Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 8
8 18. ágúst 2008 MÁNUDAGUR Á tilb oði í ágús t 200 8 UniF lex ræ stiva gna r með fylg ihlut um. Start pakk i 20% afs láttu r RV U n iq u e 0 80 80 1 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is RV Unique örtrefja-ræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt − all you need ... for cleaning BRETLAND, AP Fimm manns létu lífið þegar tvær litlar flugvélar rákust saman í lofti og brotlentu yfir Englandi í gær. Flugvélarnar rákust saman nálægt Coventry, um 140 kílómetra norðvestur af London. Einn farþegi var um borð í annarri vélinni, sem brotlenti á akri, en fjórir voru um borð í hinni, sem brotlenti í skóglendi skammt frá. Flugslysið er í rannsókn. - ag Mannskætt flugslys á Englandi: Tvær litlar flug- vélar rákust á KÍNA, AP Ýmsum hópum mótmæl- enda hefur tekist að gera Ólympíu- leikana í Kína að vettvangi gagn- rýni sinnar á þarlend stjórnvöld, þrátt fyrir óvenju strangar öryggis- ráðstafanir. Nú síðast voru fimm erlendir mótmælendur reknir frá Kína á föstudag eftir að hafa klifrað upp auglýsingaskilti við nýbyggingu ríkissjónvarpsins í Peking og breitt þar úr borða til stuðnings Tíbet. Lögreglan handtók mótmælend- urna strax og fjarlægði fljótlega borðann. Mótmælendurnir fimm eru frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Kurt Langer, talsmaður mótmæl- endanna, segir þá hafa valið höfuð- stöðvar ríkissjónvarpsins sem vettvang mótmæla sinna vegna þess að ríkisfjölmiðlarnir í Kína séu notaðir til útbreiðslu áróðurs. „Þeir eru að reyna að hvítþvo mannréttindasögu sína og draga upp fagra mynd handa umheimin- um, þótt raunveruleikinn sé ljótur á bak við tjöldin og ástandið í Tíbet verra en það hefur verið í langan tíma,“ sagði Langer. Í vikunni sá alþjóða Ólympíu- nefndin ástæðu til að ítreka þær kröfur til kínverskra stjórnvalda, að erlendir fréttamenn fái óhindr- að að segja frá því sem fyrir ber. Þessi skilaboð sendi nefndin eftir að breskur blaðamaður sagðist hafa orðið fyrir því, þegar hann hugðist segja frá mótmælum í borginni, að lögreglan hafi tekið harkalega á sér. Lögreglan segist hafa talið blaðamanninn vera einn mótmælendanna. Kínversk stjórnvöld hafa úthlutað mótmælendum ákveðn- um svæðum þar sem þeir eiga að fá að koma mótmælum sínum óhindrað á framfæri. Mótmælendur kvarta þó undan því að þessi úthlutuðu svæði, sem eru þrjú talsins og langt frá vett- vangi sjálfra Ólympíuleikanna, hafi ekki þann tilgang að auð- velda þeim að koma mótmælum sínum á framfæri, heldur sé til- gangurinn einkum sá að kínversk stjórnvöld fái upplýsingar um mótmælendurna, svo auðveldara verði að fylgjast með þeim og hafa hendur í hári þeirra ef ástæða þykir til – að mati stjórn- valda. Lítið hefur borið á því, að mót- mælendur hafi notfært sér þessi svæði, enda þarf að sækja fyrir- fram um leyfi til að efna til mót- mæla þar. Af þeim mótmæla- aðgerðum, sem skotið hafa upp kollinum þrátt fyrir allt á öðrum stöðum, má þó ráða að lítill skort- ur sé á vilja til mótmæla. gudsteinn@frettabladid.is Stöku mótmælendur ná að koma boðskap fram í Kína Fáir mótmælendur í Kína nýta sér þar til gerð svæði, sem stjórnvöld hafa úthlutað undir mótmæli. Nokkrum hefur tekist að koma boðskap sínum á framfæri. Stjórnvöld hafa vísað erlendum mótmælendum úr landi. BOÐSKAPURINN BLASIR VIÐ Mótmælendum í Peking tókst að koma skilaboðum sínum stutta stund á framfæri á föstudag, áður en þeir voru handteknir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1 Hvar fóru Danskir dagar fram um helgina? 2 Hvaða landsliði mætti íslenska handboltalandsliðið í Peking í nótt? 3 Hvaða íslenska R´n´B söng- kona gaf nýlega út plötuna Kær leikur? UMHVERFISMÁL Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norður- þings, vill að Þórunn Sveinbjarnar- dóttir umhverfisráðherra breyti úrskurði sínum um heildstætt umhverfismat vegna álversfram- kvæmda á Bakka. Hann vill að rannsóknarboranir vegna orkuöflunar á Þeistareykjum verði undanþegnar umhverfismat- inu svo tryggt sé að þeim megi ljúka innan þeirra tímamarka sem árstíðabundnar sveiflur á svæðinu leyfa. Verði ekki hægt að gera rannsóknir á svæðinu sumarið 2009 tefjist framkvæmdir um heilt ár en sveitarfélagið ætli hins vegar að semja við Alcoa haustið 2009. Rannsóknirnar séu að auki for- senda umhverfismatsins. „Eitt af meginmarkmiðum umhverfismatsins gengur út á sjálfbærni. Til að geta svarað því hver sjálfbærnin er, hvað er á svæðinu og hve mikla nýtingu svæðið þolir verður auðvitað að bora fyrst“, segir Bergur. Umhverfisráðherra verði að leiða sveitarfélagið og fram- kvæmdaaðila til að leysa úr þeim vandkvæðum sem umhverfismat- inu fylgi. Sveitarfélagið geti ekki beðið í ár eftir niðurstöðu enda hafi það komið að 1.400 milljóna króna fjár- festingu í gegnum Þeistareyki ehf. Alls liggi um fimm milljarða fjár- festing bundin á svæðinu. - kóþ Sveitarstjóri Norðurþings hvetur umhverfisráðherra til að breyta úrskurði sínum: Vill undanþágu fyrir boranir BERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON Sveitarstjór- inn er ánægður með fund ráðherra og Húsvíkinga á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR PEKING, AP Kínverskir tollverðir gerðu í gær upptækar yfir 300 biblíur sem fjórir Bandaríkja - menn komu með til landsins og hugðust dreifa frítt í borginni Kunming í suðurhluta Kína. Starfsmaður tollsins sagði í samtali við fjölmiðla að einungis stæði til að „sjá um“ biblíurnar, en útskýrði það ekki nánar. Fjölmiðlar sögðu fréttir af því í fyrra að biblíur yrðu bannaðar í Kína á meðan á Ólympíuleikunum stæði. Þær fréttir reyndust ósannar og var tíu þúsund eintökum af biblíum á ensku og kínversku dreift um Ólympíu- þorpið. - sh 300 biblíur náðu ekki til Kína: Heilög ritning tekin í tollinum ISLAMABAD, AP Ríkisstjórn Pakistans hefur sett Pervez Musharraf þá afarkosti að annað hvort segi hann af sér embætti innan tveggja daga eða verði ákærður fyrir brot í embætti. Pakistanski þjóðarflokkurinn sakar Musharraf um brot gegn stjórnarskrá landsins. Varnar - málaráðherra landsins segir að Musharraf verði birt ákæran á þriðjudag hafi hann ekki sagt af sér. Musharraf hefur hins vegar gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki segja af sér og verja sig sjálfur í málinu. - sh Forsetanum settir afarkostir: Ákæra í bígerð gegn Musharraf LÖGREGLUMÁL Ólafur Guðmundsson, yfirlögreglu- þjónn á Snæfellsnesi, segir ungt aðkomufólk hafa átt sök á mikilli ölvun og vandræðum á Dönskum dögum á Stykkishólmi um helgina. Margir gistu fangageymslur aðfaranótt laugardags, en rólegra var yfir hátíðinni aðfaranótt sunnudags. Þó var eitthvað um pústra og þrjú fíkniefnamál komu til kasta lögreglu. „Ég þekki mitt fólk. Við höfðum ekki afskipti af einum einasta heimamanni. Maður fær á tilfinn- inguna að sumir hafi komið hingað gagngert til að skemma fyrir öðrum. Íbúum blöskraði og hátíðin verður endurskoðuð. Það er á hreinu,“ segir Ólafur. Sara Jóhannsdóttir á og rekur pylsuvagninn „Einar með öllu“ í bænum ásamt Einari Gunnars- syni eiginmanni sínum. Pylsuvagninn var opinn báðar næturnar og stóð Sara vaktina. „Manni dettur í hug að meira vesen sé á unga fólkinu þegar hátíðin kemur upp á aðra helgi en Menning- arnótt Reykjavíkur, en venjulega eru hátíðirnar haldnar sam tímis. Einnig gæti haft eitthvað að segja að á föstudagskvöldið, þegar mestu lætin voru, var engin skipulögð dagskrá í gangi. Laugar- dagskvöldið var rólegra, þegar bryggjuballið og fleira var haldið,“ segir Sara. Hún segir ókyrrðina hafa legið í loftinu á föstudaginn. Mögulega hafi kveikiþráðurinn í fólki verið styttri vegna slæms veðurs. Daði Heiðar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri Danskra daga, segir að aðstandendur hátíðarinnar muni funda eftir helgi og fara yfir hvaða lærdóm megi draga af reynslu helgarinnar. Hins vegar hafi hátíðin gengið vel í fimmtán ár samfleytt, og erfitt sé að búa sig undir vandræði eins og þau sem urðu um helgina. - kg Yfirlögregluþjónn segir heimamenn hafa hagað sér vel á Dönskum dögum: Lögreglan kennir ungu aðkomufólki um vandræðin FANGAGEYMSLUR FULLAR Yfirlögregluþjónn á Snæfellsnesi segir klárt mál að endurskoða þurfi Danska daga. DANSKIR DAGAR Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir erfitt að búa sig undir vandræði eins og þau sem urðu um helgina. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.