Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 53
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og jarðarför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
Helgu Ingibjargar
Stefánsdóttur
Vífilsgötu 23, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins
Sóltúns. Guð blessi ykkur öll.
Sjöfn Friðriksdóttir Skúli Jón Sigurðarsson
Alda G. Friðriksdóttir Guðni F. Guðjónsson
Hulda G. Friðriksdóttir Sigurbjarni Guðnason
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Guðrún Helga Carlsdóttir
Hansen (Dosla),
lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn
28. júlí. Henni er sungin sálumessa í Kristskirkjunni
í Landakoti, þriðjudaginn 12. ágúst kl. 13.00.
Carl Vanderziel Cindy Vanderziel
Allen Vanderziel Selina Vanderziel
Jennifer Chandler Jeffrey Chandler
barnabörn og langömmubörn.
Hugheilar þakkir til þeirra fjölmörgu sem
auðsýndu okkur samúð, vinsemd og hjálp-
semi vegna andláts og útfarar,
Egils Jónssonar
bónda og fv. alþingismanns, Seljavöllum.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á
deild 11B Landspítalanum við Hringbraut og
Hjúkrunarheimilinu á Höfn fyrir einstaka hjúkrun,
velvild og umhyggju í veikindum hans.
Guð blessi ykkur öll.
Halldóra Hjaltadóttir
og fjölskylda.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður minnar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Elínar Jósefsdóttur
áður til heimilis að Langholtsvegi 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík
fyrir góða umönnun og hlýju.
Jóna Guðbrandsdóttir Ásbjörn Einarsson
Einar Jón Ásbjörnsson Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir
Elín Björk Ásbjörnsdóttir Gísli Jóhann Hallsson
og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
Ástu Bjarnadóttur
Vífilsstöðum, áður til heimilis að
Álftamýri 44.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Vífilsstaða fyrir
frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll.
Bjarney Georgsdóttir Samúel Vilberg Jónsson
Jóhanna Georgsdóttir
Sigurjón Óskar Georgsson
barnabörn og barnabarnabörn.
85 ára afmæli
Sigríður Rósa
Kristinsdóttir,
85 ára.
Sigríður Rósa Kristinsdóttir,
Lagarfelli 9a, Fellabæ, sem eitt sinn
„talaði frá Eskifi rði“ er 85 ára í dag,
10. ágúst. Hún verður heima.
Þökkum innilega samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Gunnhildar
Guðmundsdóttur
Hvassaleiti 20, 103 Reykjavík,
sem lést laugardaginn 19. júlí sl.
Guðmundur Sigurðsson Valgerður Marínósdóttir
María Sigurðardóttir Einar Loftsson
Áslaug Sigurðardóttir Sveinn Hannesson
Hrefna Sigurðardóttir Haukur Valdimarsson
Sigurður Sigurðarson
Ingibjörg Sigurðardóttir Bjarni S. Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
SUNNUDAGUR 10. ágúst 2008 17
timamot@frettabladid.is
Ólafsdalshátíð verður haldin í Ólafsdal í Gilsfirði í dag á
vegum Ólafsdalsfélagsins.
Markmið Ólafsdalsfélagsins er að stuðla að eflingu og
varðveislu Ólafsdals í Dölum sem er í flokki einna merk-
ustu menningarminjastaða á Vesturlandi. Í Ólafsdal var
meðal annars fyrsti búnaðarskóli landsins en hann var
stofnaður fyrir tilstuðlan Torfa Bjarnasonar, sem einnig
var skólastjóri skólans.
„Tilefni hátíðarinnar er annars vegar að Ólafsdalsfélagið
er að fá jörðina í Ólafsdal leigða til uppbyggingar og
hins vegar að í mánuðinum eru liðin 170 ár frá fæðingu
Torfa Bjarnasonar, skólastjóra búnaðarskólans,“ segir
Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins.
Inntur eftir því hver starfsemin á svæðinu eigi að vera
segir Rögnvaldur að hún verði margvísleg.
„Við viljum hafa starfsemina lifandi. Eina sem stendur
eftir núna er gamla húsið, en hér áður voru mun fleiri bygg-
ingar, eins og fjós og smiðja. Það var heilt samfélag í Ólafs-
dal. Menn sjá fyrir sér ferðaþjónustu að hluta yfir sumar-
tímann og einhvers konar fræðslustarfsemi en við viljum
reyna að nýta húsið og svæðið sem mest.“
Dagskráin á hátíðinni verður fjölbreytt og fræðandi og
hefst hún klukkan 14:00 við minnismerkið um Torfa Bjarna-
son og konu hans Guðlaugu. Þar verður ritað undir afhend-
ingu staðarins til Ólafsdalsfélagsins og mun Einar K. Guð-
finnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mæta af
því tilefni.
„Ýmislegt annað verður í boði eins og söngatriði auk þess
sem ávörp og erindi verða flutt. Skólahúsið og nánasta um-
hverfi verður til sýnis til 17:00 undir leiðsögn valinkunnra
leiðsögumanna.“
Einnig stendur til að heyja og allir þeir sem hafa réttu
amboðin, svo sem orf, ljá eða hrífu eru hvattir til að mæta
með þau og sýna færni sína. Munir verða sýndir úr Ólafs-
búinu ásamt ljósmyndasýningu um lífið í Ólafsdal. Kaffi og
kleinur verða í boði fyrir gesti og gangandi. Kaffihlaðborð
verður einnig á Skriðulandi frá klukkan 13 til 20.
„Hápunkturinn hátíðarinnar verður svo án efa þegar
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra skrifar undir samkomulag með Ólafsdalsfélaginu um
leigu á svæðinu,“ segir Rögnvaldur spenntur fyrir fram-
haldinu.
Allir eru velkomnir á hátíðina og má nálgast frekari upp-
lýsingar á www.dalabyggd.is eða www.reykholar.is
sigridurp@frettabladid.is
ÓLAFSDALUR: HÁTÍÐ HALDIN Á VEGUM ÓLAFSDALSFÉLAGSINS
Viljum lifandi starfsemi
ANTONIO BANDERAS LEIKARI ER
48 ÁRA Í DAG.
„Það var heiður og forrétt-
indi að fá að koma hingað til
Bandaríkjanna fyrir um sex-
tán árum, allslaus. Margt
hefur gerst síðan þá.“
José Antonio Domínguez Band-
eras er spænskur leikari og
söngvari.
MERKISATBURÐIR
1779 Veðurathuganir Rasmus-
ar Lievog hófust. Þetta var
með allra fyrstu veðurat-
hugunum hérlendis.
1801 Landsyfirréttur tók til
starfa. Fyrsti dómstjóri
réttarins var Magnús
Stephensen.
1975 Guðlaug Þorsteinsdóttir,
fjórtán ára, varð fyrsti
kvenskákmeistari Norður-
landa.
1984 Bjarni Friðriksson hlaut
bronsverðlaun í 95 kílóa
flokki í júdó á Ólympíu-
leikunum í Bandaríkjun-
um.
1986 Lágmynd af G. Schier-
beck, landlækni og fyrsta
formanni Garðyrkju félags
Íslands, var afhjúpuð í
Fógetagarðinum við Aðal-
stræti.
Þennan dag árið 1927 lést
Stephan G. Stephansson skáld,
73 ára að aldri. Ungur flutti
hann vestur um haf og bjó hann
lengi við Klettafjöll. Hann var oft
kallaður Klettafjallaskáldið.
Stephan G. Stephansson hét
upphaflega Stefán Guðmundur
Guðmundsson. Hann var fædd-
ur þann 3. október árið 1853 á
Kirkjubóli í Skagafirði.
Stefán bjó í Skagafirði til 15
ára aldurs en flutti þá í Þing-
eyjarsýslu og starfaði þar sem
vinnumaður. Hann bjó þar
þangað til hann fluttist til Vest-
urheims ásamt fjölskyldu sinni.
Í fimm ár bjó hann í
Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum
og giftist þar Helgu Sigríði Jóns-
dóttur. Áttu þau saman átta
börn en sex þeirra komust á
legg.
Næst bjó Stefán í Norður-
Dakóta, í tíu ár. Í Wisconsin kall-
aði hann sig Stefán Guðmunds-
son en í Dakota var hann skrif-
aður Stefansson, sem gerði það
að verkum að bréf hans rugluð-
ust við bréf annarra Stefanssona
svo Stefán tók upp nafnið Step-
han G. Stephansson, sem hann
varð síðar þekktur undir.
Fyrsta ljóðakver Stefáns bar
nafnið Úti á víðavangi og kom
það út 1894. Ljóðabækur hans
urðu fjölmargar og mjög vin-
sælar.
ÞETTA GERÐIST: 10. ÁGÚST 1927
Stephan G. Stephansson fellur frá
RÖGNVALDUR GUÐMUNDSSON Formaður Ólafsdalsfélagsins er einkar
spenntur fyrir uppbyggingunni á starfseminni í Ólafsdal.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA