Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 38
22 18. ágúst 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Handknattleiksdeild HK auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. fl okk karla fyrir komandi tímabil. Flokkurinn er núverandi Íslands- og bikarmeistari og því við góðu búi að taka. Einnig auglýsir barna- og unglingaráð HK eftir þjálfurum fyrir yngri fl okka félagsins. HK leitar að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum við að efl a starf hand- knattleiksdeildarinnar. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda inn umsókn og ferilskrá til íþróttastjóra félagsins á netfangið olithor@hk.is. Reynsla af þjálfun skilyrði og menntun á sviði íþrótta-, kennslu eða uppeldisfræða æskileg. Nánari upplýsingar veitir Óli Þór Júlíusson, olithor@hk.is, eða í síma 897-8730. PEKING 2008 Frjálsíþróttafólkið Bergur Ingi Pétursson sleggju- kastari og Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari eru nýliðar á Ólympíu- leikum en bæði verða 23 ára í okt- óber. Bergur keppti í sleggjukasti aðfaranótt föstudags en Ásdís tekur þátt í spjótkastskeppninni á morgun. Þetta er framtíðarfólk Íslands í frjálsum íþróttum og þau mæta án efa enn sterkari til leiks í London eftir fjögur ár, reynslunni ríkari eftir dvölina í Peking. „Það er þvílík upplifun að vera hérna. Ég bjóst við því að það yrði allt rosalega stórt hérna og það er allt rosalega stórt hérna. Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Ásdís en hún nýtur lífsins hér í Peking og sogar í sig upplifunina. „Það er fínt að búa í þessu ólympíuþorpi og ótrúlega skemmtileg stemning í öllum íslenska ólympíuhópnum. Við búum mjög þétt og það hefur skil- að mjög skemmtilegri stemningu. Það er svolítið verið að fíflast og svo horfum við mikið á leikana í sjónvarpinu í bland við íslenskt efni sem fólk hefur tekið með sér,“ sagði Ásdís, sem er því miður meidd og því algerlega óljóst hversu vel henni muni ganga. „Ég mun samt mæta til leiks og gefa allt sem ég get. Það þarf eitthvað mikið að gerast ef ég keppi ekki.“ Það var við ramman reip að draga fyrir Berg Inga en hann hefði þurft að kasta 78 metra til þess að komast í úrslit en það er rúmum þrem metrum lengra en Íslandsmet hans. „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég labbaði inn á þennan völl í fyrsta skipti og svakaleg orka sem maður fann fyrir á vellinum. Það er æðis- legt að komast inn á þetta mót, sem er það stærsta sem hægt er að komast í,“ sagði Bergur Ingi, sem líkar lífið vel í Ólympíuþorpinu. „Þetta er ofboðslega þægilegt og maður bara slappar af, spjallar og hlær með fólkinu. Virkilega skemmtilegt,“ sagði sleggju kastar- inn.“ Aldrei séð annað eins Hið unga og efnilega frjálsíþróttafólk Bergur Ingi Pétursson og Ásdís Hjálms- dóttir er að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Þau njóta lífsins í Peking og soga í sig reynsluna. GOTT Í PEKING Hið unga frjálsíþróttafólk naut lífsins í botn í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HENRY BIRGIR GUNNARSSON Skrifar frá Peking henry@frettabladid.is PEKING 2008 Jamaíkamaðurinn Usain Bolt setti nýtt heimsmet í 100 metra hlaupi karla í Peking á laugardag. Hann kom í mark á 9,69 sekúndum og var byrjaður að fagna áður en hann kom yfir línuna. Hlaupi Bolt er lýst sem ótrúlegasta hlaupi sögunnar af spekingum en hann er aðeins 21 árs gamall og var að keppa á sínu fyrsta stórmóti. - hþh Engin spenna í 100 m hlaupi: Nýtt heimsmet hjá Usain Bolt FLJÓTASTUR Bolt vann 100 metra hlaup- ið með yfirburðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP PEKING 2008 Michael Phelps varð fyrstur til að vinna átta gull á einum Ólympíuleikum þegar bandaríska sundsveitin tryggði sér sigur í 4x100m fjórsundi í fyrrinótt. Sveitin setti heimsmet. Phelpst setti alls sjö heimsmet á leikunum. Hann hefur nú unnið flest gull allra á leikum, samtals fjórtán talsins, og gullin átta eru flest gull sem íþróttamaður hefur unnið á einum leikum. Landi hans Mark Spitz átti metið, hann vann sjö gull á leikunum í München árið 1972. Spitz kallaði Phelps besta íþróttamann á Ólympíuleikum í sögunni. „Þetta var gaman,“ sagði Phelps, hógværðin uppmáluð þrátt fyrir allt. „Þetta er nokkuð sem ég var að stefna að og langaði til að gera. Þetta er búið að krefj- ast mikillar vinnu og ég er þakk- látur fyrir það hvernig þetta fór. Þetta var fullkomið. Hver stund í og úr lauginni verður með mér til æviloka. Þetta er ein besta vika ævi minnar, ef ekki sú besta,“ sagði Phelps en aðrir sundmenn hafa keppst við að ausa hann lofi. „Michael Phelps – það er ekki hægt að lýsa því hvað hann gerði hérna. Þetta afrek er ótrúlegt og ég efast um að við munum sjá nokkuð svona aftur,“ sagði Ástral- inn Grant Hackett. - hþh Sundkappinn Michael Phelps var sigursæll á Ólympíuleikunum: Átta gull hjá Phelps í Peking GULLKÁLFUR Phelps hefur skráð sig á spjöld sögunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ENSKI Englandsmeistarar Manchester United misstigu sig í fyrstu umferð ensku úrvalsdeild- arinnar þegar þeir náðu aðeins jafntefli gegn Newcastle á heimavelli. Obafemi Martins kom Newcastle yfir með skalla eftir hornspyrnu en Darren Fletcher jafnaði aðeins mínútu síðar. Fleiri mörk voru ekki skoruð og leikar enduðu 1-1. Luiz Felipe Scolari stýrði Chelsea til 4-0 sigurs á Ports- mouth. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Portsmouth sem sá aldrei til sólar. Chelsea var 3-0 yfir í hálfleik með mörkum frá Joe Cole, Nicolas Anelka og Frank Lampard úr vítaspyrnu. Deco bætti því fjórða við undir lokin. „Ég er ánægður af því liðið mitt spilaði mjög vel,“ sagði Scolari. „Að vinna fyrsta leikinn 4-0 er mikilvægt en það er mikilvægara að liðið mitt leit vel út á vellin- um.“ Gabriel Agbonlahor skoraði þrennu á sjö mínútum og 43 sekúndum fyrir Aston Villa sem lagði Manchester City 4-2. John Carew skoraði einnig fyrir Villa en Elano og Vedran Corluka fyrir City. - hþh Enski boltinn í gær: Meistararnir töpuðu stigum > Sættir Guðjóns og Wilbek Dönsk dagblöð eru mörg hver á sama máli og Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, að dómaraskandall hafi komið í veg fyrir sigur þess á Íslandi. Wilbek varð svo reiður að hann neitaði að taka í hendina á Guðjóni Val Sigurðssyni, sem var ekki par sáttur við lítinn drengskap þjálfarans. Berlingske Tidende greinir frá því að Guðjón hafi sagt „fokk off“ við Wilbek sem talaði um þjófnað og skandal langt fram á kvöld og átti við dómarana. „Ég sagði „fokk off“ en það var ekki illa meint. Þetta var bara misskilningur. Ég erfi þetta ekkert við hann og ég vona að hann geri það ekki heldur. Við afgreiddum þetta síðan fljótlega eftir á,“ er haft eftir Guðjóni í danska blaðinu. SCOLARI Var ánægður með sigurinn í sínum fyrsta leik með Chelsea. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri lenti í fjórða sæti á Evrópumótinu sem lauk í Tékklandi í gær. Ísland tapaði leiknum um bronsverðlaun fyrir Svíum með sjö marka mun, 35-42. „Ég lagði þetta þannig upp að það lið sem væri ákafara í að vinna leikinn myndi vinna og Svíarnir voru okkur einfaldlega fremri. Þeir voru gríðarlega vel stemmdir og keyrðu yfir okkur í fyrri hálfleik,“ sagði Einar Guðmundsson, þjálfari liðsins. „Við börðum okkur saman í seinni hálfleik og hann var frábær. En við vorum með allt niðrum okkur í fyrri hálfleik og ekkert gekk upp á meðan allt gekk upp hjá þeim,“ sagði Einar en Aron Pálmarsson (á mynd) var markahæstur í íslenska liðinu með ellefu mörk. Einar segir að það hafi verið mikil vonbrigði að hafa ekki komist í úrslitaleikinn. „Það er erfitt að spila um bronsverðlaun og það skiptir öllu máli hvort liðið byrjar betur,“ sagði Einar en fyrir mótið var markmiðið skýrt. „Við ætluðum að vinna þetta. Við vorum ekkert að gaspra um það en við ræddum það innan hópsins, að við ættum möguleika. Það er klárt að þessi fjögur efstu lið eru mjög jöfn að getu,“ sagði Einar en Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar. „Við erum með alvöru landslið í höndunum, þetta er óvenju efni- legur árgangur. Við vissum það og við þurfum að hlúa að honum,“ sagði Einar. Þetta sama lið fer á opna Norðurlandamótið næsta sumar, Evrópumót eftir tvö ár og heimsmeistaramót eftir þrjú ár áður en það gengur upp úr unglingaflokknum. Liðið vakti athygli ytra en Einar segir að sumir hafi jafnvel spáð liðinu sigri. „Við spiluðum skemmtilegan handbolta og skoruðum meðal annars tólf mörk úr hraðaupphlaupum í mótinu,“ sagði Einar. Annað sem vakti athygli á liðinu er hve hávaxið það er. Íslendingar hafa löngum átt erfitt með að finna hávaxna handboltamenn en enginn skortur er á þeim í þessu lands- liði. „Við erum með hávaxnasta lið mótsins, sem er auðvitað ekki það sem gengur og gerist hjá okkur Íslendingum.“ Aron var valinn í lið mótsins en hann vakti sérstaka athygli ytra. „Hann er með einstaka hæfileika. Hann var í A-lands- liðsklassa á mótinu,“ sagði Einar um Aron. U-18 ÁRA LANDSLIÐ KARLA: TAPAÐI Í LEIKNUM UM BRONSVERÐLAUN Á EVRÓPUMÓTINU Við erum með alvöru landslið í höndunum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.