Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 62
26 10. ágúst 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? „Hann er mjög hæfi- leikaríkur og byrjaði mjög ungur að fást við sköpun. Hann var ellefu ára þegar hann gaf á eigin vegum út skátablað á Húsavík og safnaði sjálfur auglýsingum fyrir þrjátíu þúsund sem runnu beint til skát- anna. Hann er afskaplega góður drengur, tillitssamur, kurteis og mjög bóngóður.“ Valgerður Gunnarsdóttir, móðir Örlygs Hnefils Örlygssonar sem opnaði ljósmyndasýningu á besta netkaffihúsi heims í London á föstudagskvöld. „Menningin í þessum tveimur löndum er gjörsamlega eins og svart og hvítt,“ segir Margrét Lena Kristenssen, sem er nýkomin heim úr tveggja mánaða ferð til Sviss og Indlands á vegum Nínukots, en eftir að Margrét lauk stúdentsprófi síðustu jól ákvað hún að halda á vit ævintýr- anna. Fyrst starfaði hún hjá kaþólskri fjölskyldu á bóndabæ í Zug í Sviss í tæpar þrjár vikur, þar sem hún sinnti mismunandi heimilisstörfum. „Ég sem hafði aldrei verið á bóndabæ áður né séð um elda- mennsku sá um að elda ofan í alla fjölskylduna og sinnti bústörfum. Þau ráku líka litla verslun á bóndabýlinu þar sem þau seldu eigin afurðir, svo sem tómata, vín, pepperoni og ber sem eru þeirra helsta lifibrauð, svo það var í nógu að snúast,“ útskýrir Margrét, en eftir dvölina í Sviss var ferðinni var heitið til Jaipur á Indlandi í sjálfboðavinnu. „Mig langaði mikið til að vinna með dýrum svo ég fór að vinna á dýraspítala eftir að hafa farið á undirbúningsnámskeið. Ég var fyrsti sjálfboðaliðinn sem kom á spítalann og sá strax hvað starfsfólkið hafði lítinn metnað. Aðstæðurnar voru fátæklegar, búrin mjög ryðguð og dýrin fengu yfirleitt bara súra mjólk og gamalt chapati-brauð. Þarna voru hundar, kettir, kanínur, dúfur og mikið af beljum. Kýr eru heilagar á Indlandi og það má ekki hreyfa við þeim úti á götu svo margar komu beinbrotnar eftir að það hafði verið keyrt á þær,“ útskýrir Margrét, sem upplifði talsverðan mun á hreina umhverfinu í Sviss og skítugum moldarvegum Indlands. „Ég hreinsaði drykkjarílátin hjá dýrunum og keypti bæði hunda- og kattamat. Mér fannst ekki síður mikilvægt að veita dýrunum væntumþykju og fann að það skipti sköpum. Þegar ég fór hafði nýr starfsmaður verið ráðinn og viðhorfið á spítalanum breyst töluvert. Dýrin fá nú betri umönnun og aðbúnað og það er góð tilfinning að vita að maður hafi haft góð áhrif,“ segir Margrét að lokum, en í haust stefnir hún á háskólanám í ferðamálafræði og heimspeki. alma@frettabladid.is MARGRÉT LENA KRISTENSEN: FÓR Í SJÁLFBOÐASTARF TIL INDLANDS Hlúði að heilögum kúm HEILAGAR KÝR Margrét Lena sinnti mörgum kúm á dýraspítalanum, en í Indlandi eru kýr heilagar svo ekki má hreyfa við þeim á götum úti og því komu margar með opið beinbrot eftir árekstur. LÍFLEGUR BÓNDABÆR Í Zug í Sviss starfaði Margrét Lena á bóndabæ þar sem hún sinnti ýmsum bústörfum og eldaði ofan í fjölskylduna. SLÆMT ÁSTAND Margrét Lena segir ástandið á dýraspítalanum í Jaipur ekki hafa verið gott þegar hún kom. Kýrnar voru gjarnan með opin sár og beinbrot sem þurfti að hlúa vel að. Hvað er að frétta? Allt er dásamlegt. Hljómsveitin mín, Esja, var að gefa út sína fyrstu plötu og Mínus er í fullum gangi líka. Lífið leikur við mann þessa dagana. Augnlitur: Grænn. Starf: Tónlistarmaður með meiru. Fjölskylduhagir: Mamma, pabbi, systir, hálfbróðir og vinir. Hvaðan ertu? Ég er úr Hafnarfirði. Ertu hjátrúarfullur? Já. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Þeir eru nokkrir, sem dæmi má nefna Deadliest Catch, Fréttir og margt fleira. Uppáhaldsmatur: Indverskur matur og íslenskur fiskur er það besta sem ég fæ. Fallegasti staðurinn: Mér finnst Hvalfjörðurinn mjög fallegur, einnig Snæfellsjökull og Grótta. iPod eða geislaspilari: Vínylspilari að sjálfsögðu! En ég á æðislegan iPod líka. Hvað er skemmtilegast? Að skapa list með hæfileikaríku fólki og að vera lifandi. Hvað er leiðinlegast? Afbrýðisemi og gubbupest. Helsti veikleiki: Ég er full dómharður og nokkuð skap- mikill. Helsti kostur: Hvað ég er lítill og nettur hehehe … Helsta afrek: Að geta lifað á listinni og eiga svona góða fjölskyldu og vini. Mestu vonbrigðin: Að Ameríka hafi ráðist inn í Írak og náttúruspjöll. Hver er draumurinn? Að fólk lifi í sátt og samlyndi og að það læri að bera meiri virðingu fyrir jörðinni og sjálfu sér. Hver er fyndnastur/fyndnust? Bill Hicks og Lenny Bruce. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Neikvæðni þótt að ég sé svolítið neikvæður stundum, en maður er nú bara mennskur. Hvað er mikilvægast? Að elska allt og alla og ekki sóa lífi sínu í rugl. HIN HLIÐIN KRUMMI BJÖRGVINSSON TÓNLISTARMAÐUR Finnst gubbupest og afbrýðisemi leiðinleg Skemmtistaðurinn Kaffi Kúltúra hefur nú fengið nýjan skemmt- anastjóra, Nuno De Palma, en hann hefur verið búsettur hér á landi í tæp fjögur ár. Nuno er vel kunnur skemmtanalífinu hér á landi því hann hefur lengi starfað sem plötusnúður á ýmsum skemmtistöðum borgarinnar. „Ég hef verið að taka hljóðkerfið á staðnum í gegn undanfarnar vikur og einnig staðið í öðrum minni- háttar endurbótum. Við ætlum að fá gamalreynda plötusnúða líkt og Magga Legó, Árna Sveins og Dj Margeir til þess að spila hérna reglulega fyrir dansi. Svo verðum við með sérstaka dagsskrá á menn- ingarnótt og tökum einnig þátt í Airwaves-hátíðinni í ár,“ segir Nuno. Nýr kokkur hefur verið fenginn til að reka eldhúsið og verður mat- seðillinn áfram alþjóðlegur og á viðráðanlegu verði. Nuno segir að gestir staðarins komi úr öllum áttum og skapi það skemmtilega stemningu. „Hingað sækir mikið af tónlistarfólki og fólk sem áður stundaði skemmtistaðinn Sirkús, í bland við fólk af öðrum þjóðern- um þannig hér skapast alþjóðleg stemning.“ segir Nuno. - sm Breytt og bætt Kaffi Kúltúra NÝR SKEMMTANASTJÓRI Nuno hefur staðið í endurbótum á Kaffi Kúltúra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ekki er víst að Valur Gunnarsson, sem barist hefur ákaft gegn því að auglýsingamennskan ryðji sér til rúms í listum, hafi rekið augun í nýjasta tölublað Stínu – tímarits um bókmenntir og listir. En þar gæti hann komist í feitt í tengslum við vangaveltur um Megas og aug- lýsingasamning hans við Toyota: Í viðtali Guðrúnar Evu svarar Megas spurningunni um hvað sé heilagt að það séu heilindi og ákveðin gildi. Megas segir materíalismann gríðarlegan í dag og erfitt fyrir fólk að vera heilt. „Það er alltaf von á peningum sem jafngilda ákveðnum gæðum sem eru síðan engin gæði þegar allt kemur til alls,“ segir Megas. Ásgeir Kolbeinsson lét sig ekki vanta á þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum um verslunarmannahelgina, sem er svosem ekki í frásögur færandi. Í Herjólfsdal er tjörn sem þjóðhátíðargestir eiga til að henda sér út í þegar líður á nóttina. Ásgeir bætti um betur og fór út í tjörnina á gúmmíbát með myndatökumann til að taka upp innslag fyrir þáttinn Sjáðu sem Ásgeir hefur umsjón með á Stöð 2. Ölóð ungmenni gátu þó ekki á sér staðið og æddu út í vatnið og hófu að skvetta vatni á Ásgeir sem varð frá að hverfa ásamt myndatöku- manninum. - jbg/shs FRÉTTIR AF FÓLKI 29.08 1979 Fyrrum blaðamaðurinn Símon Birgisson, sem stundar nú nám í fræðum og framkvæmd við Listaháskóla Íslands, hyggst leggjast í víking með nýtt leikverk sitt, Vini. Vinir verða sýndir á listahátíðinni Art Fart og á Menningarnótt, en frumsýningin fer fram í gamalli síldarverk- smiðju á Djúpavík, 15. ágúst. „Ég fór til Djúpavíkur til þess að skrifa og kynntist þá nokkuð vel fólkinu sem rekur hótelið þar og það var í gegnum það sem okkur var boðið að setja sýning- una upp,“ segir Símon. Leikritið er fyrsta verkið sem þetta upprenn- andi leikskáld skrifar í fullri lengd, en leikstjóri er Þorleifur Örn Arnarsson. „Leikritið fjallar um þrjá vini og uppgjör þeirra við fortíðina. Ég er í raun að varpa fram þeirri spurningu um hvað minningar séu og hvort þær séu raunverulegar. Þetta er dramat- ískt verk en tengt poppkúltur minnar kynslóðar.“ Símon segir að það sé fín stemning í Djúpavík fyrir leikritinu og að nú þegar séu öll gistirými í bænum fullbókuð vegna Djúpavíkurdaganna. „Fyrir okkur sem stöndum að sýningunni er þetta hálfgert ævintýri því við erum að renna svolítið blint í sjóinn með þetta. Við vonum bara að það verði ekki of kalt inni í gömlu verksmiðjunni,“ segir Símon að lokum kampakátur. - sm Sýna í síldarverksmiðju VIÐ ÆFINGU Leikararnir sjást hér við æfingu nýs verks eftir Símon Birgisson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.