Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 58
22 10. ágúst 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is > Tveir leikir í Landsbankadeild karla Fimmtánda umferð Landsbankadeildar karla í fótbolta hefst í dag kl. 17 með stórleik KR og FH á KR-vellinum í Frostaskjóli. FH er sem stendur í toppsæti deildar- innar en KR er í sjötta sæti, níu stigum á eftir Hafnarfjarðarliðinu. FH vann fyrri leik liðanna á Kaplakrikavelli 2-0 og Vestur bæingar eiga því harma að hefna. Logi Ólafsson, þjálfari KR, var áður þjálfari FH en Heimir Guðjóns- son, núverandi þjálfari FH, lék um árabil með KR. Þá mætast Þróttur og Fram kl. 19:15 á Valbjarnarvelli en Fram vann fyrri leik liðanna á Laugar- dalsvelli 1-0. FÓTBOLTI Blikastúlkur héldu sigurgöngu sinni áfram í Lands- bankadeildinni í gær þegar þær unnu Þór/KA í dramatískum leik. Gestirnir í Þór/KA tóku forystu á 38. mínútu þegar hin slóvenska Mateja Zver skoraði af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Rakelar Hönnudóttur. Blikastúlk- ur voru þó ekki lengi að svara því mínútu síðar náði Harpa Þor- steinsdóttir að jafna með lúmsku skoti eftir klafs í vítateignum. Það dró til tíðinda á 75. mínútu þegar Blikastúlkan Dagmar Ýr Arnardóttir fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald. Til að bæta gráu ofan á svart fékk svo markvörðurinn Elsa Hlín Einarsdóttir beint rautt spjald fimm mínútum síðar fyrir brot á Rakel. Stúlkurnar í Þór/KA reyndu að nýta sér liðsmuninn, en allt kom fyrir ekki. Níu Blikastúlkur voru hins vegar ekki búnar að segja sitt síðasta og á lokamínútu leiksins skoraði Fanndís Friðriks- dóttir sigurmarkið eftir misskiln- ing í vörn Þórs/KA. - óþ Dramatík á Kópavogsvelli: Níu Blikastúlkur kláruðu Þór/KA ÖFLUG Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Blika í gær og stóð sig mjög vel. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL PEKING 2008 Enn er óvíst hvort Guðjón Valur Sigurðsson getur leikið gegn Rússum í dag. „Hann lenti ofan á öðrum manni og sneri ökklann. Hann er svolítið bólginn og svona helm- ingslíkur á því að hann geti spilað gegn Rússum,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, við Fréttablaðið í gær. „Hann er samt í fjórtán manna hópi og verður á bekknum. Við verðum svo bara að sjá til hvort hann getur spilað,“ sagði Einar en Sturla Ásgeirsson tekur væntan- lega sæti Guðjóns í horninu geti hann ekki spilað. – hbg Handboltalandsliðið: Óvissa með Guðjón Val ENN MEIDDUR Guðjón Valur er enn bólginn á ökkla og óvíst hvort hann spili gegn Rússum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 Íslenska hand- boltalandsliðið hefur leik á Ólympíu leikunum í dag og fyrsti mótherjinn er Rússland. Íslenska liðinu hefur gengið upp og ofan með Rússana undanfarin ár en ljóst er að rússneska liðið er síst sterkara en það íslenska og ljóst að Ísland þarf að vinna þennan leik ætli strákarnir sér einhverja hluti hér í Peking. Það var gott hljóðið í þeim Guð- mundi Guðmundssyni landsliðs- þjálfara og Ólafi Stefánssyni landsliðsþjálfara þegar Frétta- blaðið hitti þá að máli eftir æfingu í keppnishöllinni. „Það er nokkuð gott standið á liðinu en við erum að púsla því saman sem þarf. Þar er vörnin efst á blaði sem við þurfum að koma í betra stand. Ég hef minni áhyggjur af sókninni,“ sagði Guð- mundur og bætti við að heilsufar landsliðsmannanna væri í ágætu lagi. „Það er mikil tilhlökkun eftir því að byrja. Við erum búnir að æfa eins og skepnur og nú er kom- inn tími á að láta verkin tala.“ Guðmundur er að mæta á sínu fjórðu Ólympíuleika en hann hefur tvisvar komið sem leikmaður og nú í annað sinn sem þjálfari. Það gekk illa hjá liðinu síðast undir hans stjórn árið 2004 í Aþenu og Guðmundur ætlar sér stærri hluti að þessu sinni. „Ég hef orðið í sjötta, áttunda og níunda sæti og við ætlum að standa okkur að þessu sinni. Annars er ég ekkert að hugsa um Aþenu, nú eru nýir leikar, nýtt lið og ný tæki- færi. Fyrsta markmið er að kom- ast upp úr riðlinum og ef það markmið næst stokkum við spilin á ný,“ sagði Guðmundur. Ólafur Stefánsson er búinn að bíða lengi eftir Ólympíuleikunum og líklega í ein fjögur ár enda var hann afar svekktur yfir gengi liðs- ins í Aþenu. „Þegar maður lenti hér fyrst velti maður fyrir sér hvort maður ætti að senda langar hraðaupp- hlaupssendingar enda ekki víst að maður sæi manninn fremst á vell- inum vegna mengunar. Það er allt í þoku,“ sagði Ólafur léttur. „Ég er vel stemmdur en það þarf margt að ganga upp hér til að við náum árangri en við höfum lið til að gera fína hluti hérna.“ Ólafur er eins og áður segir búinn að bíða lengi eftir leikunum en segir tímann hafa liðið hratt. „Áður en maður veit er þetta síðan örugglega bara búið. Því er um að gera að njóta hvers dags og vera fókuseraður. Þessi keppni hefur svolítið aðra merkingu en aðrar í hugum flestra. Maður verð- ur því að leggja extra á sig, gefa af sér, tala saman og hafa allt á tæru þegar í leikina er komið. Annars er maður ekki sáttur,“ sagði Ólaf- ur, sem vill ekkert gefa út um það hvort þetta sé hans síðasta stór- mót. „Maður leyfir þessu móti að líða og sér svo hvað gerist. Það er allt hverfult í heiminum og maður veit aldrei hvað gerist.“ Kominn tími til að láta verkin tala Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Ólafur Stefánsson fyrirliði segja að strákarnir okkar séu klárir í slaginn en þeir mæta Rússum í fyrsta leik sínum. Guðmundur hefur áhyggjur af varnarleik Íslands. LÖGUM VARNARLEIKINN Landsliðsþjálf- arinn Guðmundur Guðmundsson hefur minni áhyggjur af sóknarleik landsliðs- ins en viðurkennir að liðið þurfi að laga varnarleikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 Hreiðar Levý Guðmundsson stimplaði sig rækilega inn sem aðalmark- vörður landsliðsins í handknattleik í undan- keppni Ólympíuleikanna sem fram fór í Póllandi og mætir nú til leiks hér í Peking sem markvörður númer eitt. Varaskeifa hans er síðan hinn ungi og efnilegi Björgvin Páll Gústavsson sem er nú að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti en hann var valinn í Ólympíuhóp landsliðsins í stað Birkis Ívars Guðmundssonar sem hefur verið markvörður landsliðsins undanfarin ár. „Auðvitað finn ég að það er meiri ábyrgð á mínum herðum núna og mér finnst það bara gott. Maður leitar eftir því. Við Bjöggi verðum félagar og hjálpum liðinu best þannig. Við erum bara félagar en ekki númer eitt og tvö,“ sagði Hreiðar vel sveittur eftir snarpa æfingu landsliðsins í keppnishöllinni. „Það er alveg geðveikt að vera kominn hingað og þetta er algjörlega ný upplifun. Gaman að sjá allt þetta fólk. Litla karla, og konur sem eru stærri en maður sjálfur og jafnvel herðabreiðari. Þetta er bara alveg magnað,“ sagði Hreiðar en hvað telur hann að liðið geti komist langt á leikunum? „Það veltur allt á því hversu vel við spilum. Við eigum möguleika gegn öllum liðum. Við byrjum á Rússunum og tökum klisjuna að taka einn leik fyrir í einu.“ - hbg Hreiðar Levý Guðmundsson er markvörður landsliðsins númer eitt í Peking: Mér finnst gott að bera meiri ábyrgð EFTIRVÆNTING Hreiðar Levý er fullur tilhlökkunar yfir þátttöku á ÓL og telur íslenska liðið eiga möguleika gegn öllum þeim liðum sem eru á leikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eins og Fréttablaðið hefur greint frá ganga NBA-stjörnurnar LeBron James og Jason Kidd með grasið í skónum á eftir sund- drottningunni Ragnheiði Ragnarsdóttur hér í Peking. Fréttablaðið hitti Ragnheiði fyrir utan sundhöllina í gær og spurði hana út í málið. „Þurftirðu endilega að spyrja mig út í þetta,“ sagði Ragnheiður og hló dátt. „Við erum rosagóðir vinir og þetta eru fínir strákar. Ég tala við þá á hverjum degi. Þeir eru í nákvæmlega sama pakka. Þetta eru bara strákar að keppa og reyna að standa sig vel. Við eigum mjög mikið sameig- inlegt.“ Ragnheiður hefur hitt NBA-stjörnurnar daglega frá því þeir komu í óvænta heimsókn í íslenska húsið í Ólympíuþorpinu. „Ég hef verið að hitta Kidd, LeBron og svo Chris Paul líka. Við Fúsi [Sigfús Sigurðsson handboltakappi, innsk. blm.] erum alltaf að hanga með þeim. Þá í matartjaldinu og svona,“ sagði Ragnheiður en þessi nýi vinskapur hennar og Sigfúsar við stórstjörnurnar hefur kveikt hand- boltaáhuga hjá körfubolta- köppunum. „Þeir eru mjög spenntir fyrir handbolt- anum og vilja koma og sjá út á hvað hann gengur. Þeir eru núna að reyna að redda sér miðum á einhverja leiki hjá Íslandi. Þeir ætla að styðja strákana okkar, sem er gott mál,“ sagði Ragnheiður en eru þessir strákar ekki að reyna stíft við hana? „Ekki allir, kannski einhverjir. Ég er aftur á móti á föstu og er búinn að láta þá vita af því. Það er annars mjög gaman að hafa kynnst þessum strákum. Maður má ekki sjá ofsjónum yfir því að þeir séu svona frægir. Þetta eru náttúrlega bara íþrótta- menn eins og við.“ Ragnheiður segir þá vera orðna mikla Íslandsvini og stefni á heimsókn til landsins. „Alltaf þegar þeir hitta okkur öskra þeir bara „Iceland, Iceland“. Þeir eru svo miklir Íslandsvinir að þeir vilja koma í helgarferð til Íslands og ég á að sjá um það,“ sagði Ragnheiður kát. RAGNHEIÐUR RAGNARSDÓTTIR: Í DAGLEGU SAMBANDI VIÐ NBA-STJÖRNURNAR SEM STEFNA Á ÍSLANDSFERÐ Kidd og LeBron vilja sjá strákana okkar spila VEL STEMMDUR Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson telur að íslenska liðið hafa alla burði til þess að gera fína hluti í Peking. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HENRY BIRGIR GUNNARSSON Skrifar frá Peking henry@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.