst af. - ovd Listamaður auglýsir eftir mannslíkum til notkunar í vídeóinnsetningu: Óskar eftir líkum í listaverk SNORRI ÁSMUNDSSON Óskar eftir líkum fyrir vídeóinnsetningu. MYND ÚR SAFNI AUSTUR-TÍMOR, AP Jose Ramos- Horta, forseti Austur-Tímor, hefur verið gagnrýndur fyrir að náða leiðtoga alræmdrar vígasveitar í eyríkinu, sem herjaði á íbúa sem kröfðust sjálfstæðis frá Indónesíu. Hann réttlætir náðunina með því að ekki hafi verið sanngjarnt að halda honum í fangelsi meðan Indónesar, sem hafi stýrt verkum hans, verði aldrei sóttir til saka: „Á ég að halda áfram í fangelsi austur-tímorskum manni sem starfaði undir stjórn annarra sem fara ekki í fangelsi?“ Sjálfur er Ramos-Horta að ná sér eftir morðtilræði uppreisnar- manns. - gb Umdeild náðun á A-Tímor: Leiðtogi víga- sveitar náðaður GEORGÍA, AP Rússneska fréttastof- an Interfax segir að á þriðja þús- und hafi fallið í bardögum sem geisað hafa frá því á föstudag í Suður-Ossetíu. Rússneskir skrið- drekar og fótgöngulið hefur streymt yfir landamærin og rúss- neskar orrustuþotur hafa gert árásir á bæi utan átakasvæðisins. Suður-Ossetía hefur í reynd verið sjálfstætt hérað síðan 1992, en tilheyrði áður Georgíu. Her Georgíu réðist gegn aðskilnaðar- sinnum í héraðinu á föstudag. Rússnesk stjórnvöld fordæmdu árásina, og hafa barist um höfuð- borg héraðsins við Georgíumenn. Stjórnvöld í Georgíu segja tölur um mikið mannfall rangar. Í kring- um 100 hafi fallið. Ekki hefur verið unnt að staðfesta tölur um fallna í átökunum. Fólk sem flúið hefur átökin segir að hundruð séu látin í það minnsta. Stærstur hluti höfuð- borgar Suður-Ossetíu er sagður í rúst, og lík liggja þar eins og hrá- viði. Átökin breiddust út í gær þegar aðskilnaðarsinnar í Abkasíu gerðu stórskotaliðsárásir á hersveitir Georgíumanna. Abkasía er, eins og Suður-Ossetía, hérað sem form- lega tilheyrir Georgíu, en hefur stjórnað sér sjálft frá árinu 1992. Mikhaíl Saakashvili, forseti Georgíu, kallaði í gær eftir vopna- hléi, og skipaði georgískum her- sveitum að draga sig út úr Tskhin- vali, höfuðborg Suður-Ossetíu. Þá gaf hann hernum skipun um að svara ekki árásum rússneska her- aflans. Þing Georgíu lýsti í gær yfir stríðsástandi í landinu. Dmitrí Medvedev, forseti Rúss- lands, sagði George W. Bush Bandaríkjaforseta fyrr um daginn að vopnahlé komi ekki til greina fyrr en herafli Georgíu yrði dreg- inn til baka út úr Suður-Ossetíu. Hann sagði Rússum bera skylda til að vernda rússneska borgara í héraðinu. Rússneskar þotur gerðu í gær loftárásir á bæi í Georgíu. Frétta- maður AP segir að eftir árásir á bæinn Gori í miðri Georgíu hafi íbúðablokkir staðið í ljósum logum, og tugir óbreyttra borgara hafi legið í valnum, þar á meðal börn og gamalmenni. Rússnesk stjórnvöld segja fimmtán rússneska friðargæslu- liða hafa fallið í átökunum, og um 150 hafa særst. Þau staðfesta að tvær rússneskar orrustuþotur hafi verið skotnar niður, en stjórnvöld í Georgíu segjast hafa skotið niður tíu orrustuþotur. Í yfirlýsingu frá Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna kemur fram að stofnunin óttist að fjöldi óbreyttra borgara muni flýja átökin. Stofnunin telur, byggt á upplýsingum frá georg- ískum stjórnvöldum, að um 2.400 hafi þegar flúið til Georgíu vegna átakanna í Suður-Ossetíu. Rússn- esk stjórnvöld segja að um það bil 30.000 hafi flúið til Rússlands. Sérfræðingar óttast að stríðs- átök undanfarinna daga geti komið af stað allsherjarstríði milli Rúss- lands og Georgíu. Stjórnvöld í Georgíu hafa lýst yfir miklum áhuga á að ganga í Evrópusam- bandið og Atlantshafsbandalagið. Það hefur fallið í afar grýttan jarð- veg hjá rússneskum stjórnvöld- um. brjann@frettabladid.is Rússar segja mörg þúsund hafa fallið í átökum í Suður-Ossetíu Talið er að á þriðja þúsund hafi fallið í bardögum í Suður-Ossetíu síðustu daga. Flóttamenn segja mannfall mikið og að höfuðborg héraðsins sé í rúst. Georgíumenn kalla eftir vopnahléi og aðstoð alþjóðasamfélagsins. HÖRMUNGAR Eldri kona liggur slösuð utan við íbúðarbyggingu í bænum Gori í Georgíu í gær eftir að rússneskar herþotur gerðu loftárásir á bæinn. Nágrannar kon- unnar komu henni til hjálpar, en tugir féllu í loftárásunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GEORGÍA, AP Sendinefnd frá Evr- ópusambandinu, Atlantshafs- bandalaginu og Bandaríkjunum hélt í gærkvöldi til Georgíu til að reyna að stilla til friðar. Evrópu- sambandið og Bandarísk stjórn- völd kölluðu í gær eftir tafar- lausu vopnahléi. „Ég hef miklar áhyggjur af ástandinu í Georgíu,“ sagði George W. Bush Bandaríkjafor- seti í yfirlýsingu í gær. Hann er staddur í Peking í Kína vegna Ólympíuleikanna. Hann sagði árásir Rússa utan átakasvæðis- ins sýna að átökin væru að magn- ast. „Við höfum kallað eftir því að ofbeldi á svæðinu verði stöðvað án tafar,“ sagði Bush og kallaði eftir því að rússneskar sprengju- flugvélar hættu tafarlaust árás- um. Nicolas Sarkozy, forseti Frakk- lands, lagði í gær til að stríðandi fylkingar samþykktu þegar í stað vopnahlé í þremur þrepum. Hann lagði til að rússneskir og georgískir hermenn yrðu dregn- ir til baka svo staðan yrði eins og hún var áður en stjórnvöld í Georgíu réðust gegn aðskilnaðar- sinnum í Suður-Ossetíu á föstu- dag. Stjórnvöld í Georgíu biðluðu í gær til Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins vegna herflutninga Rússa til Suður- Ossetíu og árása á hermenn og óbreytta borgara. Stjórnvöld í Rússlandi sökuðu Georgíumenn um að stuðla að þjóðarmorði í Suður-Ossetíu. Stjórnvöld í Georgíu sökuðu á móti Rússa um þjóðarmorð í hér- aðinu. - bj Sendinefndir vesturveldanna reyna að stilla til friðar: Vilja vopnahlé milli stríðandi fylkinga BIÐLAÐI Mikhaíl Saakashvili, forseti Georgíu, biðlaði í gær til Evrópusam- bandsins og Atlantshafsbandalagsins að hjálpa til að stilla til friðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Styður þú mótmæli Ásmundar Jóhannssonar, kvótalausa sjó- mannsins frá Sandgerði? Já 72,7% Nei 27,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fórst þú í miðbæ Reykjavíkur til að taka þátt í eða fylgjast með Gleðigöngunni? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.